Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 1
o TÖLVUDEILD KÓS FYLLIR FYRSTA TUGINN Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð er tíu ára um þessar mundir. Hún er umboðsmaður DEC á íslandi og fleiri þekktra erlendra tölvuframleiðenda og efnir til sýningu á því nýjasta sem hún hefur upp á að bjóða nú í vikulokin. Meðal þeirra em sækja fyrirtækið heim í tilefni tímamótanna eru Don Frost, svæðisstjóri Digit- al í N-Evrópu og Niels Birkemose Möller, forstjóri Ditital í Danmörku. Sagt er frá þessum tímamótum hjá KÓS í blaðinu í dag. B 4—5 LOÐSKINN ÓTTAST HRÁEFNISSKORT Loðskinn á Sauðárkróki hefur þegar selt alla fram- leiðslu þessa árs. Hjá þessu fyrirtæki hafa menn helst áhyggjur af að niðurskurður á sauðfjárstofn- inum valdi skorti á gærum til fullvinnslu. Tregða er á því að fá að flytja inn skinn og forráðamönnum Loðskinns þykir hart að fá ekki að kaupa gærur af Sláturfélagi Suðurlands, sem flytur út gærur sínar hálfverkaðar og þær lenda síðan iðulega í samkeppni við fullunnu skinnin frá íslandi. B 12 VIÐSKIPTIAIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 BLAÐ Fasteig’namarkaðurinn Verð íbúða- húsnæðis fer hækkandi Fjörkippur í sölu atvinnuhúsnæðis FASTEIGNAVERÐ á íbúðahúsnæði er nú byrjað að hækka á höfuð- borgarsvæðinu, að sögn Þórólfs Halldórssonar hjá Eignamiðluninni og formanns Félags fasteignasala. „Það er óhætt að segja, að við höfum undanfarið verið að sjá hækkun verða á fasteignaverðinu í krónutölu og raunhækkunin er þá meiri vegna þess hversu verðbólgan er komin langt niður,“segir Þórólf- ur.„Það er að segja má eðlileg hreyfmg á fasteignamarkaðinum núna og reyndar verið nokkuð góð sala undanfarið, þó að við vitum dæmi þess að nokkrir kaupendur og seljendur haldi að sér höndum í bili og bíði þess að áhrifa frá nýju húsnæðislögunum fari að gæta.“ Að sögn Þórólfs eru áhrif nýju laganna á fasteignamarkaðinn lítil enn sem komið er, og hann segir að allar horfur á að þau munu skila sér inn á markaðinn hægt og bítandi og vart verða að fullu mælanleg fyrr en kemur fram á næsta ár. Bendir Þórólfur m.a. á í þessu Hlutabréf íís- húsfélagi ísfirð- inga tilsölu HLUTABRÉF, 13,5% af hlutafé í íshúsfélag ísfirðinga hf. er til sölu. Nafnverð bréfanna er 1.272 þúsund krónur og hefur verið auglýst eftir tilboðum í bréfin. Eigandi bréfanna er Togaraút- gerðarfélag ísafjarðar, sem að sögn Tryggva Guðmundssonar, lögfræð- ings, hefur ekki starfað ði mörg ár og með sölu bréfanna verður félag- inu formlega slitið. Tryggvi annast söluna og hann sagðist ekki geta gefið upplýsingar um hvort tilboð hefðu borist og þá hversu há. Jóhannes G. Jónsson fram- kvæmdastjóri íshúsfélagsins sagði í gær að brunabótamat fasteigna og véla væri um 350 milljónir króna. sambandi að enn sé ekki búið að gefa út reglugerðina með nýju lögunum, svo að vart sé áð undra þótt þeirra gæti ekki mjög. Félag fasteignasala hefur sam- þykkt að reyna að beita sér fyrir því að útborgunarhlutfallið í fas- teignakaupum lækki niður í 50% en Þórólfur segir að sú viðleitni gangi hægt vegna þess að gífurlegt tregðulögmál sé ríkjandi á fas- teignamarkaðinum frá fornu fari. Þess vegna megi ætla að þessi breyting muni eiga sér stað á löng- um tíma. Þó megi aðeins merkja þróun í þessa hátt og ætla megi að hún verði hraðari þegar nýju lánareglurnar fara að skila sér. Hins vegar hefur þegar orðið breyting á eftirstöðvarskuldabréf- um og þá einkum með tvenns konar hætti, að því er Þórólfur segir. I annað stað er nú tekið að bera mun meira á verðtryggðum eftirstöðva- bréfum upp í 8-10 ár með allt