Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 62
MPRGIW3L4DIP, WÐAJQAGUR15, AgRfb*986 Ástand þorskstofnsins: Veiðistofninn hefur vaxið um 40.000 lestir Ekki er lagt til að kvótinn verði aukinn Hafrannsóknastofnun hefur nú endurskoðað ástand þorsk- stofnsins i Ijósi nýrra upplýsinga 'að loknum stofnstærðarmæling- um og árgangaskipan í veiðinni. Niðurstöður stofnunarinnar eru á þá leið, að ekki sé talin ástæða til að breyta fyrri tillögum um hámarksafla, 300.000 lestum. Hér fara á eftir helstu niðurstöð- ur stofnunarinnan 1. Árg'ang’askipan í veiðinni og aflabrögð Athuganir á aldursdreifíngu aflans síðustu mánuði ársins 1985 (sept,—des.) sýna, að hlutdeild þorskárganganna 1980 og 1981 fór -*vaxandi í veiðunum, en hlutdeild árgangsins frá 1979 minnkaði. Það sem liðið er af þessu ári hafa þessir árgangar (5 og 6 ára fískur) verið uppistaðan í veiðunum, sérstaklega árgangurinn frá 1980. Hlutdeild þessara árganga er 58%. Argangur- inn frá 1979 er þriðji í röðinni með 15% hlutdeild. Gæftir voru góðar á haustmánuð- um 1985 og heildarþorskaflinn fór í 325 þús. tonn síðastliðið ár. '^Gæftir voru góðar í janúar og ágæt- ar í febrúar en rysjótt tíð í mars. Þorskafli fyrstu þijá mánuði ársins er um 118 þús. tonn, en var 94 þús. tonn um sama leyti 1985. Bátaafl- inn í ár er tæpum 10 þús. tonnum meiri en á sama tima í fyrra og þorskafli togara 14 þús. tonnum meiri. Aflaaukningin varð öll fyrstu tvo mánuði ársins, en bæði báta- og togaraaflí minnkaði í mars. 2. Vöxtur og kynþroski Meðalþyngd þorsks eftir aldri var lág á árunum 1981—1983 en jókst aftur 1984. Þessi jákvæða þróun hélt áfram árið 1985. Síðustu mán- uði ársins 1985 varð meðalþyngdar- aukningin um 9%. Hlutfall kyn- þroska þorsks hefur og aukist um tæp 16% á sama tímabili. 3. Nýliðun Nýliðun árganganna frá 1982, 1984 og 1985 virðist svipuð og talið var á sfðasta ári. Á hinn bóginn virðist árgangur 1983 mun sterkari en talið hefur verið til þessa eða um 300 milljónir. 4. Ástand stofnsins Heildarstærð veiðistofns í árs- byijun 1986 er f fjölda nánast óbreytt frá úttekt á ástandi stofíis- ins í september sfðastliðnum. End- urmat á einstökum árgöngum bend- ir til að 1980 árgangurinn sé lítið eitt stærri en áður var talið. Ár- gangurinn frá 1979 kann hins vegar að vera eitthvað lakari en sfðustu niðurstöður bentu til, þar sem þessa árgangs hefur gætt minna í veiðinni. Sem fyrr er ár- gangurinn frá 1982 talinn mjög lakur. Vaxandi meðalþyngd hefur hins vegar í för með sér stærri stofn í tonnum. Veiðistofn er nú áætlaður 890 þús. tonn í ársbyijun 1986 í stað 850 þús. tonn við sfðasta stofn- mat. Þar sem fískurinn vex hraðar og verður þar af leiðandi fyrr kyn- þroska er hiygningarstofh nú áætl- aður 70 þús. tonnum stærri en gert var ráð fyrir áður. Samkvæmt þessari úttekt vex stoftiinn nokkru hraðar á árunum 1987 og 1988 en gert var ráð fyrir í fyrri spá. Þetta er þó eingöngu háð því að árgangamir frá 1983 og 1984 reynist báðir mjög sterkir en mat á þeim er enn háð talsverðri óvissu. Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta fyrri tillögum um veiðar fyrir árið 1986. Gert er ráð fyrir að ný úttekt á stærð fískistofna fari fram í ágúst- september nk. og f framhaldi af því mun Hafrannsóknastofnun leggja fram tillögur um leyfílegan hámarksafla fyrir árin 1987 og 1988. Ekið á gangandi vegfaranda UNG STÚLKA sem var á gangi á Breiðholtsbraut aðfaranótt sunnudags, varð fyrir leigubifreið, sem ekið var vestur Breiðholtsbraut. Stúlkan hlaut áverka á höfði og fótum og var flutt á slysa- deild. Leigubifreiðin Ienti síðan aftan á ððrum leigubil, sem var á undan og skemmdust báðir bíl- arnir nokkuð. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni i Reykjavík vegna umferðaróhappa um helg- ina en ekki var vitað um alvarleg meiðsli á fólki. Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1/2”- 10“ Din 2448/1629/3 St35 oOO O o Oooo OOo SINDRAi 5É2 ^STÁLHF Borqartúni 31 sími 27222 : ; 1 1 Tíkin Fríða týnd Á LAUGARDAGSMORGUNINN týndist „Golden Retriever“-tík á Smiðjuveginum. Tikin er rúmlega fjögurra ára og svarar nafninu Frfða. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir að láta Huldu Sigurðardóttur, Stuðlaseli 29, vita, í sima 72542. Útsölustaöir: ESSO-stöövarnar Hagkaup Skelfunnl -------------------- Tasvígur — leiðrétting í fyrirsögn á grein HJO, Eng- illinn með tasvíga andlitið, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag var slæm prentvilla. Þar var talað um tasvígða sem er ekki til. Tasvíg- ur merkir herskár eða illvígur og á vel við James Cagney, en um hann fjallaði greinin vegna andláts hans um páskana. Þetta leiðréttist hér með. Þess má geta að Orðabók Menn- ingarsjóðs, útg. 1983, gefur upp orðið tasvfgður sömu merkingar en þar er ð-inu ofaukið. Olli það vill- unni. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^sídum Moggans! A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.