Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 Er steinsteypan veðrunarþolin? eftir Birgi G. Frímannsson Steinsteypuskemmdir á Stór- Reykjavíkursvæðinu þekkja allir. Flestir álíta að takist að koma í veg fyrir alkalískemmdir sé málið leyst. Svo er því miður ekki. Erlendis hafa sérfræðingar nú þungar áhyggjur af frostþíðuskemmdum og ryðgun jámbindinga, þar sem þessar tegundir skemmda eru nú orðnar mikið vandamál. Þessar skemmdir eru oft flókin fyrirbæri og oft ekki beinlínis frostskemmdir og mun ég frekar nota hugtakið veðrunarþol en frostþol. „Steinsteypa er alís- lenskt byggingarefni og var fyrir stríð talin ódrepandi og viðhalds- frí. Því miður er nú komin upp veruleg vantrú á endingu stein- stejrpu, mistök hafa verið of mörg og áber- andi.“ meiri vatnsþörf, en minna sement þarf nú til þess að uppfylla styrk- leikakröfur og v/s-talan hækkar. Með tilkomu kísilryks í sementið, 5% árið 1980 og 7% 1983, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að mæta styrkleikakröfum með 200 kg af sementi og v/s-tölu 0,88. Vel má vera að einhveijar steypustöðvar stöðvi við 220—245 kg sements, en v/s-talan er þá vætnanlega 0,72—0,80, sem er greinilega yfír öllum hættumörkum. Eldri lausnir voru að auka kröfur um styrkleika steypunnar. Ef hin raunverulega Birgir G. Frímannsson Ef prófað væri í hreinu vatni gæti frostþolið verið svipað í þessum tilraunum með v/s-tölum 0,60—0,65. Vegna þess a íslenska Fífuhvammsefni þraut, og sótti efni til Suðumesja með æmum tilkostn- aði. Ós hf. notar holtaefni. Árið 1980 bannar borgarverkfræðingur notkun Hvalfjarðarefnis, en dregur það bann síðar til baka að einhveiju leyti. Árið 1981 var reynt að koma alkalí-skemmdum á viðlagatrygg- ingu íslands, en tókst ekki. Nú mega steypukaupendur gera sér ljóst að þeir einir bera ábyrgð á sínum steypukaupum. Steypustöðv- ar og reyndar einnig Sementsverk- smiðja ríkisins virðast einungis bera 1 árs ábyrgð samkvæmt kaupalög- unum. Byggingaryfírvöld í Reykja- vík em raunalega sein að taka við sér. Árið 1966 uppgötvaðist að HvaHjarðarefnið var alkalí-virkt, holtaefnin ekki. Skemmdum vegna alkalí-virkni var þó neitað hérlendis þar til 1976 að borkjarnar úr húsi vom sendir til Danmerkur vegna málaferla. Árið 1977 athugaði RB útbreiðslu steypuskemmda í Reykjavík og árið 1978 er fenginn danskur sérfræðingur til aðstoðar. Fyrst 1979 em gerðar ráðstafanir gegn alkalí-skemmdum og þvottur sjávarefna fyrirskipaður. Þvottur er þó ekki kominn í gott horf fyrr en 1984. Sementsmagn og veðrunarþol Hér verður aðeins rædd útveggja-steypa. Ef aðeins er tekið tillit til styrkleikakrafna er hægt að komast af með 200 kg af sem- enti pr. kbm steypu, en sú steypa endist ekki. í Hong Kong er nú verið að rífa 17.000 íbúðir byggðar 1966—77 af hinu opinbera. Sement var þá dýrt og erfítt með útvegun, byggingareftirlitið brást og steypan reyndist ónýt vegna of lítils sem- ents. Dýrkeyptur spamaðurþar. Tímabil Loft Sigmál Maxmöl Vatn Sement v/s-tala Athugasemdir 1920—'40 1,5% 8 60 150 300 0,50 S-120 1940—’47 1,5% 10 60 155 250-300 0,52-0,62 1947 Steypust. hf. 1947—’58 3,5% 10 60 150 250-300 0,5-0,6 1956 B.M.Vallá 1958—’64 3,5% 10 40 160 250 0,64 1958 1962 Semvsm. r. Björgun hf. 1964—’66 3,5% 10 32-40 160 250 0,64 1964 Verkhf. 