Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 56______ Minning: Þórleifur Grön- feldt - Borgarnesi Fæddur 19. desember 1922 Dáinn 5. maí 1986 Á morgun fer fram frá Borgar- neskirkju útfor Þórleifs Grönfelts. Hann andaðist í sjúkrahúsi Akra- ness að kvöldi dags 5. maí eftir langa og erfíða sjúkdómslegu, sem við öll vorum farin að vona að bæri góðan árangur. Og ekki síst hann sjálfur. Ég hitti hann síðast í sjúkrahúsinu fyrir stuttu glaðan "og vongóðan, þar sem hann gerði að gamni sínu eins og í gamla daga. Þá var hann farinn að telja dagana sem hann átti eftir að dvelja í sjúkrahúsinu. Sárast þótti honum þá að geta ekki fylgt til grafar vini sínum sr. Leó Júlíussyni, sem hann starfaði með í um 30 ár. Sr. Leó var jarð- sunginn þann 30. apríl sl. Kynni okkar Þórleifs hófust þegar ég var bam að alast upp í næsta húsi, og hafa þau kynni aldrei rofnað öll þessi ár, og þó aldursmunurinn væri í fyrstu nokk- ur, þá virtist hann alltaf minnka eftir því sem árin liðu. Um árabil starfaði ég af og til við verslun Hans, og þaðan minnist ég hans sem hlýja og góða húsbóndans, sem öllum vildi gera gott, og öllum þótti vænt um. Nú síðustu 7 árin störfuðum við saman í sóknamefnd Borgames- kirkju, en Þórleifur var formaður hennar frá 25. febrúar 1962 til dauðadags. Við Borgameskirkju vann hann mikið og óeigingjamt starf. Hann var meðhjálpari kirkj- unnar frá vígsludegi hennar í maí 1959, og starfsmaður í fjölda ára. Þá starfaði hann með sóknarpresti við sunnudagaskóla kirkjunnar. Þau eru ótalin sporin sem hann átti um kirkjutröppumar í starfí og eftirliti í misjöfnum veðrum. Við í sóknamefndinni færum Þórleifí hinstu kveðjur og þakkir fyrir samstarfíð og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum á heimili hans og Erlu konu hans. En þar héldum við flesta okkar fundi. Að leiðarlokum vil ég þakka honum langa og trausta vináttu við mig og mína fjölskyldu. Elsku Erla, íris, Svava, Þóra og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á erfiðri stundu. Blessuð sé minning hans, og megi hann hvfla í friði. Ása Ólafsdóttir t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu samúð og hlýhug viö fráfall og útför systur okkar, ÞÓRUNNAR HÖNNU BJÖRNSDÓTTUR, Ijósmóður. Birna, Sigrfður og Jenný Björnsdætur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við fráfall og útföreiginkonu minnar, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Lundi. Gfsli Brynjólfsson og aörir aöstandendur. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR, er lést á Hrafnistu, Reykjavík 2. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu 12. maíkl. 15.00. HákonTeitsson, ÁstaTeitsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL, MAGNÚSSON, Þórsgötu 13, verðurjarösunginnfrá Fossvogskirkju 13. maíkl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö. Þóra Björnsdóttir, Björn Brekkan Karlsson, Hólmfrföur Þórólfsdóttir, Sigfús M. Karlsson, Jóna S. Valbergsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS JÓNSSONAR, fyrrverandi húsvarðar Verzlunarskóla fslands. Sérstakar þakkir til templara, skólastjórnar og kennara Verzlunarskóla íslands. Ragnhildur Jónsdóttir, Jóna K. Jónsdóttir, Þórdfs Sigurðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Sveinn H. Björnsson. „Skjótt hefír sól brugðið sumri“. Þessi fleygu orð skáldsins komu fyrst upp í huga minn, þegar