Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 67
EM í kröfuknattleik:
íslenska landsliðið
hélt utan í morgun
ÍSLENSKA landsliðið í körfu-
knattleik hólt til Belgíu í morgun
þar sem liðið mun taka þátt í
Evrópukeppninni, en sem kunn-
ugt er vann liðið sér rétt til þess
með frækilegum sigri f C-riðli
keppninnar sem fram fór hér á
landi í síðasta mánuði. Fyrsti leik-
ur liðsins verður á morgun. Mæta
þeir þá Pólverjum og hefst leikur-
inn klukkan 18.15 að íslenskum
tíma. Sfðan verður leikið á laugar-
dag, sunnudag, mánudag og
þriðjudag.
Keppnin í Belgíu er tvískipt.
Annar riðillinn verður leikinn í Li-
ege og í þeim riðli eru auk íslands
lið frá Póllandi, Ungverjalandi, Sví-
þjóð, ísrael og Tyrklandi. Hinn
riðillinn er leikinn í Antwerpen og
þar leika Rúmenar, Hollendingar,
Belgar, Finnar, Grikkir og Austur-
ríkismenn en þeir unnu annan riðii
C-keppninnar sem fram fór í Dan-
mörku í apríl.
Möguleikar íslands
íslenska liðið virðist í fljótu
bragði eiga góða möguleika á að
ná langt í þessari keppni. Þetta
er byggt á þeim úrslitum sem orðið
hafa í körfuknattleiknum á síðustu
misserum og má þessu til stuðn-
ings nefna að ísland tapaði í fyrra
naumlega fyrir Tyrkjum og Ung-
verjum og í keppninni hér heima
vann liðið það norska sem
skömmu áður hafði unnið bæði
Pólverja og Ungverja með tals-
verðum mun.
Auðvitað er ekkert hægt að
fullyrða út frá slíkum upplýsingum
en engu að síður gæla menn við
þá hugmynd að liðið standi sig vel
þó svo fáir ef nokkrir geri sér vonir
um að liðið komist upp í A-riðil.
Sá riðill verður leikinn í Antwerpen
strax að B-riðlinum lokum.
Schreeves hélt
ekki uppi aga
— og var rekinn frá Tottenham
Frá Bob Hennessy, fróttamanni Moraun biaösins í Enalandi:
STJÓRN Tottenham rak f fyrradag
framkvæmdastjóra liðsins, Peter
Schreeves, frá störfum.
Ákvörðun um brottreksturinn
mun hafa verið tekin í mars, eftir
að lið Tottenham fór í fjögurra
daga „æfingaferð" til Jersey, eyj-
unnar í Ermarsundinu. Þessi ferð
var hin skrautlegasta og undan-
farna daga hafa bresku blöðin
verið að grafa upp hvert hneykslið
á eftir öðru í tengslum við dvöl
liðsins þar. Ferðin var farin á þeim
tíma þegar Tottenham átti enn
möguleika á því að komast áfram
í bikarkeppninni, og var hugsuð til
þess að þjappa hópnum saman
og efla baráttuandann f liðinu. En
ferðin virðist hafa endað sem ein
allsherjar sukkveisla.
Flestallir leikmennirnir lentu f
átökum á næturklúbbi á eyjunni,
nokkrar léttlyndar stúlkur hafa lýst
því hvernig þær skiptu sér niður á
hótelherbergin hjá leikmönnunum,
Graham Roberts sást dansa um
ganga hótelsins með lampaskerm
á höfðinu, einan klæða, og Clive
Allen var handtekinn og sektaður
af lögreglunni fyrir of hraðan akst-
ur um hánótt. Og fleira í þessum
dúr. Eftir þetta þótti stjórn Totten-
ham Ijóst aö Schreeves héldi ekki
aga meðal leikmanna og ákváðu
að láta hann fara eftir keppnistíma-
bilið. Þar við bætist að liðið komst
lítið áfram f bikarkeppnum og
endaði í 10. sæti í deildinni.
David Pleat, hinn virti fram-
kvæmdastjóri Luton, er líklegastur
eftirmaður Schreeves hjá Totten-
ham.
Morgunblaöiö/Sigurgeir
• Fyrsta stigamótið í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um hvftasunn-
una.
Fyrsta stigamótið
í golfi í Eyjum
FAXAKEPPNIN í golfi fer fram í
Vestmannaeyjum nú um hvíta-
sunnuna, 17. og 18. maí. Keppnin
er opin og verður leikið með og
Misritun
RANGT nafn var undir einni
myndinni í blaðinu í gær þar sem
við kynntum leikmenn 1. deildar.
