Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 29
Líbanon MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986 29 Enn barist þrátt fyrir vopnahlé Beirút, AP. BARDAGAR hafa brotist út öðru hverju í Líbanon, þrátt fyrir að í gær hafi verið lýst yfir vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga múslima. Baráttan um flóttamannabúðir palestínuaraba hefur nú staðið frá 19. maí og síðan þá hafa a.m.k. 108 látist. Enn ríkir ekki friður í Líbanon, þó svo að lýst hafi verið yfír vopna- hléi. Það var gert eftir þriggja daga viðræður fylkinga múslima, en þær voru haldnar að frumkvæði Mo- hammeds Ali Bcharati, aðstoðarut- anríkisráðherra íran, en íranir styðja bæði málstað palestínuaraba og shíta. Reyna þeir því að stilla til friðar með þeim. Ríkisútvarpið í Beirút sagði í gær að sex hefðu farist og tveir særst, þegar ísraelar gerðu stórskotaliðs- árás á þorp í Suður-Líbanon. Ekki var getið um ástæðu árásarinnar, en ekki hefur fengist staðfest hvort það voru ísraelar eða hersveitir þeim hliðhollar, sem árásina gerðu. Hersveitir krístinna og músiima skiptust á skotum í Beirút og lögð- ust allar samgöngur milli borgar- hverfa kristinna og múslima niður af þeim sökum. Arás var gerð á byggingu sjónvarpsins og urðu skemmdir miklar, en manntjón ekkert. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni, en hringt var í útvarps- stöð kristinna og sagt að Tarik Jedideh-hreyfmgin stæði á bak við hana. Hersveitum Walids Jumblatt og kristnum hersveitum innan stjómarhersins, hliðhollum forseta landsins, Amin Gemayel, lenti saman og áttust þar við bæði stór- skotalið og skriðdrekasveitir. Jumblatt, leiðtogi drúsa og Nahib Berri, foringi shíta, hittust í Dam- askus, ásamt fulltrúum annarra skæmliðahreyflnga, sem Sýrlend- ingar styðja. Hersveitir Berris hafa að undanfömu ráðist á flótta- mannabúðir palestínuaraba til þess að koma í veg fyrir að PLO, undir forystu Yassers Arafat, geti hreiðr- að um sig í Beirút á ný. Skæmliðar PLO vom hraktir úr landi í innrás ísraela árið 1982. I þessari hrinu borgarastytjaldar- innar, sem hófst hinn 19 maí, hafa nú fallið 108 manns og 479 særst. Blaðamenn The Sun samþykkja að hætta vinnu í Wapping London, AP. AP/Símamynd Reykjarstrókar stíga upp af brennandi húsum í fátækrahverfinu Crossroads, nærri Höfðaborg í Suður- Afríku. Vitað er um ekki færri en 8 manns, sem látið hafa lífið í óeirðunum þar frá því á mánudag. Bob Geldof heiðraður London.AP. Elisabet Englands- drottning sæmdi írsku rokkstjörn- una, Bob Geldof, heiðurs- riddara- nafnbót sl. þriðjudag fyrir fram- lag hans til hjálpar sveltandi Afríkubú- um, að því er segir í tilkynn- ingu frá breska utanríkis- ráðuneytinu. Geldof, sem staddur er i Los Angeles í Bandaríkjun- um, sagðist vera mjög ánægð- ur með þessa viðurkenningu. Breska ríkisstjómin var gagn- rýnd harðlega um síðustu ára- mót þegar birtur var listi yfir þá sem heiðursnafnbætur hlytu og nafn Geldof var ekki á þeim lista. Breski utanríkis- ráðherrann, sir Geoffrey Howe, mælti með því að rokk- söngvarinn yrði heiðraður fyrir að skipuleggja aðgerðir til söfnunar flár til stuðnings íbúum þurrkasvæða Afríku. BLAÐAMENN breska blaðsins The Sun, sem er útbreiddasta blað Bretlands, felldu á mánudag tillögu þess efnis að halda áfram vinnu við hina nýju prentsmiðju blaðsins i Wapping. Suður-Afríka: Blaðamennimir, sem eru 230, felldu tillöguna með 94 atkvæðum gegn 80, en 56 skiluðu ekki atkvæð- um. Áður höfðu blaðamenn The Sun fellt tillögu um samúðarverkfall með fyrrverandi starfsmönnum blaðsins, sem útgefandi blaðsins, Rudolph Murdoch, hafði sagt upp störfum. Frá uppsögn þeirra hafa verið nær dagleg mótmæli við hina nýju tölvustýrðu prentsmiðju í Wapping. Hún er girt gaddavír, enda Fleiri ís- skápar í Kína Peking, AP. KÍNA hefur tífaldað framleiðslu sína á ísskápum undanfarinn ára- tug að sögn kínverska blaðsins China Daily. Áður en ný efnahagsstefna var tekin upp 1979 var eftirspumin mest eftir útvarpstækjum, arm- bandsúrum, saumavélum og reið- hjólum. Nú eru ísskápar og þvotta- vélar hins vegar efst á blaði hjá kín- verskum neytendum Mikilvægir hlutar ísskápanna eru oft aðkeyptir. Aðhaldsstefna stjóm- valda í gjaldeyrismálum hefur því komið hart niður á þessari fram- leiðslu og sjá sumir verksmiðjustjór- ar nú fram á framleiðslustöðvun af þessum sökum. hafa átök milli lögreglu og prentara verið tíð. Nú lítur út fyrir að þetta umsát- ursástand sé farið að segja til sín. Blaðamenn við The Sun munu koma saman í dag til þess að ræða at- kvæðagreiðsluna. Murdoch gefur