mér barst til eyma hin skyndilega og óvænta helfregn vinar míns og reglubróður, Þórleifs Grönfeldt, kaupmanns í Borgamesi. Kvöldið áður hafði ég setið hjá honum. Eftir meira en hálfs árs erfíða sjúkrahús- vist var nú lausnarstundin loks að nálgast. Að réttum mánuði liðnum vænti hann þess að fá að fara heim, til þess á ný að takast á við hin margþættu verkefni daglegs lífs, en þó umfram allt til þess að njóta samvista við ástvini sína — heima. Geislar kvöldsólarinnar féllu inn um glugga sjúkrastofunnar og fluttu með sér birtu og fegurð, en bjartastir voru þó geislamir, sem ljómuðu úr augum Þórleifs og báru á ódulinn hátt vitni um þá eftir- væntingu, sem inni fyrir bjó. „Nú er ég farinn að telja dagana," sagði hann, brosandi og bamslega glaður. Þórleifur Grönfeldt fæddist að Beigalda í Borgarhreppi hinn 19. desember árið 1922. Foreldrar hans voru hjónin Hans Grönfeldt, dansk- ur mjólkurfræðingur, sem kom hingað til íslands um aldamótin til þess að kanna meðferð mjólkur, og kona hans, Þóra Þórleifsdóttir Jóns- sonar prests á Skinnastað. Þórleifur var einkabam foreldra sinna, en eina kjördóttur áttu þau er Anna Grönfeldt hét. Hún var húsmóðir í Borgamesi og lést á síðastliðnu sumri. Einnig ólu þau Grönfeldt- hjónin upp a.m.k. þijú fósturböm: Sigurstein Þórðarson, Guðmundínu Tómasdóttur og Þóri Jónsson. Þau eru öll dáin. Anna Grönfeldt og fóstursystinin þijú vom talsvert eldri en Þórleifur. Árið 1929 fluttist Þórleifur til Borgamess með foreldrum sínum og tók faðir hans við rekstri hótels- ins þar. Gegndi hann því starfí allt til dauðadags, en hann andaðist sumarið 1945. Þóra kona hans lifði lengi eftir það í skjóli sonar síns. Hún lést haustið 1966. Að afloknu bamaskólanámi fór Þórleifur til Reykjavíkur og hóf nám við Ágústarskólann svonefnda. Þar lauk hann gagnfræðaprófí og var auk þess einn vetur í framhalds- deild. Hann var vel greindur og námsmaður góður, sérstaklega lágu erlend tungumál létt fyrir honum, einkum enska og danska. Þórleifur var að ljúka námi um það leyti sem heimsstyijöldin síðari braust út. Fljótlega eftir að Island var hemumið gerðist hann túlkur hjá setuliðinu, fyrst hjá Bretum, og hjá Bandaríkjamönnum eftir að þeir tóku við. Gegndi hann því starfí öll stríðsárin. Þá starfaði hann um langt árabil hjá verslunar- félaginu Borg hjá Áma Bjömssyni í Borgamesi. 011 störf vann hann af frábæmm dugnaði og samviskusemi. Lipurð og ljúfmennska ásamt smekkvísi og snyrtimennsku vom þeir eðlis- þættir, sem settu hvað sterkast svipmót á daglega framkomu hans. Hann nautþví að verðleikum mikilla vinsælda meðal samferðamanna sinna, bæði í vináttu og starfi. Þórleifur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sesselja Jóna Magn- úsdóttir úr Borgamesi. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Eina dóttur eignuðust þau. Hún heitir Þóra, fædd 1944, hjúkmnarfræð- infJ’nr op' ' ^o,'V*MVÍk pnft Gylfa Konráðssyni, blikksmíða- meistara. Þau eiga þijú böm, sem öll vom mjög hjartfólgin afa sínum. Síðari kona Þórleifs er Erla Björk Daníelsdóttir, einnig borin og bam- fædd Borgnesingur. Þau gengu í hjónaband hinn 10. febrúar árið 1951. Þau eiga tvær dætur. Sú eldri, íris Inga, er fædd 1963 en hin yngri, Svava, er fædd 1965. Þær em báðar í námi. Þau hjónin stofnuðu verslunina Isbjöminn í Borgamesi árið 1956. Hafa þau rekið hana saman og starfað