Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 Akureyri: Iinda Hrönn Sigfúsdóttir, sigurvegari í flokki 8 ára stúlkna, kemur i markið. Eins Átta ára stúlkur leggja af stað í Brekkuhlaupið. Morgunbiaðið/Skopti HaUgrimsson og sjá má voru áhorfendur fjölmargir og hvöttu þeir keppendur vel. Brekkuhlaupinu AknreyrL BREKKUHLAUPIÐ var haldið við verslunina Garðshom og í garðinum þar við um helgina. Geysilegur fjöldi krakka mætti og tók þátt í hlaupinu en keppt var 16 flokkum. Það er verslunin Garðshom sem hafði veg og vanda af því sem þama fór fram en auk hlaupsins tefldi Jóhann Hjartarson, stórmeistari, Qöltefli í góða veðrinu. 42 skák- menn tefldu við Jóhann - hann sigraði í 39 skákum en 3 gerðu jafntefli við hann. Það voru feðg- amir Þór Valtýsson og Páll Þórsson auk Arnars Þorsteinssonar. Efstu krakkar í hveijum flokki í Brekkuhlaupinu urðu þessin 8 ára stúlkur 1. Linda Sigfasdóttir 2,02,04 2. Anna Ragnheiður 2,05,16 3. Viktoría Rut Smárad. 2,07,38 8 ára strákar 1. Rúnar Freyr Rúnarss. 1,54,01 2. Smári Stefánsson 1,55,24 3. Marinó Marinósson 1,55,42 9-11 árastelpur 1. Linda Björk Sveinsd. 4,54,72 2. Bjamey Guðmannsdóttir 4,57,30 3. Ambjörg Valsdóttir 4,57,40 9-11 árastrákar ómar Kristinsson 4,20,75 2. Kristján ömólfsson 4,22,35 3. Matthías Stefánsson 4,28,35 12-14 ára stelpur 1. Bima Bjömsdóttir 5,58,50 2. Hildur Sigurðardóttir 6,38,21 3. íris Ámadóttir 6,41,72 12-14 ára strákar 1. Kristján Magnússon 6,03,95 2. Hlynur Konráðsson 6,10,01 3. Guðmundur H. Jónsson 6,16,46 Stemmningin var góð á svæðinu og ekki skemmdi fyrir að eftir hlaupið gaf Garðshom öllum þátt- takendum gos og sælgæti. Þess má geta að þrír fyrstu keppendur í hveijum flokki fengu auk þess fallega bikara í verðlaun. Að hlaupi loknu fengu allir þátttakendur gos og súkkulaði að gjöf. Skóminjasafn með hálfrar aldar framleiðslu: Opið hús verður hjá skógerðinni Akureyrí. SKÓGERÐIN á Akureyri verður 50 ári á þessu ári eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu. í tilefni afmælisins verð- ur verksmiðjan opin almenningi föstudaginn 13. júní og laugar- daginn 14. júni frá kl. 9.00 til 16.00. Gefst þá kostur að sjá starfsfólk verksmiðjunnar að störfum, skoða skóminjasafnið er geymir sýnishorn af hálfrar aldar framleiðslu verksmiðjunn- ar og fá sér hressingu. þá upp nýtt vörumerki, ACT, og hefur ACT-nafnið verið notað á alla skó frá verksmiðjunni síðan. Auk þess framleiðir verksmiðjan skó fyrir Axel Ó., sem seldir em undir nafninu Puffíns. Verksmiðjan hefur á að skipa sérmenntuðum hönnuð- um. ACT-skór eru seldir í yfír 100 verslunum hér á landi. Framleiðslan hefur farið vaxandi hin seinni ár og var 63.500 pör árið 1985. Útlit er fyrir að í ár verði framleidd 70.000 pör af skóm. Alls hefur skó- gerðin framleitt yfír 2,6 milljónir para á þessum 50 árum. 5,4 milljóna króna t p*m / Lif og fjor í Ólafur Benediktsson, útibússtjóri ÁTVR á Akureyri, og Höskuldur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í endurbættum húsakynnum þess á Akurejnri. Húsnæði ÁTVR mikið breytt Akureyri. HÚSNÆÐI Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Hólabraut á Akureyri var opnað formlega eftir miklar breytingar á laugardag. Breytingar hafa staðið yfir í nokkum tíma en versluninni hefur ekki verið lokað þrátt fyrir það. