Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 60 Kveðjuorð: Unnur Jónsdóttir frá Blönduhlíð Fædd 26. agúst 1923 Dáin 29. apríl 1986 Fregnin um lát Unnar barst mér eins og kaldur skuggi á björtum Blómastofa Fnófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. Eq.w r- vordegi. En minningamar um Unni verða alltaf bjartar. Þær eru tengd- ar vori æsku minnar. Eg minnist Unnar þegar hún var kaupakona hjá foreldrum mínum á æskuheimili mínu, Dröngum á Skógarströnd. Hún var björt eins og sólargeisli með ljóst, liðað hár niður á bak. Hún var létt í spori og kvik í hreyfingum. Bjartur hlátur og ljómandi lífsgleði fylgdi henni hvar sem hún fór. Okkur krökkun- um var hún ætíð sem besti félagi og vinur. Það var alltaf tilhlökkun- arefni þegar von var á Unni til lengri eða skemmri dvalar. Unnur var dóttir hjónanna Jóns Laxdal og Kristjönu Ingiríðar Kristjánsdóttur. Hún var elst af 7 systkinum og eina stúlkan í hópn- um. Má því nærri geta að snemma hefur hún þurft að taka til hendi með 6 yngri bræður sér við hlið. Það hefur þá komið sér vel að Unnur var létt á fæti og viljug til verka. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviferil Unnar. Því miður urðu spor hennar ekki alltaf létt um dagana því hún átti um margra ára skeið við vanheilsu að stríða. Ég vil aðeins þakka Unni með Sálfræðileg ráðgjöf til foreldra varðandi börn og uppeldi. Hef opnað sálfræðiþjón- ustu að Laugavegi 59 (Kjörgarði). Dr. Garðar G. Viborg. Viðtalsbeiðnir í heimasíma 681648. þessum fátæklegu línum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Einn- ig vil ég flytja kveðjur og þakklæti foreldra minna fyrir vináttu og tryggð fyrr og síðar. Móður Unnar, bræðrum og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Ég vil ljúka þessum orðum mín- um með broti úr Viðlagi eftir Guð- finnu Jónsdóttur frá Hömrum. Úr djúpinu stígur ljóðsins ljóð, er lygnir við strönd og græði. Þótt skyggnist um heima skuggans öm og skýjum vestursins blæði, má heyra vonfagurt vængjatak, - það er viðlag í dagsins kvæði. Þá kveður sér hljóðs vort hjartaslag í heilagri bæn og trega, þá kveða álftir í sárum söng við silfurblik ölduvega. Og allt er í viðlagsins gimstein greypt oggeymist þar eilíflega. Úr djúpinu stígur lífsins ljóð og leiftrar í kvöldsins hljóði. En skyggnist um heiminn Heljar öm og himinninn grætur blóði fær mannssálin hvítan væng og veit: Hún er viðlag í drottins ljóði. Guð blessi minningu Unnar. Kristjana E. Guðmundsdóttir, frá Dröngum. Einar J. Karls■ son - Minning Fæddur 1. maí 1909 Dáinn 28. apríl 1986 Heiðursmaður er látinn, maður af gamla skólanum, sem hvergi mátti vamm sitt vita og öllum vildi gott gera. Einar Jón fæddist á ísafirði, en átti rætur að rekja til Breiðafjarðar. Foreldarar hans voru hjónin Kristín Einarsdóttir og Karl Guðmundsson, síðar brunavörður í Reykjavík. Er Einar var á öðru ári fluttust foreldr- ar hans til Reykjavíkur og ólst hann þar upp. Foreldrum Einars varð sex barna auðið, sem öll eru látin. Einar dó á Vífilsstöðum eftir langa og stranga legu, hann bar veikindi sín af æðruleysi eins og honum var einum lagið, og að endingu óskaði hann eftir að verða jarðsettur í kyrrþey. Jarðarför hans fór fram 7. þ.m. Eins og algengt var á þeim tíma sem Einar var ungur hóf hann störf ungur að árum, eða