Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1986 55 sekkur enn dýpra í skuldafenið upp eldur á 6. hæð byggingarinnar þar sem öll skjöl í sambandi við útboð og greiðslur voru geymd. Þar með eyðilögðust öll sönn- unargögn í málinu og fór því engin rann- sókn fram. Aldrei hefur komið fram hvort eldurinn var af manna völdum eða ekki en margir vörpuðu öndinni léttar þegar þessi skjöl brunnu. Skerðing- á kjörum millistéttarinnar Innanlands er ástandið ótrúlega rólegt. Þrátt fyrir að kjör millistéttarinnar hafi verið skert mjög mikið á síðustu árum heyrist varla hósti eða stuna frá henni. PRI-flokkurinn hefur enn tögl og hagldir í landinu enda ræður hann raunverulega bæði yfir samtökum atvinnurekenda og verkalýðsfélögum. En af hveiju kemur ekki til mótmæla við skerðingu kjara líkt og algengt er t.d. í Argentínu eða Chile? Þar kemur sjálfsagt til fleiri en ein skýring. Við höfum þegar minnst á hin sterku tök PRI á flestum sviðum. Að sögn kunnugra kemur þar einnig önnur ástæða til. Mikill meirihluti landsmanna býr við kjör sem eru langt fyrir neðan það sem boðlegt getur talist. Það er t.d. talið meira en helmingur þjóðarinnar þjáist af næringarskorti. Milli- stéttin sem er yfirleitt vel menntuð og gæti útvegað foringja fyrir allsheijarmót- mæli hefur lítinn áhuga á einhvers konar alþýðuuppreisn. Mexíkanar, sem upplifðu blóðuga byltingu á árunum 1910—17, gera sér betur grein en margar aðrar þjóðir fyrir hinu mikla afli sem býr í alþýðu landsins ef hún fær rétta leiðtoga. Þessu gerir milli- stéttin sér grein fyrir og kyngir því þreng- ingum með þögninni frekar en að leysa eitthvað úr læðingi sem hún myndi ekki ráða við. Stjómin er líka snjöll að hleypa gufunni af suðukatlinum. Hún gerir ekkert í því að stöðva ólöglegt streymi Mexíkana yfir til Bandaríkjanna. Þannig losnar landið við marga karlmenn á aldrinum 18—40 ára sem gætu verið framarlega í að mótmæla stjóminni (nánar verður fjallað um þetta mát í annarri grein). Öll menntun í landinu er ókeypis og þeir sem sýna foringjahæfí- leika í háskólum fá strax góða vinnu hjá því opinbera. Mjög órólegt var í háskólum Mexíkó árið 1968 eins og í fleiri löndum. Allir helstu foringjar stúdentahreyfíngar- innar árið 1968 eru nú í háum stöðum innan PRI eða hjá því opinbera. Herinn í Mexíkó hefur lítið sem ekkert skipt sér af stjóm- málum undanfarin 60 ár, ólíkt því sem gerist í flestum löndum S-Ameríku. Þar kemur til að PRI hefur ítök innan hersins og hefur lagt sitt af mörkum til að halda honum í skefjum. Þó aldrei sé hægt að útiloka að herinn skipti sér ekki af stjómmálum, t.d. ef til mikilla mótmæla kæmi, þá er það ekki líklegt miðað við núverandi ástand. Lítil breyting’ í vændum Það bendir því allt til að efnahagsvand- ræði Mexíkó muni ekki leiða til neinna rót- tækra breytinga á stjóm landsins. PRI virðist hafa örugg tök á flestum sviðum þjóðlífsins. Millistéttin virðist ætla að bíta á jaxlinn og harka af sér því hún óttast afleiðingar mikilla mótmæla. Lítil von virð- ist vera fyrir alþýðu manna að einhver jafnari skipting auðæfa landsins komi til framkvæmda. Þó má hafa hugfast að hungraður maður er reiður maður og getur gripið til örþrifaráða. Ef efnahagsástandið versnar til muna í Mexíkó má búast við óróleika innanlands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Undanfarnar verðlækkanir á olíu