Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSK3PTI/AIV1NNULÍF FIMMTUDAGUR8. MAÍ 1986 B 7 Iðnaður Rekstur Sérsteypunnar hefurgengið vel Á SÍÐASTLIÐNU ári stofnuðu Islenska járnblendifélagið hf. og Sementsverksmiðja ríkisins sam- eignarfélag sem hlaut nafnið Sérsteypan hf. Fyrirtækið er rannsókna- og vöruþróunarfyrir- tæki. Markmíð og verkefni fyrirtækis- ins eru: 1. Að leita leiða til aukinnar notk- unar sements og kísilryks í byggingariðnaði og mannvirkja- gerð. 2. Að þróa aðferðir til þess að framleiða efni og efniblöndur í ýmsar tegundir steinsteypu, sem hafa sérstaka eiginleika fram yfir venjulega steinsteypu. 3. Að þróa og framleiða markaðs- vörur úr sérsteypu eftir því sem þarfir markaðarins og eiginleik- ar sérsteypunnar gefa tilefni til. 4. Að ýta undir framleiðslu hjá öðrum aðilum á vörum úr sér- steypu. Á þeim stutta tíma sem Sérsteyp- an hefur starfað hafa mörg verkefni veirð tekin fyrir og nokkur eru komin á góðan rekspöl. Fyrsta verkefni Sérsteypunnar var þróun og umsjón með byggingu flotbryggju úr trefjasteypu í Akra- neshöfn. í frétt frá fyrirtækinu NV I I — Jámblendifélagið og Sementsverksmiðja ríkisins stofn- uðu á síðasta ári sameignarfélagið Sérsteypan. Ifyrirtækið hefúr meðal annars unnið að gerð og prófunum á léttum sérsteypueiningum í stór fiskeldisker og hefur eitt slíkt verið reist við Grundartangahöfða. henda umbúðunum 117 W W ang VS tölvur eru öflugar fjölnotendatölvur með marga ótvíræða kosti fram yfir tölvukerfi annarra framleiðenda. Tölvumar fást bæði stórar sem litlar og henta þær fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Wang VS tölvur em í senn afkasta- miklar og hraðvirkar, og hannaðar með það fyrir augum að gefa notendum sánnm hámarks aukningu á framleiðni með sem minnstum tilkostnaði. Eitt stýrikerfi — einfaldir stækkunarmöguleikar. Þegar þú kaupir Wang VS tölvu hefurðu langtíma íjárfestingu í höndunum. Með Wang VS er hægt að byija smátt og láta búnaðinn vaxa með starfseminni án þess að eiga á hættu að reka sig á vegg eins og stundum hefur viljað brenna við. Það er á þessu sviði sem Wang sker sig úr, enda em tengi- og stækkunar- möguleikar VS tölvukerfisins eitt helstastolt fyrirtækísins. Tölvumar nota allar sama stýrikerfið sem gerir það að verkum að ekki er þörf á umskrift eða breytingum á forritum þegar stœkka þarf tólvuna. Þetta getur sparað ómældan tíma og fjármuni fyrir fyrirtæki í vexti. Einnig sparar þetta kostnaðarsama endurmenntun starfsfólks. Wang er langtíma fjárfesting. Þar sem kostnaður við hugbúnað fer sífellt hækkandi er Wang VS því bæði mjög varanleg og hagkvæm fjárfesting. Þú tekur utan af Wang tölvunni þinni í eitt skipti fyi'ir öll. Kynntu þér sérfræðiráðgjöf okkar, þjónustu, námskeið og greiðsluskil- mála. Viðbjóðum WangVS m.a. með 3ja, 4ra eða 5 ára kaupleigusamn- ingi ásamt alhliða viðhaldsþjónustu. Wang tölvur og hugbúnaður eru langtíma fjárfesting. WANG Heimilistæki hf TOLVUDEILD SÆTÚNI8 SIMI27500 Öflugt ritvinnslukerfi — íslenskt lyklaborð. Wang VS tölvumar hafa alíslenskt lyklaborð sem hannað er nákvæm- lega eins og lyklaborð á ritvél og er það eins á öllum Wang tölvum. Wang ritvinnslukerfið er líka einstakt í sinni röð, enda hefur Wang allt frá upphafi verið leiðandi fyrirtæki í tölvuiðnaðinum á sviði ritvinnslu og skrifstofusjálfvirkni (Office Automation). Kynntu þér málið. > Allar nánari upplýsingar um Wang tölvur em veittar í tölvudeild Heimilistækja hf., Sætúni 8, Reykjavík. O O ú -n O r— œ >' segir að verkefnið hafi tekist svo vel, að Sérsteypan lét það í hendur framleiðanda, Borgarplasts í Borg- arnesi, sem hefur hafið framleiðslu á þessum flotbryggjum. Sérsteypan hefur unnið mikið starf á sviði steinsteypu í vega- og gatnagerð. Hefur fyrirtækið hann- að fyrir íslenskar aðstæður nýja tækni við steinsteypt slitlög, sem er að ryðja sér til rúms erlendis. Þessi nýja tækni hefur hlotið nafnið þjöppuð þurrsteypa. Tilraunir Sér- steypunnar með þessa nýju gerð slitlaga gefur góða von um árangur og eykur að mun samkeppnishæfni steyptra slitlaga gagnvart öðrum gerðum. Sérsteypan hefur unnið mikið að hönnun og prófunum á léttum trefjastyrktum sérsteypueiningum í stór fiskeldisker og hefur eitt slíkt þegar verið reist við Grundartanga- höfn. Þá hefur Sérsteypan hannað samlokueiningar úr trefjastyrktri steypu utan um steinullar- eða frauðplasteinangrun. Eru þessar einingar ætlaðar bæði fyrir út- og innveggi og þök. Aðalkostur þeirra eru hátt einangrunargildi og lítil þyngd. Framleiðsla og notkun viðgerðar- efna og tilbúinnar pússningar hefur aukist mjög í nágrannalöndunum. Sérsteypan hefur unnið að þróun þessara efna úr íslenskum grunn- efnum og er stefnt að markaðs- kynningu þessara efna innan tíðar. ASEA selur hlutíAker TALSMENN sænska raftækja og rafeindatækja framleiðandans ASEA AB hafa skýrt frá þvi að fyritækið hafi selt 15% hluta- bréfa í Aker Mekaniska Verksted fyrir 330 milljónir norskra króna (rúmlega 1.900 milljónir ísl. kr.). Kaupandinn er Christiania Bank og Kreditkasse í Noregi. Aker Mekaniska Verksted smíð- ar búnað fyrir olíuborpalla með meiru, og heldur ASEA eftir 4,9% hlutabréfa í félaginu, sem tryggir ASEA fulltrúa í stjóm þess. ASEA keypti hlut í Aker í apríl 1984 til að kynnast betur olíu- vinnslu á hafi úti. Hafa þau kaup verið félaginu hagstæð, því fyrir 19,9% hlut í Aker greiddi ASEA fyrir tveimur árum 100 milljónir norskra króna (um 590 milljónir ísl. kr.). í fyrra námu tekjur ASEA af smíði búnaðar fyrir borpalla, aðal- lega norska, 500 milijónum sænskra króna (um 2,9 milljörðum ísl. kr.), eða rúmlega 1% af heildar- tekjum fyrirtækisins, sem námu 40,12 milljörðum sænskra króna (um 233 milljörðum ísl. kr.). (Heimild: Wall Street Joumal) V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fttútgwtiftlafttft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.