Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 32
32
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. APRÍL1986
Frumvarp fjármálaráðherra:
Einkaaðilar fái
aðframleiða
áfenga drykki
I GÆR lagði fjármálaráðherra
fram á Alþingi stjórnarfrum-
varp, sem gerir ráð fyrir því að
einkaaðilum hér á landi verði
heimilt að framleiða áfenga
drykki, enda sé slík framleiðsla
ætluð tíl útflutnings eða til sölu
í útsölum Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. Áfengisversl-
uninni verður heimilt, að gerast
eignaraðili að fyrirtækjum, sem
leyfi fá til að framleiða áfengi.
í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram, að samkvæmt núgild-
andi lögum um verslun ríkisins með
áfengi, tóbak og lyf er Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins einni heimilt
að framleiða áfenga drykki hér á
landi. Þetta einkaleyfí hafi í för
með sér, að einstaklingar eða fyrir-
tæki geti ekki framleitt áfenga
drykki með útflutning í huga og
semi dæmi um afieiðingu af þessu
banni megi nefna að íslenskt fyrir-
tæki láti framleiða vodka fyrir sig
í Stóra-Bretlandi.
Orðrétt segir síðan í greinargerð-
inni: „Þetta vodka er framleitt skv.
íslenskri uppskrift og er öll vöru-
hönnun og þróun íslensk. Vodkað
er síðan flutt til landsins og selt í
útsölum Áfengis- og tóbaksverslun-
ar ríkisins. Umrætt fyrirtæki hefur
m.a. áhuga á að koma vöru sinni á
Bandaríkjamarkað, eri þar sem hún
er ekki framleidd á íslandi er ekki
hægt að selja hana í Bandaríkjunum
sem íslenska vöru. í Bandaríkjunum
er talin vera mikill markaður fyrir
vodka frá Norðurlöndunum. Benda
má á að vodka frá Svíþjóð og Finn-
landi hefur náð verulegri hlutdeild
af markaðnum fyrir þá vöru f
Bandaríkjunum. Á árinu 1984 nam
innflutningur á vodka til Bandaríkj-
anna 12.609.000 lítrum. Af þessum
innflutningi var markaðshlutdeild
Absolut vodka, sem er sænskt, um
30% eða um 3.782.700 lítrar. Ef
fslenskt vodka næði sömu markaðs-
hlutdeild, þ.e. um 30%, má ætla að
útflutningstekjur af því næmu um
300 milljónum króna á ári.“
Laun sveitarstjórnarmanna:
Borgarráðsmenn í
Reykjavík fá 45%
af þingfararkaupi
BORGARRÁÐSMENN í Reykja-
vík fá mánaðarlega greidd 45%
af þingfararkaupi alþingis-
manna fyrir störif sín. Þessi
upphæð var í janúar sl. 29.764
kr. á mánuði. Aðrir borgarfull-
trúar í Reykjavík fá greidd 30%
af þingfararkaupi mánaðarlega
og var sú upphæð í janúar 19.843
kr.
Þessar upplýsingar koma fram í
skriflegu svari félagsmálaráðherra
við fyrirspum Kjartans Jóhanns-
sonar (A.-Rn.) um laun sveita-
stjómarmanna. í svari ráðherra er
greint frá greiðslum til kjörinna
fulltrúa í bæjarstjómum og bæjar-
ráðum í 22 bæjarfélögum auk
Reykjavíkur. Á tólf stöðum er um
fastar mánaðargreiðslur að ræða,
sem f Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði eru mismunandi hlutfall
af þingfararkaupi, en á 10 stöðum
er greitt fyrir hvem fund og á einum
er um fastar mánaðargreiðslur að
ræða auk greiðslna fyrir hvem
fund. Hæstar greiðslur fyrir fundar-
sókn fá bæjarstjómarmenn í Bol-
ungarvík, 3.565 kr. fyrir hvem
fund. Lægsta greiðsla til bæjarráðs-
manna er á Seýðisfirði, 650 kr.
fyrir hvem fund og lægsta greiðsla
til bæjarstjómarmanna er á Eski-
firði, 671 kr. fyrir hvem fund.
í Kópavogi og Hafnarfirði fá
bæjarráðsmenn 15.874 kr. á mán-
uði og bæjarstjómarmenn 11.086.
Forsetar bæjarstjóma fá 21.827 kr.
og formenn bæjarráða 23.811.
