Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 „Talað í raunverulegum stærðum um hjöðnun verðbólgunnar“ - segir Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- o g fiskimannasambandsins Gudjón A. Kristjánsson, togara- skipstjóri og forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, ræddi við Morgunblaðið um helstu mál á vettvangi hans manna. „Veigamesta breytingin," sagði Guðjón, „á þessu ári, var uppstokk- un sjóðakerfísins. Geysileg einföld- un á Qármagnsstreymi á milli sjó- manna og útgerðar annars vegar og hins vegar á milli vinnslu og útgerðar. Menn vissu oft á tíðum ekki hvaðan eða hvort peningamir ættu að koma úr hinum ýmsu sjóð- um. Nú er aðeins um eina tölu að ræða, annars vegar heildarverð og svo skiptaverðið. Þetta er öllum til góðs að losna út úr þeim frumskógi talna sem hér var um að ræða. Hærrí tekjur með lægri rekstrar- kostnaði útgerðar Þá binda sjómenn vonir við það að olíuverð haldist áfram jafnlágt, og það leiði til þess m.a. að skipta- verð hækki til þeirra og að fiskverð hækki. Þann 1. sept. mun skipta- prósentan hækka úr 70% í 71%. En það eru ýmis mál sem eru í brennidepli. Ef við lítum á það sem eftir hefur staðið úr síðustu samn- ingum, t.d. starfsaldursþrepin, þá er það mál sem sjómenn munu sækja á til úrlausnar, en það er komið hjá undirmönnum á Vest- ijörðum og í Reykjavík. Ef við lítum á þróunina í samn- ingum almennt þá hlýtur hún að þróast upp í að gerður verði einn togarasamningur og einn báta- samningur yfír landið. Að því kerfi sem nú er í þessum efnum verði komið í einfaldara horf þannig að allir á togveiðum yfír 250 lestum t.d. verði með sams konar samning þó skiptaprósentan geti verið mis- munandi. í síðustu samningum sóttum við á með lagfæringar í lífeyrissjóðs- samningum, og það mjakast. Það fer vonandi að sjá dagsins ijós að allar stéttir vinni sér inn sömu rétt- indi miðað við inngreiðslur. Auka verður trygging- ar sjómanna á hafi úti Veruleg lagfæring hefur náðst í örorkubótum, en betur má í líf- tryggingum og bamabótum. Og sérstakt baráttumál sjómanna er að þegar menn látast um borð í skipum þá fái þeir greitt eins og um slys væri að ræða þó svo að menn látist af sóttdauða. Oft og tíðum látast menn um borð sótt- dauða vegna þess að ekki næst til læknis í tæka tíð, og staðan í þeim efnum er allt, allt önnur. Það fæst ekki vant fólk í framleiðslustörfín. Það segir sig sjálft að frystihús sem reiknar með 30 konum í sal, en hefur 10—15, býr við erfíða að- stöðu. Það þarf nokkum veginn sama lið í vélar og stjómun og eftirlit en frystihúsin standa frammi fyrir því að þau em með litla fram- leiðslu en sama fastakostnað og á mun meiri framleiðslu. Þá er á annar tugur frystihúsa í landinu sem stendur tæpt ijárhagslega. Yfír þau verður að ganga það sama og gekk yfír útgerðina. Sjómenn geta ekki haldið áfram að gjalda þess í lágu fískverði hvemig þessi mái standa. Launakönnun hjá farmönnum Ef við víkjum að farmönnum þá gerðu þeir í vor samninga sem vom felldir og síðan sett bráðabirgðalög á farmenn. í gangi hefur verið launakönnun milli sjómannasam- takanna og farskipaútgerðanna, og vonandi liggur sú könnun fyrir áður en kjaradómur kveður upp úrskurð í haust. Ég held að staðan í vetur í farmannadeilunni hafí verið mjög neikvæð. Bráðabirgðalög virtust liggja í loftinu frá byrjun og það stóð viðræðum fyrir þrifum. Æski- legast er að menn leysi sín mál við samningaborðið. Sjómenn og at- vinnurekendur verða að leggjast á eitt. Við höfum talað saman á þessu ári á nýjum forsendum, raunvem- leg^um stærðum með hjöðnun verð- bólgunnar. Það er allt annað að vera að tala um ákveðnar stærðir, og þá verða menn að tala í fáum prósentum en ekki í tugum. Þetta verða menn að horfast í augu við. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Guðjón A. Kristjánsson Aðlögxim g'ámaþróunar í gámaþróuninni hefur gagnrýni verið á lofti. Það getur verið að sú gagnrýni eigi rétt á sér í sumum tilvikum, en það heyrir til undan- tekninga að mínu mati. Best væri að vinnslan, útgerðin og sjómenn væm samstiga í þessu og vinnslan fengi sitt í land en eðlileg sveigja væri til að nýta hagstæða erienda markaði með gámafiskinum. Ég tel að þetta leiddi tii jafnvægis. Vinnsl- an hlýtur að verða að koma til móts við sjómenn og útvegsmenn í verð- inu og jafnvel vinnsluaðferðum og tegundum. Og þá emm við komnir í hring að vísu, komnir að vanda fískvinnslunnar aftur. En það und- irstrikar eingöngu það að við verð- um að taka á í þessum málum og það verður að skipuleggja út í ystu æsar og nýta alla möguleika sem gefast. Við verðum að nýta okkur alla þá markaði sem við eigum kost á að koma okkar afurðum á fyrir hátt verð, og það er auðvitað ákveð- in vinnsluleið að ganga frá físki til sölu á ferskfískmarkað. Alveg eins og það er vinnsluleið að salta físk eða frysta. Ef við lítum á sumar tegundir t.d. kola og fleiri flatfiska, þá hefur vinnslan hérlendis ekki haft mikinn hug á þessum tegund- um fram að þessu, kannski breytist það fyrr en seinna. Margft jákvætt í öryggismálum Mér finnst margt jákvætt hafa gerst í öryggismálum sjómanna síð- ustu árin. Það er hægt að nefna margt, en þjálfunamámskeiðin eru þó það sem ég tel mikilvægast. Alþingi kom þessu af stað og Ör- yggismálanefnd sjómanna, en Slysavamafélag íslands, sjómanna- samtökin og fleiri aðilar, hafa fylgt fast eftir og þannig eiga allir að leggjast á eitt í svo stórkostlegu máli. Með því að drífa þessi nám- skeið áfram um allt land þá munu menn taka við sér í öryggismálum sjómanna. Yfirmenn þurfa allir, held ég, að fara í gegnum fræðslu áður en þeir geta tekið upp frum- kvæði á sínum skipum í þessum efnum. Það hefur margt breyst á 20-30 ámm og ég held að ef okkur tekst að gera Þór vel úr garði þá verði hann góð miðstöð í þessum efnum. En það þarf jöfnum höndum að standa fyrir námskeiðum víða um land, því Þór getur ekki verið á öllum höfnum nema á löngum tíma. Ég tel að Öryggismálanefnd sjó- manna sé á góðri leið með að auka samvinnu hinna ýmsu aðila, Land- helgisgæslu, Slysavamafélags ís- lands, hjálparsveita og annarra aðila. Það eru ýmsir veikir þættir f öryggisfræðslunni, það vantar bækur á íslensku t.d. um stöðug- leika fískiskipa og það er margt óunnið þó verulega sé af stað farið. Það þarf að vinna kennslubók á íslensku um stöðugleika. Mörg slys- in á bátunum eru stöðugleikavanda- mál, þeir velta yfír. Þó vel sé gert þá er alltaf eitthvað eftir í öryggis- málunum, en það hefur verið vel unnið og verður vonandi áfram." Mikil aðsókn í Stýrimanna- skólann í Vestmannaevjum rætt við Friðrik Ásmundsson skipstjóra Stýrimannaskólinn í Vestmanna- eyjum er rótgróin stofnun og skól- ann sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Friðrik Ásmundsson er skólastjóri Stýrimannaskólans og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að staða skólans væri góð, hann hefði verið fullsetinn síðasta skólaár með 33 nemendum og þar af hefðu 13 nemendur verið í heima- vist. En hann kvað það nýtast mörgum nemendum skólans vel að geta unnið með skólanum í Eyjum eftir því sem færi gæfíst. 