Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKEPTl/KIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 Hugbúnaður Ráðgjafastofan mark- aðssetur Allt-h ug- búnaðinn frá Softver NÝLEGA hafa Ráðgjafastofan og Softver sf. gert með sér samkomulag um að Ráðgjafastofan annist markaðssetningu á hugbúnaði Softvers, en hugbúnaður þessi ber heitið ALLT- hugbúnaður. Samkvæmt upplýsingnm forr- áðamanna fyrirtækjanna hefur verið gífurlegt framboð á hug- búnaði fyrir einmenningstölvur (PC/XT) og hann mjög misjafn að gæðum. Nú hafi kröfur kaupenda fyrir reyndan og áreiðanlegan hugbúnað aukist með auknu fram- boði og menn sætti sig ekki lengur við svokallaða bamasjúkdóma í hugbúnaði sínum eins og of algengt hafi verið. ALLT-hugbúnaðurinn hafi hins vegar verið á íslenskum markaði um nokkurra ára skeið. Hann sé þó upphaflega hannaður fyrir stærri gerðir tölva en á síðasta ári var hann yfírfærður á ein- menningstölvur. Þá bættist einnig við ALLT-hugbúnaðinn Verkbók- hald og Tilboðskerfí, sem forsvars- menn fyrirtækjanna segja hafa verið hannaðan í samráði við hæf- ustu menn innan hinna ýmsu iðn- greina. Er hugbúnaðurinn þannig sniðinn að þörfum iðnfyrirtækja hvort heldur um er að ræða fyrir- tæki í léttiðnaði eða stóriðnaði. Nú eru notendur að ALLT-hugbúnaðin- um um 70 fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptahluti ALLT inniheldur eftirfarandi tölvukerfí: Fjárhags- bókhald ásamt fjárhagsáætlun, viðskiptabókhald, skuldunauta- og lánardrottnabókhald, einnig birgða- bókhald, sölukerfi, pantanakerfí og biðlistakerfí, einnig launabókhald og loks verkbókhald og tilboðakerfi sem áður er getið. Ráðgjafastofan hóf starfsemi sína á síðasta ári. Öm Guðmunds- son hjá Ráðgjafastofunni segir að á þeim tíma hafí sýnt sig að þörfín fyrir ráðgjafastarfsemi á sviði tölvumála sé mjög mikil og brýn. „Samkeppnin á tölvumarkaðinum hefur verið mjög mikil á síðustu missemm. Vegna mikillar sölu- mennsku hafa kaupendur því ekki alltaf fengið bestu tölvulausnimar sem hentar hveijum og einum best. Ráðgjafastofan hefur einbeitt sér að tölvulausnum fyrir fýrirtæki og stofnanir og haft það að leiðarljósi að velja þann tölvubúnað, vélbúnað eða hugbúnað sem best fellur að þörfum hvers fyrirtækis. Skiptir þá ekki máli hvað tölvan né hugbúnað- urinn heitir, aðeins að tölvulausnin henti fyrirtækinu sem í hlut á full- komlega," segir Öm Guðmundsson. , Morgunblaðið/Ámi Sæberg HUGBUNAÐUR — Það er líf og fjör á hugbúnaðarmarkaðin- um íslenska um þessar mundir. Hér sjást þeir (t.v.) Magnús B. Eyþórsson frá Softver, Öm Guðmundsson frá Ráðgjafastofunni og Páll Pétursson frá Softver sem í sameiningu setja Allt-hugbúnaðinn á markað. Flug People Express tapaði 58 milljónum dollara HLUTAFÉLGIÐ People Ex- press, sem er eignarhalds- fyrirtæki People Express flugf élagsins og tveggja flug- * A annað hundrað norrænir hagræðingar þinga á Islandi íjúní Á ANNAÐ hundrað þátttakendur frá Norðurlöndum mæta til ráð- stefnu þann 12. júní á Laugarvatni. Samtök félaga á sviði hagræðing- ar á Norðurlöndum, sem Hagræðingarfélag íslands er aðili