1967—’71 3,5% 9 25 170 280 0,62 S-200 1967—’71 5,0% 9 25 160 280 0,57 S-200 1972—’74 5,0% 8 25 160 275 0,58 Rauðimelur 1974—'79 5,0% 8 25 168 270 0,62 Líparít 1980—’83 5,5% 10 25-32 175 220-245 0,72-0,80 5% Kísilryk 1983—'85 6,0% 10 25-32 175 220-245 0,72-0,80 7% Kísilryk Þær þjóðir sem standa einna fremst í steyputækni í dag em Bandaríkjamenn og Þjóðveijar. Til veðmnarþolinnar steyputækni hafa þeir nú mjög aukið kröfur sínar, sem em sem minnst vatn og hæfí- legt minnsta magn af sementi. Tölulega er þetta þannig sett fram að vatn á móti sementi, v/s-talan, megi ekki fara fram úr ákveðnum gildum við hveijar aðstæður. Með- fylgjandi tafla sýnir eldri og nýrri kröfur um mestu gildi v/s-tölunnar, minnsta magn sements og minnsta magn lofts. Þjóðveijar gera auk þess kröfur um að útveggja-steypa sé vatnsþétt, sem hér myndi vænt- anlega auka kröfuna í v/s-tölu 0,55. Minnsta vatnsvagn sem hægt er að komast af með í steypu er v/s 0,40. Sú steypa er frostþolin án loftblendis. Álls staðar em menn nú sammála um að steypa með v/s-tölu hærri en 0,70 sé óhæf í útveggi. Nýjustu kröfur Eldri kröfur v/s-tala Loft Minnsta sement v/s-tala Loft USA 0,50 4,5-6% 300 kg pr. km 0,60 4,5-5% Þýzkaland 0,55-0,60 3,5-4% 300 kg pr, km 0,70 3,5% í verkfræðideild hangir nýlegt • amerískt kort, sem sýnir að mestu vindar og slagregn á norðurhveli jarðar eru hér á suðvesturhominu að suðurodda Grænlands. Auk þess er hér mikii rigning á vetuma, hátt rakastig og tíð frostþíðu skipti. Megnið af byggð er við sjávarsíðuna og víða saltúði frá sjó. Aðstæður hér em með því versta sem þekkist og kröfur okkar ættu þvl að vera allra þjóða strangastar. Annað væri heimska, sem ég veit ekki hver vill bera ábyrgð á. Nýjustu kröfur em fullt eins mikið byggðar á langtíma- reynslu sem vísindum. Lítum á reynsiu okkar sjálfra. Meðfylgjandi tafla sýnir sennilegt vatnsmagn, sementsmagn og v/s-tölur fyrir steypur í Reykjavík frá 1920. Árin 1964—’71 em frá Verk hf. í Fífuhvammslandi og 1972—'74 frá Rauðamel á Suður- nesjum. Hér er allt miðað við beztu aðstæður, sem vafalaust vom ekki alltaf til staðar. Fyrir stríð var steypa oftast handhrærð flutt í fötum og hand- þjöppuð. Krafíst var 300 kg sem- ents pr kbm og v/s-tala var um 0,50. Slík steypa hefur veðmnarþol, það sjáum við daglega. Með tilkomu hrærivélanna í stríðinu og síðar steypustöðvanna er krafa til sem- ents lækkuð í 250 kg og v/s-talan fer upp í 0,60—0,64. Samtímis_er verið að minnka stærstu malar- stærð úr 60 mm í 40, 32 og 25 mm vegna þrengri veggja, meiri jámbindinga og ekki sízt vegna tilkomu steypudælanna 1965, sem allt þýðir vaxandi vatnsþörf. Jafn- hliða þessari þróun em menn sér meðvitandi að v/s-talan fer vaxandi í 0,64, þrátt fyrir notkun loftblendis og vatnsspara. Því er mætt með vaxandi styrkleikakröfuin úr S—120, S—160, í S—200, sem er óbein krafa um meira sement og lægri v/s-tölu. Árið 1974 emm við komnir niður fyrir 0,58 og á niður- leið. Þá kemur sterkara sement, krafa til útveggja-steypu á að vera minnst 300—320 kg sements þá hefði krafa um S—250 dugað fyrir 10 ámm en þyrfti nú að vera nær S—350. (Rit R.B. nr. 54.) Fyrr eða síðar verðum við að viðurkenna staðreyndir, að steypa verður að hafa lágmarks sementsmagn og semja okkur að háttum erlendra þjóða og setja þessar kröfur fram umbúðalaust og í réttu samhengi. Til mála gæti komið að skyida steypustöðvar í hæsta fram- kvæmdaflokki tii þess að sundurliða afhendingamótur og geta sérstak- lega v/s-tölu. Minnsta steypustöðin gerir það og hinar em útbúnar fyrir það með litlum aukakostnaði. Ef athugaðar em danskar og ís- lenskar tilraunir með veðrunarþol steypu virðist lágmarkskrafan vera v/s-tala 0,55. Þessar kröfur era mótaðar af Þjóðveijum og notaðar á Norðurlöndum. Telja sumir þær óþarflega strangar, t.d. er pmfun- um dýft í 3% saltupplausn (sjó). sementið hefur mjög hátt alkalí- innihald og sjávarefni em útbreidd hérlendis virðist prófun í saltupp- lausn (sjó) eiga fullan rétt á sér. Hin almenna niðurstaða $ dag um veðmnarþol steinsteypu er því að vs-talan sé ekki hærri en 0,55 og lágmarkssement sé 300—320 kg af sementi pr. kbm. Minni kröfur megum við ekki gera nema tilraunir sanni að það sé óhætt og einhver taki á sig þá ábyrgð. Veðrunarþol og sjávarefni Einhver lélegasta steypa sem þekkist var á Arabíuskaganum