Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986 43 Þessi mynd er tekin úr flugvél innarlega f Jökulgili. Horft er niður í fjallsrana og lækjarsitrur renna sitt hvoru megin við hann. í íshellunum i Hrafntinnuskeri. og einkar gott að taka þaðan góðar myndir af Landamannalaugasvæð- inu, rétt eins og af Bláhnúk. Það er lðng leið inn í Hattver (leið nr. 3), en þar er stórkostlegt land, friðsælt og sólríkt. Hægt er að komast inn í Hattver með ýmsu móti, en staðurinn er luktur háum fjöllum og ófærum fljótum. Best er að fara inn Litla Brandsgil eða eftir fjöllunum norðan við Suður Barm. Þá má einnig fara af göngu- leiðinni upp í Landmannalaugar í austur og niður í Hattver. Báðar leiðir eru seinfamar, varla tekur öll ferðin minni tíma en 8 klst. Frostastaðavatn er við veginn skammt áður en komið er í Land- mannalaugar, við Frostastaðaháls. Sagt er að vatnið sé kennt við bæinn Frostastaði. Veiði í vatninu var aðalgagn jarðarinnar. Eitt sinn kom aðkomumaður á bæinn og fann þar allt fólkið örent og á borðum var silungur, sem var með þeim endemum að allir uggar sneru öfúgt. Hafði fólkið etið þennan kynlega siglung, sem reyndist vera eitraður. Eftir það reyndi enginn veiði í vatninu og Frostastaðir lögð- ust í eyði. Fara má frá Laugum upp á Suðumámur, fyrir ofan veginn inn í Laugar, og þaðan niður í Náms- hraunið (leið nr. 7 á kortinu). Náms- hraunið rann í tvær áttir, ofan í Frostastaðavatn og í Jökulgilskvísl- inga. Gengið er niður með hrauninu að vatinu og þaðan að Frostastaða- hálsi og á Stút, en Stútur er form- fagur gígur í öðmm enn stærri. Til baka er farið með veginum. Þá má að lokum nefna að Brandsgilin, Stóra og Litla, em ákaflega sérstök, litskrúðug og fögur. Tilvalið er að ganga inn í þau og skoða. Fara má hringleið frá skálanum inn í Stóra Brandsgil og suður fyrir Bláhnúk (leið nr. 8 á kortinu). Varast ber þó að fara þessa leið í slæmu skyggni, því erfitt getur reynst að finna leiðina yfir hálsinn ofan í gilin fyrir sunnan Bláhnúk. Jökulgilið er gífurlega hrikalegt eftir því sem innar dregur. Það má þó heita, að það sé ófært gangandi mönnum, því Jökulgilskvíslin slær sér sitt á hvað um gilbotninn og lokar leiðinni. Svo mikið er yfírleitt í fljótinu, að vonlítið er að vaða það og því betra að fara með fjalls- hryggjum. Þær leiðir em þó mjög erfíðar og þreytandi. Nokkur silungsveiði er í vötnun- um á þessum slóðum, þó ekki hafí borið á öfuguggum. Vötnin hafa verið grisjuð, en þau vom til skamms tíma ofsetin. Nú má fá vænlega silunga úr vötnunum. Það er veiðifélag Landsveitar sem selur veiðileyfí og fást þau í Skarði í Landsveit og hjá veiðiverði. Markverðir staðir á Fjallabaki Fjallabaksvegur nyrðri liggur um Mýrin undir jaðri Laugahrauns, fólk að koma úr baði. Ófærufoss í Eldgjá. Myndin er tekin af eystri barmi gjárinnar. Fólk í íshelli i Hrafntinnuskeri. heillandi land og er víða margt að skoða. Ekki er nauðsynlegt að binda sig við Landmannalaugar sé ætlun- in að fara víða um á einkabfl. Vegurinn er oft fær öllum tegund- um fólksbfla, en í rigningartíð geta ár og vöm tafíð för smærri bfla