Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 VOLVCj VOLVí VOl-VO VOLVp voLVo VOLVO, VOLVC. Voi. VOLV1*, Evrópumeistaramót unglinga í fimleikum: Hlín Bjarnadóttir stóð sig vel • íslenska unglingalandsiiðið í fimleikum sem tók þátt í Evrópumeist- aramótinu sem fram fór í Vestur-Þýskalandi um helgina, ásamt þjálfu- rum. Efst eru þjálfararnir Berglind Pótursdóttir og Jónas Tryggvason. Fyrir miðju eru Guðjón Guðmundsson, Hlín Bjarnadóttir og Arnór Diego Hjálmarsson. Neðstu röð eru frá vinstri: Fjóla Ólafsdóttir, Linda S. Pótursdóttir og Hanna Lóa Friðjónsdóttir. — varð í 55. sæti af 76 keppendum Frá Þórði Helgasyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Þýskalandi. A Evrópumeistaramóti stúlkna yngri en 15 ára og drengja yngri en 18 ára, sem haldið var í Karlsruhe í Vestur-Þýskalandi, var frammistaða íslensku kepp- endanna með ágætum. Hlín Bjarnadóttir úr Gerplu fékk 34 stig af 40 mögulegum og varð í 55. sæti, sem þykir mjög góður árangur á móti sem þessu. Allar bestu þjóðir heims í fimleik- um voru hór með sfn sterkustu lið. Árangur armarra íslenskra keppenda var sá að Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Gerplu, varð í 67. sæti með 32,975 stig, Fjóla Ólafs- dóttir, Ármanni, í 72. sæti, hlaut 30,450 stig. Þessi árangur ís- lensku keppendanna færir okkur á stall með hinum Norðurlandaþjóð- unum, nema Svíum, sem eru áber- andi bestir. Tvö efstu sætin féllu í hendur hinna þrautþjálfuðu sovésku stúlkna og deildu þeir einnig þriðja sætinu með Rúmenum. Alls tóku 76 stúlkur frá ýmsum Evrópuþjóð- um þátt í þessu móti. í drengjaflokki var einn íslenskur keppandi, Guðjón Guðmundsson, Ármanni. Hann varð í 55. sæti með 42,8 stig. í drengjaflokki tóku 56 keppendur þátt og hlutu Sovét- menn öll efstu sætin. Guðjóni tókst mjög illa upp á bogahesti og hætti í miðri æfingu. Gerði það útum það hversu aftarlega hann lendir i heildarstigafjölda. Árangur íslendinga í einstökum áhöldum er sem hér segir: Elín Bjarnadóttir, Gerplu, stökk 8,85, tvíslá 8,425, slá 8,15, og gólf 8,575. Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Gerplu, stökk 8,275, tvíslá 8,325, slá 8,3 og gólf 8,75. Fjóla Ólafs- dóttir, Ármanni, stökk 7,45, tvíslá 6,725, slá 8,275 og aólf 8,0. Guð- jón Guðmundsson, Armanni, gólf 8,25, bogahestur 3,9, stökk 8,95, tvíslá 6,45, svifrá 7,95 og hringir 7,3. Engir óróaseggir á leikvöll Luton FORRÁÐAMENN enska knatt- spyrnuliðsins Luton Town lýstu yfir því á þriðjudaginn að fram- vegis yrði aðdáendum annarra liða en Luton meinaður aðgangur að leikvangi félagsins. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrír óspektir. Allir þeir sem vilja fara á völl Luton á næsta keppnistímabili verða að kaupa sérstakt kort fyrir eitt pund, sem setja verður í gegn- um sérstaka tölvustýrða móttak- ara í hliðum vallarins, og hliðin opnast aðeins fyrir þá sem hafa hreinan skjöld. Allir sem teknir eru fyrir óspekktir á völlum hvar sem er í Bretlandi eru útilokaðir frá vellinum með þessum hætti. Tölvuútbúnaðurinn sem þetta kerfi byggir á kostar um 250 þús- und pund, andvirði góðs leik- manns, en félagið er sannfært um að minnkandi skemmdarverk á vellinum og við hann muni borga þetta fljótt upp. Félagið vonast til að selja 30.000 kort fyrir næsta keppnistímabil. Helga náði Evrópu- lágmarkinu HELGA Halldórsdóttir, frjáls- íþróttakona sem æfir í San José f Kaliforníu, hljóp 400 metra grindahlaup á 58:55 sekúndum á móti i San José um helgina. ís- landsmet Helgu er 58:44, en með tíma sínum um