Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 B 5 Morgunblaöið/RAX • Fallegasta mark fyrstu umferðar var án efa þrumufleygur Snæbjörns Guðmundssonar í leiknum gegn Vestmannaeyjum. Á myndinni er hann nýbúinn að hleypa af og boltinn er kominn langleiðina í netið. Góð byrjun — sagði Gordon Lee „ÞETTA var góð byrjun og lofar góðu fyrir sumari. Við skoruðum einnig fjögur mörk í fyrsta leik á íslandsmótinu í fyrra en vonandi eigum við eftir að fylgja þessu vel eftir," sagði Gordon Lee, þjálfari KR, eftir leikinn við Vest- manneyjinga á laugardaginn. Gordon Lee var að vonum án- ægður með sína menn á laugar- daginn. Hann hefur lagt mikið upp úr því að leika sóknarknattspyrnu og léttan bolta og það tókst honum í þessum leik. „Við réðum gangi leiksins allan tímann og áttum jafnvel að skora fleiri mörk. Mark eins og Sæbjörn gerði yljar manni alltaf. Eyjamenn áttu í vök að verjast og eru þeir ekki öfundsverðir að þurfa að leika á útivelli í fyrsta leik sínum í 1. deildinni að þessu sinni. Eftir að lið hefur náð tveggja marka forystu í upphafi er alltaf erfitt að nú upp baráttu. Ef ÍBV hefði skorað í upphafi hefði þetta ekki verið svona auðveldur leikur fyrir okkur, " sagði Gordon Lee, Guðni Bergsson: Eyjamenn töpuðu stórt í fyrsta leik sínum — KR skoraði tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungnum ÞÓRSARAR hóldu áfram sigur- göngu sinni á heimavelli á laugar- daginn. Þeir hafa nú ekki tapað leik þar si'ðan í júlí 1984 er Þrótt- arar sigruðu þá 1:0. Samtals hafa Þórsarar því leikið f 1170 mínútur á heimavelli án taps í deildar- keppninni. Það var Bjarni Sveinbjörnsson sem kom Þór á sporið með fyrsta marki íslandsmótsins í ár - hann skoraði eftir aðeins 2,32 mínútur og hlýtur því Markabikar Morgun- blaðsins. Júlíus Tryggvason tók langt innkast á móts við vítateigshorn vinstra megin, alveg inn á mark- teig, þar sem þvaga myndaðist. Bjarni Sveinbjörnsson var fyrstur að boltanum og potaði í markið af stuttu færi. Sannkölluð óska- byrjun hjá Þórsurum. Lítið var um marktækifæri í fyrri hálfleik, en það var svo á 40. mín. að Hlynur Birgisson skoraði seinna mark Þórs - stórglæsilegt mark, og fyrsta mark Hlyns í deildinni. Eftir aukaspyrnu Jónasar Róberts- sonar hreinsaði varnarmaður frá marki - beint til Hlyns sem var 20 metra frá marki og hann þrumaði þegar í stað í netið. KR - ÍBV 4:0 ( síðari hálfleik drógu Þórsarar sig mikið aftur og Valsmenn voru mun atkvæðameiri. Þeir fengu vítaspyrnu á 56. mín. er leikmaður handlék knöttinn innan teigs. Hilm- ar Sighvatsson skoraði örugglega úrvítinu. Eftir markið greip mikil tauga- veiklun um sig í liði Þórs og Vals- menn sóttu stíft þó marktækifæri þeirra yrðu ekki mörg. í heild var þetta jafn leikur og sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var. Leikið var á möl, norðanvindur var meðan leikurinn fór fram og bæði lið áttu erfitt með að byggja upp góðan samleik við þessar aðstæður. Hjá Þór var aft- asta vörnin sterkasti hluti liðsins. Hjá Val voru Guðni Bergsson og Ársæll bestir - geysisterkir varnar- menn og Ingvar lék einnig vel. ÞÓRSVÖLLUR 1. deild. Þór-Valur 2:1 (2:0) Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson eftir 2,32 mín. og Hlynur Birgisson ó 40. mín. Mark Vals: Hilmar Sighvatsson úr víti á 56. mín. Gul spjöld: Guöni Bergsson Val og Bjarni Sveinbjörnsson Þór. Dómari: Baldur Scheving og stóð sig þokka- lega. Yfirferö Baldurs á vellinum var lítil og hann heföi mátt beita hagnaöarregiunni mun meira. Áhorfendur: 1.150. EINKUNNAGJÖFIN ÞórBaldvin Guömundsson 3, Baldur Guöna- son 3, Siguróli Kristjónsson 2, Nói Björnsson 2, Árni Stefánsson 3, Kristjón Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 2, Júlíus Tryggvason 3, Bjarni Sveinbjömsson 2, Jónas Róbertsson 3, Hlynur Birgisson 2. Samtals 27 stig. Einar Arason (vm. lók of stutt), Siguröur Pálsson (vm. lók of stutt). Valur: Stefán Arnarson 2, Bergþór Magnús- son 2, Magnús Magnússon 2, Sigurjón Kristj- ánsson 3, Ársæll Kristjánsson 3, Bergsveinn Sampsted 2, Guöni Bergsson 3, Hilmar Sig- hvatsson 3, Valur Valsson 2, Ingvar Guö- mundsson 