Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 Morgunblaðið heimsækir franska knattspyrnulandsliðið í æfinga- búðir í Pýreneafjöllum UNDIRBÚNINGUR franska landsliðsins í knattspyrnu fyrír HM f Mexíkó hófst fyrir alvöru 2. maf þegar leikmenn liðsins fóru til Font- Romeu í Pýreneafjöllum. Markmið ellefu daga dvalar þar var að ná leikmönnum niður eftir erfitt keppnistfmabil og hlúa að þeim er meiddir voru. Fyrri hluti dvalarinnar var tekinn létt - leikmenn spiluðu blak, tennis og renndu meira að segja fyrir silung. í seinni vikunni færðist síðan meiri alvara í leikinn, faríð var yfir leikaðferðir og teknar tvær æfingar, þó frekar léttar, á dag. Font-Romeu er í 1800 metra hæð yfir sjávarmáli og fengu leik- menn ágætan tíma til að venjast átökum í þunnu lofti. í samtali við Morgunblaðið sagði Henri Michel, landsliðseinvaldur Frakka, að und- irbúningurinn hefði gengið framar öllum vonum - að undirbúningurinn væri alveg fullkominn. Leikmenn væru óðum að ná sér eftir meiðsli sem þeir hefðu orðið fyrir á keppn- istímabilinu, einungis miðvallar- leikmaöurinn Ferreri ætti enn við meiðsli að stríða. Miðvikudaginn 14. maí fór franska landsliðiö síðan til Mexíkó og síðustu 15 dagana fyrir keppnina verður gengiö frá lokaundirbúningi liðsins. Meðal annars verða leiknir þrír æfinga- leikir þar í landi. Henri Michel sagði að eftir þennan tíma, samtals einn mánuð í yfir 1800 metra hæð, ættu leikmenn að verða vel undir heimsmeistarakeppnina búnir. Fyrsti leikur Frakka verður 1. júní gegn Kanada. Ef allt gengur eftir settum reglum ættu Frakkar að vinna þann leik og þurfa þá að vinna annað hvort Sovétmenn eða Ungverja til að komast áfram. Franskir knattspyrnuáhangendur eru ansi bjartsýnir á gang sinna manna í kepninni: Frakkar skulu verða heimsmeistarar 1986. Dálít- ið meira raunsæis gætir þó meðal leikmanna, sem lítið hafa viljað segja eða giska á um árangur franska liðsins. En hvað fá leikmenn svo í laun fyrir ómakið? Blaðamaður Morg- unblaðsins náði sambandi við fréttafulltrúa landsliösins, Philip Tournon, og spurði hann um fjár- hagsmálin. Hann sagði að hver leikmaður fengi 400 þúsund franka (um 2,260 milljónir íslenskra króna) fyrir þátttökuna, og sú upphæð yrði tvöfölduö ef þeir kæmust allaleið. Hann bætti síðan við að allir leikmennirnir væru á sömu launum. Platini fengi t.d. ekki meira en varamarkvörður, sem aldrei spilaði. En það þarf ekki bara að borga leikmönnum laun. Mikill fjöldi aö- stoðarmanna er í kringum liðið og svo er ferða- og dvalarkostnaður gífurlegur. Dvölin í Font-Romeu er að vísu gjöf frá bæjaryfirvöldum þar, en það mun verða dýrt að halda mannskapnum uppi í Mexíkó í um mánaðartíma. Sagði Tournon að franska knattspyrnusambandið gæti ekki annað en komið út úr þessu með tapi, þrátt fyrir að nokkuð miklar fjárhæðir komi inn Morgunblaöið/Bernharö Valsson • Mikill fjöldi fréttamanna var í kríngum franska landsliðið f æfingabúöunum f Font-Romeu. Og börnin í þessu fjallaþorpi létu sig heldur ekki vanta. Hér heilsar William Ayache, bakvörður, ungrí blómarós. í tengslum við auglýsingar. Hann I þátttökuna væri alveg ókunnur. I dýrt að taka þátt í úrslitum heims- bætti því við að lokakostnaður við I Sagði bara að það væri óhemju I meistarakeppninnar. „Erfitt að leika á íslandi“ — segir Alain Giresse í einkaviðtali við Morgunblaðið „Ég hef komið til íslands og spilað þar. Það var 1981, þá spilaði Bordeaux gegn Vfking í Evrópukeppninni. Við unnum 4:0 bæði heima og að heiman." Þetta sagði Alan Giresse, fyrirliði bikarmeistara Bordeaux og leikmaður franska landsliðsins þegar blaðamaður spurði hann hvort hann hefði leikið á íslandi. Hann var við æfingar ásamt félögum sfnum í franska landsliðinu, en gaf gaf sér góðan tfma til að ræða við íslenskan blaðamann þótt hann hafi augljóslega ekki verið alltof hrifinn af þeim frönsku. En hvað finnst Giresse annars um íslenskan fótbolta? „Ég get nú ekki sagt að ég viti mikið um hann. Landsliðið þekki ég bara lítillega. En eftir því sem ég best veit þá hefur íslenskur fótbolti verið í mikilli framför síðastliðin ár. Leikir Vals gegn Nantes bera þess merki, og einnig að landsliðið virðist farið að velgja ýmsum stórþjóðum undir uggum, eins og t.d. Spánverjum í haust." Standa einhverjar vonir