Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 18

Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. APRÍL1986 I Jöfnunarhluta- bréf Flugleiða eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson Aðalfundur Flugleiða hf. var haldinn þ. 20. mars sl. að Hótel Loftleiðum. Fyrir fundinum lá til- laga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og hafði hún legið frammi í hluta- bréfadeild félagsins í tilskilinn tíma. Sigurður Helgason, stjómarfor- maður, talaði fyrir þessari tillögu á aðalfundinum og mælti með sam- þykkt hennar. Ólafur Agnar Jónas-- son, flugvélstjóri, tók einnig til máls um tillöguna og mælti með því að hún yrði felld. Hann kvaðst vera á móti því að gefa ,út jöfnunarhluta- bréf núna á þessu ári. Hann rök- studdi mál sitt með því að slíkt myndi efla hlutdeild stórra hluthafa í félaginu á kostnað þeirra minni. Tillagan um jöftiunarhlutabréfin var síðan felld með 24,5% atkvæða á móti 75,5%. Það er næstum 5% meira en þurfti til að fella tillöguna, en samkvæmt hlutafélagalögunum þarf aukinn meirihluta eða 80% til að samþykkja breytingar á sam- þykktum hlutafélaga, en útgáfa „Það var náttúrulega góðra gjalda vert að gefa hluthöfunum val, ef ekki hefði fylgt með áðurnefnt bréf frá for- manni stjórnarinnar þar sem hann lýsir því skýrt yfir að stjórnin mæli eindregið með út- gáfu j öfnunarhluta- bréfa og hið eina rétta sé að samþykkja tillög- una nú.“ jöfnunarhlutabréfa flokkast undir það. Þessi niðurstaða sýnir vilja hlut- hafa Flugleiða á ótvíræðan hátt en þeir eru æðsta vald í félaginu. Liggur því beint við að þeir sem voru á annarri skoðun sættu sig við úrslitin, eins og menn verða að gera, þegar kosið er samkvæmt lýðræðislegum reglum og lögum. En því var ekki að heilsa í þessu tilfelli. Óánægjuraddir ónafn- greindra manna heyrðust og óskum um annan hluthafafund var komið á framfæri við stjóm Flugleiða. Meirihluti stjómarinnar samþykkti því að hluthafafundur skyldi hald- inn þ. 15. maí nk. og tillagan um jöfnunarhlutabréfin tekin fyrir á ný, tæpum tveimur mánuðum eftir að hluthafar höfðu látið vilja sinn í ljós á aðalfundinum. Jafnframt því að boðaður var nýr hluthafafundur, var hluthöfum sent bréf um málið ásamt umboði, sem átti að senda í áður frímerktu umslagi til stjómar Flugleiða og gefa henni umboð til að greiða atkvæði í málinu. í umboðinu vom hluthöfum gefnir þeir kostir að segja já eða nei við tillögunni um jöfnunarhlutabréfin. Það var náttúrulega góðra gjalda vert að leyfa hluthöfunum að velja, ef ekki hefði fylgt með áðumefnt bréf frá formanni stjómarinnar þar sem hann lýsir því skýrt að stjómin mæli eindregið með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa og hið eina rétta sé að samþykkja tillöguna um þau. Kristjana Milla Thorsteinsson Einnig segir formaðurinn að álitið sé að þeir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni, hafi ekki gert sér fulla grein fyrir eðli málsins. Eftir lestur þessa bréfs er erfitt að ímynda sér að nokkur gangi á móti vilja stjómarinnar og láti þar með líta svo út, að hann hafi ekki vit á málum. Þetta er því eins konar þvingun undir yfirskyni lýðræðis. Nú er það svo, að mörg hlutafé- lög gefa út jöfnunarhlutabréf ef vel gengur og hef ég hvergi séð þess merki, að útskýra þyrfti hvað jöfn- unarhlutabréf væm og hvaða áhrif þau hefðu. Hluthafar Flugleiða virðast því ekki vera álitnir eins klókir í