Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR II. MAI1986 35 — „Menn koma út í lífið og fara aftur inn í dauðann." Það er hin eðlilega rás atburðanna. Svo ein- falt er það. Hve fólk á samt erfitt með að meðtaka þennan óum- breytanlega kjarna lífsins hefur blasað við af nýlegu fjölmiðlatil- efni. Harkaleg og allt að því móð- ursjúk viðbrögð við því að fá inn á sig ódulbúna nálægð dauðans í formi frásagnar þess sem af komst í flugslysi bendir til þess að fólk vilji allt til vinna að þurfa ekki að horfast í augu við þennan þátt lífshlaupsins. Ekki nema í dularklæðum og í fjarlægð. Við fyllumst skelfingu við að þurfa að vita hvemig fólk deyr. Með nútímalifnaðarháttum erum við búin að koma okkur upp vamar vegg til að halda öllu slíku í hæfilegri fjarlægð. Ef einhver brýtur gat á hann og neyðir okkur til að horfast í augu við mannslát — öðru vísi en í öruggri fjarlægð — þá verða viðbrögðin til að hrinda því af sér gjaman svona harkaleg, eins og í ljós kom þegar flugfarþegi dró umbúðalaust og ærlega upp mynd af því sem gerðist þegar fólk og þar með hans nánustu fómst. Ætli þessi viðbrögð við dauðan- um — hrollur og flótti — séu bara ekki orðin nútímafólki töm? Trú- lega! Allt sem menn þekkja ekki vekur ótta. Aður fyrr dó fólk gjarnan heima hjá sér, innan um sína. Hafði af þeim stuðning á þessari miklu reynslustund. Og líkið stóð svo uppi á heimilinu. Þeir sem eftir lifðu fengu tíma og tækifæri til að sætta sig við brottför ástvinarins og fylgja honum jafnvel með húskveðju af heimilinu. Nú á tímum ber dauð- ann að höndum snöggt og án aðdraganda eða þá að sá sem veikist fer í sjúkrahús og hverfur á braut — oftast meðvitundarlaus og undir áhrifum lyfja — og sést ekki meir. Ef snöggt andlát ber að utan heimilisins fer líkið beint í líkhúsið, eins og þegar það gerist á sjúkrahúsi. Gerist það heima er það fjarlægt hið snarasta. Skylda er að hringja á lögreglu sem kemur með svartan plastpoka og fjarlægir það eins og annað sem losna þarf við af heimilinu. Hvað ætli séu margir í okkar samfélagi sem hafa lifað dauðastundina með einhveijum og tekið með honum þátt í því sem er að gerast heima hjá sér og fjölskyldan fengið tíma til að vaka yfír honum látnum þar til gröfin tók við? Kveðjustundin verið í eðlilegu umhverfí? Ekki allur þessi asi að losna sem fyrst frá svo óþægilegri staðreynd sem dauðinn er með því að íjarlægja í ofboði líkið. Áður fyrr vöndust jafnvel bömin við að þetta væri eðlilegur liður í lífínu. Sáu heima gamalmenni sem áttu allt eins von á brottförinni og dóu á heimilinu. Ætli bömunum hafi ekki síðar fundist heldur minna skelfílegt að deyja við að vita hvernig fólk hverfur úr þessum heimi. Þannig er kannski komið máltækið al- kunna sem segir: „Það erekki sárt að deyja.“ Er ekki hugsanlegt að minningargreinaflóðið á prenti frá þeim nánustu sé einhver upp- bót í fjarlægð fyrir að hafa ekki fengið að kveðja með eðlilegum hætti. Kannski svolítil ómeðvituð yfirbót, úr hæfilegri fjarlægð? Hvemig sem því er nú háttað, þá framkallaði umbúðalaus vitn- eskjan um banastund flugfar- þeganna, í frásögn annars þess sem eftir lifði í blaðaviðtali, furðu- lega harkaleg viðbrögð. Nokkurs konar „í guðs bænum látið okkur ekki sjá þetta í svona mikilli ná- lægð“-skelfíngu. Og skotið sér bak við þá nánustu. Eins og þeir nánustu vilji ekki vita og spyiji ekki við fyrsta tækifæri hvemig þetta bar að höndum. Veigrar fólk sér bara ekki einfaldlega við því að vita af dauðanum eins og hann getur verið, nema tilneytt? Og skelfíngin ef þeir neyðast til þess þá svona ofboðsleg. Eflaust reyna menn í lengstu lög að segja eins og William Saroyan sagði í sím- skeyti til fréttatofunnar AP rétt áður en hann gaf upp andann: „ Allir verða að deyja. En einhvern veginn hélt ég alltaf að undan- tekning yrði gerð í mínu tilfelli." Hann hafnaði þó ekki dauðanum öðm vísi en í formi minningar- greinar. Ekki að furða þótt fólk fyllist skelfíngu og uppreisn gegn þeim sem færir dauðann nær þeim, ef þeir ekki og enginn sem þeir þekkja hafa komist í eðlilega snertingu við hann. Vísast aldrei séð lík. Kemur hann þá ekki bara sem ennþá meira áfall þegar ekki verður lengur undan komist. En ætli það sé nokkur lausn að ýta mannslátum alfarið yfir á starfs- fólk sjúkrahúsanna og forða sér? Raunar er býsna fróðlegt að fá nasasjón af því hvemig þar hefur alfarið verið tekið við