Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, VJÐSHPn/MVINHUIÍF FIMMYÚDAGUR 8. MAÍ 1986 Fyrirtæki „Leggjum ofurkapp á að halda uppi fyrsta flokks þjónustu “ Tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð 10 ára og efnir til mikillar tölvusýningar í vikulok á Hótel Sögu Á þessu ári heldur töivudeild Kristjáns Ó. Skagfjörðs hf. (KÓS) upp á 10 ára afmæli sitt. Aðdragandi að starfsemi tölvudeildarinnar átti sér raunar stað á árinu 1975, en fyrsta tölvukerfið var selt 1976, og telst það ár vera stofnár deildarinnar. í byrjun voru aðeins 3 starfsmenn, Friðrik Marteinsson, Frosti Bergsson og Jóhann J. Jóhannsson. í dag telur deildin um 30 manns og skiptist í 3 hluta, sölu- og markaðssvið undir stjórn Gísla Más Gislasonar, hugbúnaðar- svið undir stjórn Vigt'úsar Ásgeirssonar og vélbúnaðarsvið undir stjórn Jóhanns J. Jóhannssonar. Æðsti yfirmaður tölvudeildar er Július S. Ólafsson, forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörðs hf. -r Morgunblaðið/Júlíus ARATUGUR — Tveir af forystumönnum tölvudeildar Krist- jáns Ó. Skagfjörð, Jóhann J. Jóhnnsson og Gísli Már Gíslason, eru önnum kafnir að undirbúa sýningu KÓS á Hótel Sögu á föstudag og laugardag í tilefni 10 ára afmælis deildarinnar. í fyrstu hugðist KÓS markaðs- færa smátölvur frá Compucorp og seldi reyndar nokkrar slíkar, en fljótlega varð Digital Equipment Corporation (DEC) fyrir valinu sem helsti erlendi samstarfsaðilinn. „DEC var ekki valið fyrir neina tilviljun, heldur byggðist þessi ákvörðun á þeirri stefnu fyrirtækis- ins að eiga eingöngu viðskipti við trausta og viðurkennda framleið- endur. Digital var og er næststærsti tölvuframleiðandi heims og lang- stærsti framleiðandi á svoköiluðum „minitölvum", en það eru meðal- stórar tölvur, gerðar fyrir marga notendur samtímis. Skilin milli þessara tölvugerða og svonefndra „mainframe" eða stórtölva hafa reyndar orðið óljós á seinni árum, þar sem DEC hefur sett á markað- inn geysistórar og öflugar tölvur, sem flokka má sem „mainframe", a.m.k. ef tekið er mið af notenda- fjölda tölvukerfanna. Nú fást DEC-tölvur í öllum stærðum, allt frá einmenningstölvum upp í tölvu- kerfí fyrir þúsundir notenda," segir Gísli MárGíslason. Ifyrstu tölvurnar frá DEC nefnd- ust PDP („Programmable Data Processor") og komu á markaðinn 1960. PDP-11 eru 16 bita tölvur, sem notið hafa mikilla vinsælda um alla veröld. Hér á landi eru 90-100 slík tölvukerfí í notkun, sum meðal stærri tölvukerfa landsins, eins og t.d. hjá Fiskveiðasjóði, Fálkanum hf., Fasteignamati ríkisins og KEA á Ákureyri. Árið 1978 kynnti DEC fyrstu tölvuna í nýrri fjölskyldu, VAX-11/780. VAX stendur fyrir „Virtual Address extension (to the PDP-11 Family)" Hér er um mjög öfluga 32 bita tölvu að ræða, sem sló strax í gegn eins og fyrirrennar- ar hennar. VAX varð strax sú tölva, sem allir keppinautar DEC miðuðu sig við, og er svo enn eins og best sést á auglýsingum þeirra í Banda- ríkjunum, þar sem engar hömlur er á því, hvemig auglýsendur bera vörur sínar saman við framleiðslu keppinautanna. Fyrsta VAX-tölvan á Islandi var sett upp hjá Háskóla íslands árið 1980. Fljótlega fylgdu fleiri í kjölfarið, og nú er svo komið, að yfír 30 VAX-kerfí eru í notkun hér á landi. Meira en 50.000 VAX-tölvur eru I notkun víðs vegar um heiminn. Nettengingar Digital hefur um langt skeið verið mjög framarlega í nettengingum tölvukerfa. Þar er um