Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, VH)SKnTI/AIVINWUlÍF"'FTOMTUDAGUR8. MAÍ1986 B 9 meðallíftími notendanámskeiða Stjómunarfélagsins er aðeins 2 ár. Þrautalendingin hefur því verið sú að kenna einhvers konar forritun s.s. Basic, Pascai eða jafnvel Logo. Hvaða gagn grunnskólanemar hafa af forritunamámi læt ég liggja milli hluta. Eðlilegra er að mínu mati að nýta tölvur sem hjálpartæki við kennslu annars námsefnis frekar en að kenna á tölvur, tölvunnar vegna. Framtíðin Þegar rætt er um framtíðar- horfur í tölvumálum er venjan að tína til tölur sem sýna hversu mikil og ör þróun hefur orðið í vélbúnaði undanfama áratugi og væri það að æra óstöðugan að endurtaka það hér. Hefur það gjaman verið notað sem röksemd fyrir því að halda að sér höndum eða fara sér hægt þegar rætt er um menntunarmál á tölvu- sviði. Hitt vill hins vegar gleymast, hversu margt er líkt í dag og var fyrir t.d. tíu ámm í fyrsta lagi má benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla afkastaaukningu vélbúnaðar, þá em vélamar að stofni til þær sömu. Flestar þær tölvutegundir sem nú em á markaði hafa þróast út frá fyrirrennumm sem alls ekki em ósvipaðir þeim sem í gangi vom fyrir tíu ámm. Má þar nefna, Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á nœstunni sem hér segir: AARHUS: Alla þrlðjudaga SVENDBORG: Alla miðvikudaga KAUPMANNAHÖFN: Alla fimmtudaga GAUTABORG: Alla föstudaga MOSS: Alla laugardaga LARVIK Alla laugardaga HULL: Alla mánudaga ANTWERPEN: Alla þriöjudaga ROTTERDAM: Alla þríðjudaga HAMBORG: Alla miðvikudaga HELSINKI: Hvassafell....... 8/05 GLOUCESTER: Jökulfell........28/05 Skaftafell.......13/05 NEWYORK: Jökulfell........29/05 PORTSMOUTH: Jökulfell........30/05 ........ SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sfmi 28200 Telex 2101 XJofóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Apple, System 36, PDP og miklu fleiri. Ef litið er til stýrikerfar na sem þessar tölvur nota, virðist varla að merkja neina byltingu þó svo að vissulega hafi þar orðið vemleg þróun. Forritunarmálin sem notuð em í dag vom flest komin fram fyrirtíu ámm. Mesta byltingin virðist hafa verið í svokölluðum notendaforritum. Þau em orðin mun auðveldari og öflugri en áður var og notendum þeirra er ætlað að kunna að nota þau án aðstoðar. Þannig hefur tölvuaflið í vissum skilningi verið sett beint f hendur þeirra sem tölvunum var ætlað að þjóna. Niðurstöður þessara þanka má draga saman í eftirfarandi: Almenn fræðsla um tölvur virðist vera á talsvert háu stigi hér á landi, a.m.k. ef marka á tölur um aðsókn að námskeiðum. Tölvukaup til gmnnskóla í því skyni að fræða nemendur um tölvur og tölvuvinnslu verðég hins vegar að setja stórt spurningarmerki við. Tölvur sem hjálpartæki við kennslu annars námsefnis er hins vegar hlutur sem skoða þarf gaumgæfílega. Varð- andi framhaldsskóla þá er engum blöðum um það að fletta að nemend- umir geta nýtt sér þessi verkfæri sem hjálpartæki við nám, s.s. vegna ritgerðasmíða, stærðfræðiverkefna, enskunáms o.s.frv. Til þess að svo megi verða þarf að sjálfsögðu að kenna nemendum notkun viðeig- andi forrita. Kennslu í smíði forrita og forrita- kerfa, sem