fjármálum og hluthafar annarra félaga. Ef til vill hefði það verið eðlilegt að tillagan væri sam- þykkt, en þá þyrftu aðrir hlutir í félaginu einnig að vera eðlilegir. Þar koma ýmis önnur sjónarmið til athugunar, sem em vegna mismun- andi skoðana um stjómun félagsins og einnig vegna þess hvemig hluta- bréfaeign er háttað innan þess. Hluthafar Flugleiða em nú rúm- lega 3.700 og em flestir þeirra mjög smáir. Margir eiga um 1000 krónur og aðeins um 10 hluthafar, félög og einstaklingar, eiga það sem gæti kallast stór hlutur. Augljós- lega fá allir þessir hluthafar hlut- fallslega jafna aukningu á eign sinni við útgáfu jöfnunarhlutabréfa, en það er ekki eins augljóst hversu gífurlegur munur er á þessum hlut- föllum. Til dæmis fengi sá sem á nú eitt þúsund króna hlutabréf í aukningu upp í þrjú þúsund krónur og 300 króna arð á næsta ári í stað 100 króna nú, en hlutafé þess sem á eina milljón nú yrði þijár milljónir og arður hans yrði þijú hundmð þúsund næsta ár í stað eitt hundrað þúsund, ef hagur félagsins verður það góður að það geti greitt 10% arð næsta ár, sem engin trygging er fyrir. Þeir hluthafar sem fá mesta aukningu gætu því notað aukinn arð frá Flugleiðum til að fjármagna frekari kaup á hlutabréfum í félag- inu sjálfu, sem er nú til sölu. Það er þetta sem átt er við þegar talað er um að stórir hluthafar hagnist mest á útgáfu jöfnunarhlutbréfa. Hlutabréf þau sem ríkissjóður átti í Flugleiðum standa nú hlut- höfum og starfsmönnum til boða þar sem stjóm félagsins eignaðist þau eftir að hafa gert tilboð í þau þegar henni bámst fréttir um Stórmótið í London: Ein óvæntustu úr- slit skáksögunnar Skáte Margeir Pétursson ÞAÐ sannaðist að allt er mögu- legt í skák á stórmótinu í London, sem lauk fyrir nokkru. 27 ára gamall enskur alþjóðameistari, Glenn Flear að nafni, var boðið á siðustu stundu á mótið, eftir að sovézkur stórmeistari boðaði forföll. Flear þáði boðið, þótt hann yrði eini keppandinn sem ekki bæri stórmeistaranafnbót. Það kom ekki að sök og þrátt fyrir algjöran skort á undir- búningi, sigraði hann á mótinu. Flear hafði náð sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli tveimur umferðum áður en mót- inu lauk. Svo sem sézt af meðfylgjandi töflu nýttu Englendingamir heima- völlinn vel og þeirra menn röðuðu sér í efstu sætin. Það er engin til- viljun að enska sveitin á síðasta Ólympíumóti hreppti silfurverð- launin, iíklega eru Englendingar næststerkasta skákþjóð heims í augnablikinu. Þeir frægu stórmeistarar sem raða sér um miðja töfluna mega muna sinn fífil fegurri. Þeir Spas- sky, Polugajevsky og Portisch eru af kynslóð sem er farin að láta mikið undan síga. Vaganjan er hrokkinn í mikið óstuð eftir ófarim- ar í einvíginu við Sokolov og Elo- stigin hrynja af honum og Larsen, sem fór beint frá London til New York þar sem tók betra við. Þessi stórkostlegi sigur var ekki eini eftirminnilegi viðburðurinn sem henti Flear fyrir páskana, því í miðju móti gekk hann í hiónaband með ungri franskri skákkonu, Christine Leroy. Flear fékk að fresta skák sinni þann dag, en mætti síðan tvíefldur til leiks og vann landa sína Plaskett og Speel- man. Hann gat jafnvel leyft sér tvö stutt jafntefli í lokin til að tryggja sigurinn. Við skulum líta á dæmigerða skák fyrir sigurvegarann og jafn- framt skoða tízkuafbrigði af katal- ónskri byijun, sem sennilega er hagstætt svörtum. Hvítt: Dlugy (Bandaríkjunum) Svart: Flear (Englandi) Katalónsk byrjun. 