Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 30
30 ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR ll.JÚNÍ 1986 Bandarísk skólahljómsveit: Hætt við Evrópuferð — haldið til íslands ÓTTI foreldra við hryðjuverk varð tíl þess að skólahljómsveit frá Kaliforníu hætti við hljómleikaferð til Mið-Evrópu, en fer tU íslands. í tvö ár höfðu foreldrar og meðlimir kammerhljómsveitar framhaldsskólans í Downey í Kalifomíu safnað fé til þess að fara í hljómleikaferð til Mið- Evrópu, að því er blaðið The Modesto Bee sagði nýverið. Taka átti þátt í alþjóðlegri hljómlistar- hátíð í Vínarborg og halda hljóm- leika í Austurríki, Þýskalandi og Lúxemborg á leiðinni heim. Hljómsveitarstjórinn, David Pote- et, sem fæddur er á Islandi, hafði áhuga á að sýna unglingunum þetta land sem vakti einungis hugmyndir um ís og kulda í hugum þeirra. Því var ákveðið að dvelja tvo daga á íslandi á leiðinni til Evrópu og Poteet tók að sýna myndir og segja frá landinu. Eftir þá öldu hryðjuverka og hótana, sem gengið hefur yfír, gerðust margir foreldranna órólegir og að lokum var ákveðið að hætta við Evrópuferðina. Er Poteet lét vita um þessa ákvörðun kom reyndar í ljós að hætt hafði verið við hátíð- ina í Vínarborg af sömu ástæðu. En unglingamir og foreldramir vora sammála um það, að engin ástæða væri til að hætta við ls- landsferðina. Poteet var beðinn Skólahljómsveitin í Downey við æfingar. um að tala aftur við íslendinga og athuga hvort ekki væri hægt að fá gistirými í 10 nætur og e.t.v. að halda hljómleika. Sagt er að þeir hafi bragðist fljótt og vel við og sagt að slíkt væri mögulegt. Lagt verður af stað þ. 15. júní og haldnir nokkrir hljóm- leikar í Reykjavík og nágrenni. Poteet skipulagði síðan tveggja daga dvöl í New York á heimleið- inni og nú era allir ánægðir. KAUPFELOGIN UM ALLT LAND Haiti: Mikilþátt- taka í alls- herjar verk- fallinu Port-au-Prince, AP. Stjómarandstteðingar á Haiti héldu í gær fast við áform sín um að efna til allsheijarverk- falls. Strætisvagnstjórar sátu heima i dag og átti fólk af þeim sökum f erfiðleikum með að komast í vinnu fyrsta verkfalls- daginn. Þó að óvenjufátt fólk væri á götum úti í höfuðborginni i gær- morgun, vora stjómarskrifstofur og verslanir í miðbænum opnar eins ogvenjulega. Hermenn stjómuðu umferðinni í Port-au-Prince og þar var allt með kyrram kjöram og engar mót- mælaaðgerðir. Engar fréttir bárast um áhrif verkfallsins utan höfuðborgarinnar, en víst er, að þar kom ekki heldur til átaka. I iðnfyrirtæki nærri aðalflugvell- inum í Port-au-Prince komu um 30% af um 2.000 starfsmönnum til vinnu. I verksmiðju • þar rétt hjá komu aðeins um 2% af um 1.500 starfsmönnunum til vinnu. Hófsamir stjómmálaleiðtogar höfðu hvatt fólk til að hunsa verk- fallið, en verkalýðsleiðtogar boðuðu áframhaldandi aðgerðir. Til allsheijarverkfallsins var boðað m.a. til að leggja áherslu á kröfur um, að nokkram stjómarlið- um verði vikið frá. Grænland: Japanskur togari tekinn í landhelgi Nuuk, frá fráttaritara MorgunbUðains, N J. Bruun. JAPANSKUR togari, sem var við veiðar samkvæmt fiskveiðisamn- ingi Japana og Grænlendinga, var færður til hafnar og dæmdur fyrir veiðar með ólöglegri möskvastærð. Möskvamir í botnvörpu togarans vora of smáir og var skipstjórinn dæmdur til þess að greiða sekt, sem svarartil 250.000 ísl. króna. Nú era tveir japanskir togarar að veiðum í landhelgi Grænlands, en verða brátt 15 talsins. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur gagmýnt fiskveiðisamning Japana og Grænlendinga, þar sem þar séu Grænlendingar að semja um veiðar á fiskistofni, sem sé sameiginleg eign íslendinga og Grænlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.