Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 Áfangastaður: Landmannalaugar eftirSigurð Sigurðarson í hugum íslendinga eru Land- mannalaugar ein helsta ferða- mannaperla hálendisins. Venjulega koma þúsundir innlendra sem er- lendra ferðamanna í Landmanna- laugar á sumri hverju. Aðal að- dráttaraflið er heita laugin, þar sem heitt laugarvatn blandast saman við kalt yfirborðsvatn sem kemur fram undan hraunjaðrinum svo úr verður notalegt baðvatn. Víst er að laugin er oft góð, en hún er þó ekki nema örlítið brot af þeirri náttúru sem Landmannalaugar og svæðið um- hverfis býður upp á, svo ekki sé talað um friðlandið. Friðland að Fjallabaki var stofn- að 1979 í þeim tilgangi að vemda sérstæða fegurð þessa svæðis. Friðlandið nær allt frá Tungnaá í norðri, þar sem hún rennur um Vesturhjalla, og í Torfajökut og Laufafell í suðri. Friðlandið er um 47.000 hektarar og er hvergi neðan við 500 m hæð yfir sjávarmáli. Friðlandið er ákaf- lega gölbreytt. Fjölmargir gróður- reitir setja hlýlegan lit á landslagið, og ekki skortir þó fyrir litadýrðina. Svartir bmnasandar, hrafntinna, iíprat og jöklar. Fjölmörg ömefni í friðlandinu gefa liti til kynna, svo sem Bláhnúkar, Bláhylur, Rauðu- fossafjöll, Hrafntinnusker, Svarti- krókur, Svartikambur, Ljósártung- ur, Grænahlíð, jafnvel Reykjafjöll og Mógilshöfðar. Þá bera mörg ömefni gróðrinum vitni, nefna má Laufafell, Grasöldu, Eskihlíð og Eskihlíðarvatn, þó þar fyrirfinnist ekki askur. Þá em ótalin þau ömefni sem gefa til kynna ógnina sem forðum þótti stafa af landinu eða mat á fegurð þess. Nærtækast er að nefna Ljótapoll, sem er alls ekki svo ljótur, að hann eigi skilið þetta nafn. Kaldaklof, Frostastaðaháls, Vondu- gil, Svalaskarð og Vosbúðir. Öll þessi ömefni má finna á landakorti og gefa þau nokkra hugmynd um frumlegar nafngiftir á þessu fallega svæði. í lokin er þó ekki úr vegi að geta um eitt ömefni í nágrenni Landmannalauga, sem minnir einna helst á það óorð sem komist hefur á Laugamar vegna drykkjuskapar ýmissa gesta, bæði á sumrin og vetuma, en þetta er Stútur. Stútur er fagurlega formaður gígur skammt norðan við Laugamar, við Frostastaðaháls. Ekki er löng vega- lengd frá Stúti að Skalla, en það er tindur fýrir ofan Litla Brandsgil. Því byija menn á Stúti og fara síðan á Skallann(!!) jafnvel í Kýl- inga, en Stóri og Litli Kýlingur em nöfn á litlum fellum austan við Laugar. I Landamannalaugum er skáli í eigu Ferðafélags íslands. Hann var reistur 1952 og hefur hann síðan verið endurbættur og stækkaður. Skálinn stendur á fögmm stað undir Laugahrauni. Við skálann er tjald- svæði, en það er mjög lélegt vegna bleytu og smágiýtis. Betra er að tjalda nær Námskvíslinni, sem rennur milli Suðumáma og Lauga- hrauns, en best er að velja sér tjald- svæði §arri Laugasvæðinu, nefna má staði eins og við vegamótin inn í Laugar, við 'Ijörvafell, Kýlinga og víðar. Tjaldsvæðið við Ferðafélagsskál- ann er mjög ónæðissamt vegna Myndin er tekin úr flugvél og horft er i norðvestur út Jökulgil. Hægra megin eru hiíðar Norður-Barms og framundan er Laugahraun