Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 64
Umferðarljós allan sólarhringinn: Grunur um að gul blikkandi ljós hafi valdið slysum UMFERÐARNEFND hefur samþykkt að fyrst um sinn verði hætt að láta umferðarljós i borginni blikka gulu ljósi að kvöld- og nætur- lagi. í stað þess verði þau látin ganga eins allan sólarhringinn. Guttormur Þormar, yfírverk- fræðingur hjá umferðardeild, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun þessi byggðist á vísbend- ingum um að gul blikkandi ljós hefðu valdið umferðarslysum á ákveðnum stöðum í borginni. Hann nefndi sem dæmi gatnamótin á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, þar sem mikil umferð er um nætur, einkum um helgar. „Við getum að vísu ekki slegið því föstu að orsök þessara slysa megi rekja til blikk- andi ljósa, en þar sem grunur um slíkt er fyrir hendi er það næg ástæða til að endurskoða þessi mál“, sagði Guttormur. Hann sagði að á sínum tíma hefði það fyrirkomulag, að hafa gul blikk- andi ljós að næturlagi, verið tekið upp til reynslu og hefði í fyrstu gefíst vel. Nú benti hins vegar ýmislegt til, að rekja mætti slys til þessara blikkandi ljósa og því hefði verið samþykkt að hafa umferðar- ljós gangandi allan sólarhringinn, að minnsta kosti fyrst um sinn. 40 milljónir til að kaupa kúfiskskip Vorhreingerningar í höfuðborginni REYKVÍKINGAR tóku til í borginni í góða veðrinu í gær. í fjölmörgum hverfum borg- arinnar mátti sjá fólk með kústa og hrífur eða þá berandi rusiapoka út á götur og gangstéttir, þar sem borgarstarfsmenn hirtu upp ruslið og fóru með á haugana. Víða gerðu fbúar sér sitthvað til hátíðabrigða' samfara hreingemingunni, eins og til dæmis í Vesturbæ, þar sem íbúasamtök Vesturbæjar og Foreldra- og kennarafélag Vesturbæjarskóla slógu saman hreinsunardegi og vordegi. Þar fór flokkur hornablásara um götur á traktors- kerru og síðdegis voru uppákoma og pylsuveisla á skólalóð Vesturbæjarskólans. Borgarstarfsmenn létu ekki sitt eftir liggja og hreinsuðu Tjörnina, þar sem lífið er smám saman að færast í sumarbúning: hreiðurgerð er hafín i hólmunum, gosbrunnurinn hefur verið hreinsaður og á björtum vomóttum leiðast kærustupör fyrir sunnan Fríkirkjuna . . . Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon rist, því kúfískurinn yrði veiddur á grunnslóð. Sérstakir vatnsplógar yrðu notaðir við veiðamar og lestin yrði útbúin sérstaklega. Guðmundur sagði að Byggða- stofnun hefði þegar fengið auga- stað á ákveðnu skipi sem væri frá Þýskalandi, en ósamið væri enn við eigendur þess. Hann sagði, að fé- lagið á Suðureyri yrði ekki stofnað fyrr en tilskilin leyfí frá viðskipta- ráðherra og langlánanefnd fengj- ust. Hins vegar lægi fyrir leyfí sjáv- arútvegsráðherra þess efnis að svona skip fengi þriggja ára til- raunaveiðileyfi. Hins vegar kæmi ekki til greina að veita því almennt fískveiðileyfi. 450 þúsund seiði til Noregs LAXALÓN hefur gengið frá sölu á 250 þúsund laxaseiðum og 200 þúsund regnbogasilungum til Noregs. Seiðin verða sótt með tankskipi fyrir l.júlí í sumar. Nokkrar íslenskar seiðastöðvar sömdu um sölu á seiðum til Noregs og Irlands. Lengi vel stóð á inn- flutningsleyfum til Noregs. Að lok- um var veitt innflutningsleyfi til eins fyrirtækis sem dreifír seiðun- um innan Noregs og hefur Laxalón gengið frá samningum við fyrirtæk- ið. Olafur Skúlason framkvæmda- stjóri Laxalóns sagði að Norðmenn- imir greiddu gangverð í Noregi fyrir seiðin, og væri verðið hærra en í fyrra. Krían komin í Tjarnar- hólmann ENN EINN sumargesturinn er nú kominn til Reykjavíkur og farinn að búa sig undir sumar- dvöl og ungauppeldi. Hér er auðvitað átt við kríuna, sem kemur nær undantekningarlaust á Tjömina á sama tíma maímán- aðar. Þeirra fyrstu varð vart að áliðinni vikunni og þegar