Morgunblaðið - 11.05.1986, Page 42

Morgunblaðið - 11.05.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAl 1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Viðey í Kollaf irði: Gjöf til Reykjavíkur Ekki reyndust allir þingmenn glaðir gjafarar Viðey, gjöf rikisins til Reykjavíkurborgar í tilefni 200 ára kaup- staðarafmælis hennar, var deilumál á síðustu starfsdögum Alþingis í vor. Eyjan blasir við augum Reykvíkinga. Þar dvaldist Skúli Magnússon, landfógeti, lengst af, en hann hóf þau umsvif í landnámi Ingólfs um miðbik 18. aldar, sem urðu vísir að myndun kauptúns i Reykjavík, þar sem höfuðborg landsins stendur nú. Á eynni eru merkar minjar, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, sem eru á fomleifa- skrá samkvæmt þjóðminjalögum, en hefur ekki verið sýndur sérlegur (viðhalds)sómi í ríkiseign. Viðey í Kollafirði Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, rakti sögu Viðeyjar, er hann mælti fyrir stjómarfrum- varpi, þess efnis, að afhenda Viðey Reykjavíkurborg, með tilteknum skilyrðum og viðhaldskvöðum, í til- efni 200 ára kaupstaðarafmælis höfuðborgarinnar. í máli hans kom m.a. fram, efnislega eftir haft: * Klaustur var stofnað í Viðey árið 1126. Klausturhald var í eynni allt fram til siðaskipta. Viðeyjarklaust- ur var ríkasta klaustur landsins, átti 116 jarðir, auk ítaka, reka og hlunn- inda á fjölmörgum stöðum. * Eyjan var eign kaþólsku kirkjunar fram að siðaskiptum. Þá gengu eignir Viðeyjarklausturs undir Danakonung. * Síðan er hljótt um Viðey um sinn. Hún var nokkurs konar hjáleiga frá Bessastöðum. Þar var þó rekinn fátækrarspítali um sinn, er síðar var fluttur í Gufunes. * Nýtt frægðartímabil eyjarinnar hefst með Skúla Magnússyni, land- fógeta, sem tók þar við búi 1751. Hann lét reisa Viðeyjarstofu, sem sögð var dýrasta hús á Islandi á sinni tíð, og Viðeyjarkirkju, sem fullgerð var 1774. Skúli er grafinn undir altari kirkjunnar. * Ólafur Stepensen, stiftamtmaður, tekur við búí í Viðey að Skúla látn- um. Síðan Magnús Stephensen, Viðey konferensráð og dómstjóri. Hann setur þar niður einu prentsmiðju landsins, sem starfaði þar árin 1819-1844. Magnús kaupir eyna 1817 og galt fyrir 14 þúsund ríkis- dali. Þá komst Viðey í einkaeign. Afkomendur hans eiga hana um langan tíma, en 1903 kaupir faðir Eggerts Briem Viðey. Hann selur hana svonefndu Milljónafélagi 1907. Eggert eignast Viðey síðan á ný en selur hana Engilbert Haf- berg 1936. Stefán Stephensen kaupir síða Viðey 1939 en afhendir ríkinu Viðeyjarkirkju 1961 með þeim skilyrðum, að hún verði sett á fomleifaskrá. Hann selur ríkinu síðar hluta af eynni með Viðeyjar- stofu. * Reykjavíkurborg átti, þegar Al- þingi tók að ræða gjafamál í tilefni kaupstaðarafmælis, bróðurpart Viðeyjar. Afmælisgjöf ríkisins tekur því aðeins til hluta eyjarinnar, sem Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja standa á, með og ásamt viðhalds- kvöðum. „Hver er sínum gjöfum líkastur“ Ekki vóru allir þingmenn glaðir gjafarar í þessu máli. Það vóru einkum þingmenn stjómarandstöðu sem tíunduðu meinta vankanta málsins. Þannig minnti Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) á tillögu til þingsályktunar sem hann flutti ásamt níu öðrum þingmönnum 1984. Sú tillaga fól það í sér að Viðeyjarstofa yrða færð í uppruna- legt horf, svo að þar mætti stunda veitingarekstur og ráðstefnuhald. Verkinu átti að ljúka fyrir 18. ágúst 1986 á tveggja alda afmæli höfuð- borgarinnar. „Það hefði verið sóma- samleg afmælisgjöf til borgarinnar - við hæfi,“ sagði þingmaðurinn. „Frumvarp ríkisstjómarinnar um að gefa höfuðborginni rústir í afmælisgjöf er hins vegar lágkúra," sagði Jón Baldvin og hnýtti því við, að hver væri sínum gjöfum líkastur. Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) tíndi til þrenns konar aðfinnsluefni. í Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduö og með endingargóðum ullaráklæðum. ;^6°r<3 ** ***«***. AFSIÆTTI HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjevegi 2 Kópavogi simi 44444 HlllllliillíllK Mt r r rr mrrrmwmmmM’ iliiiliiiE c B ' jfcvf" • . «•* JA ^ að samKomuiagi &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-81266

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.