Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI1986 61 Reykjavík: Borgarafundur um gróður og trjárækt ALMENNUR borgarafundur um „gróður og trjárækt" verður haldinn nk. mánudagskvöld, 12. maí, kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni í Frostaskjóli (KR-heimilinu). I fréttatilkynningu frá JC-hreyf- ingunnisegirm.a.: „Æskan og umhverfið eru lands- verkefni JC-hreyfingarinnar á ís- landi. í mars 1986 var gert sam- komulag við Skógrækt ríkisins um að skógræktin sæi um fræðsluerindi í aðildarfélögum JCÍ. Svæðisstjóm JC-félaganna í Reykjavík hefur ákveðið að efna til borgarafundar með Reykvíkingum. Til liðs við sig hefur Svæðisstjórn Reykjavíkur fengið Sigurð Blöndal, skógræktarstjóra, og Jóhann Páls- son, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, til þess að flytja erindi og svara fyrirspurnum. Sigurður mun fjalla um æskuna og umhverfið, skóg- rækt og ef til vill sitthvað fleira. Jóhann Pálsson ætlar að tala um gróður í vesturbænum í Reykja- vík.“ Hátíð harmon- ikunnar á Broadway Hátíð harmonikunnar verður haldin í veitingahúsinu Broad- way í dag, sunnudag 11. maí, og hefstkl. 15.00. Einleikarar verða: Jón Hrólfsson N-Þingeyjarsýslu, Jakob Ingvason Reykjavík, Einar Guðmundsson Akureyri, Gunnar Guðmundsson Reykjavík og Garðar Olgeirsson Suðurlandi. Stórhljómsveitin Akkord, Kvartett Guðna S. Guðna- sonar, átta félagar úr Félagi harm- onikuunnenda og Djasskvartett Karls Jónatanssonar leika öll á há- tíðinni og í hléi koma fram dansarar Jón Hrólfsson verður á meðal þeirra sem leika einleik i Broad- way. frá Nýja dansskólanum og tríó Sigurðar Jónssonar. Húsið verður opnað kl. 14.00. Aðgöngumiðasala er við inngang- inn. Ófétin leika í Djúpinu í kvöld. Djass íDjúpinu Djassað verður í kjallara veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti - Djúpinu - í kvöld, sunnudag. Þar leika „Ófétin“ frá kl. 21.30. Hljómsveitina skipa: Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem. Elín Björnsdóttir á meðal verka sinna. Elín Björnsdóttir heldur vefsýningu Elín Björnsdóttir sýnir á handofin veggteppi á vefstofu sinni Ásvallagötu 10A. Opið verður virka daga frá kl. 8.00 til 18.00 en sýningunni lýkur 17. maí. Elín hefur unnið við vefnað í rúm þijátíu ár og rekið vefstofuna í 13 ár. Enski hárgreiðslumeistarinn Dar heldur námskeið og sýnikennslu Enski hárgreiðslumeistarinn Dar verður með námskeið hér á landi á vegum Hárgreiðslumeist- arafélags Islands 11. til 14. maí. í dag, sunnudag, verður sýni- kennsla á Hótel Borg. Auk Dar verður einnig sérfræðingur í KMS-hársnyrtivörum og förðun- arsérfræðingur sem vinnur fyrir tískublaðið Vogue. Dar er leiðandi hárgreiðslumeist- ari í London og þekktur fyrir skap- andi hárgreiðslur og klippingar. Hann hefur unnið fyrir tískublaðið Vogue og greitt m.a. ýmsum fræg- um leikurum og tónlistarmönnum. Dar hefur unnið að stórsýningum í Royal Albert Hall og Barbican í London ásamt því sem hann hefur haldið námskeið um alla Evrópu. Hárgreiðslumeistarafélag ís- lands hefur á undanfömum árum leitast við að fá hingað til lands þekkta og virta hárgreiðslumeistara til þess að kynna ýmsar breytingar í tískuheiminum. Námskeið þessi hafa verið vel sótt og verið mikil lyftistöng fyrir hárgreiðsluiðnina. Hárgreiðslunámskeiðið verður haldið á Hótel Borg í dag, sunnu- dag, kl. 10.00 til 16.00. Sýnikennsla verður nk. mánudag og þriðjudag. (Fréttatilkynning.) INNLEN-T Dar með einu af módelum sínum. Vorhátíð Langholts- skóla Á uppstigningardag efndi Langholtsskóli til vorhátíðar í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkurborgar. Hátíðin hófst kl. 13.00 með því að lúðrasveit lék við skól- ann. Innandyra hafði verið komið fyrir sýnishornum af vinnu nemenda auk þess sem nemendur stóðu fyrir skemmt- unum og leikjum. Myndirnar voru teknar á vorhátíð skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.