Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 15 Sumarást, 1974. KARL KVARAN Gult form, 1978. Framlag Lástasafns íslands til Listahátíðar 1986 er yfírlits- sýning á verkum hins þekkta málara Karls Kvaran. Þarna er á ferð merk sýning, sem beðið hefur verið með eftir- væntingu, einkum og sér í lagi af þeim, sem gert hafa sér grein fyrir gildi þeirra verka, er Karl Kvaran hefur sýnt á undan- fömum áratugum og unnið af mikilli kostgæfni og þeirri elju, sem honum er lagin. Það er löngu vitað mál, að Karl Kvar- an hefur lagt íslenzkri myndlist skerf, sem er bæði einstæður og merkilegur. Hann hefur til- einkað sér mjög öguð vinnu- brögð, og stundum hefur mönn- um jafnvel þótt nóg um, hve þröngan stakk hann hefur snið- ið verksviði sínu. En þegar slík- ur dómur er felldur, verður að taka með í reikninginn, að ekkert, sem gildi hefur, fæst nema með þrautseigju og per- sónulegri fóm í baráttu við fleti, línur og form. Það er til lítils að fíkta þar við hlutina og narta í tízkustefnur, hveiju nafni sem nefnast. Vinna og aftur vinna, ögun og endur- skoðun á eigin hug og getu er það eina, sem getur skapað það öryggi og framkallað þau við- brögð, sem orsaka gott og gilt listaverk. Þetta kemur skýrt fram á sýningu Karls, sem er vitni um fjörtíu ára vinnubrögð hjá listamanni, sem hefur flýtt sér hægt, en náð settu marki, ef svo mætti að orði kveða. Hér á ég auðvitað við þann mikla árangur sem við blasir á yfírlitssýningunni í sölum Listasafns Islands um þessar mundir. Á seinustu þrem eða fjórum áratugum hef ég hvað eftir annað ritað um list Karls Kvar- an hér í blaðið og fátt fundið verkum hans til foráttu. Auð- vitað eru þau nokkuð misjöfn á köflum, en Karl hefur verið staðfastur í trúnni og haldið sig við fmmkraft málverksins. Það er formið, línan og liturinn, sem öllu ráða í verkum hans, hvort heldur hann vinnur klippmyndir eða vinnur í gouache eða olíu. í mörg ár snerti Karl vart annað efni en gouache liti og náði feikna árangri á því sviði, síðan skipti hann yfír í olíumál- verk og kom þá greinilega í ljós, hvað hann hafði lært af fyrri myndgerð. Allt var hnitmiðað og úthugsað á mjmdfletinum. Strangleiki og einfaldleiki sátu í fyrirrúmi. Myndbyggingin varð með hveiju ári heillegri og sterkari, öll smáatriði út- þurrkuð, en hið þrönga við- fangsefni endurtekið í sífellu, þar til möguleikamir voru tæmdir og eftir stóð óaðfínnan- legt verk. Takmarkið í listsköp- un Karls Kvaran er aðeins eitt, fullkomnun, og með einbeitni og óhemju þreki hefur hann haldið sínu striki allt fram á þessa stund. Það hefur nokkuð verið farið niður í saumana á þessari sýningu á öðrum vett- vangi, og hef ég engu þar við að bæta, en það má gjaman minnast á þá einstæðu listrænu upplifun, sem ljómar af þessum verkum. Enginn sá, sem er móttækilegur fyrir myndlist á annað borð, getur komizt hjá því að verða fyrir áhrifum af verkum Karls Kvaran. Þau eru auðvitað mjög persónubundin, og hæfír hveijum og einum sitt sjónarsvið. Enginn gagnrýn- andi getur leiðbeint öðrum í því efni. Þessi yfírlitssýning á verkum Karls Kvaran er stórkostlegur listrænn viðburður hér í borg, og sómir sér vel á sama tíma og verk eftir meistarann Pic- asso eru sýnd í fyrsta skipti hér á landi að Kjarvalsstöðum, en fólk athugi, hve gerólíkir listamenn eru hér á ferð. Það er raunar önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Sá, er þessar línur ritar, hefur fylgzt með framvindu listar Karls Kvaran í áratugi eins og áður er vikið. Það er því lítil nýjung fyrir mig að sjá sum þeirra verka, sem nú eru í Listasafni íslands, en að sjá þeim saman safnað á einn