að, halda þar árlega ráðstefnu sína. Gunnar H. Guðmundsson, einn af stjómarmönnum Hagræðingar- félagsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að á ráðstefnunni yrði flallað um framleiðni, framleiðslu- kerfí, tæknivæðingu og vinnuað- stöðu frá sjónarmiði hagræðingar. Fluttir yrðu 15 fyrirlestrar og fýrir- lesarar væru frá mörgum helstu stórfyrirtækjum Norðurlanda svo sem Volvo og Saab, Scania, Elee- trolux ogASEA. Ráðstefnan mun skiptast í sam- hliða fyrirlestra þannig að úr nógu er að velja. Helstu efnisþættir ráð- stefnunnar eru: Framleiðnimæling- ar og kaupaukakerfí, þar sem m.a. er fjallað um aðferðir hjá ASEA. Vinnumælingar, þar er m.a. fjallað um notkun vinnumælingu hjá Volvo í Kalmar. Hagræðing með fjárfest- ingu, sem segir m.a. frá aðferðum ASEA robotics og skyndiskiptum hjá Electrolux. Ergonomi og vinnu- aðstaða, þar sem m.a. er lýst reynslu Saab Scania. Þjálfun og hvatning starfsmanna, þar sem m.a. er lýst umfangsmiklum þjálf- unaraðgerðum og árangri þeirra hjá sænska fyrirtækinu Hagglund & söner og hjá Sambandsverksmiðj- unumáAkureyri. Gunnar sagði að þeir Hagræðing- arfélagsmenn vonuðust til að ís- lensk fyrirtæki hefðu sem allra mest gagn af þessari ráðstefnu, sem væri mikið stórvirki fyrir fámennt félag eins og Hagræðingarfélagið er. Efni ráðstefnunnar væri mjög tímabært eins og sæist af umræðu aðalfundar Vinnuveitendasam- bandsins nýlega þar sem megin- áhersla var á framleiðni. Ráðstefnan er opin áhugamönn- um og eru stjómendur, framleiðslu- stjórar og tæknimenn fyrirtækja hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri. Þátttökutilkynningar sendist Hagræðingarfélagi íslands, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. Þátttökugjald er 5.500 kr. félaga í vöruflutningum, tap- aði þrisvar sinnuin meira á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra. Tapið nemur 58 milljónum dollara. People Express afsláttarflug- félagið, sem nú er helsta dóttur- fyrirtæki þessa félags um hluta- bréfaeign í fyrirtækjum, tapaði 18,84 milljónum dollara á tímabil- inu 1985. Heildartekjur móðurfyrirtækis- ins voru 329,3 milljónir doliara. Þar er með talinn hagnaður af flugfélögunum Frontier Airlines, sem fyrirtækið keypti í nóvember, og Britt Airway, keypt í febrúar. Þessi tala er 69 prósentum hærri en á fyrsta ársfjórðungi 1985. Þá voru tekjur flugfélagsins People Express 195 milljónirdollara. Donald Burr, forseti eignar- haldsfyrirtækisins, segir að verri afkoma nú sé að hluta til vegna kostnaðar við aukin umsvif og tilrauna til að hasla sér völl á nýjum mörkuðum, bæði beint og gegnum Frontier og Britt. People Express var stofnað fyrir fímm árum og. varð þegar eitt stærsta flugfélag Bandaríkj- anna. Þeir biðluðu óprúttnir til viðskiptavina og buðu þeim af- sláttarfargjöld sem reiðubúnir voru til að fóma máltíð og öðrum þægindum meðan á flugi stæði. En fyrir viku tilkynnti félagið að breyta ætti um stefnu og höfða einnig til þeirra, sem vildu ferðast á fyrsta farrými eða viðskiptafar- rými. Aðalfundur Um 28 millj. kr. hallihjá SS Um 27,9 milljón krónu halli varð