Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 B 3 • Jón Þórir Jónsson hefur verið Staðaní 2. deild STAÐAN í 2. deild eftir fyrstu umferð er þessi: KA 1 1 0 0 4:0 3 Selfoss 1 1 0 0 4:1 3 Njarðvík 1 0 1 0 3:3 1 ÍBÍ 10 10 3:3 1 Víkingur 1 0 1 0 1:1 1 Þróttur 1 0 1 0 1:1 1 Völsung 1 0 1 0 0:0 1 KS 1 0 1 0 0:0 1 Skallagr. 1 0 0 1 1:4 0 Einherji 10 0 1 0:4 0 betri en enginn fyrir Breiðablik. Hann hefur gert bæði mörk liðs- ins í deildinni til þessa. • Örn Bjarnason, markvörður Breiðabliks, grípur hér vel inn f leikinn gegn Val f gærkvöldi. Breiðabliksmenn, sem komu upp úr 2. deild í fyrra, hafa svo sannarlega fengið óskastart og eru með fulK hús stiga eftir tvo leiki. Örn hefur staðið sig vel og ekki fengið á sig mark og varði meðal annars vítaspyrnu gegn ÍBK á laugardaginn. Ovæntur en sanngjarn sigur UBK Hlfðarendavöllur 1. deild: Valur-UBK 1:0 (0:0) Mark UBKdón Þórir Jónsson (víti) á 57. mín. Áhorfendur350. Dómarí:Bragi Bergmann Gul apjöld:Engin. Einkunnagjöfin: ValunStefán Arnarson 2, Jón Grétar Jónsson 2, Magnús Magnússon 2, Magni Pótursson 2, Ársœti Kristjánsson 2, Bergsveinn Sampsted 2, Guöni Bergsson 3, Hilmar Sig- hvatsson 2, Valur Valsson 2, Ingvar Guö- mundsson 2, Ámundi Sigmundsson 2. Antony Gregory (vm.)1, Bergþór Magnússon (vm.) 2. Samtals 23 stig. UBK:Örn Bjarnason 2, Ingjaldur Gústafsson 3, Ólafur Ðjörnsson 3, Magnús Magnússon 3, Benedikt Guömundsson 3, Jón Þórir Jóns- son 3, Hákon Gunnarsson 3, Jóhann Grótars- son 2, Guðmundur Guömundsson 3, Guö- mundur Valur Sigurösson 3, Helgi Ingason 2. Vignir Baldursson (vm) 2, Rögnvaldur Rögnvaldsson (vm)2. Samtals 30 stig „Þetta kemur óneitanlega þægi- lega á óvart. Við ákváðum í upphafi að hugsa bara um einn leik í einu, og láta það hafa sem allra minnst áhrif á leik okkar hvar við stæðum í deildinni. Það breytir því engu um leikaðferð okkar þó svona vel hafi gengið í upphafi. Við gerum okkur allir grein fyrir að við þurfum að gefa allt sem við eigum til í alla leikina, ef við eigum að halda okkur í deildinni, og við munum ekkert slaka á núna. Þvert á móti,“ sagði Jón Hermannsson, þjálfari Breiða- bliks, sem með sigrinum á Val í gærkvöldi situr nú öllum á óvart á toppi deildarinnar ásamt FH. „Við reynum að spila nokkuð agaða knattspyrnu, en ég er með flinka menn í miövellinum, menn sem geta haldið boltanum og leikið á andstæðinga, og ég leyfi þeim það. Ég hef mikla trú á þessu Breiðabliksliði," sagðiJón. Það var strekkingur á annað markið á Valsvellinum í gærkvöldi, og það setti óneitanlega svip sinn á leikinn. Valsmenn léku undan vindinum í fyrri hálfleik, en gekk bölvanlega að hemja knöttinn. Þeir reyndu hvað þeir gátu að halda honum niðri, og spila þvert á völlinn, en fengu engan frið frá Blikunum. Breiðabliksmenn reyndu aftur stungusendingar upp í hornin á móti rokinu og gekk öllu betur. Einnig tókst frískum