Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 Knatt- spyrnu- úrslit ÚRSLIT leikja í ensku knattspyrnunni á laugardaginn voru þessi: 1. deiid: Birmingham City — Arsenal 0—1 Chelsea — Liverpool 0—1 Coventry City - QPR 2-1 Everton — Southampton 6—1 Leicester City — Newcastle 2—0 Manchester City — Luton Town 1 —1 Oxford — Nottingham Forest 1 —2 Sheffield — Ipswich 1 —0 Tottenham — Aston Villa 4—2 Watford — Manchester 1 —1 WBA - West Ham Unit. 2-3 2. deild: Carlisle United — Charlton Athletic 2—3 Crystal Palace — Sheffield 1 —1 Huddersfield — Wimbledon 0—1 Millwall — Barnsley 2—2 Norwich City — Leeds United 4—0 Oldham Athletic — Fulham 2—1 Portsmouth — Bradford City 4—0 Shrewsbury Town — Middlesbrough2—1 Sunderland — Stoke City 2—0 3. deild: Blackpool — Newport County 0—0 Bournemouth — Walsall 0—1 Br' itol City — Reading 3—0 Cardiff City — Lincoln City 2—1 Chesterfield — Bolton Wanderers 3—0 Darlington — Plymouth Argyle 0—2 Gillingham — Bristol Rovers 2—0 Notts County — Rotherham 1 —0 Wigan Athletic — Wolves 5—3 York City — Swansea 3—1 4. deild: Aldershot — Preston North 4—0 Cambridge United — Torquay 3—0 Exeter City — Crewe Alexander 1 —2 Mansfield — Peterborough 0—1 Orient — Bumley 3—0 Port Vale — Northampton Town 0—0 Scunthorpe — Chester City 2—0 Wrexham — Stockport County 3—0 í GÆRKVÖLDI voru þrír leikir í ensku 1. deildinni og uröu úrslit þeirra þessi: Oxford — Arsenal 3—0 Chelsea — Watford 1 —5 T ottenham — Southampton 5—3 Everton — West Ham 3—1 í 2. deild voru tveir leikir: Blackburn — Grimsby 2—1 Oldham — Carlisle 2—1 Loka- staðan Lokastaðan f 1. deild varð þessi: Liverpool 42 26 10 6 89-37 88 Everton 42 26 8 8 87-41 86 West Ham 42 26 6 10 74-40 84 Man. Utd. 42 22 10 10 70-36 76 Sheff. Wed. 42 21 10 11 63-54 73 Chelsea 42 20 11 11 57-56 71 Arsenal 42 20 9 13 49-47 69 Nott Forest 42 19 11 12 69-53 68 Luton 42 18 12 12 61-44 66 Tottenham 42 19 8 15 74-52 65 Newcastle 42 17 12 13 67-72 63 Watford 42 16 11 15 69-62 59 QPR 42 15 7 20 53-64 52 Southampton 42 12 10 20 51-62 46 Man. City 42 11 12 19 43-57 45 Aston Villa 42 10 14 18 51-67 44 Coventry 42 11 10 21 48-71 43 Oxford 42 10 12 20 62-80 42 Leicester 42 10 12 20 54-76 42 Ipswich 42 11 8 23 32-55 41 Birmingham 42 8 5 29 30-73 29 Staöan í 2. deild er nú þessi þegar nokkrum leikjum er enn ólokið: Norwich City 42 25 9 8 84-37 84 Charlton 41 22 10 9 78-45 76 Wimbledon 40 21 11 8 57-36 74 Portsmouth 42 22 7 13 69-41 73 Crystal Palace42 19 9 14 57-52 66 Hull 42 17 13 12 65-55 64 Sheff. Utd. 42 17 11 14 64-63 62 Oldham 42 17 9 16 62-61 60 Millwall 42 17 8 17 64-65 59 Stoke 42 14 15 13 48-50 57 Brighton 42 16 8 18 64-64 56 Barnsley 42 14 14 14 47-50 56 Bradford 41 16 5 20 50—62 53 Leeds 42 15 8 19 56-72 53 Grimsby 42 14 10 18 58-61 52 Huddersfield 42 14 10 18 51-67 52 Shrewsbury 42 14 9 19 52-64 51 Sunderland 42 13 11 18 47-61 50 Blackburn 42 12 13 17 52-62 49 Carlisle 42 13 7 22 47-71 46 Midlesbrough 42 12 9 21 44-52 45 Fulham 42 10 6 26 45-69 36 Liverpool meistari í áttunda sinn á 11 árum: „Vinnum tvöfalt" - segir Kenny Dalglish íeinkaviðtali við Morgunblaðið Frá Gunnlaugi Rögnvaldssyni og Bob Hennessey, fréttariturum Morgunblaösins f Englandi. „MARKIÐ sem ég skoraði var það mikilvægasta á ferli mínum. Það létti af okkur spennu í leik sem aldrei varð góður. Þegar flautað var til leiksloka leið mór eins og ég væri í himnaríki. Titillinn var kominn á réttan stað í Liverpool," sagði Kenny Dalglish. