Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 Munaðarlaus stúlka í E1 Salvador: Skírð í höfuðið áHófí ÞRIGGJA mánaða gömul, munaðarlaus stúlka í E1 Salvad- or var nýlega skýrð i höfuðið á Hólmfríði Karlsdóttur, feg- urðardrottningu heims, er hún var þar á ferð. Litla stúlkan er á munaðarleysingjahæli, sem nunnur reka skammt frá höfuð- borginni, og var hún skýrð Maria Hófí. Hólmfríður hefur haft í mörgu að snúast síðan um áramót og gert víðreist. Eftir dvöl í New York fór hún til Jamaica í byijun mars, þar sem hún tók þátt í tísku- sýningum og heimsótti bama- heimili, en það er fastur liður í starfi Hólmfríðar hvar sem hún kemur fram í nafni „Miss World- keppninnar". Þá heimsótti Hólm- fríður Caymaneyjar í Karabíska- hafinu og fór síðan til E1 Salvador, en í tilefni af heimsókn hennar á bamaheimilið, þar sem 584 mun- aðarlaus böm dvelja, var litl; stúlkan skýrð í höfuðið á henni. Hólmfríður fór síðan til Guate- mala, áður en hún kom í stutta heimsókn til íslands fyrir skömmu. Hólmfríður sagði í samtali við Morgunblaðið að hún kynni vel við starfíð, þótt erilsamt væri. „Þetta er erfíðara en ég bjóst við, en samt stórkostlega gaman, sér- staklega að fá tækifæri til að heimsækja böm í ólíkum löndum“ Hólmfríður Karlsdóttir með litlu stúlkuna, Mariu Hófí. , sagði hún. „Og það var auðvitað sérstaklega ánægjulegt að heim- sækja bamaheimilið á E1 Salvador og fá að halda á litlu nöfnu minni, en ég var útnefnd sérstakur vemdari hennar og kem til með að fylgjast með henni í framtíð- inni“. Hólmfríður kvaðst myndu koma aftur heim um miðjan maí í tengslum við fegurðarsamkeppni Islands, en annars væri hún með fullskipaða dagskrá fram í nóvem- ber næstkomandi, þegar arftaki hennar tekur við titlinum. í þeirri dagskrá er meðal annars gert ráð fyrir ferð til Kína. Aðspurð kvaðst Hólmfríður hafa fengið tilboð um tískusýningarstörf í framtíðinni og eins hefði verið rætt um hugs- anlega þáttöku hennar í kvik- myndum. „Ég hef ekkert ákveðið í þessum efnum og varðandi kvik- myndir gæti ég vel hugsað mér að prófa það, ef mér býðst eitt- hvað sem ég tel áhugavert“. Könnun Hagvangs fyrir Fijálsa verslun: 60% telja að verð- bólgan verði undir 20% 60% ÍSLENDINGA, 18 ára og eldri, telja, að verðbólga hér á landi verði undir 20% á næstu tólf mánuðum. 36% telja að hún verði undir 15% og um 12% að hún verði á bilinu 5-10%. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar, sem Hagvangur framkvæmdi í miðjum mars s.l. fyrir tímaritið Ftjálsa verslun. í þessum tölum er miðað við þá ur. Loks reyndust yngri þátttakend- sem afstöðu tóku, en um 22% að- spurðra treystu sér ekki til að spá. Urtakið í könnuninni var 1.000 manns um land allt og fjöldi svar- enda 785 manns. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 18. mars, skömmu eftir heildarkjara- samningana. Spurt var: „Hversu mörg prósent telur þú að verð- bólgan verði næstu tólf mánuði?" Itrekað var, að verið væri að spyija um álit viðkomandi. í könnuninni kom fram greinileg- ur munur á afstöðu kynjanna. Konur voru mun svartsýnni en karlar á að það tækist að ná verð- bólgunni niður. Um 73% kvenna töldu að verðbólga yrði undir 30%, en 90% karla. Ennfremur kom í ljós meiri bjartsýni meðal íbúa í dreifbýli en þéttbýli. Þá virðist sem trú manna á verulegan árangur í að ná verðbólgu niður sé meiri meðal þeirra sem lægstar og hæstar tekjur hafa, en hinna sem hafa meðaltekj- © INNLENT Fjármálaráðherra um ræðu seðlabankastjóra: „Skattahækkanir gátu ekki komið í kjöl- far skattalækkanau „ÞETTA ERU engin ný tíðindi. Mestu af því sem þarna keraur fram hafði ég sagt frá þegar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar i efnahagsmál- um voru gerðar í kjölfar kjarasamninganna," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvað hann vildi segja um þau orð dr. Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra á ársfundi Seðlabankans, að lækka verði opinber útgjöld og afla meiri tekna. Þorsteinn sagði að það hefði legið ljóst fyrir eftir að ákvarðanir vegna kjarasamninganna voru teknar að verulegur halli yrði á rekstri ríkis- sjóðs á þessu ári, öfugt við það sem áður hafði verið að stefnt. „Ég er þeirrar skoðunar og hef sagt það áður, að ég tel ekki kost á því að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum á næsta ári. Við verðum því að ein- hveiju marki að brúa bilið með lán- tökurn," sagði fjármálaráðherra, „en eins og fram kom í ræðu seðla- bankastjóra hefur verið leitast við að taka þessi lán á innlendum markaði, en ekki erlendis, til þess að koma í veg fyrir að hallinn hafí verðbólguáhrif." Fjármálaráðherra sagði að auð- vitað fínndu menn fyrir þessum lán- tökum og að þeir í ráðuneytinu hefðu þegar heyrt kvartanir vegna Þjóðarátak gegn krabbameini: 27 millj. söfnuðust UPPGJÖRI vegna landssöfnunar Krabbameinsfélags íslands „Þjóð- arátak gegn krabbameini" er nú að mestu lokið. Heildarupphæð söfnunarfjár er um 27 milljónir króna, eða meira en 100 krónur á hvern íbúa þessa lands. í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir enn- fremur: „Safnanir af sama toga fóru fram á hinum Norðurlöndunum sömu daga og hér. Islendingar voru með langhæsta framlag á hvem íbúa. Svíar koma næstir á eftir íslending- um með um 65 krónur á hvem íbúa. Hinar þjóðimar eru með enn minna, Finnar með innan við 50 krónur á íbúa. Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum. Nærri lætur, að um 1700 manns hafí tekið þátt í söfnunarstarfinu. JC-hreyfíngin og kvenfélög um allt land lögðu fram mikla og ómetanlega vinnu. Við sögu komu fleiri félög s.s. aðild- arfélög Krabbameinsfélagins, og hundruð einstaklinga, sem gáfu sig fram til sjálfboðaliðsstarfa. Krabbameinsfélag íslands vill nota þetta tækifæri til að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, er lögðu fram krafta sína. Söfnunarféð verður félaginu mikil lyftistöng í því mikla starfi, sem framundan er og til að hrinda í framkvæmd margvíslegum verk- efnum, sem ekki hefur verið unnt að takast á við sökum fjárskorts. þess að ríkissjóður þyrfti að taka verulega stórar fjárhæðir út úr bankakerfínu, sem rýrði ráðstöfun- arfé bankanna. Hann sagði að menn yrðu að horfa á þessi mál í heild sinni og það hefði ekki verið góður kostur að hækka skattana í beinu framhaldi af því að kjarasamningar voru leystir með skattalækkunum. Slíkt hefði einfaldlega ekki gengið upp. „Það verður á næstu árum að vinna markvisst að útgjaldaaða- haldi í þessum stóru útgjaldaþáttum ríkiskerfísins. Til þess að mæta þessum vanda þarf einnig að huga að sölu á ríkisfyrirtækjum og ríkis- eignum," sagði Þorsteinn. Fjár- málaráðherra var spurður hvort slíkt væri ekki í raun vonlaust verk. „Ég held að þetta sé ekki vonlaust verk, ef markvisst er að því unnið. Auðvitað gerist slíkt ekki nema um það sé víðtækt samkomulag í við- komandi ráðuneytum og þeim stofnunum sem heyra undir hvert ráðuneyti," sagði fjármálaráðherra. -Var þá ekki markvisst unnið að þessu á síðastliðnu ári? „Það er ekki hægt að segja að neinar alvar- legar tilraunir til kostnaðaraðhalds í opinbera kerfínu hafí verið gerðar fram að þessu. Ég tel mjög mikil- vægt að ná aftur jöfnuði í rekstri ríkissjóðs á næstu þremur árum eða svo.