Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 Sjálfstæðismenn óánægðir með skipun formanns Fiskveiðasjóðs: „Framsóknarmenn þakka Geir samstarfið á sinn hátt“ — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN eru óánægðir með þá ákvörðun Halldórs Ás- grimssonar sjávarútvegsráðherra að skipa Björgvin Vilmundarson, bankastjóra Landsbankans sem formann Fiskveiðasjóðs. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, sagði um þessa ákvörðun sjávarútvegsráð- herra í gær, að það væri hefð fyrir því að formaður Fiskveiðasjóðs væri einn seðlahankastjóra. „Mér sýnist að framsóknarmenn séu með þessum hætti að þakka fyrir samstarfið við Geir Hallgrimsson og að hann myndaði fyrir þá ríkissljórn fyrir rúmum þremur árum. Það gera þeir á sinn hátt,“ sagði Þorsteinn. Geir Hallgrímsson var tilnefnd- ur í stjóm Fiskveiðasjóðs af Seðlabankanum. „Ég skil nú ekki hvers vegna segja og hef aldrei sagt neitt annað Þorsteinn Pálsson er að blanda þessu tvennu saman. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er sjávarút- vegsráðherra sem skipar formann Fiskveiðasjóðs, en ekki Seðlabank- inn,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra er blaðamað- ur Morgunblaðsins náði tali af honum í Malmö í Svíðþjóð í gær. „Hef ekkert nema gott eitt um Geir að segja“ „Ég hef átt mjög langt og gott samstarf við Geir Hallgrímsson, og treysti honum mjög vel. Ég hef ekkert nema gott eitt um Geir að um hann,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gekk frá skipun í stjóm Fiskveiðasjóðs þann 6. þessa mánaðar, og er stjóm sjóðsins frá 1. júní 1986 til 31. maí 1988 þannig skipuð: Björgvin Vilmundarson, til- neftidur af Landsbankanum, for- maður, Geir Hallgrímsson tilnefnd- ur af Seðlabankanum, Ólafur Helgason, tilnefndur af Útvegs- bankanum, Kristján Ragnarsson, tilnefndur af LÍÚ, Óskar Vigfússon, tilnefndur af Farmanna- og físki- mannasambandinu og Sjómanna- sambandinu, Friðrik Pálsson til- Morgunblaðið/Helgi Bj. Stéttarsambandsþingi lýkur í kvöld AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda er nú haldinn á Hvanneyri og lýkur honum í kvöld. Myndin var tekin við setn- ingu fundarins á mánudag og eru tveir stjómarmenn í Landssam- tökum sauðQárbænda næstir á myndinni, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku. Fjær eru Sveinn Guðmundsson í Mið- húsum, fulltrúi Æðarræktarfé- lags íslands og Júlíus R. ívarsson. Tillaga sauðflárbænda um könn- un á lækkun bænda og milliliða á kindakjötsverði með ákveðnum skilyrðum var mikið til umræðu manna á milli á Stéttarsambands- fundinum í gær, og voru menn víst ekki á einu máli um ágæti hennar. nefndur af SH, SÍF og SÍS og Ámi Benediktsson tilnefndur af sjávar- útvegsráðherra. „Sjáum af þessu hvern- ig framsóknarmenn meta samstarfið“ Þorsteinn Pálsson var spurður hvort ekki mætti líta á þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem svar við þeirri ákvörðun Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra að tilnefna sjálfur báða fulltrúa ríkis- ins í stjóm ÍSAL: „Mér sýnist þetta einungis vera kveðja framsóknar- manna til Geirs Hallgrímssonar, eftir að hann myndaði fyrir þá ríkis- stjóm fyrir þremur árum,“ sagði Þorsteinn. Fj ármálaráðherra var spurður hvort þetta væri vísbending um kólnandi samstarf stjómarflokk- anna: „Við sjáum af þessu hvemig framsóknarmenn meta þetta ríkis- stjómarsamstarf." -Eru þessi vinnubrögð vísbending um að það sé kominn brestur í stjómarsamstarfíð? „Það þarf ekki að vera,“ sagði Ú'ármálaráðherra og bætti við: „Það er ekki hægt að vænta þess að framsóknarmenn taki alltaf skyn- samlegar ákvarðanir." „Björgvin hefur mikla og góða reynslu“ Um val sitt á Björgvin Vilmund- arsyni sem formann Fiskveiðasjóðs sagði sjávarútvegsráðherra: „Björgvin Vilmundarson hefur verið bankastjóri Landsbankans í yfír 20 ár og átt sæti í stjóm Fiskveiðasjóðs um mjög langan tíma. Björgvin hefur mikla og góða reynslu þaðan. Geir Hallgrímsson hefur ekki enn tekið sæti bankastjóra Seðlabank- ans og það stendur skýrt í lögum að það er sjávarútvegsráðherra sem skipar formann Fiskveiðasjóðs. Það væri til lítils að hafa slíkt ákvæði, ef svo væri ekki í raun. Þá væri miklu nær að hafa ákvæðið þannig að Seðlabankinn gerði það.