hafa enn aukið efnahagsvanda Mexíkana. Landið skuldar 4.320 milljarða króna og hækkar sú tala sífellt. Innanlands geisar verðbólga og nauðsynjavörur hækka dag frá degi. Ríkisstjórnin reynir að spyrna við fótunum og halda verði á nauðsynjavörum í lágmarki til að koma í veg fyrir óróleika hjá alþýðu landsins. Munaðarvörur, bílar, þvottavélar, hljómflutn- ingstæki og önnur rafmagnstæki hækka upp úr öllu valdi þannig að fáir hafa efni á því að kaupa þær. Áfengi og tóbak hafa einnig hækkað mikið. Að sögn kunnugra hækka þær „nauðsynjar" alltaf upp í sama verð og í Bandaríkjunum þegar kreppir að í efnahags- málum Mexíkó. Það er helst milli- eða borgarastéttin sem líður fyrir þetta ástand. Hástéttin sem ekki veit aura sinna tal fínnur ekki fyrir þessum erfiðleikum að neinu ráði. Alþýða landsins eða stór meirihluti landsmanna lepur dauð- ann úr skel eins og hann hefur gert síðustu áratugi þrátt fyrir næstum sjötíu ára gamla „alþýðubyltingu". Forsetinn og- framkvæmda- valdið hið sama En hver er forsaga þess að land eins og Mexíkó, sem er mjög ríkt af náttúruauðlind- um, t.d. olíu og málmum, er eitt skuldug- asta land í heimi? Hluta af vandanum má rekja aftur til sjöunda áratugarins. En e.t.v. er best að útskýra mexíkanskt stjórn- skipulag áður en lengra er haldið. Að nafn- inu til ríkir lýðræði í landinu en stjómvöld hér líta á orðið „lýðræði" á annan hátt en venja er á Vesturlöndum. Stjóm landsins hefír nefnilega verið í höndum sama flokks- ins síðan í kringum 1920. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til mexíkönsku bylting- arinnar (1910—1917) og nefnir sig því Byltingarflokkinn, oftast nefndur PRI, eftir spænskum upphafsstöfum nafnsins. Æðsti maður Mexíkó er forsetinn. Kosningar em haldnar reglulega en frambjóðandi PRI er ætíð sigurstranglegastur. Þrátt fyrir nú- tímalegt stjómkerfí sem gerir ráð fyrir glöggum skilum á milli löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvalds er það raunveru- lega flokkurinn sem stjórnar öllu. Þessi skil eru t.d. miklu skýrari í mexíkönskum en íslenskum lögum en í raun og vem er forsetinn og framkvæmdavaldið eitt og hið sama. Af þessu leiðir að forsetinn hefur gífurlegt vald og má því segja að orð hans séu lög. Engin ián Á ámnum milli 1970—76 var forseti Mexíkó Luis Echevenía. Hann var umbóta- sinnaður og reyndi t.d. að bæta hag sveita- fólks með því að skipta stjóijarðeignum á milli þeirra. Einnig herti hann reglur um innflutning til að reyna að örva iðnaðar- framleiðslu innanlands. En Echevenía tókst ekki betur upp en svo að hann fékk sterk öfl upp á móti sér bæði innan- og utan- lands. Alþjóðlegum bankastofnunum líkaði ekki efnahagsstefna hans og brátt fékk Mexíkó enga fjármagnsfyrirgreiðslu frá þeim. Fjármagnseigendum innanlands leist ekki á blikuna og sendu mikið fé úr landi. Pjölmiðlar vom stjóminni mjög andsnúnir enda stjómað af fjármagnseigendum. Vegna þessa missti forsetinn stuðning meirihluta flokksbræðra sinna og var í raun og vem valdalaus síðustu mánuði valdafer- ils síns. brögðin við þessum fregnum. Alþjóðlegar fjármagnsstofnanir opnuðu sjóði sína og einkafjármagn streymdi til landsins til að fjárfesta í olíuiðnaðinum. Hins vegar lækk- aði verð á olíu og áætlanir um olíubirgðir reyndust ríflegar og gott betur. Sem sagt, gífurleg offjárfesting í olíunni og iðnaðinum sem henni