Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Einar Bollason aðstoðar Svía Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morgunblaðsíns í Belgíu. SÆNSKI landsliðsþjálfarinn Charles Barton frá Bandaríkj- unum kom að máli við Einar Bollason þjálfara íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudaginn og bað hann um að kenna sór hvernig vörn íslenska liðið leikur. Ástœðan var sú að sá bandaríski sá að vörn ís- lenska liðsins gegn Tyrkjum gekk upp og hann hafði þvi hug á að láta lið sitt leika sömu vörn gegn Tyrkjum á þriðjudeginum. Einar varð góðfúslega við ósk þess bandaríska enda okkar hagur ef Svíum tækist að vinna Tyrki. Þjálfari Svíanna fékk einnig að kenna á ís- lensku vörninni þegar þjóðirn- ar léku á laugardaginn. Þá gekk vörnin vel upp fram í miðjan síðari hálfleikinn þegar Svíum tókst að finna svar við hinni svokallaðri 3-2 vörn ís- lands. Tyrkir skammaðir Frá Skúla Sveinssynl, blaðamanni Morgunblaðsins f Belgfu. TYRKIR voru að vonum mjög óhressir eftir að þeir töpuðu fyrir íslendingum á hvi'ta- sunnudag. Hinn stóri og mikli þjálfari liðsins fór rakleiðis með sína menn á hótelið þar sem liðin gista og boðaði strax til fundar með leikmönnum sínum. Fundur sá stóð í þrjár klukku- stundir og var hávær. Þjálfar- inn skammaði leikmenn sína óspart og fengu þeir ekkert að snæða fyrr en eftir fundinn, þá ábyggilega orðnir ærið svangir. Stórkostlegur leikur og sætur sigur gegn Tyrkjum Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins f Belgfu. • Pálmar Sigurðsson hefur átt góða leiki f Evrópukeppninni í Belgfu. Hann er sérfræðingur f þriggja stiga körfum og honum tókst vel upp í sigurleiknum gegn Tyrkjum. ÍSLENSKA landsliðið f körfu- knattleik vann það einstaka afrek að sigra Tyrki þegar liðin mætt- ust f Evrópukeppninni í körfu- knattleik í Liege í Belgíu á hvrta- sunnudag. íslenska liðið lék trú- lega sinn besta leik frá upphafi og það var hreint frábært að verða vitni að þessum mjög svo sæta sigri, ekki sfst þegar það er haft í huga að rúmlega 500 trylltir Tyrkir fylgdust með leikn- um og létu öllum illum látum eins og þeir reyndar gerðu á öllum leikjunum. Þegar flautað var til leiksloka hafði ísland skorað 63 stig en Tyrkirnir 58. Staðan í leik- hléi var 42:29 fyrir ísland. íslenska liðið hóf leikinn af því- líkum krafti að annað eins hefur ekki sést lengi ef þá nokkurn tíma. Hvert glæsiskotið rataði rétta leið og þegar átta mjnútur voru liðnar af leiknum hafði ísland gert 20 stig en Tyrkir aðeins fimm. Frábær frammistaða! Vörnin eins og hún gerist best og sóknin mjög Tyrkir fjölmennir á áhorfenda- pöllunum Frá Skúla Sveinssyni, blaða- manni Morgunblaðsins í Belgíu. TYRKIR fengu góðan stuðning frá löndum sínum þegar liðið lék í Evrópukeppninni hérna. Alltaf þegar þeir léku fylltist húsið af Tyrkjum sem létu vel í sér heyra. Þeir voru einnig með flögg sem þeir veifuðu óspart og nokkrir voru með háværar flautur sem þeir þeyttu og varð af þessu mikill hávaði í húsinu sem leikið var í. Það voru fleiri en tyrknesku áhorfendurnir sem vöktu kátínu áhorfenda því á varamannabekk liðsins var sérlega líflegt. Alveg frá því leikirnir hófust og þar til þeim lauk stóðu flestir við hliðarlín- una og hvöttu sína menn. Þjálfari liðsins er mjög stór og eftir því breiður en aðstoðarmaður liðsins, sá er færði leikmönnum vatn og handklæði í leikhléum, er hinsvegar mjög lágvaxinn og grannur. Þeir tveir minntu helst á grínleikarana frægu sem allir kann- ast við. Það er ekki hægt að segja annað en mikið líf hafi fylgt þessu liði og það var eins og þeir væru á heimavelli í Belgíu. góð. Allir hittu eins og berserkir og nægir í því sambandi að nefna að Pálmar gerði aðeins tvær af þessum körfum, báðar þriggja stiga, en ails gerði drengurinn fimm slíkar í fyrri hálfleik. Baráttan hélt áfram og dreng- irnir léku svo vel að allir í húsinu, nema þessir 500Tyrkir, héldu með liðinu og hvöttu þá dyggilega. Mestur varð munurinn í fyrri hálf- leik 21 stig en það var þegar stað- an var 12:31 og síöan aftur í 15:36 og 18:39. Undir lok fyrri hálfleiks sóttu Tyrkir í sig veörið og þeim tókst að minnka muninn niður í 13 stig áður en fiautað var til leik- hlés. Besta hálfleik sem íslenska landsliðið í körfuknattleik hefur leikið varlokið. Vörnin þéttist í síðari hálfleik gekk sóknin ekki eins vel og í þeim fyrri en vörnin þéttist ef eitthvaö var. Staðan eftir þrjár mínútur