í kynningunni á Fram er einn leik-
manna nefndur Jónas Björnsson
en sá hitir Sigurður I. Ómarsson
og er 20 ára. Beðist er velvirðing-
ará þessu.
án forgjafar, bæði konur og karl-
ar. Á mánudag, annan f hvfta-
sunnu, fer fram stigakeppni fyrir
þá kylfinga, sem hafa sex og
minna f forgjöf og gefur sú keppni
stig til landsliðs. Skráningu f
mótið lýkur á föstudagskvöld.
Golfvöllurinn í Eyjum kom mjög
vel undan vetri og er gróður kom-
inn vel á veg. Þegar hafa brautir
og flatir verið slegnar nokkrum
sinnum og hefur völlurinn sjáldan
eða aldrei verið betri á þessum
árstíma að sögn heimamanna.
Búist er við um eða yfir 100 þátt-
takendum og stórum hluta þeirra
frá „meginlandinu".
Mótherjarnir
ísrael verður trúlega að teljast
sterkasta þjóðin í þessum riðli og
þó við vitum lítið um styrkleika
þeirra þá er Ijóst að þeir hafa fullan
hug á að endurheimta sæti sitt í
A-keppninni, en þar hafa þeir verið
síðastliðinn áratug. Hæst náðu
þeir árið 1979 er þeir urðu í öðru
sæti í Evrópukeppninni. 1981 og
1983 urðu þeir í sjötta sæti en í
fyrra lentu þeir í því níunda og féllu
þar með i B-riðilinn. Sem dæmi
um styrkleika þeirra á síðasta móti
má nefna að þeir unnu ítali sem
urðu síðan í þriðja sæti á mótinu,
reyndar var þetta eina tap ítala í
keppninni. ísland hefur aðeins einu
sinni leikið við fsrael og var það á
Ólympíuleikunum í Montreal árið
1976. ísrael vann þann leik 116-
56.
Þrívegis hefur ísland leikið við
Pólverja og alltaf hafa þeir pólsku
unnið. Það er að vísu orðið langt
síðan leikið var síðast gegn þeim
því það var fyrir ellefu árum og þá
í EM í Þýskalandi og tapaðist sá
leikur 123-71.
Pólverjar hafa lengstum verið
með eitt af betri körfuknattleiks-
þjóðum heimsins. Bakslag kom þó
í íþróttina hjá þeim árið 1972-1978
en árið 1979 komust þeir aftur upp
í A-keppnina. Þeir féllu síöan niður
í B-keppnina árið 1983 og hafa
rokið á milli A og B-keppninnar
síðan.
Til gamans má geta þess að
Pólverjar léku tvo landsleiki við
Norömenn seint á síðasta ári og
lauk þeim báðum með sigri frænda
vorra, 67-65 og 113-74. Líklegt
verður þó að telja að Pólverjar séu
mun sterkari nú en þeir voru fyrir
tæpu ári.
Ungverjar hafa verið fastir í
B-keppninni allt frá árinu 1969 er
þeir féllu úr A-keppninni. Norð-
menn léku nýlega við Ungverja og
unnu þann leik 96-77 en í síðustu
B-keppni unnu Ungverjar lið Svía
með 80 stigum gegn 79 en töpuðu
á hinn bóginn fyrir Finnum 81-82.
ísland hefur tvívegis leikið við
Ungverja. í júní síðastliöinn unnu
þeir okkur með fjórum stigum og
árið 1982 unnu þeir 114-90 í EM
í Edinborg.
Svfa þekkjum við best af mót-
herjum okkar. Þjóðirnar hafa alls
leikið 15 landsleiki og hafa þeir
allirtapast. Munurinn hefurminnst
orðið fimm stig, 69-74, í apríl á
siðasta ári. Körfuknattleikurinn í
Svíþjóð tók miklum framförum
fram til ársins 1976 en eftir það
hafa þeir staðnað nokkuð og erum
við íslendingar alltaf að draga á
þá þó svo þeir hafi hingað til alltaf
verið ofjarlar okkar.
Tyrki þekkjum við minnst af
mótherjum okkar. Þjóðirnar hafa
aðeins einu sinni leikið landsleik
og var það í júní á síðasta ári.
Tyrkir unnu leikinn með tveggja
stiga mun og hafa íslensku strák-
arnir fullan hug á að laga þaö í
næsta leik gegn þeim.
f lokin er rétt að geta þess að
fjögur efstu liðin í hvorum riðli
B-keppninnar komast áfram í milli-
riðli og úr þeim riðli komast fjögur
lið áfram í A-keppnina.
