Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 B 9 Svíar áfram Frá Skúla Sveínssyni, blaðamanni Morgunblaðsins f Belgíu. SVÍAR unnu á sunnudaginn lið Ungverja í hörkuskemmti- legum og jöfnum leik. Loka- tölur urðu 74:68 og i leikhféi hafði Svíþjóð yfir 41:38 eftir að fyrirliði þeirra hafði skorað þriggja stiga körfu rétt f þann mund að flautan gall. Svíar hófu leikinn vel og komust í 32:16 en skömmu síðar var staðan orðin 32:32 en þá vöknuðu frændur vorir og skoruðu næstu körfur, 38:32, en Ungverjar jöfnuðu 38:38 áður en fyrirliðinn skor- aöi glæsikörfuna á síðustu sekúndunum. Ungverjar voru yfir mestan hluta síðari hálfleiks og það var ekki fyrr en rétt í lokin að Svíum tókst að skjótast fram fyrir og vinna. Með þessum sigri sínum tryggðu þeir sér rétt til að leika í úrslitakeppn- inni sem hefst í Antwerpen í dag. Góður leikur gegn Svíum dugði þó ekki til sigurs Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morg- unblaðsins í Belgíu. ÞRÁTT fyrir mjög góðan leik og mikla baréttu tókst íslenska landslið- inu í körfuknattleik ekki að sigra það sænska þegar liðin mættust f Evrópukeppninni hér í Liege á laugardaginn. íslendingar höfðu yfir- höndina mest allan fyrri hálfleikinn og það var ekki fyrr en á sfðustu mfnútunum sem Svfum tókst að sigla talsvert framúr og þeir unnu 83:65 eftir að staðan f leikhléi hafði verið 38:39 fyrir þá. Þetta var sextándi landsleikur þjóðanna og hafa Svfar unnið alla leikina þó svo munurinn hafi minnkað talsvert undanfarin ár. íslenska liðið lék mjög vel þessum leik eins og áður segir og þeir höföu yfir mest allan fyrri hálf- leikinn. Mestur varð munurinn sjö stig, 23:30, en eftir það fór að halla frekar undan fæti og Svíar náðu forystunni réttfyrir leikhlé. Baráttan hjá íslensku strákun- um í fyrri hálfleiknum var hreint frábær. Allir sem einn sameinuð- ust þeir um að leika vel og það gerðu þeir svo sannarlega. Vörnin var hreint frábær og þó svo Svíarn- ir séu einum 10-15 sentimetrum hærri að meðaltali náði íslenska Israel vann Pólland í f rá- bærum leik Frá Skúla Sveinssyni, blaöamanni Morgunblaösins í Belgíu. ísraelsmenn urðu sigurvegarar í þeim riðli B-keppni Evrópumóts- ins f körfuknattieik þegar þeir unnu Pólverja á þriðja degi keppninnar sem var á hvfta- sunnudag. Leikurinn var jafn all- an tímann og reglulega skemmti- legur á að horfa. Lokatölur urðu 98:93 en í leikhléi var staðan 49:49. ísraelar náðu mest 10 stiga forystu í fyrri hálfleik en þá tók fyrirliði Pólverja sig til og skoraöi hverja glæsikörfuna af fætur ann- arri og lagaði stöðuna úr 40:30 í 43:48 en síðan náðu ísraelar að jafna fyrir leikhlé. Það var mikil harka í þessum leik, sérstaklega í upphafi, en síðan róuðust menn aðeins og ekki urðu nein slagsmál eins og búast hefði mátt við. í síðari hálfleik náðu ísraelar fljótlega forystu sem þeir héldu allan leikinn. Mestur varð munur- inn 16 stig en Pólverjum tókst að laga stöðuna aðeins fyrir leikslok. Þess má að lokum geta að annar dómari þessa leiks eyðilagði hann eins og verst getur orðið. Hann var svo áberandi hlutdrægur að áhorfendur sem voru á bandi ísraela blöskraði meira að segja á stundum. Hvað um það, (srael vann og er vel að sigri í riðlinum komið, þeir eru með mjög sterkt lið og það hafa Pólverjar reyndar líka en það getur ekki orðið jafn- tefli f körfuknattleik annað liðið verður alltaf að vinna og að þessu sinni voru það ísraelar. Mikið um eigin- handaráritanir Skúla Svalnaaynl, blaðamannl Morgun- blaðaina í Belgfu. ÞEGAR blaðamaður Morgun- blaðsins sat að snæðingl hér f Liege ásamt nokkrum belgfsk- um blaðamönnum eftir leik (s- lands og Tyrklands á sunnudag- inn komu að borðinu hjá okkur nokkrar unglíngsstúlkur sem báðu mig að verða þeim úti um eiginhandaráritanir frá þremur fslensku leikmannanna. Auðvitað varð ég viö þessari beiðni og næsta dag fékk ég þá Pálmar Sigurðsson, Val Ingi- mundarson og Pál Kolbeinsson til að skrifa nafn sitt á miða fyrir þessa aödáendur. Þaö skal tekið fram svo það valdi ekki neinum misskilningi að stúlkur þessar höfðu auðheyranlega mikinn áhuga og þekkingu á körfuknatt- leik og voru að safna eiginhand- arárituhum þeirra sem þær töldu skemmtilegustu leikmenn móts- • Páll Kolbeínsson — vinsæll ins. Ánægja þeirra var mikil þegar þær fengu miðana og víst