Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 Sólstöðuganga 21. júní 1986 — Um útivistarsvæði Reykjavíkur eftir Þór Jakobsson „Sólstöðugangan" er tiltölulega lítill en engu að síður ómissandi fyrsti þáttur í allmikilli áætlun, svonefndri Heimshátíð. Að baki áætluninni er hugsjónin um frið á jörðu, réttlæti ogbræðralag. Einnig mætti taka svo til orða að sólstöðu- gangan sé athöfn til stuðnings alþjóðahyggju og margvíslegu ein- ingarstarfi Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndinni um sólstöðugöngu og Heimshátíð skal nú lýst í fáeinum orðum. Vonin um allsheijarfrið er æði forn. Áætlunin um heimshátíð styðst því við gamlar hugmyndir og henni er á hinn bóginn ætlað að efla gamla viðleitni manna að koma á friði og rétt.læti í heiminum. Með sólstöðugöngu og heimshátíð eru því engin ný sannindi boðuð. Hugmyndin um sólstöðugöngu grundvallast m.ö.o. ekki á nýjum, frumlegum skoðunum. Hún er framkvæmdaáætlun, leið til að ryðja braut voninni um frið og til- raun til að efla skilning og samstarf með mönnum. Fyrsta sólstöðugangan fór fram 21. júní 1985 og var þá gengið frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Að þessu sinni, þ. 21. júní 1986, mun sólstöðuganga verða um útivistar- svæði Reykjavíkur. Tvennt verður efst í huga að þessu sinni: Árið 1986 er „Ar friðarins" hjá Samein- uðu þjóðunum. Það er Iíka af- mælisár höfuðborgarinnar. Gengið í öðrum löndum Ætlunin er að efna til sólstöðug öngu í æ fleiri löndum. Ef til vill kemur í ljós að hásumarið þyki óheppilegur tími víðast og yrði þá eftirHöUu Aðalsteinsdóttur ísienskir bændur standa á tíma- mótum og landbúnaðurinn er í kreppu. Sveitimar okkar og allt mannlíf þar bíður og vonar að fram- undan sé „betri tíð með blóm í haga“. Allur almenningur í landinu er að gera sér Ijóst að erfiðleikamir í landbúnaðinum snerta ekki ein- göngu nokkur hundruð bændur og örfáar harðbýlar afdalasveitir, held- ur alla landsbyggðina og allt okkar þjóðlíf. í dag er mest rætt um mjólkur- kvótann og fullvirðisrétt en á morg- un verður það kannski eitthvað annað því vandamájin blasa við í flestum greinum. Ótal sjónarmið koma fram um hvernig leysa á vandann, og vist er að framundan er mikil breyting og afkoma flölda íjölskyldna, bæði í sveit og kaup- stað, er undir því komin hvemig til tekst í náinni framtíð. Eitt penna- strik eða nokkur orð í reglugerð geta haft afdrifaríkar og keðju- bundnar afleiðingar langt út fyrir upphaflega markmiðið, líkt og þegar steinvölu er kastað í vatn og hringgárur myndast. — Þær koma hver af annarri og verða stærri og stærri. Við höfum vitað af þvi í mörg ár að erfiðleikar voru á næsta leiti og ýmsar aðgerðir vom við hafðar en hafa því miður ekki reynst eins og til var ætlast og þróunin orðið önnur. En við skulum gera okkur ljóst að málin leysast ekki nema annar árstími fyrir valinu því að áhrifamest yrði að hafa sólstöðu- göngumar samdægurs. Þegar fram líða stundir verður hafíst handa við skipulagningu Heimsgöngu, sem mun tengja hinar staðbundnu sól- stöðugöngur. En með hvaða hætti stuðlar sól- stöðugangan að friði — og heims- ganga um síðir? Hún gerir það með því að auka kynni og þekkingu á umhverfinu og högum annarra. Aukin kynni og þekking eykur skilning og samúð og örvar þar af leiðandi menn til að útkljá deilumál sín án ófriðar og blóðsúthellinga. Meginhugmyndin að baki sólstöðu- göngu er sú, að ekkert efli friðinn á við persónuleg kynni, og þekk- ingu. Sólstöðugangan er „meðmæla- ganga með lífinu og menning- unni“. Hún er ráð til að efla skiln- ing og frið eins og áður sagði, en hún er einnig áminning til hinna lánsömu um að hjálpa sjúkum og bágstöddum. sólstöðuganga er fyrst og fremst athöfn til dýrðar lífinu í allri sinni flölbreyttu mynd. Lífs- gleði setji svip sinn á gönguna. En þá verða menn að hjálpast að eftir megni og samgleðjast. Vísindi og við Síðustu 500 árin hafa vísindin leitt í ljós margar stórkostlegar staðreyndir, um lífið, jörðina, sól- kerfið og alheiminn. Þekkingu á líf- ríkinu, þróun lífsins og mannkyns- ins hefur fleygt fram og sömuleiðis vitneskju um