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Rf6,4. g3 — dxc4,5.Bg2 Hér má einnig vinna peðið strax til baka með 5. Da4+ en leikur Dlugys leiðir til athyglisverðari stöðu. Flear velur skarpasta svarið, hann reynir að hanga á peðinu á c4. 5. - a6, 6. 0-0 - b5, 7. Re5 - Rd5,8. a4 - Bb7,9. e4 Hér er einnig oft leikið 9. b3, en gegn þeim leik hafa sovézkir meist- arar nýlega beitt merkilegri hug- mynd: 9. — c3! og eftir t.d. 10. e4 — b4!, 11. exd5 — Bxd5, hefur svartur þær bætur fyrir manninn að hvítur getur ekki þróað drottn- ingarvæng sinn án þess að gefa manninn til baka. 9. — Rf6, 10. axb5 — axb5, 11. Hxa8 - Bxa8, 12. Rc3 - c6, 13. Bg5 — Be7!? í skákinni Scheeren — Bryson, Ólympíumótinu 1984, náði hvítur vinningsstöðu eftir 13. — Db6?, 14. d5! - Be7, 15. dxe6 - fxe6, 16. Bxf6 - Bxf6, 17. Dd6! Hins vegar kemur 13. — Bb7 vel til greina í stöðunni. Skák stórmeistaranna Smejkals og Chandlers í v-þýzku deildakeppninni í vetur tefldist: 14. d5 — Be7, 15. dxe6 — fxe6, 16. De2 (16. Bh3 á svartur að svara með 16. — Rbd7! og stendur þá betur að mati Sosonko) 0-0, 17. h4!? De8, 18. h5 - Rbd7, 19. Rxd7 — Rxd7, 20. Bxe7 — Dxe7, 21. e5 — Rc5 og bætur hvíts fyrir peðið reyndust ekki nægilegar og Chandl- er vann skákina. Eftir 13. — Bb7 hefur svartur þó ástæðu til að óttast 14. Rxf7!? með flókinni stöðu. 14. Dal - Bb7, 15. Da7 - Dc8, 16. Rf3 Alfræðibókin um skákbyijanir gefur upp 16. d5 — 0-0, 17. dxe6 — fxe6, 18. Bh3, en í nýlegri og vandaðri bók um katalónsku byij- unina eftir Rússana Moiseyev og Ravinsky er svartur talinn hafa ágæta stöðu eftir 18. — Ra6! í þessari bók er stungið uppá 16. Rf3 og þangað hefur Dlugy væntanlega gengið í smiðju. 16. - h6, 17. Bxf6 - Bxf6, 18. e5 - Be7, 19. Rd2 - 0-0!, 20. Rxb5 — cxb5,21. Bxb7 Eftir 21. Dxb7 - Dxb7, 22. Bxb7 - Hd8, 23. Rf3 - Hd7 nær svartur a-línunni og frumkvæðinu. 21. - Dc7, 22. Hal - Bb4, 23. Rf3? Eftir þennan slaka leik nær svartur óstöðvandi frumkvæði. Nauðsynlegt var 23. Re4 og eftir t.d. 23. — Rc6, 24. Bxc6 — Dxc6, 25. Rc3 heldur hvítur í horfinu. A Rf3 stendur riddarinn hins vegar hörmulega illa, gegnir ekki öðrum starfa en að valda eigin peð. 23. — c3!, 24. bxc3 — Bxc3, 25. Be4 — Dc4, 26. Ha3 — Rc6, 27. Bxc6 STIG- 1 2 3 H 5 6 7 S 9 10 11 12 /3 1H VINN. RÖB 1 FLEfiR ÍEnglandk) ZiSS m '/z 'lz 'k /z •k Yz O 1 i /z 1 i 1 Vk i. 2 SHORTCEwlaU) 2SÍ5 'h ///V Y/Y/ 0 /z !/z ‘k /z <1 /z /z 1 i i /z 9> 2-2,. 3 CHRNDLER CEnglaaái) 2S35 'k i i /z /z /z Ö /z i /z i 0 1 i 9 2-3. H NUNN (Englandi) % /z 'k ///A /z /z 0 ’/z i /z 0 i i i 7/z H-T 5 RII3LI (Unqvtrja-landi) 2SÍS A 'k 'k •k (/// /z 'A 'k 'k /z /z i 1 'k l'/z /s <o SPFtSSUY (Fr*kkl*ndli) 2 Í10 /z /z /z /z /z 7/// ’k /z /z /z /z 1 <k ‘k 7 u. T PORTISCHCUwerjal.) 2(,10 /z /z 1 1 /z /z V//y '//// /z /z /z 0 i 0 /z 7 u. % POLUGR7FVSKy(So/eir) 2S7S 1 0 /z /z /z /z /z /// /z /z 1 0 /z i 7 u °l VAGRNJPN(Sovéir) 0 /z 0 0 /z /z /z 'k I 1 /z 0 i i b 9-fÐ. 10 SPEELMPN (Eng/arJi) 2 S(,0 0 /z /z /z •k /z 'k /z 0 W/ /z i /z /z G 9-/Ö 11 LRRSEN (Uanrrribrku) 2s7S /z 0 0 i 'k /z 1 0 /z /z y//z 0 0 i 5</z 11 12 PL OSKETT(Ený/oncf) 2735* 0 o i 0 0 o o i i o 1 z/Zc, i o 5' 12 15 MPSTEL (EnglanJi) 2.S2S 0 O o o 0 /z 1 /z o /z i o y/// Æ /z 7 hH 1H DLU&y (föandaHltj) 2SHS o /z 0 o /z </z </z o o /z o i /z z/zz 7 im

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.