Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 'f ) v 0 Vorfagnaður Utsýnar: F egnrðarsamkeppni og ferðaskólaslit Ungfrú Útsýn 1986 o g Herra Útsýn 1984 opinberuðu ÁSDÍS Sigurðardóttir, tvítug námsmey við Fjölbrautaskól- ann í Ármúla, var kjörin Ung- frú Útsýn á vorfagnaði Útsýnar í Broadway sl. miðvikudags- kvöld. Herra Útsýn var kjörinn Einar Árnason, 16 ára nemi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Við kjörið var tilkynnt, að Ásdís og Ivar Hauksson, Herra Útsýn 1984, hefðu opin- berað trúlofun sina þá um kvöldið. Alls voru þátttakendur í sam- keppninni ellefu, átta stúlkur og þrír piltar, sem vaiin höfðu verið Morgunblaðið/Bjarni Ingólfur Guðbrandsson afhendir Hafdísi Stefánsdóttur skírteini fyrir fararstjóradeild Ferðamálaskóla Útsýnar. „Þið villist ekki á ferðalögum þegar þið njótið leiðsagnar þessa fólks,“ sagði Ingólfur. Lengst til vinstri er Herra Útsýn 1986, Einar Ámason, þá Ingólfur Guðbrandsson, Ungfrú Útsýn 1986, Ásdís Sigurðardóttir, og unnusti hennar, Herra Útsýn 1984, ívar Hauksson. úr hópi 40 ungmenna. Allar stúlkumar hlutu titla, sem kenndir voru við ýmsa áfanga- staði Útsýnar um allan heim, svo sem Costa del Sol, Algarve og Lignano, og hlaut Ásdís Sigurðar- dóttir t.d. titilinn Ungfrú Brasitía auk titilsins Ungfrú Útsýn. Ivar Hauksson og Dagný Davíðsdóttir, Herra og Ungfrú Útsýn 1984, krýndu nýju titilhafana. Kynnir keppninnar var Heiðar Jónsson snyrtir og var hann einnig í dóm- nefnd ásamt þeim Guðbjörgu Haraldsdóttur og Kolbrúnu Aðal- steinsdóttur. Á vorfagnaðinum voru útskrif- aðir fyrstu nemendumir úr Ferða- málaskóla Útsýnar, „fyrstu ferða- tæknar á íslandi úr yngsta skóla á íslandi", eins og Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Útsýnar, orð- aði það, alls rúmlega 60 manns, í þremur deildum: farseðladeild, fararstjóradeild og sérstakri deild fyrir FRÍ-klúbbsleiðbeinendur. Spilað var bingó, þijár um- ferðir, dregið í sérstöku happ- drætti fyrir gesti og kynnt úrslit í spumingaleik Útsýnar í sjón- varpsauglýsingum. Allir vinning- ar, fimm að tölu, vom sólarlanda- ferðir með Útsýn. Ómar Ragnarsson sá um að skemmta gestum með gaman- málum, Guðbjöm Guðbjömsson tenór söng og dans-, hárgreiðslu- og tískusýningar voru á dagskrá. Kynnir kvöldsins var Hermann Gunnarsson en Ingólfur Guð- brandsson forstjóri stjórnaði dag- skránni. > Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. F#?f Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLEIÐIR Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Hafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Nota má „Flug og skip“ tilþess að komast til og frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og Skotlandi. ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna. Flug og.. hvoð ? Flug og skip. Flug út, skip heim, skii eða eins og þú vilt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.