20 utan- bæjamemendur voru í skólanum sl. vetur frá ýmsum stöðum á landinu og sagði Friðrik að þeir teldu það kost að sækja skólann í Vest- mannaeyjum og geta gripið í ýmis störf. „Þeir beita línu,“ sagði Frið- rik, „vinna á netaverkstæðum um helgar, fara í lausa róðra á vetrar- vertíðinni og um helgar í frítímum og gripa þannig í það sem gefst. Það eru ýmsir kostir hér sem þétta þetta. Kostir þessarar verstöðvar eru góð höfn, góð fiskimið, myndar- lega rekin útgerð og það er senni- lega þetta sem dregur unga menn hvaðanæva af landinu hingað til Eyja ásamt ýmsum Ijóma sem alltaf stafar af Eyjum. Frá 1964 hafa 229 menn útskrifast með 2. stigs próf, en það þýðir ótakmörkuð skip- stjómarréttindi á fiskiskip. Þegar er byijað að bóka nemendur fyrir næsta vetur. Aðstaða heimavistar hefur þó ekki verið nógu góð undan- farin ár, en nú horfír til betri vegar. Auka þarf og sam- ræma verkmenntunina Aðbúnaður skólans er góður en tækjakost þarf sífellt að byggja upp. Við erum t.d. um þessar mundir að fá lóran af fuilkomnustu og nýjustu gerð. En það vantar satt að segja stöðugt tæki því að þróunin er svo ör í þessum efnum. Tæki, afbragðs tæki, geta verið orðin úrelt eftir tvö ár. Nú er á döfínni og í umræðunni að meiri verkleg kennsla verði tekin upp í veiðarfæragerð, fískimeðferð og líffræði sjávar. Það lítur út fyrir að það sé vilji til þess að stefna kennslunni í þessar áttir." — Hvað um hugmynd að Sjávar- útvegsskóla? „Eg álít að stýrimannaskóli, vél- skóli og fiskvinnslu- eða sjávarút- vegsskóli geti unnið mjög saman undir einni stjóm og sameiginlegri kennslu í kjamafögum þótt hver sé að öðru leyti á sínum bás. Skip- stjómamámið sjálft er svo sérhæft að það getur ekki verið tengt neinu öðru. Siglingafræði og skipagerð nýtist ekki öðrum en skipstjómar- mönnum. En þama er verulegt Friðrik Ásmundsson skólastjóri frá Löndum. verkefni að vinna og mjög spenn- andi fyrir framtíðina. Jákvæð bylgja í öryggismálum Það sem ég vil leggja áherzlu á í mikilvægi varðandi sjómennsku og sjósókn er það að ég tel að það hafí verið unnið mjög gott starf í öryggismálum sjómanna að undan- fömu og ég vil þakka þingmanna- nefndinni fyrst og fremst fyrir vaxandi áhuga almennt í landinu á öryggismálum sjómanna og í sam- bandi við kaupin á Þór finnst mér skilyrðislaust að fyrsta námskeiðið í skipinu utan Reykjavíkur ætti að vera í Vestmannaeyjum til þess að tengja saman á skemmtilegan hátt nútíð og fortíð. En Vestmanneying- ar voru eins og kunnugt er upp- hafsmenn að rekstri björgunar- og landhelgisgæzluskips við landið með kaupunum á Þór árið 1920. Mér fínnst að þessa jákvæða og góða bylgja sem er staðreynd í dag, bæði til sjós og lands í öryggis- málum sé komin frá þingmanna- nefndinni. Og ég legg mikla áherzlu á að fræðslunámskeiðunum verði fylgt fast eftir. Ég vil þó ekki sízt minna á ábyrgð skipstjóranna. Það þýðir ekkert að vera að fylla skipin af góðum öryggistækjum og setja sjómenn á námskeið ef skipstjór- amir eru ekki meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart skipi og mönnum. Þessum byr og þessum áhuga þarf að fylgja eftir en skipstjómarmenn- imir, skipstjóramir em lykilatriði í stöðunni. Þeir eiga að taka af skarið í þessum efnum, sjá til þess að menn viti og geti það sem þarf þegar á þarf að halda og ef á þarf að halda. Ahugavert fyrir unga menn að fara í stýrimannaskóla Mér finnst það mjög áhugavert Morgunblaðið/Sigurgeir Í Eyjum Nokkrir Eyjapeyjar kanna stöð- una í einum af kappróðrabátum Sjómannadagsins. fyrir unga menn að fara í stýri- mannaskóla. Það er ekkert nám sem veitir eins mikla tekjuaukningu og allt í okkar þjóðfélagi byggist á því að fiskur sé dreginn að landi. Að auki er langstærsti hluti vöm- flutninga sjóleiðis. Gamalkunnur Eyjaskipstjóri, Jói Páls, komst mjög skemmtilega að orði þegar hann sagði að enginn hefði eins mikil ráð og völd í hendi sinni og skipstjóri og það hlýtur að vera áhugavert fyrir unga og duglega menn að taka sér slíka stöðu." -á.j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.