miðju- mönnum þeirra, Guðmundi Guð- mundssyni og Guðmundi Vali Sig- urðssyni nokkrum sinnum að ná ágætum skotum að Valsmarkinu eftir einleik upp miðjan völlinn. En Valgeir með fyrstu þrennuna Vestmannaeyjavöllur 1. deild: |BV-|A 0:3 (0:0) Mörk ÍA:Valgeir Barðason 3, á 72. min.,88. mín.,89 mín. Dómari:Ólafur Lárusson Gul 8pjöld:Sveinbjörn Hákonarson, ÍA , Ólafur Þórðarson ÍA. Einkunnagjöfin: ÍBV:Höröur Pálsson 2, Viðar Elíasson 2, Ólafur Árnason 1, Elías Friöriksson 3, Jón Bragi Arnarson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, LúÖvík Bergvinsson 1, Jóhann Georgsson 2, Páll Hallgrímsson 1, Ómar Jóhannsson 2, Bergur Ágústsson 2. ÞórÖur Hallgrímsson vm (lók of stutt), Ingi Sigurösson vm (lók of stutt). Samtals 20 stig. ÍA:Birkir Kristinsson 2, Guöjón Þóröarson 2, Heimir Guömundsson 2, Siguröur Lárusson 3, Siguröur B. Jónsson 2, Valgeir Baröason 3, Sveinbjöm Hákonarson 3, ólafur Þóröarson 3, Höröur Jóhannsson 1, Guðbjörn Tryggva- son 2, Árni Sveinsson 2. Júlíus Ingólfsson vm (lék of stutt), Stefán Viðarsson vm (lók of stutt). Samtals 25 stig. ÞRjú glæsileg mörk Valgeirs Barðasonar færðu ÍA góðan sigur á ÍBV í Eyjum í gærkvöldi. Eyja- menn eiga enn eftir að finna leiðina í mark mótherjanna. Það var hvasst í Eyjum í gærkvöldi og raunar tafðist leikurinn um hálfa klukkustund vegna erfiðleika Skagamanna að komast út til eyja. Vindurinn lék reyndar stærsta hlutverkið í leiknum og fátt eitt var það sem gladdi augað nema glæsi- mörkin hans Valgeirs. Leikmenn liðanna voru ekki öfundsverðir að leika knattspyrnu við þessar að- ÍBV-ÍA 0:3 stæður, en þeir eiga þó heiður skilinn fyrir að reyna það. Fyrri hálfleikinn léku Eyjamenn með vindinn í bakið en gekk fremur illa að nýta sér þann byr. Tilburöir Skagamanna til sóknarleiks á móti vindinum voru markvissari. Fátt var um markverð tíðindi við mörkin - sterkur varnarleikur Skagamanna og máttlítill sóknarleikur Eyja- manna. Á 9. mínútu var þó darr- aðadans mikill stiginn í vítateig ÍA. Birkir markvörður varði þá tvívegis og í lokin var bjargað á línu. Hætta var við mark ÍBV á 14. mínútu þegar Hörður Pálsson missti frá sér boltann, en strákurinn bætti fyrir það og forðaði marki. Á 34. mínútu var Jóhann Ge- orgsson i góðu færi við mark ÍA, en aftur var bjargað á marklínu á elleftu stundu. Þetta varð nú það markverðasta sem komst á blað í fyrri hálfleik. Dæmið snerist við í þeim síðari. Það voru Skagamenn sem sóttu með vindinn en Eyjamenn vörðust með fangið fullt. Það var einkenn- andi fyrir bæði liðin að þau léku betur á móti vindinum. Eyjamenn voru þvi mun hressari í síðari hálf- leik en þeim fyrri. Þá reyndi mun meira á spilið, en leikmenn freist- uðust útí kílingar fram völlinn, undan vindinum. Eyjamenn heimt- uðu vítaspyrnu á 59. mínútu þegar Ómari Jóhannssyni var hrint af boltanum í ákjósanlegu færi. Þessu hafnaöi röggsamur dómari leiksins, Ólafur Lárusson. Og svo hófst Valgeirs þáttur Barðasonar. Stráksins sem dáður verður á Skaga alla vega næstu dagana. 