bæði við hana alla tíð á meðan leiðimar lágu saman. Reyndar vann Þórleif- ur fyrstu árin hjá verslunarfélaginu Borg, en Erla sá um daglegan rekstur ísbjamarins. En eftir að þau stækkuðu verslunina og færðust meira í fang tóku þau höndum saman og lögðust á eitt í farsælum rekstri eigin fyrirtækis. í starfínu stóðu þau hjónin sam- an, og svo var það einnig heima fyrir. Þau áttu yndislegt heimili, fagurlega búið, en þó fyrst og fremst hlýlegt og laðandi. Þau vom góð heim að sækja og framúrskar- andi gestrisin. Enda munu þeir margir, sem um þessar mundir minnast góðra og ógleymanlegra samvemstunda á heimili þeirra Þór- leifs og Erlu, með hlýjum og einlæg- um þakkarhug. Ungur fór Þórleifur að leika á hljóðfæri enda mjög músíkalskur. Hann gerðist snemma aðstoðar- maður sr. Leós Júlíussonar sóknar- prests og síðar prófasts við hið blómlega og þróttmikla sunnudaga- skólastarf í Borgamesi. Þar lék hann á orgel og aðstoðaði við söng- inn. Um það leyti sem Borgames- kirkja reis af gmnni var hann kosinn formaður sóknamefndar í Borgamesi og gegndi hann því hlutverki óslitið upp frá því. Einnig hafði hann með höndum meðhjálp- arastörf og umsjón kirkjunnar. Þessi störf rækti hann af framúr- skarandi trúmennsku, innileika og reisn. Það var alltaf svo auðfundið, að málefnið var honum heilagt og kært. Trúin átti sterka strengi og djúpan hljómgmnn í hjarta hans. Átvikin höguðu því þannig, að er ég tók við prestsstörfum á Akra- nesi, lágu leiðir okkar Þórleifs saman á kirkjulegum vettvangi. Fann ég þá fljótt hvflíkan dreng- skapar- og öðlingsmann hann hafði að geyma. Nánari kynni urðu svo þegar ég gekk í Oddfellowregluna á Akranesi, en í hana hafði Þórleifur vígst árið 1957. Þar hafði hann með höndum hlutverk organista um nærfellt tveggja áratuga skeið. Það hlutverk rækti hann af sömu alúð og samviskusemi og allt annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Þeir vom fáir, fundimir, sem hann ekki mætti á og prýddi með sínum Ijúfa orgel- leik og hlýju en yfirlætislausu fram- komu. Það er skarð fyrir skildi í röðum okkar Oddfellow-bræðra á Akranesi við fráfall Þórleifs Grön- feldt, sem vandfyllt mun verða. Slíkur sem hann reyndist á allan hátt. En einlægar þakkir okkar fé- laganna fylgja honum, þegar hann kveður, fyrir störfín hans góðu, sem unnin vom af listrænni smekkvísi, heilindum og sönnum bróðurhuga. Þórleifur varð fyrir því slysi að detta og mjaðmarbrotna hinn 13. nóvember síðastliðinn. Brotið hafð- ist illa við og varð hann að gangast undir mikla aðgerð af þeim sökum. Sjálfur var hann þolinmóður og æðmlaus og horfði vonglöðum augum fram á veginn. Hann var umleikinn sólskini — og sólskin vonarinnar ljómaði í augum hans á síðasta samfundi okkar. I þeirri birtu sem um hann lék og frá honum stafaði þá, vil ég minnast hans með þá bæn í huga, að hann sé nú leiddur af „björtum englum betri heima“, þangað sem hann sjálfur horfði svo oft á helgum stundum — og þar fái hann að reyna þetta, sem sálmaskáldið orðar þannig: „Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf“. í nafni okkar Oddfellow-bræðra á Akranesi sendi ég Erlu, dætmn- um og öðmm ástvinum, okkar inni- Wnstn enrnrtflnrFvoðiiiv mnfl K™ um blessun Guðs, hjálp og styrk á öllum þeirra framtíðarvegum. Útför Þórleifs Grönfeldt verður gerð frá Borgameskirkju á morgun, mánu- dag, kl. 15.00. Björn Jónsson