þrenns konar samtengingar að ræða. í fyrstá lagi tölvuklasa eða „VAXcluster", sem er safn tölva, er vinna náið saman og nota sameiginleg gögn. Tölvu- klasi hefúr einkum tvo kosti, aukin afköst _og nánast 100% rekstrarör- yggi. í öðru lagi næmet („local area network"), sem er hugsað til að tengja saman tölvur innanhúss eða á takmörkuðu svæði. Að sögn þeirra KÓS-manna gerði bandarískt fyrirtæki (Dataquest) nýlega úttekt á þessum markaði, og í Ijós kom, að DEC getur státað af langstærstu markaðshlutdeild. Hlutur þeirra er 17% meðan hlutur IBM, sem er næst í röðinni, er 8,7%. í þriðja lagi eru síðan fjamet. Með íjarnetum má tengja saman tölvur yfír miklar vegalengdir, jafn- vel um allan hnöttinn. Stærsta fjar- net í heimi er eigið tölvunet DEC, sem meira en 50.000 af starfs- mönnum fyrirtækisins nota dag- lega, en heildarfjöldi starfsmanna er um 90.000. Á íslandi er stærsta DEC-tölvunetið í notkun hjá Vega- gerð ríkisins, og tekur það til allra landshluta. Eins og áður sagði hafa VAX- tölvumar frá DEC verið fyrirmynd annarra tölvuframleiðenda um ára- bil og byggja á nútímalegri hönnun og framleiðsluaðferðum. Að sögn Gísla Más leggur Digital megin- áherslu á, að fjárfesting í VAX- búnaði sé vemduð fjárfesting. Þegar umsvifin aukast og þörf er á meiri afköstum, þarf ekki að selja kerfíð, sem fyrir er, heldur nægir að bæta við þeim búnaði frá DEC, sem best hentar hveiju sinni. „Þannig nýtist áfram öll þekking, reynsla og þjálfun starfsfólks. ÖIl forritaþróun nýtist áfram og engra breytinga á hugbúnaði er þörf,“ bætirGísli Márvið. Um árangur tölvudeildar KÓS á sviði einmenningstölva eða PC-tölva segir hann: „Digital var á undan IBM að markaðssetja ein- menningstölvur. Fram til 1983 voru nánast allar PC-töIvur á markaðn- um frá nýjum fyrirtækjum eins og Apple og Commodore. Hér á landi hóftim við sölu á Rainbow ein- menningstölvunni frá DEC í árslok 1983. Salan var framar öllum von- um út árið 1984, en þegar IBM-PC kom á markaðinn það ár, breyttust aðstæður. í krafti stærðar sinnar og kunnáttusamlegrar markaðs- setningar tókst IBM að gera sína tölvu að eins konar staðli. 1985 dró úr sölu á Rainbow, þó að allir málsmetandi menn væru samdóma um, að hún væri einhver vandaðasta einmcnningstölva á markaðnum. En við létum ekki deigan síga, heldur hófum sölu og þjónustu á Ericsson PC í bytjun árs 1985. Ericsson PC er algerlega IBM-PC samlík og hefur náð miklum vin- sældum. í dag höfum við því á boðstólum tvær tegundir af ein- menningstölvum, Rainbow og Ericsson PC. Salan er meiri í Eric- sson PC, en Rainbow hefur samt ýmsa kosti, einkum fyrir notendur, sem hafa stærri DEC-tölvukerfí fyrir. Reyndar seljum við þriðju PC-tegundina, nefnilega Profes- sional frá DEC, en sú tölva er miklu afkastameiri og skyldari PDP og VAX en hinar fyrmefndu. Við erum mjög ánægðir með frammistöðu okkar á þessum markaði og áætlum okkar hlut 15-20%“. Eins og fram kom í máli Gísla Más, er tölvudeild KÓS ekki bara með umboð fyrir Digital. Næst- stærsti erlendi viðskiptaaðilinn er Ericsson Information Systems (EIS). EIS er sænskt og framleiðir tölvuprentara, skjái, einmennings- og smátölvur og afgreiðslukerfi, sem tengja má tækjum flestra stærstu tölvuframleiðenda heims, t.d. IBM. EIS varð til 1982, þegar L.M. Ericsson keypti fyrirtækið Datasaab, sem var í eigu sænska ríkisins og Saab-verksmiðjanna. „EIS er þekkt fyrir að leggja