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann á sunnudaginn á Anfield Road, skömmu áður en hann hélt til Skotlands með rútu þar sem hann lék á sunnudags- kvöldið í „Testemonial" leik á milli úrvals ensku deildarinnar og þeirrar skosku. Skoska liðið vann 5:2 og Daiglish skoraði eitt mark. I gærkvöldi óku svo leikmenn Liverpool í opnum vagni um götur og Galdurinn á bak við velgengnina virðist vera óhemju gott skipulag og mikill innri styrkur. Á þessu ellefu ára tímabili hafa orðið algjör kynslóðaskipti hjá félaginu bæði hvað varðar stjórnendur og leik- menn. Bill Shankley lagði grunninn að hinni miklu velgengni með því að mynda lið sem síðan hefur verið fyrirmyndin á Anfield. Bob Paisley tók við af Shankley, og náði enn betri árangri, og aðstoðarmaður hans, Joe Fagan, sem tók næstur við, vann einnig meistaratitla. Og Kenny Dalglish heldur áfram á sömu braut. Allir þessir menn koma innan úr félaginu, og virðast stjórna eftir sömu grundvallar- hugsun. Metnaður leikmannanna hverju sinni er ótrúlegur. Ár eftir ár kemur ekkert til greina annáð en sigur, sama í hvaða móti liðið tekur þátt í. Stórkostlegasti leikmaðurinn Eftir sigur liðsins gegn Chelsea á laugardaginn sagði stjórnarfor- maöur Liverpool, John Smith, að Kenny Dalglish væri stórkostleg- asti leikmaður sem nokkru sinni hefði leikið hjá Liverpool, og væri þó af nægum frábærum leikmönn- um að taka. „Því til viðbótar hefur hann nú sýnt að hann er besti framkvæmdastjóri Englands, og ég á von á því að hann verði kjör- inn framkvæmdastjóri Bretlands á þessu ári. Menn hræðast hann og liö hans vegna hæfileikanna. Mörgum finnst leikir gegn Liver- pool fyrirfram tapaðir, eingöngu vegna hans," sagði John Smith. Það er vart orðum aukið. Kenny Dalglish, sem nú er 35 ára gamall, á aldeilis ótrúlegan knattspyrnu- feril að baki. Með Celtic, þar sem hann lék áður, vann hann fjóra meistara- titla, fjóra bikarmeistaratitla og er inn deildarbikarmeistaratitii. Með Liverpool hefur hann unnið sex meistaratitla, fjóra deildarmeist- aratitla og þrjá Evrópumeistarat- itla. Um næstu helgi gæti hann bætt bikarmeistaratitlinum við. Þá hefur hann leikið 100 landsleiki fyrir Skotland og skorað í þeim 30 mörk. Hvort tveggja er skoskt met. Hann er eini leikmaöurinn sem skorað hefur yfir eitt hundrað mörk í bæði skosku og ensku deildarkeppninni. í lok mánaðarins verður hann fyrsti Bretinn til að leika í 4 heimsmeistarakeppnum í knattspyrnu - en það hafa innan við 10 knattspyrnumenn í heimin- um gert. Hann er auk þess fyrsti framkvæmdastjórinn sem verður enskur meistari sem leikmaður. Þrátt fyrir alla velgengnina er Dalglish hógværðin uppmáluð og það þótti dæmigert fyrir manninn þegar hann sagði í breska útvarp- inu um helgina að hann vildi þakka þennan árangur eiginkonu sinni fyrir það hve vel henni hefði