Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 Björn Sigurðs- son - Minning Fæddur 9. október 1926 Dáinn 1. maí 1986 Bjöm Sigurðsson fæddist að Hvammi í Skaftártungu. Foreldrar hans voru Sigurður Gestsson bóndi þar og kona hans, Sigriður Sigurð- ardóttir. Hann var yngstur af fjór- um systkinum. Innan við tvítugt fór hann á Héraðsskólann að Laugar- vatni. Þaðan lá leið hans í Iðnskól- ann í Reykjavík, þar sem hann nam trésmíði. Meistararéttindi hlaut hann 1959. Hann sá um byggingu ýmissa mannvirkja, m.a. Neskirkju, og veit ég að hann þótti bæði rögg- samur og afburða duglegur. Sumar- ið 1980 kenndi hann fyrst þess sjúk- dóms sem nú hefur orðið honum að aldurtila. Um svipað leyti réðst hann sem starfsmaður á smíðaverk- stæði Kópavogsbæjar. Náið sam- starf okkar hófst er hann 1984 var ráðinn húsvörður að Hjallaskóla. Kynni okkar Bjöms urðu því ekki ýkja Iöng, en geymast í huga mínum sem dýrmæt perla. Bjöm var einn af þeim mönnum sem gott var að hafa nálægt sér. Bjartsýni og lífs- gleði einkenndu hann. Hann var ákaflega traustur og heilsteyptur og starf sitt mat hann ekki í mínút- um heldur skipti öllu máli að skila góðu verki, hlúa að skólanum svo nemendum og starfsliði mætti líða sem best. Hann skildi mikilvægi þess að hlynna að ungviði landsins, að lengi býr að fyrstu gerð. Þrátt fyrir hógværð og ljúfmennsku hafði Bjöm ákveðnar skoðanir og var fastur fyrir ef því var að skipta. Bimi var margt til lista lagt. Fjölmargir munir skólans bera vitni hagleik hans og útsjónarsemi. Hann // WINSTOK UPPUFUN Nú í sumar bjóðum við dvöl við Gardavatn á Norður-Ítalíu. Gardavatn liggur í skjóli ítölsku alpanna í stórbrotnu landslagi. Þar gefst þér tækifæri á að liggja á baðströnd í gróðursælu og heillandi umhverfi. Garda vatn er sannkölluð paradís þar sem ekki er aðeins boðið upp á mikilfenglegt útsýni. Þú getur gert þér margt til skemmtunar t.d. legið í sólinni, farið á sjóskíði, leigt seglbretti og leigt þér hraðbát og siglt um vatnið. Einnig getur þú farið í skipulagðar skemmtisiglingar um vatnið. Við Gardavatn er einnig að finna diskotek og næturklúbba og hægt er að njóta kvöldsins á veitingastöðum í öllum verðflokkum. Gardavatn er vel í sveit sett til að ferðast út frá. Stutt er til Austuríkis og Sviss. Þá eru margir merkir staðir tiltölulega nálægt, eins og Flórens, Verona, Feneyjar, Pisa o.fl. Við bjóðumflug og bíl tiIGARDAVATNS frá7 borgum í Mið-Evrópu á hagstæðu verði. Hægt er að vera eina til tvær vikur við GARDAVATN og farið þaðan út um hvippinn og hvappinn. Það eru óteljandi möguleikar. Hópferð verður farin til Gardavatns á vegum Faranda 3. sept. n.k. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar að Vesturgötu 5. Ferðaskrifstofan faiandi S. 17445. var mjög ljóð- og söngelskur og var í Söngfélagi Skaftfellinga frá stofn- un þess og formaður kórsins um skeið. Bjöm hafði yndi af að ferð- ast, einkum um eigið land, og gjör- þekkti marga afskekkta staði lands- ins. Hann hafði ásamt konu sinni, Unni Tryggvadóttur, reist sér sumarbústað á heimslóðum í landi Hvammar. Konu sinni kvæntist Bjöm 1954 og eignuðust þau þtjár mannvæn- legar dætur, Margréti, Sigríði og Hönnu. Auk þess átti Unnur eina dóttur áður, Lillý