tengdist. Til að auka á vandræði Mexíkana hækkuðu vextir og landið fór að eiga í erfíðleikum með að borga vexti af lánunum, hvað þá að greiða niður lánin. Mexíkanar reyndu í ofboði að dæla upp meiri olíu en skuldimar uxu og uxu. Óró- leiki fór að gera vart við sig innanlands og talið er að fjármagnseigendur hafí sent meira en 28 milljarða úr landi. Forsetinn reyndi að stoppa þennan fjármagnsflótta úr landi og þjóðnýtti alla banka í landinu. Gengi pesósins hafði í mörg ár verið stöðugt gagnvart dollaranum en féll nú um mörg hundmð prósent. Dagar Porhillo sem for- seta vom taldir og Mexíkó rambaði á barmi gjaldþrots árið 1982. Það er sagt að banka- stjórar ýmissa fjölþjóðabanka hafí átt margar vökunætur á þessum tímum. Hrunið kom ekki Nýr forseti, Miguel de la Madrid, tók við árið 1982. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald- eyrisvarasjóðurinn komu nú Mexíkó til aðstoðar vegna þess að margir bankar og fjármagnsstofnanir áttu hagsmuna að gæta í landinu. Forsetinn varð að samþykkja skilyrði um hertar efnahagsráðstafanir innanlands. Reynt var að auka útflutning og landið opnað fyrir nýjum, aðallega bandarískum, fjárfestingum. Mexíkó hefur smám saman verið að rétta úr kútnum, þó að hægt gangi að greiða niður skuldimar. Nýjustu verðlækkanir á olíu hafa alvarlega raskað áætlunum Mexíkana á efnahags- sviðinu. Ráðamenn í Mexíkó hafa átt við- ræður við skuldunauta sína erlendis til að ræða um verðlækkanir á olíu og þær afleið- ingar sem þær hafa á skuldir Mexíkana. Sú krafa að alþjóðabankar frysti skuldir landsins og hætti að reikna vexti á þær þangað til olíumarkaðurinn kemst aftur í Olíuævintýrið mikla Nýr forseti, José López Porhillo, komst til valda árið 1976. Hans beið mikið verk að endurreisa fjárhagslegt traust Mexíkó erlendis og vinna aftur stuðning fjármagns- eigenda innanlands. Porhillo gerði það sem augljósast og léttast var; hann birti nýjustu tölur um olíubirgðir Mexíkó. Olía hafði verið unnin úr jörðu í Mexíkó í marga ára- tugi en fáir vissu að landið byggi yfír svona miklum birgðum. Hefðu þessar tölur verið sannar hefði Mexíkó orðið að „Saudi- Arabíu" Ameríku. Það vantaði ekki við- Olíuverðhrunið verð á matvælum hækkar í sífellu. Markaður í borginni Vera Cruz við Mexíkóflóa. jafnvægi heyrist nú æ oftar í mexíkönskum fjölmiðlum. Sökin líka Mexíkana Það eru ekki bara offjárfestingar sem hafa skapað þessa slæmu stöðu Mexíkó. Efnahagsþróun í heiminum síðustu árin hefur verið óhagstæð þriðja heims ríkjum og önnur lönd, t.d. Brasilía, skulda miklar fjárhæðir erlendis. Mexíkanar eiga sjálfir nokkra sök þar á. Léleg stjórnun fyrirtækja og spilling hefur kostað landið ófáar millj- ónirnar. Mexíkanar sjálfír skemmta sér oft við að segja sögur af spillingunni og óráðs- íunni. Hér fylgir ein þó að það sé án ábyrgð- ar: Ríkisolíufyrirtækið PEMEX ákvað að reisa tígulega byggingu undir höfuðstöðvar sínar í miðri Mexíkóborg. Eins og lög og reglur gera ráð fyrir var verkið boðið út. Þegar hins vegar rúmlega V» hlutar bygg- ingarinnar voru komnir upp var kostnaður- inn kominn upp í svo stjamfræðilegar upphæðir að verkinu var hætt. Byggingin stendur því enn hálfkláruð. ]En þar með er einungis hálf sagan sögð. Rannsókn átt að fara fram á fjárreiðum þessa fyrirtækis. Áður en það gerðist kom . 'X-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.