ríka áherslu á manneskjulega hönnun og hafa framleiðsluvörur þeirra hlotið mikla viðurkenningu eins og útbreiðsla þeirra ber vitni um. Fyrir utan einmenningstölvumar frá EIS hefur tölvudeild KÓS á boðstólum skjái og tengibúnað fyrir stórar IBM-tölvur. Við teljum okkur hafa selt um helming allra útstöðva við stórar IBM-tölvur hérlendis," segir Gísli Már, „og þökkum við það einkum frábæru rekstraröryggi, fyrsta flokks hönnun og samkeppn- ishæfu verði." Hér á landi munu Ericsson-útstöðvar vera í notkun hjá um það bil 30 fyrirtækjum og stofnunum. Af öðrum erlendum fyrirtækjum, sem tölvudeild KÓS skiptir við, má nefna Tektronix og Summagraph- ics. Hið fyrmefnda hefur verið í fararbroddi í framleiðslu og sölu á sveiflusjám („oscilloscopes"), sem notaðar eru til mælinga við fram- leiðslu og viðgerðir á rafeindabún- aði. Ennfremur framleiðir Tektron- ix teikniskjái og grafískan hug- búnað. Náið samstarf er milli Digit- al og Tektronix, þannig að allir skjáir hinna síðamefndu tengjast auðveldlega DEC-tölvum, og hug- búnaður að mestu leyti þróaður fyrir PDP og VAX. Frá Summa- graphics býður tölvudeild KÓS hnitsetjara („digitizers") af ýmsum stærðum, en það fyrirtæki nýtur trausts og viðurkenningar sem ein- hver elsti og reyndasti framleiðandi á því sviði, að sögn Gísla. Umboðin engar dægnr- flugnr „Við skoðum hlutina mjög ræki- lega áður en við tökum upp nýtt umboð," segir Gísli Már, „og þegar slíkt ber á góma, fer fram lýðræðis- leg umræða innan deildarinnar. Okkar duglegu sölumenn fylgjast grannt með allri þróun og fá oft nýstárlegar hugmyndir. En þó það sé freistandi við fyrstu sýn að taka upp nýjar framleiðsluvörur, kom- umst við oftast að þeirri sameigin- legu niðurstöðu, að það sé ekki ráðlegt. En auðvitað er ekkert fyrir- fram útilokað og við höldum vöku okkar í hraðfara veröld.“_ Jóhann J. Jóhannsson bætir við: „Ástæðan fyrir tregðu okkar, ef svo má að orði komast, er auðvitað fyrst og fremst þjónustan. Við leggjum ofurkapp á að halda uppi fyrsta flokks þjónustu, bæði á sviði hug- og vélbúnaðar. Ekkert er auðveld- ara en að sanka að sér umboðum fyrir allar dægurflugur frá hinum margvíslegustu framleiðendum. Til þess að veita góða þjónustu þarf í fyrsta lagi framleiðandinn að vera í stakk búinn að veita okkur alla þá aðstoð, sem nauðsynleg er, og í öðru lagi þurfum við að fjárfesta í varahlutum, þjálfun og jafnvel nýju starfsfólki." Að sögn Jóhanns má §artengja útstöð við tölvubúnað frá DEC og framkvæma margs konar greiningu á búnaðinum án þess að fara á staðinn. Slík fjargreining sé afar- hentug, einkum fyrir viðskiptavini úti á landi. Ef upp koma flókin vandamál, má jafnvel láta viðhalds- miðstöðvar Digital í Evrópu, sem eru í Frakklandi og Englandi, fram- kvæma greininguna. Þetta tryggir, að fá má aðstoð færustu sérfræð- inga á skömmum tíma. En áður en til þess kemur, geta starfsmenn vélbúnaðarsviðs flett upp í gagna- banka hjá Digital, sem geymir upplýsingar um öll þekkt vandamál og ráð við þeim. Tölvudeild KÓS hefur frá upphafi haft gott samstarf við ýmis íslensk hugbúnaðarfyrirtæki. Lengst hefur samstarfíð verið við Þróun og Verk- og kerfisfræðistofuna hf., en fjöl- mörg önnur fyrirtæki hafa komið til sögunnar síðar, ekki síst á sviði einmenningstölvanna. „Það er löngu liðin tíð, að nóg sé að bjóða góðan vél- og kerfishugbúnað," segir Gísli Már. Á fyrstu árum tölvudeildarinnar voru