Jónsdóttur. Bamabömin eru nú 9. Mér var ljóst að Bjöm og Unnur vom ákaflega samhent og að Bjöm bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Föstudagskvöldið í fyrri viku áttum við langt tal saman um framtíð skólans. Ýmsar blikur vom á lofti þar sem í ljós hafði komið að ekki yrði staðið við eðlilegan byggingar- hraða skólans. Eg fann glöggt hve ódrepandi áhugi Bjöms var og saman ræddum við um leiðir til úrræða. Síst gmnaði mig þá að það yrðu okkar síðustu samverustundir. Bjöm hafði háð harða baráttu við sjúkdóm sinn í haust en komst á fætur og í vinnu aftur. Við starfs- fólk skólans höfðum vonað að hann mætti eiga með okkur nokkur góð ár í viðbót en svo fór ekki. Hann lagðist sína hinstu legu í sjúkrahús laugardaginn 26. apríl. Áður en hann fór í sjúkrahúsið mátti hann sárþjáður ekki heyra á annað minnst en að fara upp í skóla og athuga hvort allt væri í lagi. Hann var nýbúinn að setja upp langþráða körfuboltakörfu utanhúss fyrir nemendur og gladdist yfir að hitta stráka sem höfðu leikið körfubolta allan daginn. Erfiði hans var þá ekki unnið fyrir gýg. Okkur í Hjalla- skóla er ljóst að sæti Björns verður vandfyllt og hans er sárt saknað en sárastur er söknuðurinn hjá eiginkonu, bömum, tengdabömum og barnabömum og sendum við þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og vonum að minningin um góðan dreng megi milda sökn- uðinn. Stella Guðmundsdóttir Á morgun, mánudag, verður út- för Bjöms Sigurðssonar. Það er erfitt þegar gangverk tímans ryðst inn í hvumdagsleikann, og rænir mann vini. Það var gott að vera samferða Bjössa á lífsleiðinni og eiga að vini, ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna að ég sakna hans mjög. Tregablandnar minningar leita á hugann og mynda blöndu sorgar og gleði, því góð lund og glaðværð Bjössa smitaði út frá sér. Oft hefur verið rifjað upp þegar frændurnir, móðurbræður mínir höfðu gaman af litlum snáða sem trúði þessum miklu mönnum þegar þeir sögðust ætla að stinga honum ofan í flösku. Engin smá 'ævintýri vom bíltúr- amir með þeim hjónum, Unni og Bjössa, þau þá á sínum fyrstu hjú- skaparárum, ég smápatti og bílar hreint ekki algengir. Saman lágu leiðir á vinnumark- aðinum í mörg sumur skólaáranna, og nokkmm ámm betur, ávallt var samstarf og samkomulag gott. Er ráðist var í byggingu sumar- bústaða leiddu þau hjónin og for- eldrar mínir saman hesta sína. Vinnusemi glaðværð og þróttur einkenndi þessar ómetanlegu stundir við byggingarnar. Renni- smiðurinn og trésmiðurinn nutu þess að skapa og skiptast á verkum með dyggri aðstoð eiginkvenna og okkar hinna. Minnisstæð er sam- vera okkar í brekkunni gegnt Borg, gróandinn og handverk Bjössa og Unnar allt um kring. Nú em smið- imir tveir horfnir en verkin standa sem minnisvarðar um þá og fjöl- skyldur þeirra, okkar er svo í fram- tíðinni að vera verðug þess að taka við þessum fjölskyldureit. Frænkur kærar, Margrét, Sigríð- ur, Hanna, vonandi fer framtíðin mjúkum höndum um ykkur og íjöl- skyldur ykkar. Unnur mín, eina ósk á ég þér til handa, hún er að ailt í ókominni framtíð hallist á sveif með tímanum, þeim mikla lækni og veiti þér og þínum huggun. Örn Th. og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.