í næstu viku gefst nýjum kylfing-
um tækifæri til að hefja ném í
golfi, því þá taka John Drummond
og Martyn Knipe upp þráðinn þar
sem frá var horfið við golfkennslu
fyrir stuttu. Þeir félagar kenna
nú utandyra enda eru vellirnir
óvenju góðir og veðrið spillir ekki
fyrir.
Byrjendanámskeiðin hefjast í
• fslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu munu örugglega berjast
af jafnmiklum krafti f Belgíu og þeir gerðu í C-keppninni í Laugardals-
höllinni þar sem þessi mynd er tekin.
Sigurður
hetja dagsins
Zurich. Frá Önnu Blamadóttur, fréttaritara Morgunblaðalna.
Sigurður Grétarsson skoraði
eina mark leiks FC Luzern gegn
FC Wettingen af 18 metra færi í
svissnesku deildarkeppninni í
knattspyrnu á þriðjudagskvöld.
Liðið átti mörg góð tækifæri en
tókst ekki að nýta þau fyrr en
Sigurður tók af skarið á 83. mín-
útu leiksins. Hann var hetja dags-
ins og nafn hans er nefnt í fyrir-
sögnum flestra frétta af leiknum
f dagblöðum í dag, miðvikudag.
Luzern hefur hlotið 9 stig í
undanförnum fimm leikjum í deild-
arkeppninni. Samkeppnin um
þriðja sætið, og þar með þátttöku
í UEFA-bikarkeppninni, er orðin
hörð. Möguleikar Luzern aukast
með góðri frammistöðu Sigurðar,
hann skoraði tvö mörk um helgina,
og liðið hefur nú jafn mörg stig
og Grasshoppers, sem er í þriðja
sæti. Luzern leikur gegn Lau-
sanne, sem er í 7. sæti í deildar-
keppninni, á föstudag en Grass-
hoppers gegn Xamax, sem er efst
ídeildinni.
Ómar Torfason lék með Luzern
á ný eftir tvo leiki á bekknum á
Vormót IR
VORMÓT ÍR í frjálsum íþrótt-
um verður haldið í dag í Laug-
ardalnum og hefst klukkan
18.30. Keppt verður í 18 grein-
um að þessu sinni og verður
allt okkar fremsta frjálsíþrótta-
fólk meðal þátttakenda, nema
þeir sem erlendis eru.
iið að byrja
næstu viku og hægt er að láta
skrá sig í síma 82815 frá 12 á
hádegi til klukkan 21 á kvöldin.
Auk þess að kenna byrjendum
verða þeir félagar með námskeið
fyrir þá sem lengra eru komnir og
kenna þá hvernig best er að
komast upp úr sandgryfjum og
fleira því um líkt. Kennt er á golf-
svæðinu við Grafarholt.
þriðjudag. Hann átti mörg góð
tækifæri en haföi ekki heppnina
með sér og tókst ekki að skora.
Þó nokkur athygli beinist aö hon-
um í blöðum í dag og hann fær
misjafna en þó fremur jákvæða
dóma. Þjálfari liðsins segiraö hann
standi sig mjög vel á æfingum og
skori stöðugt en hann vanti sjálfs-
traust þegar á hólminn er komið.
Það er tekið fram í blöðum í dag
að Ómar hafi gert samning við
Luzern fram á sumar 1988 og
hann ætli að standa við hann.
Aðalfundur
AÐALFUNDUR KRR verður hald-
inn á Hótel Esju í kvöld og hefst
hann klukkan 20.
V-Þjóðverj-
arunnu
Hollendinga
RUDI VÖLLER sýndi það f lands-
leik Vestur-Þjóðverja og Hollend-
inga í gærkvöldi að hann verður
einn af lykilmönnum HM í Mex-
íkó, ef hann sleppur við meiðsli.
Hann gerði tvö mörk f 3:1-sigri
Vestur-Þjóðverja, og hafði um
helgina gert eitt mark í jafntefiis-
leik gegn Júgóslavfu. Þrjú mörk í
tveimur leikjum og það eftir að
hafa verið frá vegna meiðsla allan
síðari hluta keppnistfmabilsins
er meira en bjartsýnustu menn
höfðu vonað.
Franz Beckenbauer, þjálfari
v-þýskra, stokkaöi lið sitt nánast
alveg upp fyrir leikinn og lét aðeins
fjóra menn sem tóku þátt í leiknum
gegn Júgóslövum byrja inná. Þá
eru Rummenigge og Magath enn-
þá meiddir, svo langt virðist frá
því að Beckenbauer hafi fundið
rétta liðið. Hann tilkynnir 22
manna hópinn sem fer til Mexíkó
í dag. Mathias Herget gerði þriðja
mark Þjóðverja í gærkvöldi og
Johnny Van’t Schip geröi eina
mark Hollands.