strax eftir fermingu, sjórinn varð hans starfs- vettvengur framan af, eða allt til fimmtugs. Hann stundaði margs- konar veiðar, bæði á bátum og togurum, einnig var hann um skeið hjá Landhelgisgæslunni. Hann var þekktur fyrir ósérhlífni og dugnað, og var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þeim sem á þurftu að halda. Hann sigldi öll stríðsárin og var þá oft stutt bilið milli lífs og dauða. Hann var t.d. á skipinu Arinbirni Hersi er loftárás var gerð á það. Laust eftir fimmtugsaldur réðst hann til starfa hjá Eimskip og starf- aði þar óslitið til ársins 1978, er hann hætti störfum vegna aldurs. Einar var tvíkvætur, fyrri kona hans var Margrét Lára Lárusdóttir, ÆVINTYRAHEIMUR THAILANDS: Allt sem þér hefur dottið í hug fyrir verð sem þér hefur aldrei dottið í hug. Vegna sérstakra samninga SAS og Flugleiða er þér nú gert kleift að kynnast ótrúlegum ævintýraheimi Thailands í heila 17 daga fyrir enn ótrúlegra verð; 52.249,— krónur per mann í tveggja manna herbergi. Og það er ekki eftir neinu að bíða; brottfarir eru alla þriðjudaga a.m.k. út maí. í september byrjarsvo gaman- ið aftur. Aukavika fyrir kr. 3.698,— Gist er í 4 nætur í Bangkok og 10 nætur á óviðjafnanlegri Pattaya strönd- inni. Þar er dvalið á fyrsta flokks hóteli og aukavika kostar aðeins 3.698,- krónur. Það er frábært verð fyrir allar þær vellystingar sem í boði eru. Einnig er hægt að gista á lúxushóteli og verðið hækkar þá aðeins um litlar 5.994,— krónur. íburðurinn á þessum hótelum er engu líkur. Aukavika í Singapore fyrir 9.828,- krónur. Þú getur líka farið í sérferð til Singa- pore. Þar er gist á enn einu lúxushótel- inu og til að kóróna allt er þar boðið uppá 3ja daga skipsferð til Indónesíu og ógleymanlega siglingu með einka- snekkju. Allar nánari upplýsingar um þetta ein- staka ævintýri eru veittar á næstu ferða- skrifstofu ogsöluskrifstofum Flugleiða. FLUGLEIÐIR S4S þau eignuðust þrjá syni, Karl, Ol- geir og Valdimar, en þeir tveir fyrstnefndu eru látnir. Seinni kona Éinars var Guðrún Brandsdóttir og lifír hún mann sinn, eignuðust þau eina dóttur, Kristínu, ennfremur ól Einar upp tvær dætur Guðrúnar af fyrra hjónabandi, þær Svövu og Birnu Ólafsdætur, og reyndist hann þeim hinn besti faðir eins og öllum sínum börnum. Afkomendur Einars eru orðnir margir, bamabörnin eru 22 talsins og langaafabörnin eru 11. Ég sem þetta skrifa kynntist Einari og fjölskyldu hans fyrir lið- lega tuttugu árum, er ég kvæntist uppeldisdóttur hans. Ég lærði fljótt að meta Einar, manninn sem ávallt hafði barist harðri baráttu til að hafa nóg fyrir sig og sína og aldrei mátti aumt sjá öðruvísi en reyna að miðla til þeirra sem verr voru settir. Verald- leg auðæfi urðu því aldrei mikil, en gleðin yfir að gleðja aðra varð því meiri, andleg auðæfi, sem ekki verða frá neinum tekin og engum gefin, þar er innri maður að verki. Lundarfar Einars var þannig að hann óskaði ekki eftir eftirtekt annarra. Vildi lifa í ró, ánægður með sitt og sína, hann var barngóð- ur með afbrigðum, enda söknuður afkomendanna mikill þegar afi var allur. Guðrún mín, söknuður þinn er mestur, megi Guð styrkja þig og þína í sorg ykkar, en huggun er nærri. Hann sem öllu ræður mildar sárin og leiðir ástvinina saman á ný. G.B.D. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.