tekist að velja í liðið fyrir sig í vetur! Þaö tók Dalglish, eða konuna hans, nokkurn tíma að fá liðið til að leika eins og það hafði burði til í vetur. En eftir að það komst á skrið varð það óstöðvandi og vann að flestra mati verðskuldaðan sig- ur í deildinni. „Þegar fólk var búið að afskrifa okkur fyrir jól, tókum við höndum saman," sagði Dalgl- ish. „Ég gat lítið spilað sjálfur vegna anna fyrr en undir lok tíma- bilsins þegar mest reið á. Það er óneitanlega erfitt að velja sjálfan sig í liðið, en stuðningur strákanna í liðinu hjálpar. Þeir vilja mig. Eftir þetta keppnistímabil er ég hættur við að leggja skóna á hillina, eins og ég hafði ráðgert." Sem fyrr segir byggist þessi Liverpool sigur á sterkri liðsheild - ekki á stjörnum. Talsverð meiðsli hafa hrjáð liðið í vetur, en vara- mennirnir hafa reynst lítið síðri en aðalmennirnir. Það er ekki undar- legt þegar litið er á varamanna- bekkinn núna: Mark Lawrenson, Paul Walsh, John Wark, Steve McMahon og Sammy Lee komast ekki í liðið um þessar mundir! Markvörðurinn Markvörðurinn Bruce Grobbel- aar er einn vinsælasti og um leið skrautlegasti leikmaður ensku knattspyrnunnar. Hann kallar sjálf- an sig „Bruce Dropalot", vegna þess hve gjarn hann er á að missa inn auðvelda bolta. En það er torg Liverpool borgar. „Titillinn lenti hjá okkur vegna einstakrar samvinnu og samstöðu allra sem starfa hjá félaginu - frá strákunum sem standa aftan við mörkin og sækja boltana, til kvennanna sem hita kaffið hér f hádeginu - allra hér á Anfield," sagði Dalglish. Liv- erpool er einstakt fyrirbrigði í enskri knattspyrnusögu. Engu félagi hefur nokkru sinni tekist að halda sér á toppnum svo lengi í einu, og ekkert útlit er fyrir að lát sé á velgengninni. Leikmennirnir sem nú eru í liðinu eru flestir á besta aldri, og eiga eflaust eftir að gera enn betur en á þessu keppnistímabili. aðeins grín — í rauninni er hann framúrskarandi markvörður, sem aðeins hefur misst úr einn leik í þau 5 ár sem hann hefur verið hjá félaginu. Hann er fæddur í Afríku og var keyptur til Liverpool frá Vancover í Kanada. Vömin Bakverðir liðsins, Jim Beglin og Steve Nichol, eru báðir tiltölulega nýkomnir fram á sjónarsviðið. Beglin er 22 ára, frá írlandi, og náði stöðunni frá Alan Kennedy í fyrra eftir að hafa verið rúmt ár hjá félag- inu. Nichol var keyptur til Liverpool til að taka við af Phil Neal, en þurfti að bíða í ein tvö ár áður en hann fékk tækifæri. Hann er nú fastamaður í skoska landsliöinu. Miðvörðurinn Alan Hansen er fyrir- liði liðsins og hefur meö Liverpool í 10 ár. Hinn miðvörðurinn Garry Gillespie var keyptur til liðsins fyrir þremur árum frá Coventry en hefur ekki komist í það fyrr en nú síðustu vikurnar. Þegar hann var hjá Co- ventry þótti hann með bestu mið- vörðum ensku knattspyrnunnar, svo kannski er hann loks nú að sýna sitt rétta andlit. Mark Law- renson gæti þó reynst of góður til að láta setja sig úr liðinu í lengri tíma. Miðjan Upp á síðkastið hafa Ronnie Wheelan, Jan Mölby, Kevin Mac- Donald og Craig Johnstone leikið á miðjunni og „átt“ alla leiki sem þeir hafa leikið. Bæði Mölby og Johnstone eru fullir þakklætis til