Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 1
 MARKABIKAR MORGUNBLAÐSINS: Bjarni Sveinbjörnsson skoraði fyrsta markið Sjá bls./ 6b og 7b PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 BLAÐ Staðan í 1. deild FH OG Breiðablik hafa forystu í 1. deild eftir leikina í gærkvöldi. Síðasti leikur 2. umferðar verður í kvöld og eigast þá við Fram og Þór á Laugardalsvelii og hefst hann kl. 20. Staðan er nú þannig: FH 2 2 0 0 5:2 6 Breiðablik 2 2 0 0 2:0 6 Akranes 2 1 1 0 3:0 4 KR 2 1 1 0 4:0 4 Þór 1 1 0 0 2:1 3 Fram T 0 1 0 0:0 1 Víðir 2 0 1 1 1:3 1 ÍBK 2 0 0 2 1:3 0 Valur 2 0 0 2 1:3 0 ÍBV 2 0 0 2 0:7 0 Þorsteinn og Kári úr leik íbili ÍBV varð fyrir þungu áfalli um helgina. Markvörður liðsins, Þor- steinn Gunnarsson, handar- brotnaði í leiknum við KR, og er kominn með hendina f gips upp aðolnboga. Á æfingu á mánudaginn tá- brotnaði svo Kári Þorleifsson og er Ijóst að báðir leikmennirnir verða frá keppni næstu vikur. Kári gat lítið sem ekkert leikið með ÍBV á síðasta keppnistímabili vegna meiðsla. Það var talið nógu þungt fyrir báru hjá ÍBV, þó svo þessi slæmu áföll hefðu ekki dunið yfir í þokkabót. - hkj. Róðurinn þyngist hjá Lakers EKKI hefur gengið of vel hjá Pétri Guðmundssyni og félögum hans hjá Los Angeles Lakers að und- anförnu. Liðið hefur nú tapað þremur af fjórum leikjum sinum við Houston Rockets í úrslita- keppni HBA-deildarinnar f Banda- ríkjunum. Á föstudaginn vann Houston með 117 stigum gegn 109. Pétur lék með í sex mínútur en skoraði ekki, en tók mörg fráköst og á sunnudaginn töpuðu Pétur og fé- lagar, 95—105, og skoraði Pétur tvö stig í þeim leik. Lakers leikur fimmta leikinn við Houston í dag, miðvikudag, á heimavelli sínum í Los Angeles. í hinum riðlinum hefur Boston Celtics tryggt sér sigur og leikur við sigurvegarann úr viðureign Lakers og Houston um meistara- titilinn. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit. Þannig að róð- urinn verður þungur hjá Pétri og félögum. Morgunblaöíö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Alfreð Þýskalandsmeistari „Meistarar — Meistarar". Sigurgleði Essen leikmannanna Alfreðs Gíslasonar landsliðsmanns, Wolfgang Kubitzski og Dirk Rauin var mikill þegar flautað var til leiksloka f leik Essen og Kiel á sunnudaginn. Essen vann yfirburðasigur, 29—14 og gulltryggði Þýskalands- meistaratitilinn á heimavelli sfnum fyrir framan nær sjö þúsund áhorfendur. • Helga Halldórsdóttir bætti ís- landsmetið í 400 metra grinda- hlaupi um tæpa sekúndu. Glæsilegt íslandsmet hjá Helgu HELGA Halldórsdóttir, frjáls- íþróttakona úr KR, setti nýtt og glæsilegt ístandsmet f 400 metra grindahlaupé á móti í Bandaríkj- unum umhelgina. Helga bætti gamla metið um tæpa sekúndu. Hljóp á 57,61 sekúndu og er það undir því lág- marki sem sett var fyrir Evrópu- meistaramótið í Stuttgart í ágúst. Gamla metið var 58,44 sekúndur. Þessi árangur er mjög góður á alþjóðamælikvarða. Stórt tap gegn ísrael Frá Skúla Sveinssyni blaðamanni Morgunblaðsins f Belgfu. ÞAÐ fór eins og menn bjuggust við þegar ísland og ísrael iéku síðasta ieikinn í keppni B-þjóða á Evrópumótinu f körfuknattleik. ísrael vann stórt. Lokatölur 64:93 en staðan í leikhléi var 31:41. Ekki var búist við því fyrir leikinn að ísraelar ættu í nokkrum erfið- leikum með hið smávaxna lið okkar og það kom reyndar á daginn. ís- lensku strákarnir léku þó alls ekki illa en ísrael er einfaldlega mun sterkara lið. Hraði þeirra er gífur- legur og bakverðirnir eru eldfljótir og snöggir auk þess sem þessir menn hitta þegar þá langar til. Allir leikmenn íslands léku í þessum leik og Pálmar, Torfi og Valur léku minna en þeir hafa gert í leikjunum til þessa. Torfi náði því að fá fimm villur í leiknum en þetta var síðasti landsleikur hans eins og við höfum skýrt frá. Páll Kolbeinsson átti góðan dag og reyndar má segja það um alla þá sem lítið hafa leikið í ferðinni. Stig íslandsrPáll Kolbeinsson 13, Hreinn Þorkelsson 8, Torfi Magnússon 8, Birgir Mika- elsson P, Guöni Guðnason 6, Pálmar Sigurös- son 6, Leifur Gústafsson 5, Ragnar Torfason 4, Valur Ingimundarson 2, Símon Ólafsson 2, Tómas Holton 2. Jack Charlton er öskureiður — þrír leikmenn Liverpool í írska landslilðinu mæta ekki í landsleikina á íslandi Enskir sterkir — unnu Mexíkó 3:0 ENGLENDINGAR virðast í hörku- góðu formi nú rótt fyrir HM í knattspyrnu, sem hefst í Mexikó um aðra helgi. Á laugardaginn unnu þeir landslið Mexíkó í æf- ingaleik, fremur léttilega, með þremur mörkum gegn engu. Mark Hately gerði tvö mörk fyrir England og Peter Beardsley eitt. Öll mörkin voru skoruð f fyrri hálfleik. Frá Bob Honnossy fróttamanni Morqunblaí JACK Charlton, framkvæmda- stjóri írska landsliðsins, sem kemur hingað til lands á morgun, varð öskureiður, þegar í Ijós kom í gær að leikmenn Liverpool, Lawrenson, Whelan og Beglin, munu ekki koma með landsliðinu t ferðina. írska sambandið fékk óvænt skeyti frá Liverpool, þar sem til- kynnt var að leikmennirnir þrír gætu ekki komið til leikjanna í Reykjavík, vegna þess að þeir væru í fríi á Marbella á Spáni. Þetta þótti undarlegt, því enginn virðist hafa vitað um þessa skemmtiferð Liverpool leikmann- anna fyrr en á síöustu stundu, og jafnvel talið að ferðin sé ekki á vegum félagsins, heldur hafi leik- mennirnir sjálfir tekið sig til og skellt sér saman í vikulangt frí í sólina á Spáni. Jack Charlton hefur lagt á það mikla áherslu að fá sitt besta lið til íslands, og m.a. fengið í gegn að þrír leikmenn Manchester Un- ited, Moran, McGrath og Staple- ton koma í leikina rakleitt frá Asíu, þar sem lið þeirra hefur verið á keppnisferð, og tveir leikmenn Oxford, Aldridge og Houghton, fara úr miðri æfinga- og keppnis- ferð síns liðs í Florida, til að geta tekið þátt í leikjunum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.