1:0 kom á 72. mínútu. Löng fyrirgjöf kom fyrir mark ÍBV og þar var Valgeir á hreinum sjó og skallaði glæsilega inn með fjærstönginni. Valgeir var aftur á ferðinni á 88. mín. Stefán Viðarsson sendi þá boltann inn að markinu. Valgeir stakk enn upp kollinum og boltinn small upp í samskeytunum. Rétt um það leyti sem leikurinn var að fjara út, fylgdi Valgeir eftir feiknalangri markspyrnu Birkis markvarðar innfyrir vörn ÍBV og vel utan vítateigs lét hann þrumu- skot vaða á mark IBV og Hörður Pálsson kom engum vörnum við. Sigur Skagamanna var sann- gjarn í alla staði. Þeir voru með heilsteyptara lið. Eyjamenn eiga þrautagöngu fyrir fótum. Þeim gengur allt í móti á þessari fyrstu viku íslandsmótsins. verulega góð marktækifæri komu engin í fyrri hálfleik. Dæmið snerist svo auðvitað viö í síðari hálfleik. Þá reyndu Blikar að halda boltanum, en Valsmenn að stinga upp t hornin. Jafnræði var með liðunum, en sem fyrr voru Breiðabliksmenn hættulegri og náðu mun fleiri markskotum en andstæðingarnir, þó fæst þeirra hafi verið mjög hættuleg. Eina markið í leiknum var klassískt rokmark - Örn Blikamarkvörður átti langt og hátt útspark undan rok- inu, Ársæll missti boltann og Jón Þóri framhjá sér, og Blikinn stór- hættulegi kom sér laglega með knöttinn beint framfyrir Ársæl, þannig að hann eiginlega gat ekki annað en skellt honum. Jón Þórir skoraði sjálfur úr vítinu af öryggi. Eftir markið sóttu Valsmenn öllu meira, án teljandi hættu við Blika- markið. Að leik loknum fögnuðu nýliðarnir óskaplega, enda búnir að vinna íslandsmeistarana á þeirra heimavelli, en Valsmenn vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Þeir voru slakir og vissu það. Luzern stigi nær UEFA-keppninni ZUrich, frá önnu Bjarnadóttur, fróttaritara Morgunblaöaina. LEIK FC Luzern gegn FC Aarau lauk með jafntefli, 1:1, í sviss- nesku deildakeppninni á þriðju- dagskvöld. Luzern hlaut þar með sitt 37. stig og er enn í þriðja sæti f deildakeppninni og á góða möguleika á að komast í UEFA-keppnina. Grasshop- pers tapaði 0:2 gegn FC Zilrich og er fallið f fimmta sæti í deildakeppninni. Zurich er nú f fjórða sæti með 35 stig. Sigurður Grétarsson fékk þriðja gula spjaldið á leiktímabil- inu í kvöld og mun ekki leika með Luzern gegn Sion á laugardag. Sion varð bikarmeistari í svissn- esku knattspyrnunni um helgina. Lugano, lið Janusar Guðlaugs- sonar, vann Winterthur 3:1 á þriðjudagskvöld. Liðið er nú í 2. sæti í annarri deild. Lugano var efst í deildinni í allan vetur en tapaöi síðan hverjum leiknum á fætur öðrum siðastliðnar tvær vikur þangað til í kvöld. Það leikur gegn Bellinzona á laugardag en Bellinzona er nú efst í annarri deild í Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.