Qölbreytilega sögu mannkynsins síðustu árþúsundir. Talið er trúlegt að vísindin muni áður en langt um líður komast að því að alheimurinn sé iðandi af lífi: ótal sólkerfi á borð við okkar sól- horfast í augu við þau eins og þau líta út í dag. Það kemur ekki að gagni að kenna einhveiju eða ein- hveijum um hvemig komið er. Mörg mál einstakra bænda þarfnast skjótrar úriausnar, heilu búgrein- amar eru í endurmótun og aðrar nýjar í byijunarörðugleikum. Heilu sveitimar standa frammi fyrir tekjutapi, atvinnuleysi og erfiðleik- um að halda uppi lögbundinni þjón- ustu s.s. skólahaldi, heilbrigðis- þjónustu o.fl. Verkefni sem bíða úrlausnar em mörg og stór og það hlýtur að vera öllum í hag að þau leysist sem fyrst. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Lengi hefur iandbúnaður ekki fengið eins mikla umflöllun í fjölmiðlum og að undan- fömu. Margir kynna sér nú mál hans og fjalla um hann af nokkurri þekkingu og byggja á staðreyndum en það er meira en hingað til hefur tíðkast. — Meðal okkar bændafólks hefur einnig komið hreyfing á fé- lagsmál stéttarinnar. Okkur er nú betur ljós sú nauðsyn að standa saman og að á okkur hvílir ábyrgð að viðhalda traustu og virku félags- kerfi. Við eigum fjársjóð sem margar aðrar þjóðir eru búnar að glata, en það er tiltölulega hreint og ómengað land. Ennþá emm við laus við súrt regn og áhrif kjamorkuslysa hafa ekki borist til okkar. Ár og vötn em ómenguð og lega landsins hjálp- ar til að varðveita hreint og tært loft. — En kunnum við að meta þennan fjársjóð okkar og stöndum við nógu góðan vörð um að glata honum ekki? „Fólk á öllum aldri tekur þátt í sólstöðu- göngu. Það kynnist hvert öðru, menningu staðarins eða landsins sem farið er um og einnig ríki náttúrunnar umhverf is. Síðast en ekki síst hugsa göngu- menn til þeirra sem eru í svipaðri göngu í öðr- um löndum og heims- álfum.“ Halla Aðalsteinsdóttir „Það verður eflaust alltaf eitthvað dýrara í krónum talið að fram- leiða matvörur hér á norðurslóðum en þar sem hlýrra er, en það getur líka verið dýrt spaug að lifa á umfram framleiðslu annarra þjóða...“ kerfi muni vera bæði í okkar vetrar- braut og fjarlægum vetrarbrautum. Ef það sannast mun ekkert þykja iíklegra en milljónir jarða svífi um geiminn og margar lífvænlegar. Það er deginum ljósara, að maðurinn — við — þú — er þátttak- andi í stórfenglegri tilveru, sem sannarlega er undraverð. Njóttu hennar meðan færi gefst — hún gengur þér úr greipum óðar en varir! Hvað er þá sólstöðugangan? Hún er fjölþætt kynning á náttúrunni og mcnningunni. Hún er boðganga þar sem fólk kemur og fer að vild. Á áfangastöðum er staldrað við. Margir láta sér nægja að koma á slíkan áfangastað, taka þátt í atrið- um sem þar fara fram og kveðja að svo búnu þá sem halda áfram. I sólstöðugöngu og á áfangastöðum er kynning á byggingum og fram- kvæmdum, atvinnuvegum og starf- semi á leiðinni, á menningarlífí, listum og vísindum. Allir með! Fólk á öllum aldri tekur þátt í sólstöðugöngu. Það kynnist hvert öðru, menningu staðarins eða landsins, sem farið er um og einnig ríki náttúrunnar umhverfis. Síðast en ekki síst hugsa göngumenn til þeirra sem eru í svipaðri göngu í öðrum löndum og heimsálfum. Einstaklingar, félög og samtök eru hvött til að taka höndum saman og skipuleggja sólstöðugöngu heima fyrir. Vonast er til að al- þjóðleg samtök sjái sér fært að taka þátt í sólstöðugöngu og efla þannig alþjóðahyggju til góðs fyrir mann- kynið. Ahuga á einingarstarfi Sameinuðu þjóðanna ber að vekja Matvörur sem framleiddar eru hér í hreinu landi hafa þegar hlotið forgang erlendis, t.d. laxinn eftir kjarnorkuslysið í síðasta mánuði. Aðrar þjóðir sem búa við mikil mengunarvandamál koma ef til vill betur auga á þennan íjársjóð okkar a.m.k. virðist svo oft vera. Stórkost- Iegt smygl á matvörum og kröfur um innflutning t.d. á grænmeti bendir ekki til að þetta sé öllum ljóst. íslendingar gætu verið sjálfír sér nógir um allt grænmeti, ef allir legðust á eitt að koma því í kring. Tækni og þekkingu höfum við og framleiðslukostnað er hægt að lækka ef sterkur vilji er fyrir hendi, t.d. með