á rekstri Sláturfélags Suð- urlands á síðasta ári og er það um 1,3% af heildarveltu fyrir- tækisins. Eignir félagsins höfðu þá verið afskrifaðar um 42,3 milljónir króna. í skýrslu Jóns H. Bergs, forstjóra SS, á aðal- fundi félagsins nýverið, kom fram að rekstrartekjur félagsins á árinu 1985 námu alls tæpum 2,1 milljarði króna og er það um 51% aukning frá fyrra ári en þessi mikla aukning er að veru- legu leyti rakin til meiri full- vinnslu afurða hjá fyrirtækinu. Á fundinum kom fram að mikil fjár- festing í nýjum vinnslustöðvum fyrirtækisins hefur gert lántökur nauðsynlegar og leitt af sér mikinn vaxtakostnað. Er þetta sögð meg- inástæðan fyrir rekstrarhallanum. Önnur ástæða fyrir lakari afkomu fyrirtækisins er síðan sögð gífurleg samkeppni í sölu matvara i smá- sölurekstri. Heildareignir SS í árslok 1985 eru skráðar á kr. 1.214 milljónir króna og höfðu aukist um 44% af bókfærðu verðmæti. Um 26% eigna eru fjármagnaðar með eigin fé. Unnin ársverk hjá SS á síðasta ári voru 609 og hafði fækkað um 51 frá fyrra ári. Starfsmenn eru alls um 1.230 manns þegar flestir starfa á haustin. Stjómarformaður Slátur- félags Suðurlands er Gísli Andrés- son. „Gerill“ í garðinn NÚ FER sá tínú í hönd þegar fólk fer að huga að görðum sínum og sinna öðrum vorverkum. „Gerill“ er söfnunarkútur fyrir ýmislegt sem tilfellur úr garðinum svo sem, gras, arfi, af- klippingar og ýmisleg önnur lífræn efni. Framleiðandi er Ragnar Jónsson á Kirkjubæj- arklaustri og kostar kúturinn 6400 krónur auk söluskatts. Með því að safna í kútinn gróðri myndast við rotnun ágæt gróðurmold. Eftir um það bil þijú ár á kúturinn að geyma góða gróður- mold. Kúturinn er 640 lítrar, 90 sentimetrar í þvermál og 1 metri á hæð og er úr trefjaplasti. Helmings aukning ferðamanna frá Hollandi að meta bein áhrif hennar. Vinsælustu ferðimar til íslands eru tjaldferðir sem eru skipulagðar af íslenskum ferðaskrifstofum en þamæst koma svonendar hótelferð- ir þar sem ferðast er kringum landið og gist á hótelum. Hringmiðar BSÍ seljast einnig mjög vel og það er fyrst og fremst yngri kynslóð ferða- manna sem kaupir slíka miða. Halldór kvað mikinn urg vera meðal ferðaskrifstofumanna í Hollandi vegna þess að flugvallaskattur hefði verið hækkaður. Allar ferðaskrif- stofumar hefðu verið búnar að fastsetja verðið fyrir sumarferðim- ar. Einnig væri búið að auglýsa verðið og því væri ekki hægt að breyta. Wageningen. Frá fréttaritara Morgnn- bladsins í Hollandi, Eggert Kjartanssyni. Allt bendir til þess að 50% aukning verði á ferðum ferða- manna frá Hollandi til íslands í sumar samkvæmt síðustu upplýs- ingum um farmiðasölu hjá ferða- skrifstofunum er selja ferðir hingað til lands. Halldór Bjamason, svæðisstjóri Amarflugs í Evrópu, segir ástæð- umar fyrir þessari miklu aukningu vera fyrst og fremst markaðssetn- ingu Amarflugs í samvinnu við ferðaskrifstofumar sem selja ferðir til íslands. Halldór benti ennfremur á heimsókn forseta íslands til Hol- lands sl. haust, sem hefði vissulega haft jákvæð áhrif, þótt erfítt væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.