Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 5
B 5 Everton í oðru sæti eftir sigur á West Ham — Oxford vann Arsenal og bjargaði sér frá falli Frá Bob Hannessy, (réttsmannl Morgunblsðslns á Englandl: LEIKMENN Everton tryggöu sér í gœr annað ssetið í ensku 1. deildinnf þegar liðið vann West Ham með þremur mörkum gegn einu. Arangur liðanna frá Mer- seyside er mjög athyglisverður á þessu keppnistímabili. Uv- erpool meistari, Everton f öðru sæti og að auki eiga þessi tvö lið að leika til úrslita f bikar- keppninni um nsastu hetgi. Everton átti stórkostlegan leik í gœrkvöldi gegn West Ham og með sigrinum skutust þeir f annað sætið. Önnur úrslit f fyrstu deildinni urðu þau að Oxford tryggði áframhaldandi veru sfna f 1. deildinni með sigri á Arsenal, Watford burstaði niðurbrotið lið Chetsea og Tott- enham vann Southampton. Gary Lineker skoraði tvö mörk í leiknum í gærkvöldi fyrir Ever- ton og hefur hann nú gert 30 mörk í deildinni en alls hefur kappinn gert 39 mörk fyrir lið sitt í vetur. Þriðja mark Everton skoraði Trevor Steven úr víta- spyrnu en mark West Ham gerði Tony Cottee rétt fyrir leikslok. Það var greinilegt á þessum leik að leikmenn Everton ætluðu sér ekkert annað en annað sætið í deildinni en hinsvegar virtist áhugi West Ham takmarkaöur og virðast þeir gera sig ánægða meö þriöja sætið sem er að vísu mjög gott og reyndar það besta í sögu fólagsins. Þeir hafa þríveg- is orðið í þriðja sæti og það geröist síðast keppnistímabilið 1972-1973. Það geta því allir verið ánægðir, á sinn hátt, með þessi úrslit. Oxford tryggði sér áframhald- andi veru í 1. deild í gærkvöldi meö því að leggja Arsenal að velli. Sigur Oxford var öruggur og sanngjarn. Þrjú mörk gegn engu fyrir fullum áhorfendastæð- um. Fyrsta mark Oxford gerði Ray Houghton strax á þriðju min- útu. John Aldrige gerði annað mark Oxford á 72. mínútu og þriðja og síðasta markið gerði Billy Hamilton tíu mínútum síðar. Með þessum sigri sinum sendu þeir lið Ipswich niður í 2. deild og er þetta í fyrsta sinn í 18 keppnistímabil sem Ipswich leikur þar. Leikmenn Chelsea virðast algjörlega heillum horfnir. Liðið tapaði í gærkvöldi fyrir Watford á heimavelli og er það lokapunkt- urinn í slæmu gengi liðsins á undanförnum vikum. Chelsea geröi eitt mark en leikmenn Elton John gerðu alls fimm mörk! Tottenham hefur verið í mikl- um ham að undanförnu eða allt frá því útséð var um að liðið ætti möguleika á að vinna i ein- hverri þeirra keppna sem eru í gangi i Englandi. í gær unnu þeir Southampton með 5 mörk- um gegn þremur og gerði Tony Galvin þrennu fyrir Tottenham. Tveir leikir voru í 2. deild í gærkvöldi. Blackburn vann Grimsby 2:1 og bjargaði sér þar með frá falli því Carlisle tapaði á sama tíma og féll þar með niöur íþriðju deild. Á laugardaginn gerði Gary Lineker þrjú mörk í stórsigri Everton á Southampton. Sá leik- ur var hrein martröð fyrir 17 ára markmann unglingaliðs Sout- hampton, Steve Granger, sem alit i einu var dubbaður upp og settur í aðalliðið, án þess að hafa leikið svo mikið sem einn leik í varaliðinu. Hann reyndist starfinu alls ekki vaxinn, fékk á sig sex mörk og lék illa. Derek Mountfield, Trevor Steven og Creame Sharp gerðu hin mörk Everton en David Puckett svar- aði fyrir Southampton. Úrslit 6:1. MacAvennie og Cottee gerðu sitt hvort markiö í góðum 2:3-úti- sigri West Ham á WBA. Ray Stewart gerði sigurmarkiö úr vítaspyrnu undir lok leiksins, en áður höfðu Craig Madden og George Madden jafnað leikinn fyrir heimaliðiö. í jafnteflisleik Watford og Manchester United gerði Mark Hughes sitt siðasta mark fyrir United, en hann heldur til Barce- lona ( sumar. Mikið hefur verið fjallað um samning hans við spánska félagið i bresku blöðun- um, og m.a. komið fram að hann hefur samið til 8 ára, og fær með bónus líklega um eina milljón króna í laun á mánuði. Luther Blissett jafnaði fyrir Watford í sínum fyrsta leik í fjóra mánuði. Tvö mörk Nigel Clough gerðu út um leikinn gegn Oxford á laugardaginn. Jeremy Charles svaraði fyrir heimamenn í 1:2 ósigri. Norwich sigraði í annarri deild með nokkrum yfirburðum og Charlton, sem engu munaöi að yrði gjaldþrota fyrir þremur árum, fylgir með. En það sem hefur vakið mesta furöu í ensku knattspyrnunni er að Wimbledon skuli fylgja með þessum tveimur liðum og vinna sór fyrstudeildar- sæti. Wimbledon tók upp atvinnu- mennsku 1977 þegar það fékk inngöngu i ensku deildarkeppn- ina. Á fimm árum hefur liðið síð- an klifrað úr fjórðu deild upp í þá fyrstu algjörlega án stjömu- leikmanna, og það þrátt fyrir að hafa einhvern lægsta áhorfenda- fjölda allra liðanna í deildinni. Aðeins 4.500 manns að meðal- tali koma á völlinn í Wimbledon, sem reyndar er auðmannahverfi í London, betur þekkt fyrir tenn- isvellina frægu. Það komu hins- vegar yfir 20 þúsund áhorfendur á völlinn í Plymouth þegar Ply- mouth Argyle tryggði sér sæti i annarri deiid eftir 7 ár í þeirri þriðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.