Dalglish fyrir að gefa þeim tæki- færi, því hvorugur fékk að leika mikið með undir stjórn Joe Fagan. Daninn Mölby er orðinn einn af burðarásum liðsins og helsti leik- stjórnandi þess, og Johnstone, sem er fæddur í S-Afríku og uppal- inn í Ástralíu, hefur einnig leikið mjög vel í vetur. Ronnie Wheelan hefur átt stöðuna á vinstri vængn- um allt frá því Ray Kennedy fór frá félaginu. Til gamans má geta þess að Wheelan og Kevin Sheedy, sem leikur sömu stöðu hjá Ever- ton, komu frá írlandi til Liverpool á sama tíma og börðust um stöð- una framan af. Wheelan vann og hefur reynst drjúgur, einkum er hann gjarn á að skora mikilvæg mörk. Kevin McDonald er minnst þekktur þessara kappa, hann ar 25 ára Skoti sem keyptur var frá Leicester í fyrra og er mikill vinnu- hestur. Framlínan í framlínunni leika nú, eins og undanfarin ár, tveir skæðustu sóknarmenn enskrar knattspyrnu — Kenny Dalglish og lan Rush. Dalglish sögðum við frá hér að framan, en Rush er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann var keyptur frá Chester 1979 og þurfti að bíða í tvö ár eftir sæti í aðalliöinu. Eftir það hefur hann ekki hætt að skora. Á þeim fimm keppnistímabilum sem hann hefur verið fastamaður í liðinu hefur hann skorað 162 mörk, þar af 119 í deildarkeppn- inni. Hann hefur því gert að meðal- tali rúmlega 32 mörk á hverju keppnistímabili í fimm ár sam- fleytt. Enginn leikmaður ensku fyrstu deildarinnar kemst nálægt honum í markaskorun. Það er einnig sagt að hann hafi aldrei skorað í leik sem Liverpool hefur tapað. Rush er aöeins 25 ára, og einn eftirsóttasti leikmaður heims. En hann er ekki til sölu. Ætla að vinna tvöfalt „Styrkur okkar felst í því hve góða og reynda leikmenn við höf- um. Það gefa allir allt sem þeira eiga, alltaf,“ sagði Dalglish, „og þegar mest reið á, gegn Chelsea höfðum við karakter til að vinna. Þess vegna ætlum við okkur líka bikarinn um næstu helgi. Við vinn- um tvöfalt," sagði Dalglish bros- andi. Hefði viljað skora á móti Oxford sagði Gary Lineker í samtali við Morgunblaðið FrA Gunnlaugi Rögnvaldssyni, fréttaritara Morgunblaöalns A Englandi: „ÞAÐ var gaman að skora þessi þrjú mörk gegn Southampton á laugardaginn, en ég hefði samt miklu fremur viljað að að eitthvert þeirra hefði verið gert í leiknum við Oxford sem við töpuðum og misstum af lestinni," sagði Gary Lineker, markhæsti leikmaður ensku knattspyrnunnar, og leik- maður ársins, í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins é sunnu- daginn. Um það hvort hann væri á leið til Barcelona, eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum hér í Englandi, sagði Lineker: „Ég hef ekki heyrt frá neinum. Everton er mitt félag í gegnum súrt og sætt og þó við vinnum ekki bikarinn á laugardag- inn, þá vil ég vera áfram hér." Þessir urðu markahæstir í fyrstu og annarri deild: 1. deild: Gary Lineker, Everton 39 lan Rush, Liverpool 31 John Albridge, Oxford United 31 Frank Macvennie, West Ham United 28 2. deild: Kevin Drinkell, Norwich City 24 Keith Bertschin, Stoke City 22 Keith Edwards, Sheffield United 21 Frank Bunn, Hull City 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.