Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1986 t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, SÉRA LEÓS JÚLÍUSSONAR. Anna Sigurðardóttir, Sigurður Örn Leósson, Laufey Jónsdóttir, Nína Leósdóttir, Stefán Yngvason, Anna Leósdóttir, Óskar Benediktsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA MAGNÚSSONAR, kennara, Meistaravöllum 13. Þorbjörg Pálsdóttir, Magnús Skúlason, Skúli Skúlason, Margrét Skúladóttir, Halldór Ármannsson, Páll Skúlason, Auður Birgisdóttir, Þórgunnur Skúladóttir, Hörður Halldórsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar og tengda- sonar, SVEINS ÍVARSSONAR, Víkurbraut 13, Grindavík. Guðný Elvarsdóttir, Lovisa Sveinsdóttir, fvar Þórhallsson, J. Margrét Guðmundsdóttir, Elvar Jónsson og fjölskyldur. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúö við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDS EIRÍKSSONAR, rafvirkjameistara frá Vestmannaeyjum. Hörður Haraldsson, Eirfkur Haraldsson, Hildur Karlsdóttir, Pétur Haraldsson, Hulda Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: HólmfríðurM. Jóns- dóttir - Akureyri Fædd 5. maí 1907 Dáin 27. apríl 1986 Ljósið loftið fyllir og loftin verða blá Vorið tánum tyllir tindana á. (Þorsteinn Gíslas.) Þegar ég sest niður til að minnast nýlátinnar vinkonu minnar, Hólm- fríðar Jónsdóttur kennara á Akur- eyri, flögra þessi vísuorð í huga minn. Og ég minnist margra vor- morgnanna vestur á ísafirði, þar sem sólin kemur upp um miðjar nætur á vorin, og við sem höfum þraukað langa sólarlausa mánuði gleðjumst innilega við geisla vorsól- arinnar. Við Hólmfríður og samkennarar mínir við Húsmæðraskólann á ísafírði nutum oft þessara yndis- stunda, þegar ekki var hægt að fara að sofa og við biðum fagnandi sólaruppkomunnar. Nú hefur Hólm- fríður kvatt og leitað á vit ljóssins heima einmitt nú, þegar vorið tyllir tánum á fjöllin okkar háu. Fundum okkar Hólmfríðar bar fyrst saman haustið 1948, þegar ég sem ungur kennari var að hefja starf mitt við Húsmæðraskólann á Isafirði, Skólinn var rétt nýbyijað- ur, þegar virðuleg kona úr skóla- nefnd kom til mín og spurði, hvort ég vildi nú ekki taka kostgangara í skólann, konu, sem vantaði hús- næði þó ekki væri nema í einn mánuð á meðan hún leitaði betri lausnar sinna mála. Ég var í fyrstu fremur treg til, fannst ekki ábæt- andi kostgöngurum, þar sem fyrir voru 40—50 manns og ekki víst, að maturinn væri nú alltaf jafngóð- ur eða á réttum tíma. Ég lét þó tilleiðast og i kvöldmatinn mætti hressileg kona á miðjum aldri. Þar var komin Hólmfríður Jónsdóttir, sem þetta sama haust byrjaði að kenna við Gagnfræðaskólann, er stendur hinum megin við götuna á móti Húsmæðraskólanum. Hún borðaði hjá okkur öll tíu árin. Það segir nokkuð um, hverskonar manngerð þessi vinkona mín var, að aldrei kvartaði hún yfir neinu og aldrei varð okkur sundurorða. Við kennaramir við skólann tókum hana mjög fljótt í okkar hóp og sérstaklega urðu þær góðar vinkon- ur, Hólmfríður og Jakobína Pálma- dóttir handavinnukennari, enda á líkum aldri. Fannst mér að þeim sómi, hvar sem við mættumst saman, og heilmargt lærði ég af þessum ágætu konum. Þær vom báðar góðgjamar og orðvarar, t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA RANNVEIG RAGÚELSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 13.30 Árni Jónsson, Sigurborg Helgadóttir, Július Helgason, Guðleif Ólafsdóttir, Aðalheiður Árnadóttir, Hörður Árnason, Sigríður Ágústsdóttir, Rakel Árnadóttir, Bragi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MATTHÍASDÓTTUR, Hafnargötu 76, Keflavfk. Helga Jóhannsdóttir, Matthea Þorleifsdóttir, Páll Daníelsson, Einar Þorleifsson, Elín Þorleifsdóttir, Jón Þorleifsson, Karítas Þorleifsdóttir Klemens, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Halldórsson, Ebba Þorgeirsdóttir, Ingibjörg Garðarsdóttir, Eyberg Geirsson, t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduö okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför HELGU ÞÓRÐARDÓTTUR, húsfreyju frá Eystri-Hól f Landeyjum. Stefán Guðmundsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Stefán Ólafsson, Ragnheiður Sumarliðadóttir, Sigurður Ólafsson, Anna Ólafsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir. t Útför eiginmanns míns, JÓNS EIRÍKS JÓNSSONAR, strætisvagnabílstjóra, Skipasundi 76, sem andaðist 4. maí sl., fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Samtök sykursjúkra eða önnur líknarsamtök. Maja Jónsson og systkini hins látna. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRLEIFUR GRÖNFELDT, kaupmaður, Borgarnesi, sem lóst 5. maí, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánudag- inn 12. apríl kl. 15.00. Erla Danfelsdóttir, Þóra Grönfeldt, Gylfi Konráðsson, íris Grönfeldt, Svava Grönfeldt, og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúö við fráfall eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ANDREU HELGUINGVARSDÓTTUR, Hamarsbraut 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki sem önnuð- ust hana í veikindum hennar. Ámundi Eyjólfsson, Gunnar Ámundason, Auður Skúladóttir, Ingólfur Halldór Ámundason, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR, SIGURÐSSON, Heiðvangi 20, Hafnarfirði, áður Vestmannabraut 3, Vestmannaeyjum, lést í St. Jósefsspíta í Hafnarfirði 29. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Ólafsson, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Hugrún Ólafsdóttir, Skúli Bjarnason, Ástmar Ólafsson, Bragi í. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. 59 lögðu gott til mála, hvar sem þær ; fóru. Báðar voru þær vel hagmæltar ' og unnu ljóðum og góðum skáld- j skap. Marga stundina undum við við að yrkja um hitt og þetta skemmtilegt, sem á döfinni var, og þegar bragurinn var tilbúinn, var fundið heppilegt lag til að kyrja hann við. Var þá oft glatt á hjalla í kennarahópnum. Við, sem ekki gátum bögglað saman vísu, nutum i þátttökunnar í kveðskapnum, lögð- ; um gjarnan til hugmyndir, sem síð- í an voru færðar í skáldlegan búning. Hólmfríður var mjög söngelsk og i söng um tíma í Sunnukórnum. Skólaheimilið í Húsmæðraskól- j anum var eins og lítið samfélag út i af fyrir sig. Kvöldvökur voru haldn- ( ar og ýmsar skemmtisamkomur, og Hólmfríður tók, af lífi og sál, þátt í því öllu með okkur, lagði jafnan dijúgan skerf til skemmtunar og kæti. Síðustu árin á ísafirði var hún f íslenzkukennari skólans. Lét hún þá nemendur sína gefa út lítið blað með sögum og Ijóðum, allt frum- samið. Efni blaðsins var svo flutt á i Litlujólum og varð mikil kátína af. j Hólmfríður var þá búin að lagfæra kveðskapinn, því að ekki voru nú i allir höfundamir mikil skáld. Foreldrar Hólmfríðar voru Jót^^" unn Siguijónsdóttir frá Dagverðar- tungu í Hörgárdal og Jón, skipstjóri á Isafirði Brynjólfsson frá Bæ í Súgandafirði. Henni þótti vænt um Vestfirði og undi sér vel hér en Eyjafjörðurinn seiddi hana nú samt frá okkur, enda átti hún þar dýpri rætur. í meira en áratug bjó hún í Noregi, giftist þar norskum manni, Harald J. Sæhle, en þau slitu ; samvistir. Þótti henni afar vænt um Noreg og oft varð henni að orði — með saknaðarhreim: „Norge, Norge með hytter og hus“. Þar átti hún líka marga vini, sem hún hélt tryggð við og dvaldi gjarnar. í sumarleyfum sínum á víxl heima eða í Noregi. Hólmfríður var prýðilega mennt- uð, magister í tungumálum, sem hún síðan kenndi við gagnfræða- og menntaskóla svo lengi sem hún hafði aldur og heilsu til. Þótti hún ágætur kennari. Síðast, er ég heim- sótti hana á Akureyri fyrir tveimur árum, stóð blómstrandi rós í vasa á borðinu hjá henni. Er ég fór að dásama rósina, hló Hólmfríður sín- um notalega hlátri og sagði mér, að hún væri frá nemanda, sem hún hafði verið að hjálpa fyrir próf í ensku — og prófið hafði gengið vel. Áreiðanlega hefur það glatt hana að finna vinarhug gefandans og — ekki síður — velgengni hans. Hún lét sér mjög annt um nemendur sína og þótti vænt um ungt fólk. Hólmfríður var mjög félagslynd og tók þátt í margskonar félagsstarfí meðan hún dvaldi á ísafírði: Hún var jafnan hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kom. Við, sem þekktum Hólmfríði vel, vissum að henni var ekki alltaf létt í sinni, þó að hún léti ekki á því bera. Fæstir fara í gegnum þetta jarðlíf án þess að skin og skúrir skiptist á. Svo var einnig um þessa góðu vinkonu mína, en hún barmaði sér ekki. Nú, þegar hún hefur kvatt þetta tilverustig, bið ég algóðan guð að leiða hana og styðja, þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Ættingjum hennar votta ég einlæga samúð mína. Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.