Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Bayern Munchen bikarmeistari — unnu sannfærandi sigur á Stuttgart, 5—2 Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttarítara Morgunblaðsins í Vestur-Þýskalandi. BAYERN MUNCEN, sem varð vestur-þýskur meistari fyrir tíu dögum í annað sinn í röð, varð á laugardaginn vestur-þýskur bik- armeistari í knattspyrnu er þeir unnu Stuttgart í úrslitaleik, 5-2. Yfirburðir Bayern voru miklir og átti Stuttgart aldrei möguieika á Ólympíuleikvanginum í Berlín að viðstöddum 76 þúsund áhorfend- um. Roland Wohlfarth skoraði þrennu fyrir Bayern í leiknum. „Draumur minn varð að veru- leika,“ sagði Udo Lattek, þjálfari Bayern Munchen, sem vann tvö- falt að þessu sinni, bæði deild og bikar í fyrsta sinn sem þjálfari. Það var aðeins fyrstu 20 mínút- ur leiksins sem Stuttgart sýndi sitt rétta andlit. Eftir það var aðeins eitt lið á vellinum, Bayern Múnch- en. Yfirburðir liðsins voru hreint ótrúlegir. Ásgeir Sigurvinsson náði sér aldrei á strik frekar en aðrir (eikmenn liösins. Leikur Stuttgart olli vonbrigðum, því liðið hefur sýnt ágæta leiki að undanförnu. Úrslit leiksins gefa nokkuð glögga mynd af leiknum. Fyrsta mark leiksins kom á 34. mínútu. Michael Rummenigge gaf þá laglega út á Wohlfarth, sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Wohlfath var svo aftur á ferðinni þremur mínútum fyrir leikhlé. Höness lék upp miöjuna, gaf lag- lega út á Rummenigge sem lék upp að endamörkum og gaf vel fyrir markið og þar var Wohlfath sem skoraði laglega með skalla og þannig var staðan í hálfleik. í seinni hálfleik var sama uppi á teningnum. Bayern sótti en Stutt- gart reyndi að verjast. Stuttgart fékk þó gott tækifæri á að minnka muninn er Ásgeir komst upp að endamörkum og gaf vel fyrir mark- ið en skallað var framhjá fyrir opnu marki. Eftir þetta tók Bayern leik- inn í sínar hendur. Rummenigge kom Bayern í 3-0 á 65. mínútu er hann fékk laglega sendingu frá Pflugler sem hann afgreiddi viðstöðulaust í markið. Rummenigge var svo aftur á ferð- inni sjö mínútum síðar og aftur sending frá Pflugler en skallaði nú í netið. Staðan því orðin 4-0 og • Danski landsliðsmaðurinn Sören Lerby kyssir hér bikarinn eftir- sótta eftir ieikinn á laugardaginn. Hann kveður nú félaga sfna í Bayern og leikur með Mónakó í frönsku knattspyrunni á næstaæ keppnistfmabili. Hann ásamt félögum sínum í Bayern, eru tvöfaldir meistarar að þessu sinni, sannarlega góður endir hjá þessum snjalla leikmanni með Bayern. AP/Símamynd • Roland Wohlfarth í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Yfirburðir Bayern voru miklir í leiknum. útlitið allt annað en gott hjá Stutt- gart. Guido Buchwald skoraði svo loks fyrir Stuttgart á 75. mínútu eftir að hafa fengið stungusend- ingu innfyrir vörn Bayern. Wohl- farth skoraði þá sitt þriöja mark og fimmta mark Bayern áður en Júrgen Klinsmann náði að minnka muninn tveimur mínútum fyrir leikslok. Entenmann, þjálfari Stuttgart, sagði eftir leikinn, að leikmenn liðsins hafi gert sig seka um eins mikil mistök í þessum eina leik eins og í síðustu 15 leikjum liðsins í deildinni. „Það er mjög leiðinlegt að enda þjálfaraferil sinn hjá Stutt- gart á þennan hátt,“ sagði Enten- mann, sem nú hættir störfum hjá Stuttgart. „Bayern Múnchen hefði unnið hvaða