3 og Ámundi Sigmundsson 2. Morgunblaðsliðið — 1. umferð MORGUNBLAÐIÐ mun velja lið hverrar umferðar í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar eins og áður. 12 mörk voru gerð í 1. umferð mótsins að þessu sinni. í liði 1. umferðar hjá okkur nú eru fjórir leikmenn frá KR, sem unnu stórsigur á ÍBV, tveir frá Fram, ÍA og FH og einn úr Þór. Við stillum upp hálfgerðu varnarliði enda ekki skoruð mörg mörk í umferðinni. Gunnar Straumland (FH) Jónas Róbertsson (Þór) Ágúst Már Jónsson (KR) Sigurður B. Jónsson (ÍA) Pétur Ormslev (Fram) Björn Rafnsson (KR) Guðjón Þórðarson (ÍA) Sæbjörn Guðmundsson (KR) Viðar Þorkelsson (Fram) Hálfdán Örlygsson (KR) Ingi Björn Albertsson (FH) Samtals 27. Magni B. Pótursson (vm. á 73. mín.) 1 og Jón Grétar Jónsson (vm. á 71. mín.) 1. Grátlegt „ÞAÐ VAR grátlegt að fá á sig fyrra markið, sem ég tel að hafi verið ólöglegt. Mér fannst vera brotið á Stefáni markverði þegar innkastið kom,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við áttum meira í leiknum, sér- staklega í síðari hálfleiknum þegar þeir drógu sig aftar og hefðum alveg eins getað unnið," sagði Guðni. Þórtaplaus heima síðan í júlí 1984 Yfirburðir KR-inga voru miklir gegn þungum Eyjamönnum í fyrsta leik þessara liða á þessu keppnistfmabili á laugardaginn. Eftir aðeins 14 mínútur var stað- an orðin 2:0 fyrir KR. Eyjamenn áttu aldrei svar við þessari stór- góðu byrjun og var 4:0-sigur Vesturbæinganna ekki of stór ef miðað er við gang leiksins. Ásbjörn skoraði fyrsta mark leiksins strax á 10. mín. Loftur Ólafsson, sem nú lék sinn fyrsta leik með KR í fslandsmóti, gaf þá laglega sendingu inn á Gunnar Gíslason sem skallaði út til Ás- björns sem skoraði af öryggi í autt markið frá vítateigslínu, Þorsteinn, markvörður, hafði farið út úr mark- inu og því ekki í jafnvægi. Annað mark leiksins var sann- kallað draUmamark. Knötturinn hafði borist fyrir ÍBV-markið, Þor- steinn sló knöttinn frá, þar var Sæbjörn á auðum sjó og skoraði með viðstöðulausu skoti af 25 metra færi efsti í bláhornið. Björn Rafnsson bætti síðan þriðja mark- inu við skömmu síðar er hann komst einn inn fyrir vörn ÍBV og skoraði framhjá úthlaupandi mark- verðinum. Björn komst svo skömmu síðar einn inn fyrir eftir laglegan undirbúning Sæbjörns, en skaut í hliðarnetið. Björn bætti svo fjórða markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Hann fékk fallega sendingu inn í vítateig- inn frá Gunnari Gíslasyni, sem leik- ið hafði upp að endamörkum. Björn lagði knöttinn laglega fyrir sig og skoraði úr frekar þröngri stöðu. Eftir markið var eins og KR-ingar gæfu aðeins eftir enda sigurinn ekki í hættu. Eyjamenn náðu sér hreinlega aldrei á strik í þessum leik og mega bæta sig verulega ætli þeir að hala inn stig í sumar. KR spilaði 3-5-2 og ÍBV 4-4-2. Leikaðferð KR-inga kom mjög vel út enda virtust leikmenn KR-inga í mun betra úthaldi. Halfdán og Ágúst komu sérstaklega vel út úr þessum leik. KR-ingar eru líklegir til afreka í sumar. Eyjamenn virk- uðu þungir og breyttu ekki leik- skipulagi sínu í samræmi við gang leiksins og var enginn sem bar af í liði þeirra. KR-VÖLLUR, 1. deild: KR-ÍBV 4:0 (3:0) Mörk KR: Ásbjörn Björnsson á 10. mín., Sæbjörn Guðmundsson á 14. mín. og Björn Rafnsson á 31. mín. og 61. mín. Áhorfendur: 811. Dómari: Eysteinn Guðmundsson og stóð hann sig nokkuð vei þegar á heildina er litið. Gul spjöld: Jósteinn Einarsson, KR og Viðar Eiíasson, ÍBV. Einkunnagjöfin: KR: Stefán Jóhannsson 3, Halfdán Örlygsson 4, Loftur Ólafsson 3, Jósteinn Einarsson 3, Gunnar Gíslason 3, Ágúst Már Jónsson 4, Willum Þór Þórsson 2, Bjöm Rafnsson 3, Sæbjörn Guðmundsson 3, Júlíus Þorfinnsson 3, Ásbjörn Björnsson 3. Samtals: 34. ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson 2, Jón Bragi Arn- arsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Elías Friö- riksson 1, Viðar Elíasson 2, Bergur Ágústsson 2, Jóhann B. Georgsson 2, Lúðvík Bergvinsson 1, Ómar Jóhannsson 2, Páll Hallgrímsson 1, Kári Þorleifsson 2, Þórður Hallgrímsson (vm lók of stutt). Samtals: 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.