í dag er svo til eingöngu á háskólastigi, mætti færa niður í menntaskóla, t.d. á tölvutæknibraut eða sem sémám í tækniskóla. í því sambandi má geta þess að haustið 1985 hóf Stjórnunarfélagið kennslu í því sem nefna mætti tölvutækni, þar sem nemendur eru þjálfaðir í forritun og kerfisfræðum á ákveðnum vélagerðum. Krafist er stúdentsprófs til slíks náms og hefur reynslan af því verið mjög góð. Til þess að slíkt nám nýtist úti í atvinnulífinu þarf að hverfa frá þeirri stefnu að kaupa eingöngu svonefndar einkatölvur inn í fram- haldsskólana. Með þessu móti myndi verða stefnt stigu við þeirri miklu ásókn í tölvunarfræði Háskólans og betur komið til móts við þarfir atvinnulífs- ins. Enginn má skilja orð mín svo að ég sé að leggja til að tölvunar- fræði í Háskóla íslands eigi að leggjast niður. Þvert á móti tel ég að þar sé mjög þarft nám á ferð- inni. Hitt er engu að síður staðreynd að þriggja ára nám til þess ein- göngu að vinna við forritun og eða kerfissetningu er óþarflega langt og e.t.v. betur komið fyrir á fyrri stigum menntakerfís. Nám í einstökum forritakerfum verður varla fýsilegur kostur meðan enn sér ekki fyrir endann á hinni * miklu þróun sem þar á sér stað. Slík kennsla er betur komin í hönd- um einkaaðila sem geta aðlagað sig mun betur að síbreytilegum aðstæð- um í atvinnulífmu en menntastofn- anir. Höfundur starfadi hjá Stjórnunar- félagi íslands um þriggja ára skeið sem forstöðumaður tölvu- fræðslu og síðar fræðslustjóri þess. Stýrði þar uppbyggingu tölvufræðslu SFÍog sá um stofnun tölvuskóla SFÍ. Starfarnú sem ráðgjafi þjá tölvu- og ráðgjafar- fyrirtækinu Hagsýn. Leitar þú hagkvæmrar pökkunarlausraar? Krumpuvélar. Allt að 50% sparnaður við pökkun. ■ Aukið geymsluþol og verðmæti matvöru. Pokalokunarvélar. Fró 7.000 kr. Fyrir stórar sem smóar rekstrareiningar. Plastprent selur fleira en plast. Við bjóðum einnig úrval stórra og smórra pökkunarvéla sem spara vinnu og auka verðmæti vörunnar. Notagiidi vélanna er næsta ótakmarkað. Yfir 50 fyrirtæki keyptu pökkunar- vélar af okkur ó síðasta óri, t.d.: Sól hf, Mjólkur- samsalan hf, Vífilfell hf, Nói—Síríus hf, K. Jónsson & Co hf, Kaupfélagið Fram, Sfldarvinnslan Nesk , Vest- firska harðfisksalan, Rækjuvinnslan Skagastr., Gunnarsbakarí Reyðarf., Valberg Ólafsf., Staðarskóli Hrútaf., Hraðhreinsun Árbæjar, Broadway, Júmbósamlokur. . . Þú handleikur umbúðirnar okkar daglega. í 26 ór höfum við jafnframt framleitt alls konar plastumbúðir úr eigin filmu, með og ón óprentunar. Við svörum síaukinni eftir- spurn eftir hagkvæmum umbúðum sem nýtast allt fró framleiðanda til neytanda. Það er því engin tilviljun að flestallir íslendingar meðhöndla daglega vörur sem pakkað er í umbúðir fró okkur. Plastpökkun er framtíðarlausn. Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og aug- lýsingargildi. Forysta Plastprents byggist ó tækni- framförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leys- um við pökkunarvanda íslenskra fyrirtækja. f Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Brettavafningsvélar. Brettapökkun I plast — hagkvæm og hllfir vöru t flutn- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.