Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 31 Japan: Viðskiptajöfnuðurinn hag- stæðari en nokkru sinni Lítil áhrif enn af hækkandi gengi jensins Toltýó, AP. í MAÍMÁNUÐI settu Japanir met hvað hagstæðan viðskiptajöfnuð snertir þriðja mánuðinn í röð. Var viðskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 7,53 milljarða dollara og gagnvart Bandaríkjunum einum saman um 4,06 milljarða dollara. Skýrði japanska fjár- málaráðuneytið frá þessu í gær. Vaxandi vonir hafa verið bundn- ar við það bæði í í Bandaríkjunum og Japan, að hið háa gengi japanska jensins nú yrði til þess að jafna þennan mun að einhveiju leyti, en tölfræðilegar skýrslur benda ekki til þess, að nein þáttaskil hafí orðið Afganistan: Sovéska hernámsliðið herðir á aðgerðum sínum Islamabad, Pakistan, AP. SOVÉSKA hemámsliðið í Afganistan hefur hert baráttuna gegn múhameðskum skæruliðum í landinu og átök í Panjshirdalnum hafa að mestu fjarað út. Vestrænir sendiráðsmenn segja, að sovéski herinn í Afganistan hafí efnt til umfangsmikilla leitar- og eyðileggingarherferða og notið stuðnings frá tugum vopnaðra þyrla í mjð- og norðurhéruðunum. í maflok stóðu afganski stjómar- herinn og sovéska hemámsliðið fyrir stórfelldum „hreinsunarað- gerðum" í neðri hluta Panjshirdals, sem nær að norðausturmörkum höfuðborgarinnar, Kabul. Af fregnum frá Panjshir má ráða, að þar hefur lítið verið barist á undanfomum mánuðum, nema er hvað skæruliðar hafa gert minni háttar árásir á herstöðvar. Áður fyrr var Panjshir eitt öraggasta vígi skæruliða og herliði þeirra tókst hvað eftir annað að hrinda áhlaup- um sovéska hersins. Skæraliðar viðurkenna, að hallað hafí á ógæfuhliðina hjá þeim í kjöl- far aukinna hemaðaramsvifa Sov- étmanna, sem m.a. hafa gert ákafar loftárásir á birgðaflutningalestir á leið fíá Pakistan. Mikill skortur á vopnum og skotfæram hrjáir skæraliðasveitimar og takmarkar getu þeirra. Einungis konur, böm og roskið fólk býr nú í þorpum í Panjshir, og öll viðleitni til að auka land- búnaðarframleiðsluna drepin niður jafnharðan. Brenna Sovétmenn uppskerana til að koma í veg fyrir að skæraliðum berist matvæli. Noregur: Ríkisstjórnin bannar einkaspítölum að ann- ast gervifijóvgun Frá fróttaritara Morgunblaðsins f Ósló, Jan Erik-Laure. Ríkísstjórn Verkamannaflokksins hyggst stöðva allar rannsóknir einkaaðila á gervifrjóvgun i tilraunaglösum. Spítalar í opinberri eigu hafa ekki annað eftirspurn, svo að lækningastofur í einka- eign hafa i auknum mæli tekið tíl við að aðstoða bamlaus hjón við að eignast „glasaböm". Nú vill ríkisstjómin banna það. Mörg hundruð hjóna bíða þess stofa í einkaeign, eru nú 253 hjón að geta eignast bam með þessum hætti, en nú er óvíst hvort þeim verður að ósk sinni, þar sem Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér stuðning Sósíalíska vinstriflokksins og Kristilega þjóðarflokksins í þessu máli. Við Ring-Senteret, sem er lækninga- á biðlista, að sögn Jens Moe, yfír- læknis, en meðferðin kostar sem svarar 110.000 ísl. króna. Að sögn Torbjom Mork, heil- brigðisfulltrúa, munu yfírvöld fylgjast grannt með því að bannið verði virt. Menningarsamskipti ^ Washington, AP. Á KOMANDI hausti verður söng- leikur með friðarboðskap sýndur víða í Bandaríkjunum og Kan- ada. Flytjendur verða bandarisk og sovésk böra. Einnig munu stórveldin skiptast á myndlistar- sýningum. Söngleikurinn „Friðarbam" er breskur og var fyrst færður upp í London 1981. Hann fjallar um böm sem reyna að stuðla að skilningi og vináttu milli leiðtoga stórveld- anna. Til aðstoðar bömunum verður sovésk rokkhljómsveit og þjóðlaga- í þessum efnum. Þannig var viðskiptajöfnuður Japana við útlönd enn hagstæðari í maí en í aprfl og var hann samt metmánuður í þessu tilliti og jafn- framt var maímánuður nú mun hagstæðari en sami mánuður í fyrra, en þá var viðskiptajöfnuður- inn hagstæður um 3,38 milljarða dollara. Alls nam útflutningur Japana 17,89 milljörðum dollara í maí. Var hann 24% meiri en í sama mánuði í fyrra og sá næstmesti f sögunni. Innflutningur dróst hins vegar saman um 6,3% og nam 10,36 milljörðum