Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 C 3 f----------------------------------- ■ Khad í „öflugt og beinskeytt vopn“ . byltingarinnar. | Hinn nýi valdhafi er ákafur kommúnisti og er kallaður „uxinn" eða „nautið", þar sem hann er kraftalega vaxinn og hefur alltaf haft sérstakt dálæti á að leysa mál með hörkulegum ráðum. Najibullah hershöfðingi, sem er 39 ára að aldri, er velmenntaður, talar ensku og lauk prófi í læknis- fræði við háskólann í Kabul. Hann er af Ahmadmal-ættflokknum, sem tilheyrir ættbálki Pashtúna á svæð- inu meðfram landamærum Pakist- ans, og heitir aðeins einu nafni eins og aðrir Pashtúnar. Hann var einn af fyrstu banda- mönnum Karmals fyrr á árum og var skipaður sendiherra í Teheran eftir að kommúnistar brutust til valda 1978. Hann er einn örfárra Pashtúna í „Parcham"- eða „fána- armi“ kommúnistaflokksins, sem Karmal stofnaði og hefur stjómað þar til nú, en flestir menn úr þeim armi flokksins tala persnesku. Hörð togstreita Parcham-arms- ins og hinnar flokksfylkingarinnar, Khalq- eða „alþýðuarmsins", varð til þess að Najibullah hrökklaðist úr sendiherrastöðunni í Teheran og leitaði hælis í Sovétríkjunum eða Austur-Evrópu. Hann sneri aftur til Kabul eftir innrás Rússa í árslok 1979. Þegar Najibullah var yfírmaður leyniiögreglunnar Khad stækkaði hann hana og endurskipulagði. Til þess naut hann stuðnings sovézku leynilögreglunnar KGB, sem kenndi honum listir sínar og hjálpaði hon- um á framabrautinni, þjálfaði starfsmenn leynilögreglunnar og veitti þeim ráð og leiðbeiningar. Margir rússneskir starfsmenn KGB hófu störf hjá Khad. Sem leynilögreglustjóri stjómaði Najibullah harðri baráttu fyrir því að Pashtúna-ættflokkamir lokuðu leiðum Mujahideen-skæmliða yfir pakistönsku landamærin. Hann naut góðs af því að hann var þaul- kunnugur á þessum slóðum og reyndi með töluverðum árangri að grafa undan fylgi skæmliða meðal almennings með mútum og með því að ala á innbyrðis úlfúð ætt- flokkanna, sem skæmliðar styðjast við. Ekkert lát hefur orðið á illdeilum Parcham- og Khalq-arms kommún- istaflokksins síðan byltingin var gerð 1978 og stöðug togstreita þeirra er ein helzta skýringin á því að áhrif Najibullah hafa stór- aukizt á undanfömum 12 mánuðum eðasvo. Skæruliðar með loftvaraarbyssur í fjöllunum. Þeir hafa orðið fyrir áföllum að undanförnu. Leynilögreglan og flestar ríkis- stofnanir em undir stjórn Parcham-armsins, þótt aðeins um 40% flokksmanna fylgi honum að málum. Stuðningsmenn Khalq- armsins kvarta oft yfir því að menn úr Parcham-arminum fái beztu störf. Rússar vom óánægðir vegna þess að Karmal tókst ekki að jafna þennan ágreining, auka fylgi stjóm- arinnar og ná árangri í stríðinu og því varð hann að víkja. „Illa þokkaður" Vestrænn stjórnarerindreki í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, segir um Najibullah að hann sé sá leiðtogi kommúnista, sem skæmliðarnir í fjöllunum geti sízt af öllu sætt sig við. „Hann er illa þokkaður, því að hann hefur látið skæmliða sæta pyntingum og stjórnað harðskeyttri landamæralögreglu, sem hefur haft það hlutverk að hafa hendur í hári þeirra," sagði hann. Vegna þessarar hegðunar Naji- bullah gegn skæmliðum má gera ráð fyrir að hann taki upp enn harðari stefnu gegn þeim og líklega mun hann beita lævíslegri aðferðum til að auka fylgi stjómarinnar meðal almennings. Najibullah sagði sjálf- ur á miðstjórnarfundinum á dögun- um að hann mundi herða á stríðinu gegn Mujahideen-skæruliðum og styrkti þar með þá skoðun að hann Mynd af Karmal fjarlægð. sé harðlínumaður. Hann lýsti því yfir að fyrstu verkefni sín yrðu að „efla heraflann, auka bardagahæfni hans, herða á baráttunni, binda enda á blóðsúthellingamar og koma á friði og ró“. Auk þess fyrirskipaði hann baráttu gegn spillingu í anda Gorbachevs. Skæmliðar hafa nýlega orðið fyrir alvarlegum áföllum uppi í fjöllunum, þar sem þeir hafa