Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 12
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 Morqunblaðið í Essen: Gaman að vera íslend- ingur íþýsku meistaraliði — segir Alfreð Gíslason sem varð vestur-þýskur meistari í handknattleik um helgina Fró Gunnlaugi Rögnvaldssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Essen. „ÞETTA ER náttúrulega stórkostleg tilfinning að vera meistari, en ég finn engan mun á mér þannig. Það er gaman að vera íslendingur í þýsku meistaraliði. Kannski maður verði montinn yfir þessu eftir á. Ég hef engan samanburð, hef aldrei orðið íslandsmeistari, en ég myndi ekki vilja skipta á titlum núna,“ sagði Alfreð Gíslason eftir að lið hans Essen hafði unnið yfirburðasigur á Kiel, liði Jóhanns Inga Gunnarssonar, og tryggt sér þar með Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik. Essen vann með 15 marka mun, 29—14 og var Alfreð að vanda einn af lykilmönnum liðsins. Hann er þriðji íslendingurinn sem verður þýskur meistari, áður höfðu Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson náð þeim árangri með Dankersen. Lið Essen hefur verið geysi- sterkt í vetur og þó þrjár umferöir séu eftir er liðið öruggt að hljóta titillinn. Essen hefur unnið alla heimaleiki til þessa, yfirleitt með miklum mun, tölur sem 20:7, 22:9, 30:19, 23:10 hafa sést að loknum heimaleikjum á markatöflunni í hinni stóru og glæsilegu íþróttahöll liðsins í Essen. Áhugi á hand- knattleik er gífurlegur í Essen og leikmenn liðsins eru mjög vinsælir j meðal borgarbúa, goð í margra , augum. Höllin var troðfull á leik Essen og Kiel, því ef Essen sigraði var titiliinn í höfn. Það áttu líka j flestir von á því. Jóhann Ingi, sem • stjórnaði liði Kiel sagði við blaöa- j mann Morgunblaðsins fyrir leikinn j „Ég býst við sigri Essen, en við j reynum að hanga eitthvað í þeim. > Það er óneitanlega skrítin tilfinning i að sitja hérna megin á bekknum l og eiga svo að taka við Essen- liðinu á næsta ári.“ Það hlýtur að hafa farið um Jóhann þegar líða tók á leikinn, því lið hans átti aldrei möguleika í sterka leikmenn Ess- en. Jóhann verður þjálfari sömu leikmanna á næsta ári. Núverandi þjálfari Essen Rúm- ■ eninn Ivanesco hefur náð góðum árangri með liðið, en leikmenn ! hafa nú fengið sig fullsadda af erfiðum æfingum hans, þó árang- urinn sé óneitalega góður. Kvaðst Jóhann vonast til að ná meiri létt- leika í liðið á komandi tímabili. Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Kristján Arason er farinn að stunda tennis í frfstundum. Skyldi hann verða jafnhittinn og í hand- boltanum? Uð hans, Hamlen, kaffærði Flensborg um helgina með 29 mörkum gegn 19 og er nú líklegt til að vinna aðra deild- ina i Þýskalandi. Kristján þrumaði boltanum 10 sinnum f marknetið. Vonandi verður hann jafnsleipur átennisvellinum ... • Eftir að hafa gefið áhorfendum treyjur sfnar hlupu leikmenn Essen sigurhring um höllina, hvert sæti var skipað. Eftir að hafa verið f toppslagnum undanfarin ár, vartitillinn loksins íhöfn hjá Essen. En hvað sem því líöur, þá hafa fá lið geta staöið í Alfreð og félög- um, aðalástæðan hefur verið sú að vörnin er geysisterk og þraut- þjálfuð. Liðið leikur 3-2-1 vörn, sem þýskir handknattleikshnenn virðast eiga erfitt svar við. Síðan hafa Alfreð, Jochen Fraatz, Wolf- gang Kubitzki og Thomas Springel séð um að skora flest mörkin. Alfreð er mikilvægasti hlekkurinn í sókn Essen ef marka má leikinn gegn Kiel, hann spilaði oft hina leikmenn liðsins fría og gaf síðan hnitmiðaðar sendingar á þá, sem gáfu mörk. Sjálfur gerði hann fjög- ur mörk. „Ég hef spilað betri leiki en núna, það var svo mikil tauga- spenna í þessu leik vegna þess sem í húfi var. Þetta var ekki dæmigerður leikur fyrir okkur sér- staklega ekki í seinni hálfleik, venjulega spilum við upp á örugg markskot, en forystan varð orðin svo mikil að menn voru farnir aí| skjóta úr ólíklegustu færum"j „Leikurinn skipti Kiel engu máli enl okkur titilinn, þess vegna varð úr stórsigur". Kvöldið eftir leikinn fögnuðu leikmenn Essen titlinum í félags- heimili liðsins skammt frá höllinni. En alvörunni er ekki lokið, leik- menn hyggjast sigra þá leiki sem eftir eru, síðan taka við æfingar í sumar og á döfinni er keppnisferð til Kenýa, og æfingarleikir. „Þetta er rétt að byrja, næsta ár ætlum MorgunblaðiÖ/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Palli minn, ég sendi þig víst í kjallarann ...“ Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson áttust við með liðum sínum Lemgo og Dankersen á föstudaginn. Lið Sigurðar vann örugglega með 23 mörkum gegn 17, bæði liðin voru í fallhættu. Lemgo sleppur með sigrinum við fall, en Dankersen spilar í annarri deild að ári. Morgunbiaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Alfreð fór létt með að koma boltanum framhjá þessum lelkmönnum Kiel og í netið. Hann skoraði fjögur mörk í leiknum og átti margar lúmskar sendingar sem gáfu mörk. Alfreð hefur skorað 108 mörk á keppnistímabilinu og hefur verið stoð og stytta liðs síns. við að reyna að ná árangri í Evr- ópumeistarakeppninni og halda titilinum að sjálfsögðu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.