Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986 Olafur Einars- son — Minning Fæddur 6. september 1912 Dáinn 19. marz 1986 Virðing og þökk eru efst í hugan- um þegar ég kveð Ólaf Einarsson tengdaföður minn í dag. Þó svo að kynni okkar spönnuðu aðeins lítinn hluta ævi hans og Ólafur væri dulur maður er þó margs að minnast. Ólafur Einarsson fæddist á Eski- fírði, en fluttist nokkurra mánaða gamall með foreldrum sínum, Ein- ari Ólafssyni og Þórstínu Ámadótt- ur, til Fáskrúðsfjarðar. Þar ólst hann upp á alþýðuheimili og vann öll almenn störf í sjávarplássinu að Búðum á unglingsámm. Snemma var þó ljóst að hugurinn stóð til mennta, en ekki var heiglum hent að komast á skóla í þá daga. Með dugnaði og eljusemi tókst Olafí að gera þennan draum að vemleika. Hann hélt frá Fáskrúðsfírði og lauk prófí frá héraðsskólanum á Laugar- vatni. Ólafur innritaðist í Mennta- skólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófí árið 1937, þá 25_ ára gamall. Nám sitt fjármagnaði Ólaf- ur með vinnu árin áður en hann gat hafíð skólagöngu og með sum- arvinnu. Hann fluttist suður til Reykjavík- ur og hafði hug á háskólanámi, en slíkt var kostnaðarsamt. Síðari heimsstyijöldin geisaði úti í heimi og mikil umbrot áttu sér stað í ís- lenzku þjóðlífí. Ekki varð af frekari skólagöngu. Ólafur stofnaði heimili uicu cii/ii tiianui ivuuu oiuui, xiou Friðriksdóttur, og giftust þau árið Í945. Á stríðsámnum starfaði Ólafur hjá Skeljungi og síðan í þrjá áratugi á endurskoðunardeild Reykjavíkur- borgar. Hann minntist gamalla samstarfsmanna þar ævinlega með söknuði. Útivinna heillaði Ólaf alltaf og um tíma vann hann í byggingar- vinnu, meðal annars við byggingu Skálholtskirkju og Ljósafossvirkj- unar. Sumranna á þessum slóðum fannst honum gott að minnast. Eitt áhugamál var öðmm ofar í huga Ólafs; skákin. Hann var alla tíð virkur þátttakandi á skákmótum og meistarflokksmaður í íþróttinni. Oft var farið beint úr vinnu og sezt að tafli. Skákin og sá félgsskapur, sem hún gaf, veitti Ólafí mikið. Ekki er nema mánuður síðan Ólafur fylgdist með keppninni á Reykjavík- urskákmótinu og síðasti verðlauna- peningur Ólafs í skákinni er aðeins tæplega sex mánaða gamall, dag- settur 3. október 1985. Árið 1968 fluttu Ólafur og Ása í nýtt hús að Sörlaskjóli 11. í garð- inum við húsið var helzt að fínna Ólaf yfír sumartímann og í raun stórkostlegt að sjá til hans, þar sem hann dag eftir dag og kvöld eftir kvöld var í garðinum sínum. Hann var'oþreytandi við að rækta og bæta, hlú að og snyrta enda bar garðurinn í kringum húsið að Sörla- skjóli 11 Ólafí fagurt vitni. Beztu stundir Ólafs vom við skákborðið, í garðræktinni eða með góða bók í höndum. Hann las alla tíð mikið og þá um allt milli himins og jarðar. Hin síðar ár vom ýmsar spumingar læknavísindanna hon- um hugleiknar, en á milli fannst honum gott að grípa í góðan reyf- ara. Fyrr á ámm þýddi Olafur tals- vert af bamabókum á gott og vandað íslenzkt mál. Ólafur flíkaði ekki tilfínningum sínum, en fylgdist vel með. Er við ræddum saman fyrir nokkra komst ekki annað að í huga hans en frammistaða íslenzka landsliðsins í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Sviss. Hann hafði skoð- anir á þeim málum eins og öðmm og þegar sezt var niður í góðu tómi var frá ýmsu forvitnilegu að segja. Ólafur mundi tímana tvenna og var minnugur á liðna tíð. Ása og Ólafur áttu þijú böm saman: Þórhildi, sem er gift David Fuegi bókasafnsfræðingi, og starf- ar hann sem ráðgjafí hjá stofnun tengdri enska menntamálaráðu- neytinu. Þau búa í Colehester. Einar málarameistara, sem kvæntur er Kristjönu Guðmundsdóttur, og Ingileif hjúkmnarfræðing, sem gift er þeim er þetta ritar. Stjúpsonur Ólafs er Friðrik Bjömsson, heild- sali, giftur Herdísi Gunngeirsdótt- ur. Ólafur var Friðrik alla tíð sem bezti faðir. Hér verður ekki nánar stiklað á æviatriðum Ólafs Einarssonar, honum hefði ekki heldur verið slík upptalning að skapi. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Ásu tengda- móður minni, sem bjó Ólafí fallegt og gott heimili, votta ég mína inni- legustu samúð á sorgarstundu. Ágúst Ingi Jónsson Kveðja frá stjúpsyni Stjúpfaðir minn, Olafur Einars- son, er látinn. Banamein hans var ógnvaldurinn mikli, krabbameinið. Ég get ekki látið hjá því líða að minnast hans með örfáum orðum, þó ekki væri nema til að þakka honum fyrir meira en fjömtíu ára samfylgd. Ég var vart tveggja ára er móðir mín giftist stjúpa mínum. Eignuð- umst þau síðan þijú böm og ólst ég upp með systkinum mínum og aldrei fann ég annað en að ég væri einn af hans bömum. Ef eitthvað var, þá naut ég frekar forréttinda, eins og stundum vill verða með fyrsta bam. Margs er að minnast og af mörgu að taka. Mér er ennþá minnisstætt