var 34:46 og þegar fimm mínútur voru til leiksloka hafði okkar mönnum tekist að skora 53 stig en Tyrkjum 48. Aðeins fimm stiga munur. Slæm- um sóknarkafla, sem stóð mest allan síðari hálfleikinn, var lokið. Þegar hér var komið sögu var farið að fara um þá sem voru á bandi íslands, en það var algjör óþarfi því strákarnir voru svo stað- ráðnir í að vinna að mér er til efs að Tyrkir hefðu náð að jafna þó leikið hefði verið lengur. Baráttan var í algleymingi og þó svo sóknirn- ar nýttust mjög illa bætti stórkost- legur varnarleikur það upp. Tyrkir sóttu ákaft síðustu mínút- ur leiksins en komust lítið gegn sterkri vörn íslands. Strákarnir léku mjög skynsamlega síðustu mínúturnar af þessum leik. héldu knettinum og nýttu hverja sekúndu til hins ítrasta. Torfi Magnússon hirti hvert frákastið af fætur öðru í vörninni gegn hinum hávöxnu Tyrkjum og það gerði gæfumuninn á síðustu mínútunum. Allir leikmenn íslenska lands- liðsins áttu mjög góðan leik að þessu sinni. Pálmar var atkvæða- mestur í sókninni og Guðni kom næstur á eftir honum og þá Valur. Allir þessir léku stórvel í sókninni. Pálmar var að vísu ekki með nema 20% nýtingu á skotum sínum í leiknum en í þriggja stiga skotum hafði hann 46% nýtingu. Guðni var með 55% nýtingu og Valur 30%. Þessi slaka nýting kemur fyrst og fremst vegna lélegrar nýtingar í síðari hálfleik en þá gerði liðið aðeins 21 stig. í vörninni bar mest á þeim Birgi, Símoni og Torfa. Þeir tóku mikið af fráköstum og sem dæmi má nefna að liðið í heild tók 28 varnarfráköst og 10 i sókninni og veröur það að teljast gott á móti liöi eins og Tyrkjum. Pálmar lék einnig vel i vörninni og tók þar meðal annars 6 fráköst. Valur hirti fimm í vörninni og þann- ig mætti telja upp flesta leikmenn liðsins. Allir léku stórvel. Stig islands:Pálmar Sigurðsson 21, Guðni Guðnason 15, Valur Ingimundarson 12, Birgir Mikaelsson 9, Torfi Magnússon 6. Islenska liðið vekur athygli Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morgunt ÍSLENSKA körfuknattleikslands- liðið hefur vakið talsverða athygli hér á Evrópumótinu í Belgíu. Liðið hefur þótt standa sig vel og eru menn reyndar alveg gátt- aðir yfir því hve vel liðið getur leikið. Einn belgískur blaðamaður sagði mér að hann vissi um nokkra sem hefðu brosað í kampinn fyrst þegar þeir sáu íslenska liðið. „Eng- inn maður yfir tvo metra og því óþarfi að búast við einhverju af liðinu. Síðan þegar maður horfði á það leika þá er ekki annað hægt en dáðst af hversu vel þeir geta leikið þó svo öll önnur lið séu einni, ef ekki tveimur, hæðum fyrir ofan þá,“ sagði þessi belgíski blaðamaður og var ánægður með liðið. Ekki minnkaði aðdáun manna eftir hinn sæta sigur yfir Tyrkjum á hvítasunnudag. Blaðamenn frá ýmsum löndum umkringdu þá undirritaðan og Ingólf Hannesson frá Útvarpinu þar sem þeir sátu í blaðamannaherberginu við vinnu sína og spurðu margra spurninga um körfuknattleik á íslandi. Allir voru sammála um að íslenska liðið hefði leikið frábærlega vel á þessu móti og ef liðið hefði einn eða tvo menn sem væru rúmir tveir metrar á hæð þá stæði það jafnfætis flest- um liðum í Evrópu í dag. Það sem kom erlendu blaða- mönnunum mest á óvart var hversu góða vörn íslenska liðið leikur. „Óll liðin sem leika gegn ykkur hafa átt í hinum mestu vand- ræðum með vörnina ykkar. Þetta er enn furðulegra þegar það er tekið með í reikninginn að leik- menn ykkar eru mjög lágvaxnir og eiga því ekki að eiga möguleika á að ná fráköstum en þeir gera það samt. Þetta er alveg stórfurðu- legt,“ sagði blaðamaður frá ísrael við mig eftir leikinn við Tyrki. Annað sem mönnum finnst furðulegt er hversu hittnir leik- menn okkar eru. Sérstaklega eru menn hrifnir af Pálmari Sigurðs- syni, Val Ingimundarsyni og Guðna Guðnasyni. Allir tala líka um þátt Torfa Magnússonar í vörninni enda hefur hann leikið stórvel í þessu móti og átt í fullu tré við sér mun hávaxnari leikmenn. Einn belgískur blaðamaður var sérlega forvitinn að vita allt um íslenskan körfuknattleik og hann var þess fullviss að 18. maí yrði gerðurað þjóðhátíðardegi á íslandi í tilefni sigurs landsliðsins yfir Tyrkjum og varð hann verulega hissa þegar ég tjáði honum að svo væri ekki. Já, íslenska liðið hefur svo sann- arlega vakið mikla athygli hér í Belgíu, bæði fyrir góða leiki og ekki síður fyrir prúðmannlega framkomu jafnt innan vallar sem utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.