“ -Verður stefnt að aukinni skatt- heimtu við fjárlagagerð nú í sumar? „Við erum núna að byija að vinna að ijárlagagerð, og á þessu stigi get ég ekkert um það sagt hvaða tillögur verða gerðar, hvorki um útgjaldahliðina, né tekjuhliðina," sagði fjármálaráðherra. ur spá hærri verðbólgu, en þeir sem eldri eru. Um 32% fólks á aldrinum 18-30 ára spáðu verðbólgu undir 15%, en um 48% þeirra sem eru 50 ára og eldri spáðu verðbólgu undir þeim mörkum. í greinargerð með niðurstöðum könnunarinnar í Fijálsri verslun segir, að erlendis tíðkist víða at- huganir á verðbólguvæntingum almennings. Hafí slíkar spár stund- um reynst nákvæmari, en spár sér- fræðinga. Bent er á, að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið gengið út frá því að verðbólgan á þessu ári yrði undir 10%. Miðað við þessa könnun sé ljóst, að allur almenningur hafí fyrst á eftir samningana ekki verið trúaður á að þetta markmið næðist. Þó beri að hafa í huga, að árangur af efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar hafí ekki verið kominn fram, þannig að viðhorf kunni að hafa breyst síð- Morgunblaðið/Emilía Utför lögregluþjóns nr. 1 ÚTFÖR Magnúsar V. Sörensen lögregluþjóns var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík sl. miðvikudag. Magnús var lögregluþjónn númer 1 i Reykjavíkurliðinu undanfarin ár og hafði verið lengur á vöktum í liðinu en nokkur annar lögregluþjónn, eða í hartnær hálfa öld. Hann hóf störf í Reykjavíkurlögreglunni 1. ágúst 1939 og var á vöktum fram á vor í ár. Hann hefði orðið sjötug- ur í ágúst næstkomandi. Magnús starfaði mikið að félagsmálum lögreglumanna á starfsævi sinni hjá Lögreglunni í Reykjavík. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð við Dómkirkjuna þegar starfsfélagar hans aðrir báru kistuna úr kirkju. Siglufjörður: Eldur í Sveinborgu — einn skipverja fékk reykeitrun, en er á batavegi Siglufirði. AÐFARANÓTT fimmtudagsins 8. mái sl. varð eldur laus um borð í bv. Sveinborgu, sem hefur verið í viðgerð og lá við bryggju hér á Siglufirði. Þórður Árelíusson skipveiji á Sveinborgu vaknaði um nóttina við ókennilega lykt í klefa sínum. Hann vakti aðra skipveija og sendi einn þeirra, Árna Guðmundsson, eftir reykköfunarbúnaði en fór sjálfur upp í brú og kallaði út slökkvilið bæjarins. Leitað var í klefum skipsins og fann Árni með fulltingi reykköfun- artækjanna meðvitundarlausan skipveija í einum þeirra. Sá hafði sofnað út frá logandi sígarettu og eldur komist í rúmföt og dýnu, en maðurinn vaknað og náð að velta sér út úr kojunni og fram að dyrum klefans áður en hann missti meðvit- und. Ámi kom manninum út á þilfar en þá var slökkviliðið komið, fimm mínútum eftir að það var kallað út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og skemmdir urðu litlar. Skipveijinn, sem sofnað hafði út frá sígarettunni, liggur nú í Sjúkra- húsi Siglufjarðar, og er á batavegi. Matthías Tveir í slysa- deild og bíll- inn ónýtur TVEIR menn voru fluttir í slysa- deild eftir að bifreið þeirra lenti á ljósastaur og valt við Jaðarsel í Breiðholti um miðnætti á fímmtu- dagskvöld. Báðir slösuðust þeir talsvert og bifreiðin er talin gjör- ónýt. Grunur leikur á að mennimir hafí verið undir áhrifum áfengis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.