dollara. Gagnvart Evrópubandalaginu (EB) var viðskiptajöfnuður Japans hagstæður um 1,50 milljarða doll- ara og hefur aðeins einu sinni áður verið hagstæðari. Jókst útflutning- urinn til EB um 78,4% frá því í maí í fyrra og nam 2,54 milljörðum dollara, en innflutningur frá EB jókst um 42,3% og varð 1,03 millj- arðar dollara. Bflaútflutningur til EB jókst enn og nam aukningin 167,3% á einka- bifreiðum, en verðmæti þeirra var alls 423,72 millj. dollara. Aukningin varð 119,2% á hópferðabflum og vörabifreiðum og var verðmæti þeirra 58,86 millj. dollara. Samdráttur varð hins vegar í útflutningi Japans til Kína og er gjaldeyrisskorti Kínvetja kennt um. Japanskt tignarfólk í heimsókn í Tryklandi Takahito Mikasa, bróðir Japanskeisara (til hægri) og kona hans eru nú í opinberri heimsókn i Tyrklandi. Hér sjást þau standa sitt til hvorrar handar við hermann, sem er í hinum hefðbundna búningi frá Ottoman-timanum. Mynd þessi var tekin fyrir fram- an Topkapi-höllina í Istanbul fyrir nokkrum dögum. Umdeilt stj órnarfrumvarp lagt fram í Frakklandi — Verkalýðsfélög efna til verkfalls Paris, AP. FRANSKA stjórain lagði i gær fram umdeilt frumvarp, sem miðar að því að gera atvinnurekendum auðveldara að ráða og víkja fólki úr starfi. Verkalýðsfélög hafa harðlega mótmælt áformum stjórnar- innar og hefur hið fjölmenna verkalýðssamband CGT, sem lýtur forystu kommúnista, skipulagt víðtækar mótmælaaðgerðir i þessari viku. Talsmenn annarra verkalýðsfélaga hafa einnig lýst yfir þvi að gripið verði til ráðstafana i þvi skyni að láta í Ijósi andstöðu við stjórnina í þessu máli. söngkona, Ludmilla Sentchina. Einnig munu bamakórar á hveijum áfangastað syngja með. Framtakið er stutt fjárhagslega af einkaaðil- um. Það var bandaríska Smithsonian-stofnunin sem til- kynnti um samskiptin á myndlistar- sviðinu. Um er að ræða málverk nítjándu aldar meistara. Á Genfarfundi Reagans og Gor- bachevs í nóvember síðastliðnum undirrituðu þeir samkomulag um menningarsamvinnu ríkjanna. Búist er við því að almennings- samöngur leggist niður í París á miðvikudag, en öll verkalýðsfélög í þessari grein hafa ákveðið að efna til sólarhrings verkfalls á miðviku- dag til að mótmæla framvarpi stjómarinnar. Verkalýðsfélögin hafa ekki staðið á bak við sameigin- legar aðgerðir af þessu tagi síðan árið 1977. Stjómin heldur því fram að hið nýja frumvarp muni minnka at- vinnuleysi, sem nú er um 10% f Frakklandi, en verkalýðsfélögin telja að það múni hafa þveröfug áhrif. Verði framvarpið samþykkt munu atvinnurekendur eiga þess kost að reka allt að tíu starfsmenn og endurráða fólk í störf þeirra án þess að þurfa að fá til þess sérstaka heimild ríkisvaldsins. Nú er málum þannig háttað að atvinnurekendum er ekki heimilt að víkja fólki úr starfi án leyfis endurskoðenda ríkisvaldsins. Einn- ig er þeim óheimilt að ráða starfs- menn í stað þeirra, sem reknir eru, fyrrenaðáriliðnu. Útlit er fyrir að framvarpið verði samþykkt á þingi á næstu vikum þrátt fyrir andstöðu sósíalista og kommúnista og verkalýðsfélaga. ERLENT Grænlenska landsþingið: Grænlenskir fangar áfram í Danmörku Nuuk, frá fréttaritara Morgunbladsins NJ. Bruun. LANDSÞINGIÐ á Grænlandi er hætt við fyrirætlanir um að flytja refsifanga, sem sitja nú af sér þunga dóma í Danmörku, heim til Grænlands. I Danmörku sitja nú inni um að því að slíkur flutningur myndi tíu Grænlendingar. Allir hlutu þeir dóma fyrir alvarleg afbrot, s.s. morð. Að undanfömu hafa þeir óskað eftir að vera fluttir heim til Grænlands, þar sem að þeir eigi erfítt með að samlagast dönskum aðstæðum, eigi enga möguleika á að hitta fjölskyldur sínar og sitthvað fleira. Landsþingið grænlenska tók þetta mál til athugunar, en komst kosta um 50 milljónir danskra króna (250 milljónir ísl. króna) og uppihald fanganna um 10 milljónir d.kr. á ári. Landsþingið telur að landið hafí ekki efíii á slíkum fjárútlátum. Hins vegar verður lagt kapp á það að auka aðstöðu fatlaðra, svo að fleiri Grænlendingum, sem nú dveljast á stofnunum í Dan- mörku, verði kleift að koma heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.