og er þa betra að vera á fjórhjóladrifs- bfl. Bláhylur og Ljótipollur em í risa- stómm gígum, sem em leifar af miklum sprengigosum. Bláhylur er skammt norðan við veginn, rétt áður en komið er að Tjörvafelli. Ljótipollur er skammt austar og liggur vegarslóði að honum. Það getur reynst erfítt að aka upp á gígbarminn á fólksbflum, þar sem vegurinn er mjög brattur. Gígurinn er mjög litskrúðugur og er nafnið engan veginn réttnefni. Ferðamenn hafa oft reynt sig við að kasta steinum fram af brúninni og ofan í vatnið. Ekki veit höfundur þessarar greinar um nokkum sem tekist hefur að draga út í vatn, því vegalengdin er meiri en flesta gmnar og veldur því mestu dýptin á gígnum. Nokkur veiði er í Ljóta- polli. Varla er hægt að segja annað, en að Eldgjá sé markverðasti staður á Fjallabaki nyrðra. Bæði er, að Eldgjá er hrikaleg og falleg og staðurinn er sérstaklega merkilegur fyrir jarðsögu sína. í Eldgjá er Ofæmfoss einn fegursti foss á ís- landi. Myndir af fossinum em oft notaðar í landkynningarbæklinga eða veggspjöld á erlendum tungu- málum og má víst vera, að hann hefur talsvert aðdráttarafl. Það var Þorvaldur Thoroddsen, jarðfræðingur, sem gaf gjánni nafn árið 1893. Eldgjá er eldspmnga. Hún til- heyrir Vestur-Skaftafellssýslu, Skaftártunguafrétti. Hún nær frá Mýrdalsjökli að Gjátindi, 40 km norðar. Jarðfræðingar hafa bent á að Eldgjá eigi sér framhald í báðar áttir, undir Mýrdalsjökul og norður undir Uxatinda. Athyglisverðust er Eldgjá skammt fyrir norðan veginn, sem liggur yfír hana þvera. Tilvalið er að leggja bílnum við veginn og ganga inn eftir spmngunni, sem er víð til beggja hliða, en djúp. Innan skamms er komið að Ófæm- fossi, sem er í Nyrðri Ófæmá er fellur ofan í gjána, undir stein- bogann og eftir gjárbotninum í átt- ina að veginum og þar út úr henni og loks hafnar hún í Skaftá. Eldgjá er víða um 600 m breið og allt að 200 m djúp. I gjárveggj- unum má glögglega sjá lagskipt- ingu, hraun, gjósku, möl og fleira. Geysilega gott útsýni er af eystri barmi Eldgjár yfír Lakagígasvæðið, allt í Vatnajökul og Oræfajökul. Raunar er útsýnið enn betra ofan af Gjátindi, sem blasir við fyrir bomi Eldgjár í norðri. Akfært er af veginum upp á eystri barm Eld- gjár, en þá verður að fara yfir Ofæmána, en hún er nokkuð djúp á vaðinu, svo vart er þar á öðmm bflum farandi en fjórhjóladrifs. Skammt fyrir vestan Eldgjá ligg- ur slóð til norðurs. Eftir henni er farið að Langasjó. Þessi vegur er ófær öðmm bflum en jeppum. Nokkuð löng leið er að Langasjó, en þar er landslag allt mjög sérstætt og óvenjulegt, lítið um gróður, en meira um sanda og brött fjöll sem gangaútívatnið. Ókunnugir taka greinilega eftir nafngiftum á þessum slóðum. Þama heitir Langisjór og nokkm vestar, skammt frá Veiðivötnum er Litlisjór. Ekki veit höfundur þessar- ar greinar, hvemig stendur á því, að vötn þessi em nefnd sjór, en lík- legt er að það sé vegna stærðar þeirra. Höfundur varritstjóri tímaritsins Áfanga, en starfarnú sem blm. og hefw undanfarið skrifað greinar um ferðamál í Morgun- blaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.