Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 51
Pétur lék vel með Lakers í sínum fyrsta leik MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 # Jabbar virðist skemmt á varamannabekknum hjá Lakers. Á mánu- daginn lék Pétur Guðmundsson í stöðu Jabbar og stóð sig vel. Frá Jónasi Egilssyni, PÉTUR Guðmundsson körfu- knattleiksmaður lék sinn fyrsta leik með Los Angeles Lakers á mánudagskvöldið er liðið lék við San Antonio Spurs. Petur þótti standa sig með miklum ágætum og dagblöðin hér hrósa honum á hvert reipi. Hann skoraði 14 stig, tók níu fráköst og varði tvö skot frá andstæðingunum. Þess má geta að Pétur lék með í 20 mínút- ur og lék að mestu fyrir Kareem- Abdul Jabbar sem hefur verið einn aðalmaðurinn íliði Lakers. Lakers tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni og fróttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Dalglish leikur sinn 100. leik Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins á Englendi. KENNY Dalglish, leikmaður og stjóri Liverpool, leikur i kvöld sinn eitt hundraðasta landsleik fyrir Skotland þegar þeir mæta Rúm- eníu í Glasgow. Daglish var í gær heiðraður sérstaklega af borgar- stjóranum í Glasgow og voru honum afhentir lyklarnir af borg- inni en Dalglish er fæddur í Glas- gow. Tveir nýliðar verða í skoska lið- inu að þessu sinni, þeir Pat Nevin frá Chelsea, og markvörður Old- ham, Andy Goram, en Jim Leigh- ton er meiddur, puttabrotnaði á æfingu á mánudaginn og getur því ekki leikið með. írar leika við Wales í kvöld og er þetta fyrsti landsleikur íra undir stjórn Jacky Charlton. Tveir nýliðar Anna María vann Helgubikarinn - ekki tókst að Ijúka karlakeppninni Akureyri. ANNA María Malmquist, Akur- eyri, hlaut Helgubikarinn fyrir að sigra bæði í svigi og stórsvigi á Hermannsmótinu í alpagreinum skíðaíþróttanna f Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Á laugardag var keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna og á sunnudagsmorgun í svigi kvenna. Skíði: Daníel í 10. sæti DANÍEL Hilmarson, landsliðmað- ur í alpagreinum, varð í 10. sæti á sterku svigmóti f Austurrfki í sfðustu viku. Daníel keppti fyrst í svigi í Ziller- tal í Austurríki og varð í 10. sæti af 120 keppendum frá 15 þjóðum. Daginn eftir keppti hann aftur í svigi á sama stað og varð í 13. sæti og hlaut 65 fis-stig. Hann var þá tæpum fjórum sekúndum á eftir fyrsta manni sem varfrá Noregi. Daníel keppti einnig í svigi á Evrópubikarmóti í Spital í Austur- ríki og var þar dæmdur úr leik í fyrri ferð. Daníel er nú kominn heim og mun keppa á landsmótinu sem verður í Bláfjöllum um pásk- ana. Stórsvigskeppni karla var frestað vegna veðurs - en veður var leiðin- legt í Hlíðarfjalli alla helgina. Daníel Hilmarsson sigraði í svigi á laugar- dag og hefur því forystu í keppn- inni um Hermannsbikarinn, ef svo má segja. Jafnvel er talið að stór- svigskeppnin fari alls ekki fram í vetur. Ekki sé tími til að halda hana og Hermannsbikarinn vinnist því ekki á þessu keppnistímabili. Úrslit urðu annars sem hér segir. Svig karla: Daníel Hilmarsson D 1:38,85 Guðmundur Sigurjónss. A1:40,99 Björn Brynjar Gíslason A 1:44,26 Ingólfur Gíslason A 1:44:45 Guðjón Ólafsson (1:44,73 Alls tóku 15 skíðamenn þátt í keppninni en hvorki meira né minna en tíu þeirra hlekktist á i brautinni - enda veður slæmt eins og áður sagði. Skyggni lélegt. Úrslit í stórsvigi kvenna á laug- ardaginn urðu þessi: Anna María Malmquist A 2:32,01 Nanna Leifsdóttir A 2:32,39 Tinna Traustadóttir Árm. 2:33,93 Helga Stefánsdóttir ÍR 2:37,74 Gréta Björnsdóttir A 2:39,16. Sjö keppendur hættu keppni þar sem þeim hlekktist á. Úrslit á sunnudag í sviginu urðu þessi: Anna María Malmquist A 1:47,17 IngigerðurJúlíusdóttirD 1:52,15 Helga Stefánsdóttir ÍR 1:54,58 Bryndís Ýr Viggósdóttir A 2:58,43 Átta stúlkur hætti keppni í svig- inu. verða í byrjunarliðinu og eru þeir báðir úr Oxford. John Aldrige og Ray Houghton. Danir leika við N-íra og verður það hálfgert varalið sem Danir mæta með. í liðið vantar meðal annars Lerby, Arneson og Elkjær en þeir eru allir meiddir og geta því ekki leikið með. Svipaða sögu er að segja af Englendingum sem leika við Sov- étmenn. Öruggt er að Tony Wood- cook leikur ekki með vegna meiðsla og óvíst er um