stað er mér mikil upplifun og verður vonandi flestum gestum sýningarinnar. Ég vil að lokum þakka Lista- safni íslands fyrir þetta merki- lega framlag, og einnig vil ég vekja athygli á sérlega vandaðri og fallegri sýningarskrá, en Bera Nordal á mestan heiður af því verki. Það hefur borið nokkuð á aðfínnslum við Lista- safn íslands að undanfömu í pressunni hjá okkur, en nú er sannarlega tími til kominn að bera mikið lof á þetta ágæta safn okkar allra. Jafnréttisráð 10 ára JAFNRÉTTISRÁÐ er 10 ára um þessar mundir, en helsta verk- efni þess er að sjá til þess að ákvæðum laganna um jafnrétti kynjanna sé framfylgt auk þess að vera stefnumótandi aðiii í þeim efnum, Ráðið hefur einnig það hlutverk að vera ráðgefandi gagnvart stjómvöldum og stuðla að góðri samvinnu samtaka at- vinnurekenda og launafólks. í könnun sem Hagvangur gerði nýlega fyrir Jafnréttisráð á þekk- Aðalfundur Múrarameist- arafélags- Reykjavíkur Á aðalfundi Múrarameistarafé- lags Reykjavíkur urðu stjómar- skipti og var Friðrik Andrésson kjörinn formaður. í frétt frá félaginu segir að frá- farandi formaður, Þórður Þórðar- son, hafí ekki gefíð kost á sér til endurkjörs og hafí honum verið þökkuð störf hans í þágu félagsins. Á fundinum kom fram ánægja með afkomu félagsins. Auk Friðriks munu eftirfaldir skipa stjóm félags- ins: Bjöm Kristjánsson, varafor- maður, Páll Þorsteinsson, ritari, Viðar Guðmundsson, gjaldkeri, Einar Einarsson, meðstjómandi. I varastjóm vom kosnir Þórarinn Hrólfsson, Gylfí Ó. Héðinsson og Guðjón Þorvaldsson. BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI:672444 Sleypu- hrœrivékir Fyrir flestar geröir dráttarvéla. 3501., - henta vel fyrir bændur og smærri verktaka. UMBOÐS- OGHE1LDVERSLUN Sis&zsmzsr Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ^^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ingu almennings á ráðinu kom í ljós að einungis um helmingur að- spurðra vissi hvert hlutverk Jafn- réttisráðs væri. Fjórðungur vissi að ráðið væri opinber aðili og helming- ur að reynslan af starfí ráðsins væri góð. Einungis 6,5% töldu að svo væri ekki. Undanfarið hefur Jafnréttisráð einbeitt sér að könnunum og er nú á döfinni að vinna úr úrslitum nýaf- staðinna sveitastjómarkosninga með tilliti til kynja, kosningaþátt- töku o.fl., einnig er ráðgert að halda ráðstefnu í haust um stefnumörkun í jafnréttismálum fram til ársins 2000. Núverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs er Elín Pálsdóttir Flygenring, lögfræðingur, en aðrir starfsmenn ráðsins em þau Ingi- björg Jóhannsdóttir, fulltrúi og 01- afur Jónsson, þjóðfélagsfræðingur. Ráðið hefur opna skrifstofu að Laugavegi 116 og síminn þar er 27420. OC ALFA-LAVAL VARMA SKIIMAK LANDSSMIÐJAN vekur athygli a ALFA-LAVAL varmaskiptum til notkun- ar viö upphitun á vatni til neyslu og fyrir mióstööv- arkerfi. ALFA-LAVAL er sænsk gæóavara. Um þaö eru allir sammála sem reynt hafa. Helstu kosti ALFA-LAVAL varmaskipta teljum við vera: X Þeireruvirkirogeinfaldir X Plöturnar úr ryðfriu stáli sem tærast ekki við öll venjulog skilyrði X Hreinsun auðveld X Þrýstiþol mikió X Breytingarauðveldar X Þeirtaka lltið pláss X Nýtingin mjög góð LANDSSMIÐJAN hefur einkaumboð fyrir ALFA- LAVAL a Islandi. og get- ur vottað um aó áratuga löng reynsla á hitaveitu- svæðum um allt land hefur sannað ágæti þessara varmaskipta. Viö veitum allar tækni- legar upplýsingar, svo og hvers konar upplýs- ingar aörar um ALFA- LAVAL varmaskiptana. LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI (91) 20680 VERSLUN ÁRMÚLA 23 SIMI 91-688880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.