Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKDFTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR24.APRÍL1986
KAUPÞINGHF O 68
ÖRUGG
SKULDABREF
SAMVENNUSJÓÐUR
ISLANDS H.F.
HEFUR r.FFffí r'nr ____
SKULDABRÉF TIL SOf .11
Á ALMENNUM MARKABI
NAFNVERÐ Nafnverð hvers bréfs er
kr.100.000og kr. 200.000
BINDITÍMI Bréfin eru bundin í_
_____mismunandi langantíma, alltfrá6
manuðum til 3ja ára
ÁVÖXTUN Skuldabréfin eru verðtryggð
skv. lánskjaravísitölu, og bera
_____auk þess 10-12% vexti,
mismunandi eftir binditíma
SALA Kaupþing h.f. sér um sölu
bréfanna og veitir allar frekari
upplýsingar
Mmmmm
Tölvur
HUGLEIÐSLA — Starfsmenn nýja hugbúnaðarfyrirtækisins Hugar — t.v. Magnús Jónsson, Magnús
Þór Karlsson, Gunnar Ingimundarson, Sigurður Karlssoii og Kári Harðarson.
Hugur — nýtt hugbúnaðar-
fyrirtæki tekur til starfa
HUGUR HF. er hugbúnaðarfyr-
irtæki, sem tók formlega til
starfa í mars sl. Aðalhvatamenn
að stofnun þessa fyrirtækis eru
þeir Gunnar Ingimundarson við-
skiptafræðingur, sem áður starf-
aði hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda og Magnús Þór Karlsson
véltæknifræðingur, sem frá árs-
byrjun 1985 rak sameignarfyrir-
tæki undir sama nafni. Starfs-
menn fyrirtækisins eiga helming
hlutafjár og nokkur fyrirtæki og
einstaklingar helming.
„Við höfum ákveðið að sérhæfa
okkur að nokkru í verkefnum
tengdum iðnaði, því það er það svið
sem við þekkjum best og þar bíða
mörg spennandi verkefni," sögðu
þeir Gunnar og Magnús í viðtali við
Morgunblaðið nýlega.
Magnús hefur m.a. séð um þjón-
ustu á Microsafe-hugbúnaði, en um
tíu íslensk iðnfyrirtæki nota þann
hugbúnað til framleiðslu- og birgða-
stýringar. Má þar nefna Plastprent
hf., Frigg hf. og Málningaverk-
smiðjuna Hörpu. Þar er um að ræða
fullkominn hugbúnað til fram-
leiðslustýringar, sem nota má á
ýmsar gerðir tölva.
Aðalverksvið Gunnars hjá FÍI var
umsjón með þróun á hugbúnaði til
kostnaðareftirlits og birgðahalds.
Um er að ræða tvö hugbúnaðar-
kerfi, sem nefnd hafa verið Fram-
legðarkerfí og Birgðakerfí. Hugur
hefur nú keypt þennan búnað af
FÍI og mun hér eftir sjá um alla
þjónustu og sölu á honum. Alls
hafa um 50 iðnfyrirtæki hérlendis
tekið þennan hugbúnað í notkun úr
nánast öllum greinum iðnaðar.
Þessi kerfí má nota á allar einka-
tölvur.
Kerfin flutt á S/36
IBM PC tölvumar eru öflugar, fljótvirkar og öruggar. Þær eru
hannaðartil að mæta ólíkum þörfum og hafa því mismunandi
eiginleika, en allar eiga þær sameiginlegt að vera auðveldar,
þægilegar, traustar og einfaldar í notkun. Þess vegna finnurðu
örugglega eina á meðal þeirra sem hentar þér. IBM PC tölvurnar eru
leiðandi á sínu sviði og þess vegna finnurðu líka að allur hugbúnaður
fyrir PC umhverfið er sniðinn fyrir þær. Með IBM PROPRINTER eða
QUIETWRITER tölvuprenturum verður öll útskrift á gögnum hraðvirk
og hljóðlát, með vönduðu letri og snyrtilegum frágangi.
Auk IBM PC bjóðum við til sölu IBM system 36 tölvubúnað í
þremur stærðum ásamt tilheyrandi notendahugbúnaði.
IBM PC....................................kr. 87.500
IBM PC/XT 20mb............................kr. 147.500
IBM PC/AT 20 mb ..................kr. 256.000
£
Proprinter .........................kr. 28.500
Quietwriter ........................kr. 64.500
Arkamatari f/Quietwriter............kr. 18.500
Pappírsdragari f/Quietwriter ......kr. 4.100
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 20560
Tölvudeild Akureyri:
Gránufélagsgötu 4,600 Akureyri
sími: 96-26155
STOÐFORRITIN FRÁIBM ERU:
Áætlunarstoð ...... kr. 6.200
Skrástoð ......... kr. 6.200
Myndstoð ......... kr. 6.200
Skýrslustoð........ kr. 5.400
Ritstoð.......... kr. 6.200
Teiknistoð ........ kr. 6.200
Nú er hafin vinna við að flytja
þessi kerfí yfír á IBM System/36-
tölvur, sem gerir notendum kleift
að byija með kerfín á einkatölvu,
en flytja á afkastameiri þegar þörf
krefur. Aætlað er að fyrsta útgáfan
fyrir System/36 verði tilbúin í byij-
unjúní nk.
„Mörg þeirra fyrirtækja sem nú
nota kerfín eru í þann mund að
sprengja einkatölvuna og því er
afar mikilvægt að þau geti flutt öll
sín gögn á afkastameiri tölvu án
erfíðleika þegar þar að kemur,"
sagði Gunnar.
Þegar er hafín vinna við þróun
á kerfi til eftirlits með framleiðslu-
pöntunum, sem mun tengjast fram-
legðar- og birgðakerfinu. Þar mun
verða bryddað á nýjungum við
skráningu á upplýsingum. Annars
vegar með því að nota svokallaðar
skráningastöðvar og hins vegar
strikamerki til að flýta og auka
öryggi skráningar.
Með skráningastöðvum er átt við
litlar tölvur sem hafa mikið minni
og auðvelt er að forrita. Þeim má
koma fyrir þar sem þörf er, t.d. þar
sem tekið er út af lager, eða við
ákveðnar vinnustöðvar, þar sem
starfsmenn skrá sig inn og út úr
þeim verkefnum sem í gangi eru.
Þessi tæki geta jafnvel komið í stað
gömlu stimpilklukkunnar í ýmsum
tilvikum.
Einn aðalkosturinn við þessar
tölvur er sá, að þær geta átt greið
samskipti við móðurtölvu, sem gæti
t.d. verið einkatölva á skrifstofu.
Allar færslur sem skráðar hafa
verið inn í stöðina yfir daginn má
senda til frekari vinnslu í móður-
tölvu að kvöldi.
Strikamerki yrðu notuð þannig,
að skrifuð yrðu út vinnublöð fyrir
hvert verkefni sem í gangi er, þar
sem prentaðar hafa verið allar
aðgerðir sem vinna á við það. Auk
lýsingar fylgir með strikamerki
fyrir aðgerðanúmer, eða, ef um
úttektarbeiðni fyrir hráefnislager
er að ræða, númer á þeim hráefnum
sem taka á út, bæði á venjulegu
formi og strikamerki.
Skráning fer síðan þannig fram,
að vinnublöðum starfsmanna er
safnað saman og þau lesin með