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði við þetta tækifæri að tap á Slippnum öll aðstaða starfsmanna hefði nú breyst til mikils batnaðar enda hefði ekki verið hægt að bjóða upp á hana lengur eins og hún var. „Hér eftir verður stuðst við lyftara til að flytja kassastæður og má því benda starfsmönnum áfengisverslunar- innar á að leita sér að öðrum stað til að æfa kraftlyftingar en á þess- um vinnustað,“ en um áraraðir hafa kassar verið fluttir með handafli. Hann sagði að ef til vill væru skiptar skoðanir um hve aðlaðandi áfengisverslun ætti að vera en í bæ þar sem kappkostað væri að hafa allt sem snyrtilegast kæmi ekki annað til greina en að ÁTVR sæi um að húsakynni sem fyrirtækið ætti yrði ekki bænum til lýta. „Mér þykir ekki boðlegt að viðskiptavinir Áfengis- og tóbaksverslunarinnar þurfí að mæta þangað í vaðstígvél- um á krapadögum eins og mér skilst að hafi verið þegar mestur vatnselgur barst inn af götu, en mikill halli var á gólfí þannig að nánast myndaðist stöðuvatn," sagði Höskuldur. í fréttatilkynningu frá Samband- inu segir að ákvörðun um stofnun skóverksmiðjunnar hafí verið tekin á aðalfundi þess í júni 1936. Bygg- ing verksmiðjuhúss tók ekki nema fjóra mánuði og kostaði á þeim tíma 33.300 gamlar krónur. Pyrstu starfsmenn voru ráðnir í desember 1936. Skóverksmiðjan var byggð til að Qölga atvinnutækifærum og full- nýta innlend skinn. Kreppunni var að Ijúka á þessm tíma, atvinnuleysi hafði verið viðloðandi og fátt um nýjungar í atvinnulífinu. Skógerðin á Akureyri er nú eina skógerð landsins og hefur verið svo um allmörg ár. Frá stofnun og til 1969 framleiddi verksmiðjan ein- göngu skó úr íslensku leðri. Leður- vinnsla lagðist af 1969 og hefur frá þeim tíma verið nær eingöngu framleitt úr innfluttu leðri. Árið 1969 brann skóverksmiðjan en var strax endurbyggð. í lok áttunda áratugarins voru uppi hugmyndir um að hætta rekstri verksmiðjunn- ar. Frá því var horfíð og var hafín öflug vöruþróun og verksmiðjan endurskipulögð. Tók verksmiðjan Akureyrí. AÖALFUNDUR Slippstöðvar- innar hf. var haldinn um síðustu helgi. 5,4 milljóna króna halli var á rekstri fyrirtækisins og er það í fyrsta skipti í 13 ár sem tap er á rekstrinum. Tapið er sem næst 1,3% af tekjum en þá er búið að færa fullar lögleyfðar afskriftir sem nema um 11 milljónum króna. Á árinu 1984 var hagnaður um 1,35% af tekjum þess árs og er sveifía milli ára um 8,7 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins nam 98,3 milljónum króna í árslok að með- töldu hlutafé að fjárhæð 64,7 millj- ónir. Að meðaltali störfuðu 260 manns hjá félaginu í fyrra og námu launagreiðslur samtals kr. 154.698.000. Stjóm Slippstöðvarinnar hf. var endurkjörin á fundinum en hana skipa: Stefán Reykjalín, formaður, Helgi M. Bergs, varaformaður, Ingólfur Ámason ritari, Aðalgeir Finnsson, Bjami Jóhannesson, Gunnlaugur Claessen og Halldór Blöndal. Forstjóri fyrirtækisins er Gunnar Ragnars. ---------------- Leiruvegur opnaðurí ár Akureyri. UNNIÐ er af fullum krafti við smíði brúarinnar yfir Leirurnar norðan flugvallarins á Akureyri og ákveðið hefur verið að bjóða út í næsta mánuði gerð vegar frá Drottningarbraut yf ir að brúnni. „Við bjóðum það verk út í lok júlí,“ sagði Guðmundur Svafarsson, um- dæmistæknifræðingur hjá Vegagerð- inni, í samtali við Morgunblaðið. „Við steftium enn að því að opna leiðina fyrir jól - reiknum með að verkið við tengiveginn verði unnið frá 1. septem- bertil 15. desember," sagði Guðmund- ur. Vegarspottinn frá Drottningar- braut yfir að brú verður um 1100 metra langur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.