Gary Linek- er, Mark Hateley og Glen Hoddle. Hateley kom sérstaklega frá Ítalíu í þennan leik en er smávegis meiddur og verður því ekki með. Ef þessir kappar leika ekki gæti það orðið til þess að Aston Villa- leikmaðurinn Steve Hodge fengi tækifæri og léki sinn fyrsta lands- leikfyrir England. • Tómas Jónsson þjálfari KFUM Osló. blöðin segja að Pétur hafi átt mikinn þátt í sigrinum. Þjálfari Lakers, Pat Riley, segir í viðtali við LA Times að hann sé ánægður með frammistöðu Péturs í leikn- um. „Pétur er leikmaður sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Ég er mjög ánægður með leik hans í kvöld og miðað við að hann æfði aðeins með liðinu í hálfa klukkustund fyrir þennan leik er ég mjög ánægður með árangurinn sem hann náði í leiknum." Þjálfarinn og leikmenn Lakers taka í sama streng og Scott, einn besti maður Lakers, segir meðal annars í blaðaviðtali: „Pétur er góður leikmaður og hann er mjög harður af sér. Hann gæti orðið góður leikmaður í NBA-deildinni." Eins og við skýrðum frá í gær gerði Pétur tíu daga samning við Lakers. Samningurinn var gerður mánudaginn 17. mars og rennur því út í dag. Lakers getur gert annan tíu daga samning við Pétur en síðan verða þeir að ákveða sig hvort þeir bjóða honum samning út keppnistímabilið eða ekki. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði blaðafulltrúi Lakers, Rosen- feld að nafni, að sér þætti líklegt að liðið gerði annan tíu daga samning við Pétur. „Þeir hljóta að gera annan samning við hann því Pétur stóð sig svo vel gegn Spurs. Strákarnir leika aftur í kvöld (í gærkvöldi) í Denver og Pétur leikur þar með. Ef hann leikur eins og gegn Spurs er ég ekki í nokkrum vafa um að hann fær samning." Ef Pétur fær samning við Lakers er ekki ólíklegt að íslenskir körfu- knattleiksunnendur fái að sjá hann leika í sjónvarpinu. Morgunblaðið/Bjami • Páskamaturinn í pokanum og ávísunin í umslaginu hjá þeim Guðjóni Guðmundssyni, Þorgils Óttari Mathiesen og Guðmundi Guðmundssyni. Kjúklingar, egg og 50.000 krónur LANDSLIÐSMENN íslands í handknattleik mættu í íþrótta- miðstöðina í Laugardal um síð- ustu helgi þar sem þeim var afhentur styrkur úr Landsliðs- sjóði HSÍ fyrir frábæra frammi- stöðu á HM f Sviss fyrr í vetur. Hverjum leikmanni var afhent ávfsun að verðmæti 50.000 króna, en sjóður þessi var settur á laggirnar í vetur þegar undir- búningur fyrir HM stóð sem hæst. í stjórn hans eru Ólafur B. Thors, Páll Bragi Kristjónsson, Þórður Ásgeirsson, Einar Sveins- son og Ámi Árnason. Við sama tækifæri var landsliðs- mönnum afhentur poki sem var fullur af kjúklingum og eggjum frá Holtabúinu á Hellu, en HSÍ hefur gert samning við fyrirtækið að kynna vörur þess fram að Ólympíu- leikunum í Seoul 1988. Holtabúið ætlar að greiða HSf 50 aura af hverju seldu kílói fram að leikunum og er áætlað að þegar upp verði staðið nemi fjárhæðin hátt á aðra milljón. Blakað um páskana FIMM liða páskamót verður f blaki yfir páskahátfðina og verður leikið f Hagaskóla. Fjögur lið verða frá íslandi en að auki leikur lið KFUM Osló í mótinu en það er íslendingurinn Tómas Jónsson sem þjálfar lið Osló og hefur gert sfðan hann hætti að leika með liðinu. Tvö íslensku liðanna verða mynduð úr landsliðshópi þeim sem æfir nú af kappi fyrir Norðurlanda- mótið sem haldið verður í Kópa- vogi í maí, og mun Björgólfur Jó- hannsson landsliðsþjálfari stjórna báðum liðunum og að auki hafa tveir þekktir blakarar valið tvö önnur lið sem þeir munu stjórna. Fyrstu leikirnir verða á morgun og hefst fyrri leikurinn kiukkan 19 en sá síðari klukkan 20.30. Á laug- ardaginn verða síðan fjórir leikir og sömu sögu er að segja á mánu- daginn. Tvo seinni daga mótsins hefst keppni klukkan 12 á hádegi og stendur fram undir 18 á daginn. Leikmenn KFUM Osló eru ís- lenskum blökurum að góðu kunnir því liðið lék við Þrótt í Evrópu- keppninni fyrir nokkrum árum. Fé- lagið varð í fimmta sæti í deildinni norsku í ár og er félagiö eitt stærsta blakfélag Noregs. Þjálfari þess er Tómas Jónsson sem leikið hefur 28 landsleiki fyrir ísland. Hann lék í mörg ár með liðinu en hætti því í vetur er hann tók við sem þjálfari þess en ekki er ólíklegt að hann leiki eitthvað með í þess- ari ferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.