er um að þær týna þeim ekki í bráð. liðið að verjast sóknum þeirra það vel að oft náðu þeir ekki skoti áður en 30 sekúndurnar voru liðnar. Hittnin í fyrri hálfleik var einnig góð. Svíar hörðu yfir 18:15 um tíma en með góðri vörn og nokkr- unri þriggja stiga körfum frá Pálm- ari, Hreini og Vali, tókst þeim að breyta stöðunni í 23:30. Síðari hálfleikurinn var jafn fjör- ugur og sá fyrri þar til rétt i lokin að Svíar náðu að stinga af. Guðni Guðnason lenti í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu á 5. mín- útu siðari hálfleiks. Það sem gerði útslagið í leiknum voru tveir slæmir kaflar hjá íslendingum. Fyrri kaflinn var þriggja mínútna langur og þá skoruðu Svíar 10 stig í röð án þess að okkur tækist að svara fyrir okkur. Staðan breyttist þá úr 50:55 fyrir ísland í 60:55. Seinni kaflinn var frá því staðan var 62:61 fyrir Svía og þar til flautað var til leiks- loka og staðan var orðin 83:65. Frá því á 11 mínútu til þeirrar 20. skora Svíar þvi 21 stig gegn 4 stigum íslands. Það sem gerðist á þessum kafla var að leikmenn flýttu sér um of við að reyna að skora. Sóknirnar voru of stuttar og hittnin þar af leiðandi engin. Menn reyndu skot úr erfiðum stöðum og þegar það gekk ekki upp virtist allt fara í baklás og því fór sem fór. Bestu menn íslenska liðsins í þessum leik voru Pálmar, Valur og Hreinn. Gaman að sjá hversu vel Hreinn kom frá þessum leik. Hann tók stöðu Guðna eftir að hann fór útaf og stoð sig mjög vel. Barðist eins og Ijón í vörninni og skoraði nokkrar glæsilegar þriggja stiga körfur. Annars á allt liðið skilið hrós fyrir þennan leik. Stig islands: Pálmar Sigurösson 22, Valur Ingimundarson 20, Hreinn Þorkelsson 13, Birgir Mikaelsson 4, Guöni Guðnason 2, Torfi Magnússon 2, Símon Ólafsson 2. s' *’'"*'* íc ■ •Valur Ingimundarson er eín styrkasta stoö fslenska liðsins í körfu- knattleik um þessar mundir. Svo gæti farið að þessi skemmtilegi leikmaður færi til Akureyrar næsta vetur til að þjálfa og leika með Þór. ísland steinlá fyrir Ungverjum og eru úr leik Prá Skúla Sveinsayni, blaðamanni Morgunblaöaina í Belgfu. ÞAÐ skiptast svo sannarlega á skfn og skúrir f körfuknattleik eins og öðrum fþróttum. Á mánu- daginn töpuðu íslendingar stórt fyrlr Ungverjum eftir að þeir unnu svo frækilegan sigur á Tyrkjum daginn áður. Lokatölur á mánu- daginn urðu 75:55 eftir að staðan f leikhléi hafði verið 36:27. Það var mikill munur á upphafi leiks íslands og Ungverjalands annars vegar og leiknum á hvíta- sunnudag hinsvegar. Á sunnudag- inn byrjaði liðiö leikinn sérlega vel en í leiknum gegn Ungverjum gekk hvorki né rak hjá liðinu. Vörnin var að vísu góð að vanda en sóknin slök og vítahittnin ferlega slök. Eftir fjórar mínútur höfu þeir ungversku náð 12 stiga forystu, 14:2, en (slendingum tókst að minnka muninn í 14:7 en það var skammgóður vermir því Ungverjar náðu fljótlega að ná öruggri for- ystu. Fyrri hálfleikurinn gekk síðan þannig fyrir sig að Ungverjar höfðu þetta 10-14 stig yfir en í leikhléi varstaðan 36:27. Síðari hálfleikurinn hófst ekki ósvipað og hinn fyrri. Ekkert gekk. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn sem baráttan sem einkennt hefur liðið í leikjum þess kom aftur en þá var það orðið of seint. Ungverjar voru of góðir fyrir okkur. Það gekk ekkert í þessum leik. Hittnin í lágmarki og að auki voru dómararnir algjör hörmung og langt siðan undirritað- ur hefur séð slíka dómara. Það var eins og þeir vissu ekki hvaða íþróttagrein þeir voru að dæma í. íslenska liöið lék sömu vörn og það hefur gert i þessari ferð. Ungverjar þekkja mjög vel svæðis- vörn en eru hinsvegar óvanir manni á mann. Eftir á að hyggja hefði trúlega gefið betri raun aö leika þannig vörn, en því var ekki fyrir að fara. Ungverjar léku sinn besta leik á mótinu til þessa og á sama tíma lékum við okkar versta og þá var ekki við því að búast að betur tækist til en raun varð á. Vörn Ungverja var geysilega sterk og þeir nýttu sér hæðarmuninn á liö- unum mun betur en önnur liö hafa gert gegn okk.ur til þessa. Stig fslands: Torfi Magnússon 10, Hrsinn Þoritelsson 10, Pálmar Sigurösson 7, Valur Ingimundarson 7, Guðni Guönason 4, Tómas Holton 4, Birgir Mikaelsson 3, Sturta Örtygs- son 2, Páll Kolbeinsson 2, Leifur Gústafsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.