Endurnýjun fiskiskipastólsins:
15% hærri lán
til skipasmíði
innanlands en utan
Öllum er ljóst að héðan af
getur það ekki dregist lengi að
hafist verði handa um end-
umýjun fiskiskipastólsins, seg-
ir í greinargerð með framvarpi
til breytinga á lögum um Fisk-
veiðasjóð Islands. Efni þess er
að lán úr Fiskveiðasjóði til
innlendra skipasmíða skuli
vera 15% hærri en lán til skipa-
smíða erlendis. Flutningsmenn,
Halldór Blöndal (S.-Ne.), Jón
Baldvin Hannibalsson
(A.-Rvk.), Svavar Gestsson
(Abl.-Rvk.) og Pétur Sigurðsson
(S.-Rvk.), segja frumvarpið
„þátt í því að skapa skipasmíða-
iðnaðinum viðunandi starfs-
grundvöll“.
Erlendis njóta skipasmíðar op-
inberra styrlga, beinna og
óbeinna, segir í greinargerð. Á
hinn bógin er fjármálakerfí okkar
íslendinga hvergi nærri fullburða
svo grípa hefur þurft til sérstakra
opinberra aðgerða á sviði pen-
ingamála til að tryggja rekstrarfé
til samkeppnisiðnaðar. Gleggsta
dæmið um það er útflutningslána-
sjóður og sérstök ráðstöfun fjár-
magns í lánsfjárlögum végna
skipasmíðaiðnaðarins.
Við innlendan skipasmíðaiðnað
starfa 2500 manns víðs vegar um
landið. Eitt nýjasta dæmið um
tækniþróun og samkeppnishæfni
íslenzks skipasmíðaiðnaðar er
lenging og kassavæðing kanad-
ískra skuttogara hjá Slippstöðinni
hf. á Akureyri. I leiðinni hafa
þessir kanadísku togarar flutt
héðan til heimahaga fiskikassa
frá Plasteinangrun hf. og bobb-
inga frá Odda hf. Sú sérhæfða
verk- og tækniþekking í skipa-
smíðaiðnaði, sem býr að baki
framangreindra viðskipta, væri
óhugsandi, ef skuttogarar hefðu
ekki verið smíðaðir hér áður.
Jöfnunargjald á innflutta búvöru:
Vemdartollur eða
neytendaskattur?
Þingmenn deila um frumvarp landbúnaðarráðherra
Þungur skriður var á þing-
málum efri deildar í gær. Eitt
stjóraarfrumvarp, fjáröflun til
vegagerðar, var afgreitt til neðri
deildar. Stjórnarfrumvarp um
ríkisendurskoðun á vegum Al-
þingis gekk til þriðju umræðu.
Mælt var fyrir tveimur stjórnar-
frumvörpum: 1) um útflutnings-
gjald af sjávarafurðum og 2)
innheimtustofnun sveitarfélaga.
Eitt mál olli deilum í deildinni,
frumvarp landbúnaðarráðherra
um „sérstakt jöfnunargjald á
innfluttar búvörur", sem getur
orðið „allt að 200% gjald á toll-
verð hinnar innfluttu vöru“.
Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra, sagði m.a. að vegna
náttúrufars og legu landsins væri
ekki unnt að tryggja nægilegt vöru-
framboð garðávaxta, grænmetis og
kartaflna allt árið. Þessvegna yrði
að flytja inn vöru sem þessa. í
ýmsum tilfellum væri um vöru að
ræða sem væri stórlega niðurgreidd
í framleiðslulöndum. Innflutningur
slíkrar niðurgreiddrar vöru skekkti
samkeppnisstöðu innlendrar fram-
leiðslu, þegar bæði innflutt og inn-
lend vara væri á markaði. Vemdar-
tollur við þessar aðstæður væri
eðlilegur til að tryggja hinni inn-
lendu framleiðslu starfsmöguleika.
Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk)
sagði frumvarp þetta ganga gegn
hagsmunum neytenda. Hér væri
stefnt að því að koma í veg fyrir
að þeir gætu notið hagræðis af
innfluttri búvöru sem markaðinn
vantaði og hægt væri að fá við lág?
verði.
Eiður Guðnason (A.-Vl.) taldi
vanta nægjanlegar röksemdir fyrir
þessarí nýju skattheimtu á neytend-
ur. Hve háan skatt ætlar ráðherra
að leggja á neytendur samkvæmt
þessu frumvarpi, spurði þingmaður-
inn.