til þess að þú komir aftur til íslands til að spila? Til dæmis með franska landsliðinu í haust? „Nei, ég kem nú líklega ekki með franska landsliöinu, þar eð ég reikna með að hætta að leika með því eftir HM í Mexíkó. En aftur á móti vildi ég gjarnan lenda á móti íslensku liði í Evrópukeppni bikar- hafa". En hvað heldurðu um áður- nefndan landsleik - Ísland-Frakk- land 7. septermber 1986? „Ó, það verður erfitt að leika á ísiandi". Sökum slæmra aðstæðna þá? „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru íslendingar í mikilli framför. íslenska landsliðið er þó óþekkt stærð. Algjörlega. Allt sem við vitum er að það er erfitt að fara þangað til að sækja tvö stig. Og það hjálpar náttúrulega ekki til að í september er orðið kalt, völlurinn kannski ekki upp á sitt besta og vissulega fara gæði leikja oft eftir aðstæðum". Ef við snúum okkur þá að gengi liðs þíns, Bordeaux, á síð- asta keppnistímabili. Ertu sáttur við það? „Já, vissulega er ég það. Við urðum í þriðja sæti t deildinni og unnum svo bikarinn. Að vísu höf- um við fengið mikla gagnrýni í blöðum fyrir að vera heldur slakir í ár og þá held ég að fólk líti gjarn- an til síðasta árs þegar við lékum í bikarundanúrslitunum og unnum deildina. En samt held ég að við getum vel verið sáttir við þetta keppnistímabil." Nú hefur Bordeaux keypt talsvert af nýjum leikmönnum fyrir næsta keppnistimabil. Er stefnt á stóa hluti? „Já, það held ég nú. Við ætlum að vinna Evrópukeppni bikarhafa, en láta deildartitilinn eftir handa Morgunblaöiö/Bernharö Valsson •Alain Giresse Ifkaði mjög vel á íslandi þegar hann kom hingað með Bordeaux. Hann hefur leikið 41 landsleik fyrir Frakkland. einhverjum öðrum". Hann brosir. „Þó mikið hafi verið keypt af leik- mönnum þarf það ekki að þýða að við verðum eitthvert stórveldi". Slæmt gengi franskra liða í Evrópukeppni á undanförnum árum hræðir þig ekkert? „Nei, það er kominn tími til að breyta því. Þetta er titill sem Bordeaux vantar, þannig að við ætlum alla leið og ég vil alls ekki til þess hugsa að franskt lið geti ekki borið sigur úr bítum í Evr- ópukeppni." Jæja, snúum okkur að HM. Kemur franska landsliðið vel undirbúið til keppninnar? „Við reynum náttúrulega að undirbúa okkur sem best. Hér í Font-Romeu ganga hlutirnir rólega fyrir sig. Menn eru svona að jafna sig eftir erfitt keppnistímabil. En ég held að það sé mnjög gott fyrir okkur að koma hingað í svona hálfan mánuð áður en haldið er til Mexíkó. Hérna erum við í rúmlega 1800 metra hæð, svo við erum að venjast ótrúlega þunnu lofti. En lokaundirbúningurinn fer að sjálf- sögðu fram í Mexíkó". Nú fer mikill tími f þetta. Hversu lengi ertu frá fjöiskyldu þinni núna? „Þetta verður einn og hálfur mánuður, eða tveir, eftir því hvað við náum langt". Er þetta ekki erfitt? „Þetta er að minnsta kosti ekki auðvelt. Sérstaklega ekki fyrir okkur sem eigum börn. Maður dettur svolítið úr sambandi við þau og svo er líka einbeitingin fyrir keppnina svo mikil að maður getur varla gert sér grein fyrir því að stór partur af manni býr langt í burtu". Pressan er ekkert of mikil? „Ekki svona þessa stundina, en þaö breystist þegar við komum til Mexíkó". Hvernig lýst þór á leikina í ykkar riðii gegn Kanada, Sovét- ríkjunum og Ungverjalandi? „Þeir verða erfiðir. Við verðum að sigra tvo leiki. Vonandi sigrum við Kanada í fyrsta leiknum, og síðan annaö hvort Sovétmenn eða Ungverja." Á ekki að vinna alla þrjá? „Við munum alltaf gera okkar besta, en ég held samt að við verðum að sætta okkur við lítið, fara rólega af stað og vaxa svo með hverjum leik." En hvað með möguleikana á að spila f sjálfum úrslitaleikn- um? „Ú la la það er langt þangað til. Ég hugsa ekki svo langt." Eftir að hafa talað við nokkra leikmenn þá hefur maður á tilfinningunni að það sé svoiítill skrekkur í ykkur? „Þetta er bara raunsæi. Þrátt fyrir að franskur almenningur sé búinn að krýna okkur heimsmeist- ara þá vitum við leikmennirnir að allt geturgerst." Að lokum: Ef til úrslitaleiks- ins kæmi hvaða lið vildirðu fá sem mótherja? „Ef við náum svo langt að leika úrslitaleikinn, þá skiptir það engu máli. í þeim gæðaflokki eru bara mjög góð lið, svo nafnið skiptir ekki máli," sagði Alan Giresse að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.