Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 + Á Akureyri lUlyndlist Bragi Ásgeirsson Á dögunum gerðum við þrír kennarar Myndlista- og hand- íðaskóla íslands okkur ferð til Akureyrar og var tilgangurinn að dæma verk nemenda Mynd- listaskólans þar. Skóli þessi hefur verið rek- inn af miklum dugnaði allt frá stofnun hans og unnið mjög gott verk í norðlenzkum sjón- menntamálum. Það er árviss viðburður að einn eða tveir kennara MHÍ haldi í þessum erindagjörðum norður en nú voru þeir óvenju margir sem sóttu um inngöngu í skólann frá Akureyri, eða 12, sem er nokkuð stór hluti þeirra sem árlega eru teknir inn. Þótt því rétt að senda þrjá að þessu sinni, tvo deildarstjóra ásamt skólastjóra. í sjálfu sér er slík ferð einungis liður í skólastarf- inu og því naumast fréttnæmt, og skólanum nyrðra til mikils sóma, að allir tólf umsækjend- umir komust inn í framhalds- deildir MHÍ. Þetta er umtalsvert afrek, vegna þess að deildir skólans eru flestar troðfullar og við hugsum okkur tvisvar um áður en við bætum fleiri við. Þá skal þess og getið að nemend- um á listasviði Fjölbrautaskóla var flestum ef ekki öllum vísað í almennt inntökupróf. Einmitt þetta færir heim Módelteikning. Tveir fulltrúar MHÍ, þeir Sigurður örn Brynjólfsson deildarstjóri auglýsingahönnunar og Torfi Jónsson skólastjóri, ræða við Nini Tang um skólastarfið. Hér sést dæmi um ágætan árangur í formfræði. sanninn á gildi og sérstöðu listaskóla og að almennir framhaldsskólar geti trauðla komið í stað þeirra og jafnvel ekki hvað almennt undirbún- ingsnám áhrærir. Hér þýðir ekki að setja lög eða ákvæði um námseininga því að það er árangurinn sem gildir og listaskólar í dag eru með erfíð- ustu og ströngustu skólum sem um getur enda hefur þýð- ing þeirra aldrei verið meiri. í enga skóla víða um heim er eins erfítt að fá inngöngu og hví skyldi þróunin ekki fylgjast aðhér? Listabrautir framhaldsskóla áttu að koma í stað hins svo- nefnda forskóla, eða undir- búningsdeildar sérdeilda og var það tveggja ára nám. Fljót- lega var annað árið klippt í burt því svo var bjartsýnin mikil um ágæti listabrautanna. Þróunin hefur þó orðið sú að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir tveggja ára fornám við MHÍ en einmitt núna enda stynja sérdeildir yfír kunnáttu- leysi nemenda í almennum grundvallargreinum. Þá er einnig mál málanna að þjóðin eignist sinn Listaháskóla og verði hér hvergi eftirbátur annarra menningarþjóða. Dvölin á Akureyri var hin ánægjulegasta þó gekk erfíð- lega að komast þangað og fór öll tímaáætlun þar af leiðandi úr skorðum. Sýning Myndlist- arskólans á Akureyri var hald- in í Skemmunni yfír eina helgi og þurftu nemendur að setja hana upp í tvígangi því að taka varð hana niður á laugardags- kvöldi vegna söngskemmtunar Kristjáns Jóhannssonar. Það sem einkenndi sýning- una voru góð vinnubrögð í mr ■■■■■■■■ Y ■■■■■■■■ ■■■■■■■■ ni '«■ ■■■■■■■■ 'I ■■■■■■■■ .. * ■■■■•■■■ WHL. ■■■■■■•■ ■■■■■■■■ Fjórir kennarar Myndlistarskólans á Akureyri. Gestakennarinn frá Hollandi, málarinn Nim Tang, Helgi Vilberg skólastjóri, Soffía Arnadóttir og Kristján Jóhannsson. fiHÍií* 4 m » ■■ ♦ * •« . * nran MNóm i fj —Cl \\ ______ VSSZSfiSSSSSS^ ÆinmmmJk ni STALHF Höldum borgínní hreinni á200ára afmælinu Pósthólf 880, 121 Reykjavík-Borgartúni 31, símar 27222 & 84757 Móttaka á brotajárni og málmum í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. Gerum hreina borg hreinni! „ Jafnvægi milli öndunar og raddbeitingar aðalatriði“ Kirsten Thyme og Börge Frökjer leiðbeina talkennurum í Kennaraháskólanum ÞESSA vikuna hefur staðið yfir námskeið i raddþjálfun á vegum Félags talkennara og talmeina- fræðinga og Heyrnar og tal- meinastöðvar íslands. Námskeið- ið er ætlað talkennurum og leið- beinendur eru þau Kirsten Thyme lektor í talmeinafræðum og Börge Frökjær prófessor í hljóðfræði, en þau starfa við Centret for Audiolog við Háskól- ann í Kaupmannahöfn. Aðferðin sem þau nota nefnist Accentmetoden, en með þeirri að- ferð er taiið þjálfað og bætt með hjálp taktbundinna líkamshreyf- inga, öndunar- og raddæfínga. „Þessi aðferð er mikið notuð meðal talkennarar í Danmörku en auk þess hefur hún reynst þeim vel sem þurfa að tala mikið, svo sem leikur- um, stjómmálamönnum, prestum, kennurum og fleirum og er þessi raddþjálfun nú hluti af námi þess- ara starfsstétta til að fyrirbyggja að röddin sé misnotuð," segir Kirst- en Thyme. „í þessari aðferð er höfuðáhersl- an lögð á jafnvægi milli öndunar og raddbeitingar," segir Börke Frökjær, eiginmaður Kirsten Thyme, en þau hjón hafa ferðast víða um heim til að kenna þessa aðferð. „Það þarf að vera gott jafn- vægi milli þessara þátta til að fólk hafí góða rödd. Þetta hefur verið sannað með vísindalegum mæling- um, og þessar rannsóknir sýna að eftir að fólk lærir að beita röddinni samkvæmt þessum kenningum fær það sterkari og þægilegri rödd. Þau segja að þessi aðferð hafí komið að miklu gagni við meðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.