Jón Helgson taldi vemdartoll-
inn, sem lagður væri á innflutta
vöru, koma neytendum til góða í
lægra verði hinnar innlendu fram-
leiðslu.
Ragnar Arnalds (Abl.-Nv)
sagði búvöm hafa sérstöðu og lúta
öðmm lögmálum í verðmyndun víð-
ast í veröldinni en þegar önnur
framleiðsla ætti í hlut. Ekki væri
hægt að una því að niðurgreidd
erlend búvara legði hliðstæða inn-
lenda framleiðslu í rúst, vegna þess
að offramleiðsla erlendis væri stór-
lega niðurgreidd í framleiðsluríki.
Þessvegna bæri að skoða þetta
FRAM ER komið í efri deild
Alþingis stjóraarfrumvarp um
breytingu á almannatrygginga-
lögunum, er miðar að því að
styrkja heimahjúkrun.
í greinargerð með fmmvarpinu
kemur fram, að ekki hefur verið
lagaheimild til þess að sjúkratrygg-
ingar taki þátt í kostnaði við hjúkr-
un utan stofnana. Bent er á, að
veruleg þörf sé fyrir heimahjúkmn
og engan veginn unnt að sinna
henni frá þeim stofnunum, sem til
þess em ætlaðar. Því er lagt til,
að í 39. gr. stafl. c í lögum nr.
67/1971 um almannatryggingar,
með síðari breytingum, verði bætt
orðinu „hjúkmn", þannig að hlut-
frumvarp með jákvæðu hugarfari.
Öðm máli gegndi þegar önnur
framleiðsla ætti í hlut, sem ekki
væri boðin á „gerfiverði".
Jón Magnússon (S.-Rvk.) sagði
erlend ríki einkum greiða niður
mjólk, kjöt og fóðurvöm; yfirleitt
ekki garðávexti og grænmeti og í
mun minna mæli, ef gert væri.
Spumingin væri hvort hér væri
verið að leggja til hærra neytenda-
verð til að halda uppi óarðbærri
framleiðslu? Hann kvaðst andvígur
fmmvarpinu.
Fmmvarpið gekk að lokinni
umræðu til landbúnaðamefndar efri
deiidar.
verk sjúkratryggingadeildar Trygg-
ingastofnunar ríkisins verði m.a.
að veita styrki til æfíngameðferðar,
þjálfunar eða hjúkmnar vegna af-
leiðinga alvarlegra, langvinnra
sjúkdóma eða slysa.
Orðrétt segin „Nái fmmvarpið
fram að ganga telur ráðuneytið að
auknir möguleikar gefist til að
sinna heimahjúkrun og að síður sé
hætta á að einstakiingar þurfi á
vistun á stofnunum að halda, en
þar er öll hjúkmn greidd samkvæmt
almannatryggingalögum. Yrði þá
hægt að semja við hjúkmnarfræð-
inga á sama hátt og þegar í hlut
eiga læknar utan stofnana, þannig
að þátttaka sjúklinga yrði bundin
sömu reglum.“
Stjórnarfrumvarp:
Sjúkratryggingar
taki þátt í kostnaði
við heimahjúkrun
Þjóðfundur um nýja sljórnarskrá:
Frumvarp dregið til baka
Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.)
dró frumvarp sitt og Kolbrúnar
Jónsdóttur (Bj.-Ne.) til laga um
þjóðfund um nýja stjóraarskrá
til baka í efri deild Alþingis i
gær, mánudag. Stefán sagði að
ýmissa hluta vegna hafi dregizt
að mæla fyrir þessu frumvarpi,
sem lagt var fram eftir áramót.
Stutt væri nú til þingloka og út-
séð um að frumvarpið fái þá
umfjöllun sem þyrfti til endan-
legrar afgreiðslu. Þvi væri málið
„kallað aftur“.
Fmmvarp þetta var flutt á síð-
asta þingi en hlaut ekki afgreiðslu.
Það var síðan endurflutt sem fyrr
segir.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að þjóðfundur skipaður 60 fulltrú-
um, kosnum með jöfnum atkvæðis-
rétti, hlutfallskosningu í núverandi
kjördæmum, skuli álykta um nýja
stjómarskrá fyrir lýðveldið ísland.
Samkvæmt fmmvarpinu áttu
kosningar til þjóðþings að fara fram
síðasta laugardag í ágúst 1987.
Þjóðfundur átti að koma saman 17.
júní 1988 og standa i þrjá mánuði
hvert sumar og Ijúka störfum innan
fimm ára.