“ Halldór sagðist vilja ítreka að hann hefði ekkert nema gott eitt um Geir Hallgrímsson að segja, „og mér þykir undarlegt ef þetta er skilið með þeim hætti að hér sé um kaldar kveðjur til Geirs að ræða. Það verða aðrir að taka það til sín en ég. Það má vel vera að ein- hveijir sjálfstæðismenn í Sjálfstæð- isflokknum skammist sín fyrir það með hvaða hætti þeir hafa komið fram við Geir Hallgrímsson í gegn- um tíðina," sagði Halldór. Nýr meirihluti í Eyjum: Páll Zophoníasson bæj- arsljóri fyrst um sinn Ragnar Óskarsson, Alþýðubanda- lagi, verður forseti bæjarstjómar og Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Alþýðu- flokki verður formaður bæjarráðs. Framsóknarmaðurinn Andrés Sig- mundsson verður fyrsti varaforseti bæjarstjómar og mun einnig fá sæti í bæjarráði. Talið er víst að fulltrúi Alþýðubandalags fái sæti [ bæjarráði sem áheymarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétti. Sjálfstæðismenn hafa ekki ákveðið hver fulltrúa þeirra verður í bæjarráði, en reiknað er með að það verði oddviti flokksins, Sigurður Einarsson. Þess má geta að á lfðandi kjörtímabili (§ómm ámm) hélt bæjarráð 317 bókaða fundi. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjómar verður um miðja næstu viku. hkj Veatmaunaeyjum. ALÞÝÐUFLOKKUR, Alþýðu- bandaiag og Framsóknarflokkur gengu sfðastliðinn mánudag frá formlegu samkomulagi um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjóm Vest- mannaeyja næsta kjörtímabil. Þessir flokkar hafa fimm fulltrúa í bæjarstjóm, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tvo menn hvor flokkur og Framsóknarflokkur einn. Sjálfstæðisflokkur hefur fjóra fulltrúa f bæjarstjóm. Meirihlutaflokkamir gengu ríkt eftir því við Pál Zophoníasson, tækni- fræðing, að hann tæki að sér starf bæjarstjóra, en hann sá sér það ekki fært. Páll mun þó gegna starfinu fyrst um sinn meðan leitað verður að manni í starfið. Páll var bæjar- stjóri í Eyjum árin 1976 til 1982, en hann rekur nú teiknistofu í Eyjum. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Jos- ephine Charlotte „Þetta var alveg æðislega gaman“ — segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, sem afhenti stórhertoga- frúnni af Lúxemborg blómvönd við komuna til Islands UNNUR Ösp Stefánsdóttir heitir hún, stúlkan sem afhenti stór- hertogafrúnni af Lúxemborg, Josephine-Charlotte, blómvönd við komuna til Reykjavíkur f fyrradag. í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt frá þessu og biðst blaðið afsökunar á þeim mistökum. Unnur Ösp er aðeins 10 ára gömul, og í stuttu samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, um tildrög þess að hún var fengin til þess að afhenda blómvöndinn fal- lega, sagði hún: „Pabbi og mamma vom í veislu hjá forsetanum, og komu svo heim með skilaboð, þar sem ég var beðin um að gera þetta. Mér fannst þetta alveg æðislega gaman, og líka það að vera í ís- lenska upphlutnum." -Var þetta ekkert erfítt? „Nei, nei. Mér var að vísu alveg ofsalega kalt, þegar ég beið úti. Fyrst fékk ég að bíða inni í bíl, svo þetta var allt í lagi. Nú, svo gat ég ekkert talað við hertogafrúna, en hún sagði nú eitthvað við mig, þegar hún var að þakka mér fyrir blómin, en ég skildi ekki orð,“ segir Unnur Ösp og hlær við. Skýrsla Verslunarráðs íslands: Tekjutap 2,2 milljarðar vegna „ófremd- arástands í landbúnaðarmálum“ í SKÝRSLU sem Verslunarráð íslands hefur gefið út um þróun