þegar menn notuðu enn sand meng- aðan salti og sjó í staðinn fyrir dýrmætt vatn. Megnið af þessari steypu er nú ónýtt. Hér í Reykjavík var sjávarefnið þá auglýst sem bezta fáanlega steypuefnið. „Steyp- um einungis úr völdum sjávarefn- um“ þótti trúgjömum gimilegt. Svo komu alkalí-skemmdimar. Athugun Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins á áranum 1962—'73 sýndi að ca. 40% af húsum á Reykjvíkur- svæðinu vom með alkalí-skemmdir, en markaðshlutdeiid Sjávarefna og BM Vallá var þá um 38%. Mér vitanlega hafa ekki fundist alkalí- skemmdir í húsum úr holtasandi frá þessum tíma, enda þau efni þá alkalíóvirk hér í Reykjavík. Steypuframleiðsla er ekki eintóm vísindi heldur einnig list sem aðal- lega byggir á reynslu og góðri dóm- greind. Við vitum að útveggja- steypa með hátt saltinnihald helst rakari, þarf meiri loftblendi-vöm og til þess að vera veðmnarþolin þyrfti hún að hafa mun lægri v/s-tölu en steypa úr holtasandi. Um 1972 höfðu menn fengið á til- fínninguna að sjávarefni hér bæri að varast. Steypustöðin hf. hafði bent á það 1967. Vegamálastjóm, hafnarmálastjóm og borgarverk- fræðingur ákváðu þá í sínum út- boðslýsingum að samþykkja ekki sjávarefni í steypu, þótt Reykjvíkur- borg drægi það síðar til baka. Verk hf. taldi ekki óhætt að bjóða sínum viðskiptavinum sjávarefni, þegar Ábyrgð steypu og sementsf ramleiðenda Danir hafa frá 1. janúar 1986 sett ný lög er varða steinsteypu. Nú bera allir aðilar 5 ára ábyrgð, sem áður var 1—20 ár. Að 5 ámm liðnum fer fram úttekt á steypum mannvirkjum til athugunar á skaðabótaábyrgð, ef einhver er. Reynslan af steypunni fer þá í framtíðinni ekkert á milli mála. Ef slík ábyrgð væri komin hér og byggingarfulltrúi skráði seljendur steypunnar jafnhliða meistumm, tel ég sennilegt að steypustöðvamar ykju ótilkvaddar sementsmagnið í 300 kg, lækkuðu v/s-töluna i 0,55 og notkun holtaefna ykist stórkost- lega. Hugsanlega kæmi þá á mark- aðinn eitthvað veikara, ódýrara og hentugra sement, sem hentaði þeim betur sem ekki em með alkalí-virk efni. Vaxandi micró-sprangur em því miður það gjald sem við m.a. greiðum fyrir hið nýja, sterka sement, en slíkar spmngumyndanir auðvelda vatninu aðgang að steyp- unni og stórminnka veðmnarþolið. Steinsteypa er alíslenskt bygg- ingarefni og var fyrir stríð talin ódrepandi og viðhaldsfrí. Því miður er nú komin upp vemleg vantrú á endingu steinsteypu, mistök hafa verið of mörg og áberandi. Nú telja menn sig verða að fara varlega í að steypa svalir, þakbrúnir, úti- standandi vegghluta o.s.frv. auk þess sem útveggir em í vaxandi mæli klæddir dýmm klæðningum. Sennilega gætum við steypt hvað sem er, jafnvel þakrennur, ef aðeins steypan væri nógu góð, v/s-talan 0,45 og meðhöndlun vönduð. Spam- aður fyrir þjóðarbúið væri ótrúlega há upphæð. Eitt af því sem dregur niður lífskjör hér em margs kyns dýr mistök. Krafla er bara eitt dæmi. Mistök í steinsteypu væntan- lega síst minni þegar upp er staðið og alltof margir steypukaupendur verða óbættir að eyða stómm upp- hæðum í viðgerðir af knöppum kaupmætti. Þótt kaupa megi nánast jafngott bensín af 3 olíufélögum, gildir það ekki um hinar 3 steypu- stöðvar á Reykjavíkursvæðinu. Þær selja allar mismunandi sand og möl af mismunandi svæðum. Gæðin em ömgglega ekki jöfn og sements- magnið vafalaust eitthvað mismun- andi, þótt um sama styrkleikaflokk sé að ræða. Mikið og gott fram- leiðslueftirlit er vissulega stór kost- ur og traustvekjandi en beinist því miður frekar að styrkleikakröfum en veðranarþolskröfum. Veðmnar- þol útveggja er aðalatriðið. Smá- vægilegur spamaður í kaupum eða lánakjörum getur síðar reynst dýr- keyptur. Höfundur er verkfræðingur, fyrr- verandi forsijóri Verks hf. og fyrsti formaður Steinsteypufélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.