frá 3% vöxtum upp í hæstu leyfilegu vexti. Hins vegar eru óverðtryggð bréf með hæstu leyfílegum vöxtum eða um 15,5% en með útfærslu Seðlabankans þar sem greint er milli grunnvaxta og verðbótaþáttar. Einnig ber á þvi að lánstími slíkra bréfa sé að lengjast eða upp í 5-6 ár. Áður var algengast að eftir- stöðvabréfín væru óverðtryggð til 4ra ára með flötum 20% vöxtum. Að sögn Þórólfs hefur einnig orðið talsverður Qörkippur í sölu atvinnuhúsnæðis en sá markaður hafði áður legið niðri að miklu leyti um talsvert skeið. í þeim viðskiptum er algengast að miða við fermetra- verð og segir Þórólfur að algeng- asta verð á verslunarhúsnæði t.d. í Múlahverfinu eða úthverfum sé nú á bilinu 33-38 þúsund krónur fer- metrinn en á nýjum skrifstofuhæð- um um 24-30 þúsund krónur. gijjg OLDTILVEGAMALA HEILDARUTG á verðlagi 1985) EIÐSLU HLUTFALL AF ÞJOÐARFRAM UTGJOLDtil vegamála voru hæst árið 1973 en þá var 2.307 milljónum króna varið til þessara framkvæmda og er miðað við verðlag á síðasta ári. Hlutfall útgjaldanna af þjóðarframleiðslu 1973 var 2,24%. Árið á undan var þetta hlutfall nokkru hærra eða 2,36%. Á síðasta ári runnu um 1707 milljónir króna til vegamála sem er 1,82% af þjóðar- framleiðslu. Þessar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu samgönguráðherra um framkvæmd vega- áætlunar 1985. Frá árinu 1970 hefur hlutfall út- gjalda til vegamála af þjóðarframleiðslu farið lægst í 1,64% árið 1979 en þá námu þau 1479 millj. króna. Noregur Verðlækkun á eldislaxi Osló. Frá fréttaritara Morgnnblaðsins, Jan Erik Lauré. „ÞAÐ HEFUR orðið verðlækkun á laxi á heimsmarkaði. En verð- lækkunin er ekki stórvægileg og stafar fyrst og fremst af verðfalli dollars. Þó eru einnig viss tengsl milli lægra verðs og þess að stöð- ugt berst meira af laxi á markaðinn frá nýjum framleiðendum," segir Odd Ustad, talsmaður Sölusambands fiskeldisstöðva í Noregi í samtali við Morgunblaðið. „Við endurskoðuðum verðið nú í mars. Það hafði t.d. í för með sér að lágmarksverð á laxi af stærðinni 4-5 kíló lækkaði um 4,50 nkr. eða úr 41 Nkr í 36,50 nkr.,“ segir Ustad ennfremur. „Fyrst og fremst er ástæða hrun dollarans nú á skömm- um tíma en það er þó alveg ljóst að nú berst stöðugt meira af laxi frá nýjum eldisstöðvum um allan heim og það þrýstir að sjálfsögðu verðinu niður. „Við tókum eftir því nú í febrúar og mars að þá kom mikið af laxi inn á Evrópumarkaðinn frá Skot- landi. í Bandaríkjunum verður Chile æ meira áberandi sem innflytjandi á laxi. Þá er þess einnig að geta að almennt var selt minna af laxi í Evrópu núna í vetur en áður vegna þess hversu kalt var í veðri. Það hefur sýnt sig að í kuldum er eins og fólk hafi aðrar matar- og inn- kaupavenjur og að lax er því ekki ofarlega í huga þegar kuldinn er mikill." Udstad leggur þó áherslu á að norsk laxeldisfyrirtæki geti selt allan fisk sinn án vandkvæða. „Hér er ekkert áfall á ferðinni og reyndar hefur salan á fyrsta ársfjórðungi í ár verið um 8.200 tonn en það er um 300 tonnum meira heldur en á sama tímabili í fyrra. Engu að síður er ástæða til að óttast að það verði erfíðara fyrir norsk fiskeldisfyrir- tæki að selja eldislax sinn á heims- markaði vegna aukinnar samkeppni frá öðrum löndum. Sá tími er liðinn þegar við fengum það sem við vild- um fyrir laxinn, segir Ustad. Hann segist ráðleggja norskum laxeldis- fyrirtækjum að endurskipuleggja framleiðsluna og laga sig í auknum mæli að markaðsaðstæðum á þann hátt að geta átt nógan fisk þegar eftirspurnin eftir honum er mest á sumrin og haustin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.