Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986 fclk í fréttum Bresk stúlka kom á Morgun- blaðið fyrir nokkrum dögum í þeim tilgangi að fá hjá einum ljós- myndaranum mynd sem birtist í blaðinu. Kom í ljós að umrædd stúlka, Virginia Bolton, var stödd hér á landi til að ljúka lokaverkefni sínu í ljósmyndun. „Ég hef stundað nám í ljósmynd- un í fjögur ár og útskrifast í sumar. Lokaverkefnið okkar felst í því að velja eitthvað þema til að mynda. ' Flestir skólafélagar minna völdu innitökur, ákváðu að taka tískuljós- myndun, auglýsingar og svo fram- vegis, en ég var ákveðin í að mynda undir beru lofti. Á óskalistanum var að vera einhversstaðar þar sem loftið væri hreint, umhverfið óspillt, við sjó og helst uppi í sveit. ísland var því kjörið fyrir mig og ég sló til. Þetta er í fyrsta skipti sem ég ferðast svona alein og heima sitja auðvitað foreldrar mínir með lífíð í lúkunum. Ég hughreysti þau og segi hvemig móttökur ég fæ og hve fólk er yfírleitt vingjamlegt. Sem dæmi get ég tekið að um daginn fór ég ásamt stúlku sem býr með mér á Farfuglaheimilinu til Hvera- gerðis og í bakaleiðinni vomm við teknar upp í af indælis hjónum. Þau létu ekki nægja að keyra okkur í bæinn, heldur fóm með okkur í skoðunarferð, buðu okkur heim í mat og sýndu okkur bamabömin. \ Þegar Virginia var spurð hvert leiðin lægi núna sagðist hún vera á leiðinni í Skaftafell þar sem hún ætlaði að dvelja á bóndabæ, hjálpa til við húsverkin um tíma og taka myndir. Að því búnu færi hún hring- inn í kringum landið og heim um miðjan apríl. Þegar prófskírteinið væri komið í ömgga höfn færi hún að kenna af fullum krafti og jafn- framt að vinna sjálfstætt við ljós- myndatöku. sem lokaverkefni í Á óskalistanum var að vera einhversstaðar þar sem loftið væri hreint, umhverfið óspillt, við sjó og helst uppi í sveit sagði Virginia Bolton. Viltu langar neglur, kúptar, beinar... ? Hvemig fer hún að því að hafa svona langar og fallegar neglur? Hugsunin hefur líklega hvarflað að mörgum konum um leið og þær hafa horft öfundaraug- um á langar og línufagrar neglur tískukvenna til dæmis á síðum tíma- rita. En í dag þurfa þær sem hafa nagað neglumar ekki að bera pipar á þær eða hafa hanska til að freist- ast ekki, því hægt er að fara á stofu og fá þær af hvaða lengd og gerð sem hugurinn gimist. Það var bankað upp á hjá Ebbu Kristinsdóttur og fylgst með um stund, en hún vinnur við að lengja neglur fólks. „Ég hef verið búsett í Bandaríkj- unum undanfarin sjö ár,“ sagði Ebba, „og þar hefur þetta farið eins og eldur í sinu. Þá hef ég einnig haft áhuga fyrir snyrtingu og ákvað að fara í nám henni tengdri. Skól- inn, „The Industry öf Nail Techn- ology" varð fyrir valinu og þetta var hálfsárs nám. Sem sérgrein tók ég kostinn að læra að búa til það sem ég vinn við og kalla Akrýl- neglur. Þetta er ekki eins og þær gervineglur sem hafa verið við lýði í tugi ára og kippt af heldur era þær fastar og eins og eigin neglur. Eftir að hafa fengið þær í fyrsta skipti þarf svo viðkomandi kona að koma inn á 2ja eða 3ja vikna fresti og láta snyrta þær og fylla upp f skörðin sem myndast hafa, því auðvitað vaxa neglumar á nokkram vikum. Ég vann við þetta úti í nokkur ár,“ heldur Ebba áfram, „en þegar ég flutti svo heim fyrir stuttu fannst mér að það hlyti að vera markaður fyrir steyptar neglur héma. Fólk hefur tekið vel við sér. Við erum nokkrir aðilar hérlendis sem höfum orðið atvinnu af þessu.“ Ebba að vinna við neglur \ VIRGINIA BOLTON NEMI í UÓSMYNDUN Valdi Island Áfleygiferð Búið að steypa eina nögl. Morgunblaðið/BK Elisabeth andreasson er hér á fleygiferð, sem vera mun nokkuð táknrænt fyrir hana. Hún hefur nýlokið við gerð stórr- ar plötu þar sem hún syngur ein og hefur einnig samið nokkra text- ana sjálf. í sumar ætlar hún í hljóm- leikaferð án stöllu sinnar úr „Bobbysocks“, Hanne Krogh. Ekki er þó hætta á að samstarf þeirra sé á enda, því Elisabeth segist -meta það mira en nokkuð annað. Elisabeth ein á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.