og Suðumámur. Fyrir framan hraunjaðarinn glittir í skála Ferðafé- lags íslands. tinnan í Skerinu er ákaflega falleg, þar er jökull og í honum íshellar, sem myndast hafa vegna hvera- virkni undir honum. í Hrafntinnu- skeri er skáli í eigu Ferðafélags Islands. Hann er læstur að sumar- lagi og verður að panta gistinu í honum í Reykjavík eða hjá húsvörð- um skálanna í Landmannalaugum og Þórsmörk. Þetta er gert vegna þess hve margir ganga á milli Landmannalauga og Þórsmerkur og er þeim sem skipuleggja ferðir sínar veittur frekari réttur til gist- ingar í skálum Férðafélagsins á þeirri leið. Það er ákaflega gott að dvelja eina nótt upp í Hrafntinnuskeri. Gengið er upp í Hrafntinnusker og tjaldað skammt fyrir neðan íshell- ana. Dvölina má nota til að ganga á Hrafntinnuskerið og virða fyrir sér hið gífurlega útsýni sem þaðan Stútur, hinn formfagri gígur, mosavaxinn upp á topp. fjölda ferðamanna um helgar og misjafn sauður er í öllu fé og eru ferðamenn hér með hiklaust varaðir við því, að tjalda þama af þessum tveimur ástæðum. Vegir í Land- mannalaugar Þrír vegir liggja í Landmanna- laugar. Fyrst ber að nefna hina fomu Landmannaleið, þá Sigöldu- leið og að lokum Fjallabaksveg að austan. Landmannaleið liggur af Landveginum, en sá liggur neðan úr Landsveit og sameinast veginum frá Búrfelli skammt austan við brúna yfir Þjórsá. Vegurinn liggur upp að Hrauneyjarfossvirkjun og Sigöldu og þaðan yfir Sprengisand. Tilvalið er að fara Sigölduveginn inn í Landmannalaugar og Dóma- dalsleiðina til baka eða öfugt. Göngnleiðir Fjölmargar athyglisverðar gönguleiðir eru í og við Laugar eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Fyrst af öllu kemur upp í hugann gönguleiðin milli Landamannalauga og Þórsmerkur. Gönguleiðin er stikuð. Um leið og komið er upp á hraunjaðarinn sjá göngumenn stikumar, en óhætt er að fylgja þeim alla leiðina suður í Þórsmörk, framhjá Brennisteins- öldu, Hrafntinnuskeri, Kaldaklofs- fjöllum og suður að Álftavatni, um Emstrur og Almenninga í Þórs- mörk. Um 10 km em í Hrafntinnusker (leið nr. 2 á meðfylgjandi kroti), iíklega um 5 klst. rólegur gangur, en að vísu nokkuð á fótinn. Leiðin er mjög auðveld og fýllilega þess virði að leggja hana á sig. Hrafn- er. Af Skerinu má sjá að minnsta kosti sjö jökla í góðu skyggni. Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Vatnajökul með flöldajökla, Tungnafellsjökul, Hofs- jökul og Langjökul. Daginn eftir má ganga til baka í rólegheitum, enda liggur leiðin öll niður í móti. Næst Laugum er hægt að mæla með gönguferðum á Bláhnúk (leið nr. 1 á kortinu), Suðumámur (leið nr.6) og inn í Vondugil og Háöldu (leið nr. 5). Enginn sem til Land- mannalauga kemur, má láta undir höfuð leggjast að fara inn að Brennisteinsöldu (leið nr.4). Brenni- steinsalda er skammt suður af skál- anum, þar kom upp Laugahraunið í kringum árið 1000. Brennisteins- alda er í öllum regnbogans litum. Þar er mikill hiti í jörðu og út úr öldunni stendur steinrunnið tröll. Af Brennisteinsöldu er mjög víðsýnt 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.