flestir við- skiptavinir okkar ríkisstofnanir, sem höfðu tölvumenntað starfsfólk í sinni þjónustu, sem hannaði og skrifaði allan nauðsynlegan hug- búnað sjálft. Nú er öldin önnur, flestir tölvukaupendur í dag kunna ekki að forrita og hafa engan áhuga á slíku. Þeim er einungis umhugað að nota tölvuna til að leysa sín verkefni, sem geta verið af hinu margvíslegasta tagi. Við leitum því í æ ríkari mæli til hugbúnaðar- fyrirtækja, bæði erlendis og innan- lands, til að geta boðið viðskiptavin- um okkar heildarlausn. Við þróum ekki sjálfir staðlaða hugbúnaðar- pakka eins og t.d. bókhaldskerfí, en stundum tökum við að okkur sérsmíði á afmörkuðu sviði. Að öðru leyti er hlutverk kerfisfræðinga okkar að setja upp stýrikerfi tölv- anna og tilheyrandi kerfíshugbún- að, að aðstoða viðskiptavini okkar við lausn tilfallandi vandamála, að halda námskeið fyrir viðskiptavini okkar og að aðlaga erlendan hug- búnað að íslenskum aðstæðum, t.d. ritvinnsluforrit og töflureikna. Annað mikilvægt hlutverk hug- búnaðarsviðs er að veita sölufólki aðstoð, og sama má segja um starfsmenn vélbúnaðarsviðs. Oft eru þannig mál í gangi, að allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að finna hentugustu lausnina. Jafn- vel þegar okkur berst pöntun í viðbótarbúnað við núverandi kerfí viðskiptavinar, er hún ekki afgreidd fyrr en bæði hugbúnaðar- og vél- búnaðarsérfræðingar okkar hafa lagt blessun sína yfir hana. Þetta gerum við til þess að koma í veg fyrir mistök, sem svo hæglega geta komið upp, einkum þegar um stór og flókin tölvukerfí er að ræða.“ Fyrir nokkrum vikum var inn- réttuð kennslustofa hjá KÓS með fullkomnum útbúnaði til nám- skeiðahalds. Hver nemandi hefur eigin skjá til afnota og myndbanda- tæknin notuð, þegar það hentar. Boðið er upp á margvísleg nám- skeið, svo sem byijendanámskeið, námskeið fyrir RSX og VMS not- endur, tölvara og kerfisstjóra og námskeið í notkun ritvinnslu og töflureikna. Tölvudeildin væntir þess, að viðskiptavinir hennar not- færi sér þessa stórbættu aðstöðu til hins ítrasta, að sögn Gísla. Tölvudeild KÓS hefur vaxið óð- fluga, einkum síðustu 2-3 árin. Þessi auknu umsvif koma einna best í ljós, þegar litið er á flölgun starfsmanna og útþenslu húsnæðis- ins, en nú má segja, að hver krókur og kimi sé nýttur út í æsar. Þá segir söluaukningin sína sögu. Sem dæmi má nefna, að 1984 var velta tölvudeildar 32% af heildarveltu Kristjáns Ó. Skagfjörðs hf., en á síðasta ári fór hún upp f 42%. Í tilefni afmælisins verður haldin sýning 10. og 11. maí á Hótel Sögu. Þar verður m.a. kynnt ein af nýjustu VAX-tölvunum, VAX 8200 með margs konar hugbúnaði. Á sýning- unni verður einnig MicroVAX II með grafískum hugbúnaði og hnit- rænum gagnagrunni fyrir sveitarfé- lög og veitustofnanir. Fjöldi ein- menningstölva verður sýndur, bæði frá Ericsson og Digital, ásamt bún- aðifrá Tektronix. í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna á vegum DECUS á Islandi, en svo nefnist félagsskap- ur DEC-notenda hér á landi, sem er hluti af alþjóðlegum samtökum, DECUS („Digital Equipment Corp- oration Users Society"), sem stofn- uð voru 1961. Markmið DECUS er m.a. að stuðia að auknu upplýsinga- streymi milli notenda Digital-tölva um alla veröld. Heildarfjöldi er yfír 90.000, þar af um 25.000 í Evrópu. Á íslandi eru um 125 félagar og starfsemin mjög virk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.