Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 B 11 Michel Platini í einkaviðtali við Morgunblaðið: „Frakklandi hefur aldrei gengið vel f heimsmeistarakeppni en nú eigum við betri möguleika en fyrr' Morgunblaðið/Bornharö Valsson • Maxim Bossis og Jean Tigana, tveir af leikreyndustu og fremstu leikmönnurn Frakka í kapphlaupi um knöttinn fléttum æfingaleik. „ÞAÐ er alltaf mjög erfitt að svara þessari spurningu. Eiginlega þyrftirðu að spyrja mig eftir keppnina. En við reynum að undirbúa okkur sem best og taka mið af sem flestum þáttum sem geta skipðt máli f Mexfkó. Síðan er bara að spila aila leiki eins og úrslitaleiki, og leggja sig allan fram.“ Þetta sagði Michel Platini, fyrirliði franska landsliðsins, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í æfingabúðum landsliðs- ins f Font-Romeu, og spurði um möguleika Frakka í Mexfkó. En hefur undirbúningurinn þá verið góður? „Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er, þannig að ef illa fer þá getum við sjálfum okkur um kennt og engu öðru. Annars er alltaf mjög erfitt að spila í heims- meistarakeppni. Allir vilja komast áfram, og þetta er allt hálfgert happdrætti." Nú hefur Evrópuþjóðunum aldrei gengið vel þegar leikið er í Mið- eða Suður-Amerfku. Þú ert ekkert hræddur við þetta sígilda vandamál? „Nei, ég leiði þetta algjörlega hjá mér. Þetta er einfaldlega spurning um getu. Þegar allt kemur til alls erum við hvorki betri né verri en hinliðin." Nú eruð þið f riðli með Sovótmönnum, Ungverjum og Kanadamönnum. Hverjir held- urðu að verði erfiðasti andstæð- ingurinn? „Leikirnir verða allir erfiðir. En þó er vel líklegt að leikurinn við Sovétmenn verði sá sem við þurf- um mest að hafa fyrir. Sovétmenn leika góða knattspyrnu, en hafa aldrei náð langt á alþjóðlegum mótum. Ég vona bara að þeir þjáist sem mest í þunna loftinu." Hlær. Ef Sovétmenn verða erfið- asti andstæðingurinn, hverju áttu þá von á frá Kanadamönnum? „Það er rétt að Kanadamenn eru óþekkt stærð. En þeir munu örugglega leggja sig alla fram í leiknum gegn okkur. Eg hefði miklu frekar viljað leika gegn þeim í síð- asta leiknum, t.d. ef í Ijós kæmi að við þyrftum að skora mörg mörk til að komast áfram. í fyrsa leik er alltaf takmarkið að ná tveim- ur stigum. 1:0 yrði gott. Ef við eigum að komast í úrslit verðum við að sanna getu okkar strax á móti Sovétmönnum og Ungverj- um." Hvaða þjóðir munu koma til með að berjast um trtilínn? „Mér finnst líklegast að það verði þær þjóðir sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár, t.d. Brasilía, Argentína, Þýskaland og ftalía." Hvað um Frakkland? „Ég vona auðvitað að okkur gangi vel. En Frakklandi hefur aldrei gengið vel í heimsmeistara- keppni. Það má kannski segja að við og Danmörk séum sú kynslóð sem koma muni. Bæði Frakkland og Danmörk hafa leikið vel síðast- liðin tvö ár, þannig að við munum láta í okkur heyra." Svo við snúum okkur að öðru. Kemur þú til með að leika gegn íslandi næsta haust f Ev- rópukeppni landsliða? „Ég veit það ekki ennþá. Þessa stundina er ég með allan hugann við HM, þannig að Evrópukeppnin er enn óralangt í burtu." Hefurðu einhvemtíma séð íslenska landsliðið leika? „Já einu sinni. Það var í Evr- ópukeppninni gegn Tyrkjum, og íslendingarnir unnu 3:1. Þannig að þó ekki fari stór orð af íslenska landsliðinu, þá er það alltaf erfiður andstæðingur. Það má líka segja að tími hinna litlu liða sé runninn upp. Nú geta lið, eins og það ís- lenska, staðið í frægum og sterk- um liðum. Er skemmst að minnast leiks ykkar gegn Spánverjum." Þekkirðu einhverja íslenska leikmenn? „Nei, það held óg ekki. Heyrðu, jú, jú! Ég hef heyrt vel látið af þeim sem spilar númer 10 hjá Stuttgart, Sigurvinsson (Ásgeir), en óg veit að þið eigið fleiri atvinnumenn í Þýskalandi og svo í Belgíu." Franska liðið mun þá taka leikina gegn íslandi ífullri alvöru? „Já, vissuiega. f Evrópukeppni skiptir hvert stig sköpum, þannig að Frakkar munu spila leikinn af . miklum krafti." • „Franská vonin“ — Michel Ptatini. Morgunblaðið/Bernharð Valsson Morgunblaðiö/Bemharð Valsson •Platini og Louis Fernandez, fyrirliði Frakklandsmeistara Paris SG, kljást um boltann. Ekkert er gefið eftir. •Joel Bats er aðalmarkvörður franska laudsliðsins, hann ieikur með PSG f frönsku knattspyrnunni og hefur hann leikið 23 landsleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.