Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI1986 23 Rökræður gegn ríkis- forsjá skila árangri - segir breski kaupsýslumaðurinn Antony Fisher BRESKI kaupsýslumaðurinn Antony Fisher, sem hér var á dögunum í boði Verzlunarráðsins og Stofnunar Jóns Þorlákssonar, er maður einnar hugmyndar, sem hann hefur helgað líf sitt. Sú hugmynd er, (1) að aukin ríkisumsvif í lýðræðisríkjum Vesturlanda stofni frelsi okkar í voða og séu að auki efnahagslega óhagkvæm, og (2) að gegn þessari þróun sé unnt að sporna með rökræðum og miðlun upplýsinga til þeirra, sem mest áhrif hafa í hugmyndaheiminum. I erindi um „einkaframtak og almenningsálit" á fundi Verzlunar- ráðsins sl. miðvikudag sagði Fisher þá sögu af sjálfum sér, að í lok síð- ari heimsstyijaldar er hann var að svipast um eftir atvinnu (en hann hafði verið orrustuflugmaður í stríðinu) hafi hann veitt því athygli að félagar sínir leituðu til ríkisins og töldu að þar væri lausn allra Morgunbladið/RAX Á meðfylgjandi mynd eru nem- endur Myndlistaskólans að und- irbúa sýninguna. V orsýning Myndlista- skólans VORSÝNING Myndlistaskólans í Reykjavík 1986 verður haldin nk. laugardag og sunnudag 3. og 4. maí. Sýningin er í húsakynnum skólans að Tryggvagötu 15. Myndlistaskólinn i Reykjavík er rekinn.í námskeiðsformi og veitir almenna myndlistar- fræðslu með kennslu og fyrir- lestrum listsögulegs efnis. Nem- endur skólans eru nú um 350 talsins þar af 100 í barna- og unglingadeildum. A vorsýningunni eru sýnd verk úr öllum deildum skólans. Sýningin er opin 3. og 4. maí frá kl. 14—22 báða dagana. Höfðaströnd; Hvíttí fjöllum Bæ, Höfðaströnd. NORÐANSÚLD og hálf kalt er nú og hvitt niður í fjöll. Annars má segja, að sumarið hefi byijað með ágætum og veturinn má telja með þeim betri sem menn muna. Lóan er komin og fleiri farfuglar sem lofa góðviðri og sumri. Gróður í túnum er vel á vegi staddur á þessum tíma og undir- búningur í fullum gangi með garðlönd. Sums staðar fer að líða að sauðburði og veit ég ekki annað en heilbrigði á búfé sé gott. Fiskiganga var hér tölu- verð um tíma og muna menn ekki eftir slíku um árabil og hefur því verið næg atvinna í fiski. Nokkuð hefur þó dregið úr þessu núna þar sem bátar hafa komið víða að. Grásleppuveiði er talin frekar treg. Inflúensa hefur stungið sér niður en er þó ekki talin alvar- leg- - Bjöm í Bæ. vandamála að fínna. Honum geðj- aðist þetta illa og hugði jafnvel á þátttöku í stjómmálum til að beijast gegn ríkisforsjárhyggjunni. Þá rakst hann fyrir tilviljun á útdrátt úr bók Friedrichs von Hayek Leið- inni til ánauðarí tímaritinu Readers Digest og sannfærðist af rökum hans. Fisher kvaðst hafa leitað Hayek uppi í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (LSE) og muna nú það eitt úr samtali þeirra, að Hayek ráðlagði honum að skipta sér ekki af stjómmálum. Aðrar vænlegri leiðir væru fyrir hendi til að beijast gegn stjómlyndi og ríkishyggju. í því efni hefði hann lagt áherslu á, að sannfæra námsmenn, kennara og fjölmiðlafólk um yfirburði mark- aðsskipulags, enda væru það þessir hópar sem mest áhrif hefðu á við- gang hugmynda. Fisher hóf kaupsýslu og efnaðist brátt á henni. Árið 1957 setti hann á stofn í Lundúnum Efnahagsstofn- unina (Institute of Economic Affa- irs — IEA), sem enn starfar og einbeitir sér að pólitískum og efna- hagslegum rannsóknum og útgáfu bóka og ritlinga. Forstöðumaður hennar hefur alla tíð verið Ralph Harris (nú lávarður), sem komið hefur hingað til lands og flutti erindi á vegum Verzlunarráðsins. Fisher hefur hins vegar verið stjórnarfor- Morgunblaðið/Bjami Antony Fisher talar á fundi Verzlunarráðs íslands. maður og hann lagði til féð til að koma stofnuninni á fót. Markmiðið með Efnahagsstofn- uninni og svipuðum stofnunum, sem Fisher hefur sett á stofn eða liðsinnt fjárhagslega víða um heim, er gagnsókn í heimi hugmyndanna. Þessar stofnanir, sem reknar eru fyrir fijáls framlög einstaklinga oj fyrirtækja og hafa auk þess dágóð ar tekjur af útgáfuverkum sínum safna og skýra rök fijálslyndr, manna fyrir atvinnufrelsi og einka- framtaki. Fullyrt hefur verið ac Efnahagsstofnunin í Lundúnuit' hafi átt verulegan þátt í stefnu- breytingu breska Ihaldsflokksins 1979. Raunar segir Antony Fisher, að Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hafi skömmu eftii fyrri kosningasigur sinn ritað Ralpl Harris bréf og þakkað það starf) Efnahagsstofnunarinnar að hug- myndir fijálshyggjunnar urðu ofar. á í íhaldsflokknum. Fisher sagði á fundinum hér sl. miðvikudag, að á það væri lögc þung áhersla að hinar fijálslyndu rannsóknarstofnanir væru ekki í tengslum við pólitísk samtök eð& sérhagsmunahópa. Markmið þeirra væri fyrst og fremst að miðla hugmyndum og rökum, en það væri annarra verk að annast fram- kvæmdir og stjórnmálabaráttu. Efnahagsstofnunin í Lundúnum hefði t.a.m. haft áhrif á fleiri flokka en íhaldsflokkinn og fleiri ríkis- stjómir en núverandi stjóm Thatc- hers, þ.á m. ríkisstjóm Verka- mannaflokksins. Ný sending loksins komin Verð ^ra 4*83.500 jpus £eð rvðvörn Opið laugardag og sunnudag frákl. 10—16 VERÐSKRA: Lada 1200 ........................................... Kr. 159.400,00 Lada 1300 skutbíll 4ra gíra ...................... Lad^ 1500 skutbíll 4ra gíra ...................... Lada 1500 skutbíll 5 gíra ........................ Lada Safir ....................................... Lada Lux Canada .................................. Landa Sport 5 gíra ............................... Ofangreind verð með fyrirvara 183.500,00 196.200,00 209.200,00 177.300,00 197.900,00 329.200,00 Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu Ryðvörn inifalin íverði Afhendingartími 2—4vikur < BIFREEÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. M tiJj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.