Á morgun (mánudaginn 12. maí 1986) verður vinur minn, Þórleifur Grönfeldt, kaupmaður í Borgamesi, borinn til hinstu hvíldar. Útför hans fer fram frá Borgameskirkju. Með honum er fallinn frá hið mesta prúðmenni og drengur góður. Þórleiftir var fríður maður og hinn glæsilegasti að vallarsýn. Hann var fágaður í umgengni, vingjamlegur í framkomu og því hvers manns hugljúfí. Þórleifur Grönfeldt fæddist á Beigalda í Borgarhreppi þann 19. desember 1922, sonur hjónanna Þóru Þorleifsdóttur Jónssonar, prests að Skinnastað og Hans J. Grönfeldt frá Danmörku. Hans var mjólkurfræðingur að mennt, út- skrifaður frá danska Landbúnaðar- háskólanum, og kom gagngert til íslands árið 1900 til að taka að sér kennarastörf við bændaskólann og mjólkurskólann á Hvanneyri. Þar var rjómabústýrum kennt sitt merka fag og var Þóra Þorleifs- dóttir einn nemenda hans. Þau gengu í hjónaband árið 1902. Mjólkurskólinn var fluttur að Hvít- árvöllum tveim ámm síðar og varð Hans Grönfeldt, skólastjóri þess skóla. Grönfeldt stofnaði ásamt fleirum verksmiðju til niðursuðu á mjólk á Beigalda árið 1919, en fluttist til Borgarness árið 1929 þar sem þau hjón ráku gisti- og veitingahús og síðar verslun. Þau tóku sér kjörbam, Önnu Jensínu Grönfeldt og fóstursoninn Sigurstein Þórðarson, síðar for- stjóra í Borgamesi. Þá ólu þau upp Guðbrandínu Tómasdóttur og Þóri Jónsson, tónlistarmann. Mikil hlýtur þó gleði þeirra og hamingja að hafa verið þegar einka- sonurinn, Þórleifur, fæddist eftir 20 ára hjónaband. Hann fluttist til Borgarness með foreldrum sínum, þá 7 ára gamall, og gekk í barna- og unglingaskólann þar. Eins og fyrr er sagt starfrækti faðir hans veitingahús í Borgarnesi. Aðstoðaði Þórleifur foreldra sína við þau störf er hann hafði aldur til. Hann stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk prófi úr 5. bekk en hvarf frá námi vorið 1940. Á sumrin lærði hann ensku hjá Englendingi sem hér var fyrir stríð og því var það, að hann að loknu námi gerðist túlkur hjá breska og ameríska hemum og gegndi því starfí öll stríðsárin. Að þeim liðnum tók Þórleifur við versl- un föður síns, en hann hafði þá hætt hótelrekstri, og rak hana um skeið. Árið 1947 hóf hann störf hjá Verzlunarfélaginu Borg og starfaði þar lengi sem fulltrúi, eða þar til hann setti á stofn sitt eigið fyrir- tæki, Verzlunina ísbjöminn & bóka- búð Grönfeldts, sem hann rak með eiginkonu sinni Erlu allt til dauða- dags. Þórleifur var félagslyndur mað- ur. Hann var frumkvöðull að stofn- un Verzlunarmannafélags Borgar- ness og var formaður þess fyrstu 8 árin. Þá var hann virkur félagi í Rótaryklúbbi Borgamess frá 1952 og Oddfellowreglunni frá 1957, svo og Ungmennafélaginu Skallagrími um langa hríð. Hann var sjálfstæðismaður og var lengi í fulltrúaráði og kjördæm- isráði flokksins. Stóð fyrir skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Borgar- nesi frá því hún var sett á stofn. Þórleifur Grönfeldt var trúmaður og trúrækinn og lét ekki standa við orðin tóm, en starfaði heils hugar að kirkjumálum sóknarinnar. Hann var meðhjálpari og formaður sókn- amefndar Borgarneskirkju frá því hún var vígð og til dauðadags. Hann hafði og aðstoðað sóknar- prestinn séra Leó Júlíusson við bamastarf löngu áður en kirkja var byggð í Borgamesi, og hélt því starfí áfram. Þeir séra Leó og Þór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.