ljós- myndari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, átti leið hjá Tjörn- inni í gær, var krían komin í æti og farin að huga að hreiðurstæð- Lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlum sið í dag: Suðurey YE afla- hæst vertíðarbáta Vestmannaeyjum. SUÐUREY VE 500 var með mestan afla Eyjabáta í gær, 1.375 tonn og var væntanleg inn til iöndunar um kvöldið eftir um í hólmanum. Að sögn rót- gróinna Reykvikinga koma könnunarsveitir fyrst á vettvang, en megin hópurinn kemur svo daginn eftir, þegar ljóst er að allt er með felldu. þriggja daga veiðiferð. Þórunn Sveinsdóttir landaði í gær og var þá komin með 1.172 iestir. Gamli lokadagurinn er í dag, 11. maí. Almennt er miðað við 15. maí núorðið sem lokadag, en skipin halda þó oft veiðum áfram eitt- hvað lengur. Suðurey varð afla- hæst vertíðarbáta i fyrra og hitteðfyrra, bæði árin með rúm- lega 1.600 lestir, og nú stefnir í það að Sigurður Georgsson, skip- stjóri á Suðurey, tryggi sér afla- kóngstitilinn þriðju vetrarvertíð- ina í röð. Heildarafli báta og togara í apríl- mánuði var 7.761 tonn og þar af fóru 2.697 tonn utan í gámum, eða 35% aflans. Frá áramótum er afli lagður á land í Vestmannaeyjum 21.238 tonn, en var 20.794 tonn sömu mánuði í fyrra. Fjórði hluti landaðs afla, alls 5.242 tonn, hefur farið erlendis óunninn í gámum. Annars hefur fiskirí verið fremur dapurlegt síðustu vikumar, jafnt í net sem troll og hálfgerð ördeyða hefur verið hjá togurunum. Gamli lokadagurinn er sunnudaginn 11. maí, en nú er almennt miðað við 15. maí sem lok vetrarvertíðar. Það er þegar komið lokahljóð í marga hér. Togaraaflinn fyrstu fjóra mánuði ársins er tæplega 1.300 tonnum meiri en sömu mánuði í fyrra. Meginhiuti afla þeirra hefur farið til vinnslu í fískvinnslustöðvunum og því bjargað miklu varðandi vinnu fískvinnslufólks, sem ekki hefur haft úr miklu að moða í vetur, ólíkt því sem áður var, þegar vertíð var Vertíð, með stórum staf. Um mánaðamótin var afli ein- stakra togara þessi: Breki 1.605 tonn, Sindri 1.261 tonn, Vest- mannaey 1.023, Bergey 990, Klakkur 962, Halkion 685, Gideon 568. - hkj. STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að Byggðastofnun fjármagnaði y/J*»up á skipi að utan, til kúfisk- rannsókna hér við land, svo fremi sem tilskilin leyfi fáist fyrir slikum kaupum. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Malm- quist forstjóra Byggðastofnunar er fyrirhugað að stofna hlutafé- lag á Suðureyri um veiðar og vinnslu kúfisks, þar sem Byggða- stofnun verði einn hluthafa. Guðmundur sagði að áætlaður kostnaður vegna þessa væri um ein milljón dollara, liðlega 40 milljónir íslenskra króna, en þá eru veiðarfæri ekki meðtalin. Guðmundur sagði að lengi hefði verið rætt um nauðsyn þess að kanna nýtingarmöguleika kúfísks hér við land og þessi ákvörðun ~ væri í beinu framhaldi þeirrar umræðu. Hann sagði að skip til slíkra tilraunaveiða þyrfti að vera nokkuð frábrugðið íslenskum físki- skipum. Það mætti ekki vera djúp- Heildarskipulag Laugardalsins: Samkomuhald tugþúsunda í Laugardal „MEÐ þessari framkvæmd verður brotið biað í öllum möguleikum fyrir útilíf inn- ^ an borgarmarkanna. Hægt verður að byggja upp að- stöðu fyrir samkomuhald tugþúsunda manna,“ segir Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík m.a. í viðtali um áætlun um nýjan skemmti- garð í Laugardal. I skemmtigarðinum er gert ráð fyrir gróðurskála, tjörnum, rósagarði, japönskum garði, leiksviði, tónlistarhúsi, dýra- garði, tívolíi og fleiru. Borgar- stjóri segir að gerð hafí verið kostnaðaráætlun að grundvall- arstarfseminni í garðinum og sé miðað við að verkinu verði lokið á næsta kjörtímabili. Sjá nánar „Uppbygging Laugardalsins í sambýli við rósemd og hlýju“ á bls. 20B-21B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.