afurðasölu- og verðlagsmála landbúnaðarins er dregin upp dökk mynd af landbúnaðarstefnunni og afleiðingum hennar. Meðal annars segir að hreint tekjutap þjóðarinnar vegna hennar nemi tæpum 2,2 milfjörðum króna á án. Höfundur skýrslunnar, Stein- grímur Ari Arason, segir f inngangi hennar að markmið skýrslunnar sé tviþætt. Annars vegar „að gera grein fyrir þvf ófremdarástandi sem ríkir í málefnum landbúnaðarins í dag og þeim breytingum sem af þeim sökum verður að telja nauð- synlegar". Hins vegar „að útskýra hvemig á ófremdarástandinu stendur og um leið að varpa ljósi á þær hindranir sem þarf að yfir- stíga, ef hinar nauðsvnlegu breyt- ingar eiga að ná fram að ganga". Ástandinu er þannig lýst í stuttu máli: Vegna offramleiðslu verður að flytja úr landi rúmlega Vs af öllu kindakjöti og ’/io af allri mjólk fyrir verð sem stendur tæplega undir vinnslu- og sölukostnaði. Bændur fengju ekkert greitt fyrir þessa framleiðslu, ef ekki kæmi til út- flutningsábyrgð og greiðslur úr rík- issjóði. Ef ekki væri vegna ijölmargra boða og banna ríkisvaldsins, stig- hækkandi framleiðsluskatts, jöfn- unargjalda og fóðurskatts, myndu flestir starfandi bændur ýmist sjá sér hag í þvi að hætta framleiðsl- unni eða auka hana umtalsvert. Afskipti stjómvalda valda því, að sú mjólkur- og kindakjötsfram- leiðsla sem á sér stað er mjög óhag- kvæm miðað við það sem hún gæti orðið. Leiða má líkur að því, að ef horfíð væri frá ofstjóminni, mætti á örfáum árum lækka fram- leiðslukostnað mjólkur og kinda- kjöts um 20-30% frá því sem nú er, bændum og neytendum til hagsbóta. Um helmingur starfandi bænda gæti séð um þá mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu sem hægt er að selja fyrir viðunandi verð á inn- lenda markaðnum. Með öðrum orðum, ef um helmingi bænda væri gert kleift að hætta hefð- bundnum búskap og he§a arðbær störf, gætu þeir aukið telqur sínar umtalsvert og þar með þjóðarbús- ins. Kpstnaður vegna rangrar land- búnaðarstefnu er þannig sundurlið- aður: 1) Kostnaður vegna offram- ieiðslu (útflutningur búvöru fyrir óviðunandi verð) 604 milljónir kr. 2) Kostnaður vegna óhagkvæmrar framleiðslu (of mikils framleiðslu- kostnaðar) 879 milljónir kr. 3) Kostnaður vegna ofnotkunar vinnuafls við hefðbundna búvöru- framleiðslu 699 milljónir kr. Sam- tals eru þetta 2.182 milljónir kr., eða rúmar 9 þúsund krónur á hvem íbúa í landinu. í skýrslunni er að finna hugleið- ingar og beinar tillögur um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. Niður- staða hugleiðinganna er að ofstjóm hins opinbera verði að linna. „Hún þjónar hvorki hagsmunum bænda né neytenda og ógnar almennri velsæld. Það á ekki að vera hlut- verk stjómvalda að stemma stigu við fólk8fækkun í sveitum með þvi að blekkja fólk til að halda áfram að vinna störf sem eru orðin óþörf. Þessi stefna er til óþurftar öllum þeim sem eru reiðubúnir að takast á hendur önnur störf, ef blekkingunni yrði hætt og í ljós kæmi að framleiðslan væri betur komin hjá öðrum en þeim. Hún er einnig og ekki síður til tjóns öllum þeim bændum, sem hafa unnið að bættum búskaparháttum og fækk- að með þeim hætti nauðsynlegum störfum í hefðbundnum landbún- aði, og mjmdu halda áfram á sömu braut, ef stjómvöld stæðu ekki f veginum," segir orðrétt í skýrsl- unni. í lok skýrslunnar er gerð grein fyrir tillögum að nýrri landbúnað- arstefnu sem hafa það að markmiði að tryggja í náinni framtíð ftjálsa framleiðslu allra búvara og að verðlagning þeirra ráðist af fram- boði og eftirspum á innlenda mark- aðnum. í tillögunum kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir að offramleiðslunni verði eytt með kaupum ríkisins á framleiðslurétti bænda, en það er fjármagnað að hluta til með 10% framleiðslugjaldi á grundvallarverðið til bænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.