er stjúpi minn keypti sitt fyrsta hús og öll sú vinna og tími sem fór í það að stækka og breyta, en alla hluti vann hann sjálfur og skipti þá ekki máli, hvort hann var að múra, mála eða smíða, alltaf sama fágaða handbragðið á öllu, eins og um mublusmíði væri að ræða. Seinna átti ég eftir að kynnast þessu ennþá betur, er við byggðum saman tvíbýli. Naut ég þá sem oftar góðs af, því ekkert var það verk sem hann hafði ekki gott vit á, eða treysti sér ekki í. Sama var að segja um garðinn. Húsið var varla komið upp er hann hafði hannað lóðina, teiknað garðinn og gróðursett tré og plöntur og þekkti hann nöfnin á öllum þeim fjölmörgu tegundum sem hann gróðursetti. Ekki er lengra en sex ár síðan ég byggði mitt annað hús og þau vom ekki mörg kvöldin eða helgamar sem stjúpi minn mætti ekki og alltaf var það saman sagan, ætíð tók hann að sér erfiðustu og leiðinleg- ustu verkin. Ólafur var að mörgu leyti sér- kennilegur maður og ekki fóm skoðanir okkar alltaf saman. Kom það þá stundum fyrir að maður lét hann fá það óþvegið, eins og sagt er, en allt kom fyrir ekki, stjúpi minn haggaðist aldrei og var alltaf sama rósemin yfír honum, sama á hveiju gekk. Þegar maður hafði látið gamminn geysa þá var þetta búið og gleymt og aldrei vissi ég til þess að hann talaði illa um nokkum mann. Ólafur var vel menntaður og fylgdist vel með, hvort sem um var að ræða innlend eða erlend málefni. Það var alveg saman um hvað var verið að ræða, ætíð hafði hann eitthvað til málanna að leggja. Fékk maður það þá gjaman í fyrirlestrar- formi og fannst manni stundum nóg um, því það var alveg ótrúlegt hvað hann gat fjölyrt um allt milli himins og jarðar. Helztu áhugamál hans vom skákin og lestur bóka um vís- indaleg málefni. Ólafur var óvenju nægjusamur maður og gerði litlar kröfur til lífs- ins og sóttist ekki eftir veraldlegum auði. Hann var alla tíð bindindis- maður á vín og tóbak, heimakær og undi sér best við tafl og lestur góðra bóka. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég stjúpa minn og bið algóðan guð að blessa sálu hans. Friðrik Björnsson Leiðrétting I minningargrein hér í blaðinu á sunnudaginn var misritaðist nafn Svend Ove Andersen. Ove varð Aage. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist afsökunar á þessari misrit- un á nafni hins látna. Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaöir og afi, GUNNAR MAGNÚS BJÖRNSSON, Löngufit 16, Garðabæ, lést 24. mars í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Erla Ársælsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Örn Jóhannesson, Ársæll Gunnarsson, Erla Inga Skarphóðinsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson og barnabörn. t Eiginkona mín, ÁSLAUG JOHNSEN, lést þriðjudaginn 25. mars. Jóhannes Ótafsson t Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og jaröarför JÓNS ÞORKELSSONAR, Kothúsum, Garði. Eggert Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásta Árnadóttir, Guðríður Jónsdóttir, Reynir Markússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kárhóli, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 22. mars. Minningarathöfn fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 15.00. Jarðsett verður frá Einarsstaðarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Ingi Tryggvason. t Faðirokkar, ÞORGILS JÓNSSON, Ægissíðu, Rangárvallasýslu, verður jarðsettur frá Oddakirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Börnin. t ÁSTA EGGERTSDÓTTIR FJELDSTED verður jarðsungin frá ísafjaröarkirkju fimmtudaginn 3. apríl, kl. 14.00. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega þá samúð og vinsemd sem okkur var sýnd við andlát og útför JÓHANNS FRIÐRIKSSONAR frá Efri-Hólum. Gunnlaug Eggertsdóttir, Ingimar Jóhannsson, Magnea Jóhannsdóttir, Eggert Jóhannsson, Friðrik Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Lilja Oddsdóttir, Sölvi Sveinsson, Inga Bravell, Hildur Guðnadóttir, Hans Gunnarsson barnabörn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Naustvík. Anna Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg K. Guðmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Guðfinna M. Guðmundsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir,Skúli Helgason, Þóra K. Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Jónas Kristjánsson, Jónína Sturlaugsdóttir, Ágúst Lýðsson, Bernharð Andrésson, Svanhildur Eyjólfsdóttir, t Innilegar og bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KJARTANS BJÖRNSSONAR, Hringbraut 52, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Katrín Kristjánsdóttir, Björn Eggert Kjartansson, Ólöf Jóhanna Young, Alan E. Young, Katrín Farren, William J. Farren,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.