helgina náði hún lágmarkinu fyrir Evrópumeistara- mótið i Stuttgart í sumar, sem er 58:72. Jafnt hjá Anderlecht ANDERLECHT og Brugge gerðu jafntefli, 1:1, í fyrrí leik þessara liða um belgíska meistaratitilinn f knattspyrnu á miðvikudag. Frank Vercauteren skoraði fyrst fyrir Anderlecht á 16. mfnútu en Luc Beyens jafnaði fyrir Brugge á 65. mfnútu. Anderlecht var betra liðið í fyrri hálfleik en Brugge í þeim seinni. Leikurinn var mjög harður og fengu fimm leikmenn að sjá gula spjaldið. Arnór Guðjohnsen lék með Anderlecht. Seinni leikurinn verður í Brugge í kvöld Evrópukeppnin í handknattleik: Barcelona sigraði Grosswallstadt — Wybrzeze Gdaiísk sigraði Metaloplastica Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Vestur-Þýskalandi. BARCELONA sigraði Grosswall- stadt, 20—18, f fyrri úrslitaleik þessara liða í Evrópukeppni bik- arhafa f handknattleik í Barcelona á sunnudaginn. Leikmenn Grosswallstadt voru mjög ánægðir með þessi úrslit því þeir eiga heimaleikinn eftir og fer hann fram á sunnudaginn kemur. Staðan í leikhléi var 11 —9 fyrir Barcelona, sem leiddi nær allan leikinn. Mikil harka var í seinni hálfleik og fengu þrír leikmenn að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum, tveir Spánverjar og einn Þjóðverji. Það verður að teljast nokkuð lík- legt að Grosswallstadt vinni upp þennan mun í seinni leiknum og hljóti Evrópubikarinn. Wybrzeze Gdansk frá Póllandi sigraði Metaloplastica Sabac frá Júgóslavíu, 29-24, í fyrri leik þess- ara liða í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í Gdansk á sunnudag- inn. Daniel Waszkiewicz var marka- hæstur Pólverjanna og skoraði 9 mörk, Andrzej Maluszkiewicz skoraði átta og Bogdan Wenta gerði sjö. Vaseli Vujovic skoraði 10 mörk fyrir Metaloplastica og Zlatko Portner gerði sex. Seinni leikurinn fer fram í Júgóslavíu á sunnudaginn kemur. MorgunblaÖið/Emilía • Einar S. Einarsson frá VISA afhendir Bjarna Friðrikssyni 50 þúsund króna styrk. í baksýn er Jón L. Árnason, skákmaður. Fimm hljóta VISA styrk FIMM íþróttamenn úr einstakl- maður. ingsgreinum hlutu afreksstyrk VISA sem afhentur var á föstu- daginn. Styrkirnir, að upphæð kr. 50 þúsund hver, eru veittir ítilefni af útgáfu fimmtfuþúsundasta VISA-kortsins og góðu gengi fé- lagsins. Þeir sem hlutu styrkinn eru Bjarni Friðriksson, júdókappi, Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- kappi, Einar Olafsson, skfða- kappi, Einar Vilhjálmson, spjót- kastarí, og Jón L. Árnason, skák- I frétt frá VISA segir að allir þessir ungu íþróttamenn hafi skar- að fram úr, hver á sínu sviði, og afrek þeirra vakið mikla athygli, bæði hér heima og erlendis. Hjá þeim öllum er framundan mikil barátta til meiri afreka og dáða. Vonast er til að styrkurinn verði til þess að auðvelda þeim að stunda æfingar og keppni á kom- andi mánuðum. Morgunblaðiö/Júlíus • Landslið lögreglumanna f handknattleik hélt til Noregs á sunnudag til að taka þátt í Norðurlanda- móti lögreglumanna sem fram fer í Noregi. Svfar eru núverandi Norðurlandameistarar en íslenska liðið er Evrópumeistari. í liðinu eru eftirtaldir leikmenn. Aftari röð frá vinstri: Björgvin Björgvinsson, Gissur Guðmundsson, Snorri Leifsson, Steinar Birgisson, Kristján Hilmarsson, Sigurður Benjamfns- son, Magnús Þór Þórisson, Hannes Leifsson, Hermundur Sigmundsson og Óskar Bjartmarz. Fremri röð frá vinstrí: Amar Jensson, Valgarð Valgarðsson, Jónas Þorgeirsson, Ellert Vigfússon, Birgir St. Jóhannsson og Einar Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.