einnig The Times út. Blaðamenn þess, en þeir starfa einnig í Wapping, munu ræða þessa samþykkt starfs- bræðra sinna von bráðar. Trúnaðar- maður blaðamanna The Times, Clif- ford Longley, sagði að úrslit at- kvæðagreiðslunnar sýndu að margir blaðamenn vildu reyna að draga sig út úr þeirri erfiðu og þreytandi aðstöðu, sem þeir væru í. Óeirðirnar halda áfram í Crossroads Crossroads, Suður-Afríku, AP. ÓEIRÐIR héldu áfram í gær í fátækrahverfinu Crossroads nærri Höfðaborg og var vitað um 8 manns, sem drepnir voru, frá þvi að óeirðimar hófust á Frá fundi Husseins og Reagans í skrifstofu forsetans í Hvita húsinu. Hussein Jórdaníukonungur í Bandaríkjunum: Friðartillöffur væntanlesrar? Wnuhimrtnn AP. ^ ^ Washington, AP. Á FUNDI sem Hussein Jórdaníu- konungur átti með Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseta, síðastlið- inn mánudag kom fram, að kon- ungurinn telur að leita megi nýrra leiða til að koma á friði i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Að sögn ónafngreindra bandariskra embættismanna voru þó ekki kynntar ákveðnar hugmyndir i þessu sambandi. Hussein Jórdaníukonungur er staddur í Bandaríkjunum í óopin- berum erindagjörðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á síðustu árum hafa allar friðarum- leitanir reynst árangurslausar. Að sögn bandarískra embættismanna hyggst Hussein fá Assad, Sýrlands- forseta, eða Yasser Arafat, leiðtoga PLO, til samstarfs um tillögur, sem bundið gætu enda á deilur þeirra og ísraela. Á þessu ári hefur Huss- ein átt fundi með Assad um fram- tíð Gaza-svæðisins og vesturbakka Jórdanár. Á síðasta ári var talin hætta á að Sýrlendingar segðu Jórdönum stríð á hendur sökurn friðarumleit- ana milli Husseins og ísraela. Stjóm Reagans Bandaríkjaforseta reyndi mánudag. Svo mikið var tjónið, sem unnið var á heimilum svartra manna, að talið er að aUt að 20.000 úr þeirra röðum standi uppi heimilislausir. Frá því að óeirðir tóku að magn- ast í Crossroads um miðjan maí er vitað um 400 manns, sem látið hafa lífið þar. Eigi færri en 50.000 manns eiga þar nú ekki lengur þak yfir höfuðið, en um 100.000 manns búa í hverfinu. Átök þessi hafa einkum átt sér stað á meðai svartra manna innbyrðis. Hollenska stjómin kvaðst í gær myndu leggja það til við bandalags- ríki sín innan Evrópubandalagsins, að þau grípi í sameiningu til harðari aðgerða gegn Suður-Afríku. Skýrði talsmaður hollenska utanríkisráðu- neytisins frá þessu í gær. Talið er, að þetta sýni mjög harðnandi af- stöðu hollensku stjómarinnar gagn- vart Suður-Afríku. þá að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja sölu á vopnum til Jórd- aníu. í febrúar dró stjómin tillögu sína til baka vegna mikillar and- stöðu þingmanna ogmótmæla ráða- manna í ísrael. Á fundi þeirra Reagans og Husseins, sem stóð í fimmtán minútur, kom ekkert fram sem bent getur til þess að Banda- ríkjastjóm hyggist hefja aftur vopnasölu til Jórdaníu. Bandaríkjastjóm hefur lýst yfir vilja sínum til að stuðla að friðarvið- ræðum, en jafnframt tekið fram að frumkvæðið verði að koma frá stjórnum viðkomandi ríkja. Bandaríkjastjórn: Frekari innflutnings- hömlur á líbýska olíu R6m, AP. Á MÁNUDAG var haft eftir ónafngreindum sendiráðsstarfsmönnum Bandaríkjanna, að verið væri að athuga leiðir til þess að koma í veg fyrir að líbýskar oliuafurðir væru fluttar inn til Bandaríkj anna um þriðja land. í Washington tók ónafngreindur stjómarerindreki í sama streng. Þessar hugmyndir koma í kjölfar gransemda um að líbýskar olíuaf- urðir séu fluttar inn til Bandaríkj- anna, undir fölsku flaggi. Bandaríkjastjóm bannaði í nóv- ember síðastliðnum allan olíuinn- flutning frá Líbýu og var því þá haldið fram, að farið væri í kring um innflutningsbann á hráolíu þaðan. í janúar fyrirskipaði Bandaríkja- stjóm öllum þegnum sinum að yfír- gefa Líbýu og bandarískum fyrir- tækjum var bannað að stunda við- skipti þar. Nokkur fyrirtæki fengu þó frest, en nú á mánudag sam- þykkti fulltrúadeild Bandaríkja- þings þá fyrirskipun Reagans Bandaríkjaforseta, að einnig þau fyrirtæki sem fengu frest, skuli vera farin frá Líbýu hinn 30. þessa mánaðar. Sendiráðsmennimir í Róm sögðu að Bandaríkjastjóm hugleiddi nú útgáfu sérstaks „upprunaskírtein- is“, sem staðfesti að olía, eða olíuaf- urðir, væri laus við líbýsk hráefni. Heimildir fréttastofunnar sögð- ust ekki vita hvort búið væri að ákveða hvenær bann þetta tæki gildi, ef af yrði, en sögðu það sambærilegt við innflutningsbann það, sem nú er á stáli, hertu með kúbönsku nikkeli. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.