verið óhultir til þessa. Sovézka herliðið hefur hreinsað stór svæði með samstilltum sóknaraðgerðum og lokið er einni mestu orrnstu stríðs- ins í suðausturhluta Afghanistans. Stórsókn Rússa í marz og apríl virðist hafa að engu gert fyrstu tilraun skæraliða til að hreiðra um sig á tryggu og sjálfstæðu yfirráða- svæði hjá pakistönsku landamær- unum og koma á laggimar sjálf- stæðri ríkisstjóm. Nú virðist nýtt þrátefli tekið við.. Najibullah áaætlaði fyrir skömmu að 35% landsins væm á valdi afgh- önsku stjómarinnar, en leiðtogar Mujahadeen-skæmliða segja að aðeins 10% landsins séu á hennar valdi. Takmark Najibullah virðist þrí- þætt: að bijóta Mujahideen-skæm- liða á bak aftur, mynda stjóm á breiðari gmndvelli með þátttöku fleiri en kommúnista og komast að samkomulagi við stjómina í Pakist- an, þar sem flóttamenn, stjómar- andstæðingar og samtök skæmliða frá Afghanistan hafast við. Viðræður í viðræðunum í Genf er reynt að semja um tímaáætlun um brott- flutning 115.000 manna herliðs Rússa gegn því að Pakistanar viður- kenni ríkisstjóm Najibullah hers- höfðingja, tryggja að erlend ríki hafi ekki afskipti af afghönskum innanríkismálum og að 4,5 milljónir afghanskra flóttamanna snúi heim. Karmal er hataður i Pakistan og svo gæti virzt að brottvikning hans muni auðvelda samninga. Zia ul Haq forseti sagði fyrir brottvikn- ingu Karmals að erfitt yrði að semja við stjórnina í Kabul meðan hann væri við völd. „Þessi maður ferðað- ist í rússneskum skriðdreka," sagði hann. „Það er ekki hægt að semja við hann; hann er leikbrúða." Pakistanar hafa hingað til neitað að viðurkenna Kabul-stjómina þrátt fyrir mikinn þrýsting Rússa, en fallizt á að undirrita friðarsamning, ef Rússar flytja burtu herlið sitt, og það mundi jafngilda viðurkenn- ingu. Brottflutningurinn er eina málið sem á eftir að leysa í viðræð- unum. Rússar vilja vera ömggir um að valdhafi hliðhollur þeim verði við völd í Kabul, ef samið verður um lausn í Afghanistan. Áður en Naji- bullah tók við stjóminni virðast þeir hafa óttazt að ef samið yrði um brottflutning sovézka herliðsins mundi Karmal glata völdunum eða komast undir áhrif vestrænna ríkja og það gæti verið ein skýringin á falli hans. Þar sem Najibullah hers- höfðingi var skipaður flokksleiðtogi í stað Karmals á sama tíma og friðarviðræður hófust gat það bent til þess að Rússar vildu tryggja að styrk og vinveitt stjóm yrði við völd í Kabul, þótt samið yrði um brottflutning sovézka herliðsins. Skipun Najibullah gat því bent til þess að Rússar ætluðu að sýna sveigjanleika í viðræðunum. Með því að fjarlægja manninn, sem þeir komu til valda eftir innrásina, virt- ust þeir sýna áhuga á nýrri lausn. En ýmislegt mælir gegn þessu. Najibullah hershöfðingi hefur ekki sýnt það hingað til að hann sé sveigjanlegur, heldur þvert á móti. Ólíklegt er að skipun hans boði nokkra „þíðu“ og vera má að við- ræðurnar í Genf séu aðeins sjónar- spil fremur en skref í átt til raun- vemlegrar lausnar. Ef til vill undir- búa Rússar nýja áróðursherferð og nýja stórsókn til að bijóta and- spyrnuna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll, svo að þeir geti snúið sér aðöðm. —GH Vilt þú verða skiptinemi? í rúmlega 20 löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu, mið- og suður-Ameríku býður skiptinem- um upp á ársdvöl í löndum sínum. Brottför verður frá janúar til mars 1987 og komið heim afturtæpu ári síðar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið eru hvattir tii að hafa strax samband við áfö Hverfisgötu 39, P.O. Box 753,121 Reykjavík, sími 91-25450. I 1 .njrgmíwl 8 S Gódan daginn! TRYGGIÐ ÖRYGGI YKKAR HEYRNARHLIFAR PELTOR heyrnarhlífarnar eru viðurkenndar gæðahlífar. Ýmsar útfærslur. Einnig fyrir þráðlausa móttöku. Heyrnartap er ólæknandi. - Notið PELTOR heyrnarhlífar. Skeifan 3h Sími 82670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.