því að lána- og vaxtamál séu raunhæf og raforkuverð til matvælaframleiðslu þjóðarinnar væri á sama verði og til erlendrar stóriðju hér á landi. Bændur geta líka vafalítið notað rafmagn í meira mæli til heyverkunar t.d. til hitunar lofts við súgþurrkun og til gras- köggla og annarrar innlendrar fóð- urgerðar, ef þeir fengju að nýta umframraforku sem einmitt er fyrir hendi á sumrin og þeir fengju hana þá á hagstæðu verði. Fleira mætti nefna sem lækkað gæti framleiðslu og fjármagns- kostnað í landbúnaði, t.d. mætti ríkið draga stórlega úr skattlagn- ingu við nýbyggingar, á vélar, bún- að og rekstrarvörur. Gaman væri að sjá það dæmi reiknað hvað stór hluti af byggingarkostnaði meðal- stórra gripahúsa í sveit rennur beint í ríkiskassann í formi söluskatts, launaskatts, tolla og innflutnings- gjalda. Skyldi lán Stofnlánadeildar landbúnaðarins ná að vega þar upp og efla. sólstöðugöngur eru ráð til þess. Ætlunin er að efna til sólstöðu- göngu árlega en innan fárra ára hefst „Heimshátíð" með boðgöngu umhverfis jörðina (og boðsiglingu!), sem fara mun fram jafnframt því sem sólstöðugöngur halda áfram. Boðgangan mikla mun sennilega taka aldarfjórðung. Hún verður táknræn athöfn um nauðsyn ein- hugar í mannheimi á lítilli jörð. Framtíðin Ef vel tekst til með Heimsgöngu hjá núlifandi kynslóð ættu afkom- endur okkar að íhuga endurtekn- ingu og efna til annarrar „með- mælagöngu með lífinu og menning- unni“ að hundrað árum liðnum og síðan á 100 ára fresti. Kannski er heppilegra að halda slíka Heims- hátíð á 500 ára fresti! En nú verður látið staðar numið, því að sumum kann að þykja nóg um og sundla, þótt minna megi á að samkvæmt vísindalegri þekkingu nútímans eru 500 ár frekar skammur tími miðað við sögu menningarinnar og mjög skammur tími miðað við upphaf mannkynsins! Hvað um það — verðum alla vega samferða stuttan sj)öl eða saman á áfangastöðum í næstu sólstöðu- göngu hér um útivistarsvæði Reykjavíkur, spjöllum saman og virðum fyrir okkur flöll og fugla tilsýndar og grös sem á vegi verða. Látum bömin tifa með og hundana, þeir sem eiga! Að lokum skal þess getið að framkvæmdastjóri Sólstöðugöngu 1986 er Einar Egilsson og verður nánar greint frá skipulagi í blöðum næstu daga. Höfundur er veðurfræðingur lyi Veðurstofu íslands oger upp- hafsmaður sólstöðugöngv á ís- landi. á móti og hvað fær bankakerfið í sinn hlut fyrir það allra náðarsam- legast að brúa bilið þar til áfanga er náð og von er á láni frá stofnlána- deildinni. Hvemig tekst okkur að halda landinu hreinu og ómenguðu? Við verðum áreiðanlega að halda okkur vel vakandi í því efni og slaka aldrei á. Með matvælum og fóður- vörum geta borist sjúkdómar, geislavirkni og ýmislegt sem við hingað til höfúm verið blessunar- lega laus við, og smáóvarkámi eða kæruleysi í umgengni við landið getur valdið mengun og eyðilegg- ingu sem lengi eða kannski aldrei verður bætt fyrir. Það verður eflaust alltaf eitthvað dýrara, í krónum talið, að framleiða matvör- ur hér á norðurslóðum en þar sem hlýrra er, en það getur líka verið dýrt spaug að lifa á umframfram- leiðslu annarra þjóða, sú framleiðsla getur horfið á einni nóttu eða orðið óæt. Til þess þarf hvorki kjamorku- stríð eða stórkostlegar náttúmham- farir. Það er nóg að smáskæmr bijótist út eðá smáslys hendi í kjamorkuvemm, það sýna atburðir síðustu vikna. ÖIl emm við að vakna til meiri vitundar með það að ekki er sama hvað við látum ofan í okkur. Ekki em allir sammála um hvað sé hollt og hvað sé óhollt, en vonandi emm við sammála um að öll böm þurfa að fá mjólk á sínum uppvaxtar- og þroskaámm. Nýfæddu bami okkar gefum við eingöngu móðurmjólkina og síðar þá hreinustu og næringar- ríkustu náttúmafurð sem völ er á, kúamjólkina. En hvemig var fréttin í síðustu viku? Verður Stór-Reykjavíkur- svæðið mjólkurlaust í tvo mánuði? Gleymdist að taka tillit til neytand- ans þegar bændum var úthlutað fullvirðisrétti í mjólk, eða mundu menn ekki í svip hvað markaðurinn er? Nýmjólk er viðkvæm vara og íslenskur landbúnaður — hvers virði er hann þjóðinni í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.