þessu hlut- verki — eftir viðbrögðunum vegna viðtalsins við manninn sem komst af úr flugslysinu á Snæfellsnesi að dæma. Virðast hafa tekið al- gerlega við því hlutverki að bera alhliða ábyrgð á þeim sem í þeirra hendur eru komnir, til að deyja eða til að fá bót meina og lifa. Nær jafnvel út yfír dauðastund- ina. Ekki þó allir. Greinilega til þeir læknar sem telja að sjúkling- urinn beri einhveija ábyrgð á sjálfum sér, hafí enn meðan hann lifir þau mannréttindi að mega tala um það sem hann vill við þann sem hann vill, svo fremi það skaði ekki heilsu hans. I þessu tilfelli vildi Pálmar tala við blaða- mann og segja gegn um hann öðrum frá því sem fyrir hann hafði komið, hversu sár sem dauðsföll hans nánustu vom hon- um, ef það mætti vekja umræðu og eitthvað í reynslu hans verða til vamaðar. Og hann vildi segja frá því þá strax, létta því af sér. Læknirinn á staðnum tvíkannaði vilja hans og taldi það ekki skaða heilsu sjúklingsins. Og tók ekki af kjarkmanninum ráðin. Um heilsufarið hafði hann vitanlega í krafti læknismenntunar sinnar úrskurðarvald. En um annað? Viðbrögð sumra annarra vekja slíkar spurningar. Er það raun- verulega orðin almenn skoðun yfírstjórnar á sjúkrahúsum, að sá sem fer þangað inn gefi sig alger- lega, líkamlega og andlega, þeim á vald? Eigi ekki lengur rétt á að tala við hvern sem hann vill, þar á staðnum ef hann kemst ekki annað, og flytja af sjúkrabeði hvaða boð sem er út fyrir spítal- ann? Þetta tilvik og annað nýlegt, um alger yfirráð yfir líki, gefur tilefni til hugleiðinga um hvort valdið innan sjúkrahúsa yfír , , - manneskjunni sé orðið svona mikið. í síðartalda tilvikinu fékk aðstandandi ekki komið í veg fyrir kmfningu — og dómsúrskurður um það — þótt engin sérstök ástæða krefðist þess vegna bana- meinsins. Hinir látnu geta ekki varið sín réttindi, enda enginn þrýstihópur látinna til. En eiga nú ekki umboðsmenn þeirra og hinir ólátnu nokkurn ákvörðunar- rétt, jafnvel þótt inn á sjúkrahús sé komið? Tilefnið vekur gámr. Hamlet sagði þegar hann _ kvaddi þennan heim: „A eftir ' kemur þögnin.“ En er ekki óþarfí að bytja þögnina í forherberginu, áður en maðurinn fer yfímm? Horatio vinur Hamlets er þó látinn fá tækifæri til að kveðja hann: „Nú brestur göfugt hjarta. Góða nótt, ljúfí prins og megi englaskari syngja þig í svefn.“ (Myndin af Asta Nilsen í lokasenu Hamlets í kvikmynd 1928.) Það minnir á orð hins spaka spámanns Kahlils Gibran um dauðann (í þýðingu Gunnars Dal): „Ottinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smal- inn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Stærðir: 36-42 Verð650.~ Gerð 3350 Litir: blátt, hvítt, rautt. Stærðir: 36-42 21212 PRÝSTIPÉTTING Sprunguviðgerðir f«. Sprungin steinsteypa hefur lltinn styrk. Venjuleg yfirborðsviðgerð á sprungu gefur enga styrkingu. SCB aðferðin fyllir allar sprungur allt að 0,02 mm og bindur steypuna þann- ig að hún fær upprunalegan styrk. SPRUNGUVIÐGERÐ með S C B aðferð hefur verið notuð til þéttingar og styrkingar á mann- virkjum hér á íslandi undanfarin 10 ár. SPRUNGUVIÐGERÐ MEÐ S C B AÐFERÐ HEFUR EFTIRFARANDI KOSTI: Fyllir allar sprungur ( allt að 0,02 mm lokar og sýður saman sprungurnar þannig að stein- steypan fær upprunalegan styrk. Þarf ekki aö saga, bora eða brjóta upp sprung- ur til þess að þétta. Hús yðar lltur ekki út eins og pússluspil eftir að við höfum þétt það. Örugg þétting, er fljótunnin af sérþjálfuöum'**' mönnum, verður þvi ódýrasta lausnin. Sýður saman sprungu hvort sem hún er rök eða þurr, (isfri) sýður saman sprungu þótt vatnsþrýstingur sé i gegnum sprunguna t. d. i neöanjarðargöngum, kjöllurum o. s. frv. Þegar við þéttum sprungur með S C B Process þá berum við yfirborðslokunarefni yfir sprung- una, dælum slöan léttfljótandi tveggja þátta efni inn I sprunguna, sem fyllirsprunguna I allt að 0,02 mm, slðan tökum við yfirborðslokunar- efnið af. Þetta er einföld lýsing á þvl sem við gerum. QIVf nPf BYGGINGARÞJÓNUSTA Ijll XÍiJLll STARRAHÓLUM 8 SÍMI 72502 111 REYKJAVÍK En athugið að við sögum ekki, borum ekki, brjótum ekki hús yóar. Við breytum ekki útliti á húsi yöar. Við þéttum þaö með fullkomnustu tækni sem þekkist I dag. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. STRUCTURAL CONCRETE BONDING PROCESS Með einkaleyfi ADHESIVE ENGINEERING San Carlos, Kalif. USA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.