lið sem er með þessum stórleik. Liðið lék mjög vel, einn af sínum betri leikjum og áttu sigurinn svo sannarlega skilið, “ sagöi Franz Beckenbauer, lands- liðsþjálfari Vestur-Þjóðverja, eftir leikinn. # Sigurður Jónsson lék aðeins 10 leiki með aðalliði Sheffield Wednesday f vetur. Hann átti við meiðsli að strfða lengst af og háði það honum vissulega. Hann lék einnig 6 leiki með Barnsley sem leikur f 2. deild. Alltaf mikill heiður að spila fyrir ísland — segir Sigurður Jónsson, maður SIGURÐUR Jónsson, knattspyrnumaðurinn ungi frá Akranesi sem leikur með Sheffield Wednesday f ensku knattspyrnunni, hefur ekki fengið að leika mikið með aðalliði félagsins f vetur. Hann hefur átt við meiðsli að stríða og þar af leiðandi erfitt að tryggja sér fast sæti í liðinu. Hann var lánaður til 2. deildarliðsins Barns- ley um tíma þar sem hann lék sex „Ég er ekki ánægður með tímabilið hjá mér í vetur. Spilaði aðeins 10 leiki með aðalliðinu og svo 6 leiki með Barnsley. Meiðsli hafa spilað inní þetta hjá mór, meiddist í upphafi keppnistíma- bilsins og aftur í síðasta leiknum sem ég spilaði með Barnsley og er rétt að ná mér núna, " sagði Sigurður Jónsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Nú er keppnistímabilinu lokið í Engiandi. Hvað er framundan hjá Sigurði Jónssyni? „Það eru þrír ágóðaleikir eftir nú í vikunni og eftir það er ég kominn í sumarfrí. Þá kem ég heim og verð þar í sumar." Gefur þú kost á þér f lands- leikina í sumar ef til þfn verður leitað? Já, það er alltaf mikill heiður að leika fyrir ísland. Ég ætla að æfa á fullu þegar ég kem heim uppá Skaga." iki nú f lok tímabilsins. Hefur þú trú á því að geta tryggt þér fast sæti f Sheffield Wednesday-liðinu á næsta keppnistímabili? Það verður allt gert til að ná fastri stöðu í liðinu næsta ár. Ég á eftir tvö ár af samningi mínum við félagið og maður verður bara að vera bjartsýnn og berjast fyrir stöðu sinni.“ Sheffield Wednesday varð í sjötta sæti í ensku 1. deildinni að þessu sinni. Eru forráða- menn félagsins ánægðir með árangurinn í vetur? Já, það eru allir himinlifandi yfir þessum ágæta árangri. Þetta sæti dugar til að komast í Evr- ópukeppnina næsta vetur ef banninu á ensk lið verður aflétt eins og flestirvona." Hvað hefur einkennt ensku deildarkeppnina að þínu mati í vetur? Þessi stórgóði endasprettur knattspyrnu- Liverpool hefur verið frábær. Þeir hafá komiö mjög sterkir út úr keppninni eftir jólin. Stór dagur hjá framkvæmdastjóran- um, Kenny Dalglish, er hann tryggði liðinu meistaratitilinn á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem leikandi framkvæmda- stjóri verður deildarmeistari í Englandi. Everton hefur einnig verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og ég spái þeim sigri í ensku bikarkeppninni. Þeir gera örugg- lega allt til þess að Liverpool verði ekki tvöfaldur meistari. En bikarleikurinn verður örugglega hörkuspennandi því þetta eru bestu liðin á Englandi í dag. West Ham er það liö sem hefur komið mest á óvart í deild- inni í vetur. Þeir fóru frekar hægt af stað í byrjun en hafa sótt sig verulega á í síðustu leikjum. Frank McAvennie og Tony Cotty hafa staðið sig frábærlega í framlínunni og skorað obbann af mörkum liðsins," sagði Sigurð- urJónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.